Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 44 % ■W'S'lS Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Næsta dag, er Sigríður skyldi sitja hjá, fór hún ekki eins hrygg á stað eins og hinn fyrra daginn; þó gat hún ekki gjört að sér allajafna á leiðinni fram eftir að vera að hugsa um álfafólkið á dalnum og um sauðsvarta drenginn, sem hún hafði séð daginn áður. Þegar hún kom í brekkuna, þar sem hún hafði verið daginn áður, settist hún niður, lagði að sér hendur og fór að lesa bænir sínar; en er hún hafði lesið um hríð, varð henni litið yