Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 36
36 MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 Sigurður Þorsteinsson bifvélavirki — Minning Minning: Jóhann Kr. Gíslason netagerðarmeistari Fæddur 23. ágúst 1903 Dáinn 27. janúar 1975. Viö fráfall Sigurðar Þorsteins- sonar bifvélavirkja er horfinn minnisstæöur samborgari, — dug- mikill og vandvirkur iðnaöar- maður, ríkur að hjálpfýsi og góðri lund, heiðarlegur og skyldu- rækinn. Hann lézt í St. Jósefsspít- ala 27. jan. s.l. eftir stutta legu,71 árs. Fjölmenni var við útför hans sem fór fram 4 þ.m. frá Hafnar- fjarðarkirkju. Hann var fæddur að Bitru í Flóa 23. ágúst 1903. Foreldrar hans voru Guðrún Eyjólfsdóttir og Þorsteinn Jónsson, ættuð úr Arnessýslu. Þrjú háifsystkin átti Sigurður. Þau lifa bróður sinn og eru: Margrét, heimilisföst í Reykjavik, lengi matráðskona á Sjúkrahúsi Hvitabandsins, Sveinn, búsettur í Kanada, og Sóley, sem býr í Hafnarfirði, gift Kristjáni Jónssyni bifvélavirkja. Arið 1908 fluttist Sigurður með móður sinni til Hafnarfjarðar og átti þar heimili til dauðadags. Um fermingaraldur réðst hann til kunns hafnfirzks athafnamanns, Þorsteins Jónssonar og starfaði við flutninga með hestvögnum, sem Þorsteinn hafði á hendi. Tókst með þeim heilsteypt, órofa vinátta. — Þegar bifreiðin leysti hestinn af hólmi sem aðalfarar- tækið, gerðist Sigurður ökumaður á bifreiðum, sem Þorsteinn rak, en árið 1922 hiaut hann öku- mannsréttindi. Sigurður eignaðist sína fyrstu vörubifreið árið 1927 og vann við vörubílaakstur um árabil, aðal- lega hjá fyrirtæki þeirra Þórðar og Ingólfs Flygenring. Reyndist hann hinn traustasti ökumaður og mikilsmetinn af sínum starfs- bræðrum og vinnuveitendum. Árið 1930 stofnaði Sigurður til hjúskapar með eftirlifandi konu sinni, Soffíu Sigurðardóttur, sem fædd er á Teigarhorni við Djúpu- vík, en hlaut uppeldi í Hafnar- firði, sem varð hennar heimabær. Auk þess að vera mikilhæf hús- móðir hefir frú Soffia af dugnaði sinnt ýmsum félagsmálum í sínum bæ. Þau hjónin reistu húsið Skúlaskeið 2 og bjuggu þar öll sambúðarárin. Ber sá staður inni sem úti, vitni um myndar- skap og smekkvísi þeirra. Sígurður Þorsteinsson varð brautryðjandi í Hafnarfirði í þeirri mikilvægu þjónustugrein, sem tengd er bifvélum og við- gerðum bifreiða. Samhliða öku- starfinu hóf hann sjálfstætt árið 1932 að sinna slíkri þjónustu og tók meistarapróf i þeirri iðngrein. — Um nokkur ár vann hann hjá Steindóri Einarssyni við bílavið- gerðir og einnig sem ökumaður, t.d. í fyrstu hringferð Ferðafélags Islands um landið, árið 1936. Þegar hafnfirzkir vörubíl- stjórar beittu sér árið 1939 fyrir stofnun Bílaverkstæðis Hafnar- fjarðar varð Sigurður fyrir valinu sem fyrsti verkstæðisformaður- inn. Vann hann þar í mörg ár, en rak um tíma sitt eigið verkstæði. Um tuttugu síðustu starfsárin vann hann óslitið við bifreiða- og vélaviðgerðir á vegum Skipa- smíðastöðvarinnar Drafnar og gat jafnframt haft þar aðstöðu til að sinna áfram þjónustu við ýmsa af sínum gömlu viðskiptamönnum. — I ársbyrjun 1973 varð Sigurður að láta af störfum af heiisufars- ástæðum. Sigurður Þorsteinsson var mikill hæfileikamaður í sinni iðn- grein. Hann var fundvís á veiiur véla, ráðagóður um úrbætur, skjótvirkur í starfi. Viljinn til að leysa annarra vanda var óvenju mikill. Um þaó geta vitnað þeir mörgu sem til hans leituðu. Hann var og blessunarlega laus við þann leiða kvilla nútímaþjóð- félags að styðjast sem stífast við mælistiku hins háa endurgjalds fyrir veitta þjónustu og heimta sem mest af öðrum. Þess í stað þjónaði hann fagurlega þeirri góðu dyggð að gera ríkar kröfur til sjálfs sín og sýndi aðdáunar- verða þolinmæði gagnvart kvabbi tengt bifreiðunum. Mörg hand- tökin voru unnin án þóknunar og góð ráó gefin með ijúfu geði. Við erum margir bifreiðaeig- endur í Hafnarfirði, sem stöndum í þakkarskuld við þann mann- kostamann, sem hér er kvaddur. Hans fágæta þjónustulund, hljóð- láta framganga og trausta skap- höfn lifir í minningum okkar um hann. Fátt yljar meir í umróti hins daglega lífs og hlýjan I viðmóti þeirra, sem ríkulega eru gæddir hógværð og yfirlætisleysi. I þeim hópi var Sigurður Þorsteinsson. Ljúfmennska hans var aðlaðandi og hann lét aðra njóta hennar í orði og verki. — Hann var einlæg- ur í sinni kristnu trú og lagði rækt við sitt trúarlif. Hann trúði á framhaldslífið og var í sátt við j guð og menn. Sigurður Þorsteinsson er kvaddur með virðingu og inni- legri þökk okkar, sem nutum trygglyndis hans, þjónustu og traustrar vináttu. Arni Gunnlaugsson. Á morgun mánudaginn 10. febrúar fer fram útför Jóhanns Kr. Gíslasonar netagerðar- meistara er lést 30 janúar síóast- liðinn á áttugasta aldursári. Hann hafði um alllangt árabil lítil um- svif haft útávið sökum hrörnandi heilsufars og að mestu haldið kyrru fyrir innan veggja heimilis- ins. Starfsskeiðið var á enda. Síld- in er löngu horfin og hinar feng- sælu nætur Jóhanns eru fyrir bí. Sá tími er runninn út í hafsauga að hann væri til kvaddur á öllum tímum dags og nætur að sinna óskum og kröfum veiðibráðra ákafamanna er komu að landi með rifnar nætur er ekki þóttu geta innbyrt nóg af gulli hafsins. Jóhann Kristján, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 24. júlí 1895 að Móhúsum í Leiru. Foreldrar hans voru Gísli útvegs- bóndi þar Pétursson frá Gufu- skálum Jónssonar og Helga Símonardóttir frá Berghyl í Ytri- hrepp Guðmundssonar bónda þar Halldórssonar í Jötu Jónssonar. Er sú ætt rakin í Ættum Árnes- inga. Barn að aldri fluttist Jóhann með foreldrum sínum til Reykja- víkur og átti þar heima æ síðan. Faðir hans var atorkumaður, hag- sýnn og lagvirkur. Fékkst hann við sjósókn og landvinnu. Hann vann öðru fremur að viðgerðum og lagfæringum á fiskinetum og síldarnótum. Byrjaði Jóhann snemma að vinna við þetta með föður sínum, lærði það af honum og lagði það síðan fyrir sig. Ekki var þá um að ræða neitt sérnám í þeirri grein, en hagsýni og verk- hyggni gerðu Jóhann að eftirsótt- um manni við þessi störf og er tímar liðu fram kom hann sér upp verkstæði, gerði hvort tveggja, að setja upp net og nætur og annast viðgerðir. Á sildarver- tíðinni fór hann um árabil vestur og norður og sinnti þörfum flot- ans, m.a. á Djúpuvík og víðar. Hann fékk réttindi sem neta- gerðarmeistari árið 1938. Nokkr- um árum síðar tók hann að sér kennslu í netateikningu og neta- gerð (uppsetningu), við Iðnskól- ann er þar var tekin upp kennsla í þeim greinum. Hann átti hlut í netagerðinni Höfðavík á stríðs- árunum, en stofnaði síðar neta- gerðina Neptún er hann rak í nokkur ár, en fjárhagsörðugleik- ar og vanheilsa gerðu honum ókleift að halda því til lengdar og lagðist rekstur hennar niður 1947. Jóhann kvæntist 20. maí 1920 Vilhelmínu Halldórsdóttur frá Kárastöðum í Þingvallasveit, dótt- ur Halldórs bónda þar og söðla- smiðs Einarssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur konu hans. Þau Jó- hann áttu sex börn er upp kom- ust. Einnig ólu þau upp systurson Vilhelmínu, er missti móður sína í bernsku, Björgvin Olafsson tæknifræðing, sem kvæntur er Halldóru Sigurjónsdóttur. Börn Jóhanns og Vilhelmínu eru: Gisli, netagerðarm. i Reykjavík, kona hans var Björg Sigurðardóttir, dá- in 1967; Margrét húsfrú i Reykja- vík gift Haraldi Samsonarsyni húsgagnasmiðameistara; Halldór loftskeytafræðingur, nú kaup- maður í Þórshöfn í Færeyjum, kona hans er Alma Brend; Gunn- ar verkamaður í Reykjavík, ókvæntur; Helgi, bókhaldari við Kaupfélag Stöðfirðinga Stöðvar- firði, kona hans er Rannveig Laxdal Agnarsdóttir; Hanna hús- frú í Reykjavík, gift Tómasi Holt- on framkvæmdastjóra. Það var í Góðtemplarareglunni sem fundum okkar Jóhanns bar saman fyrir 35 árum síðan, hann var þá organleikari í stúkunni sem ég gekk í. Jóhann hafði yndi af hljómlist, og þó hann nyti lítill- ar kennslu í orgelspili (og síðar píanóleik) lærði hann þó til þeirr- ar hlítar að hann gat leikið sér og öðrum til skemmtunar. Ef ein- hvers staðar vantaði spilara til að koma á fund þá mátti standa illa á hjá Jóhanni ef hann vékst undan því kalli. Hann lék einnig mikið á hljóðfæri í barnastúkunum og leysti fleiri störf þar af hendi og var um skeið aðstoðargæslumaður i barnastúkunni Æskunni. Hann hafði yndi af að starfa með börn- um. Það voru honum sælustundir er hann sat við hljóðfærið og gat með undirleik sínum laðað saman og lyft hugum manna eldri og yngri i söng. Sjálfur fékkst hann við að semja lög, þótt fátt eitt væri fest á pappir. Eitt af lögum hans er þó þekkt, samið við Tárið eftir Kristján Jónsson, hefur það verið sungið og flutt í Hljóðvarpi. Jóhann var góður fagmaður i iðn sinni, vandaður og heiðarleg- ur og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var maður viðkvæmur og hrifnæmur og vildi öllum gott gera. Þungur var róðurinn stund- um með stóran barnahóp, en hann var ekki einn þar á báti. Konan hans var honum styrk stoð og styrkust þegar mest á reyndi. Um undanfarin ár hafði hann átt við heilsuleysi að strfða, en þá var stundum gripið í hljóðfærið og, svifið á söngsins vængjum um heima og geima. Að leiðarlokum þakka ég bróð- ur Jóhanni langa og góða við- kynningu. Eftirlifandi konu, börnum og venslafólki sendi ég samúðarkveðju. Indriði Indriðason + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, móður okkar, GUÐRÚNAR SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR, Grundarfirði. Halldóra Olafsdóttir, Kristján Ólafsson, Alda Sæunn Björnsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför HÉÐINS FRIÐRIKSSONAR, Birna Kristjánsdóttir, Jóhann Örn Héðinsson, Helga Björnsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN G. HLÍÐDAL, Fornhaga 20, er lézt 31 janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Gunnlaugur Björnsson, Guðmundur Björnsson, Þorvaldur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Stella Bjarnadóttir, Sjöfn Hjörleifsdóttir, + Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓHANN KR. GÍSLASON netagerðameistari, Kvisthaga 11, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar kl 1.30. Vilhelmina Halldórsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Björgvin Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir, Halldór Jóhannsson, Helgi Jóhannsson, Hanna Jóhannsdóttir. Gísli Jóhannsson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Haraldur Samsonarson, Alma Jóhannsson, Rannveig Laxdal, TómasA. Holton. + Litli drengurinn okkar GUÐMUNDUR ÁRNI ÞÓRÐARSON, Mánagötu 1 7, Grindavik, lést í barnadeild Landspítalans 31. janúar s.l. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 1. febrúar kl. 1 0.30 árdegis. Guðrún Guðmundsdóttir, Þórður Árnason. + Móðir okkar, ELÍN SIGMUNDSDÓTTIR, Þingholtsstræti 30, sem andaðist 31. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 10. febrúar kl. 3 e.h. Þeim er vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á llknarstofnan- ir. Sólveig Eggertsdóttir, Sigurlaug Eggertsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, EINARS GUÐMUNDSSONAR, Ásbyrgi, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Neskaupstað. Steinunn Beck, Kristinn Eínarsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Marinó Sigurbjörnsson, Örn Einarsson, Steinunn Guðmundsdóttir. börn og barnabörn. ÚtfarasKreytíngar blómouol Gróóurhúsið v/Sigtún simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.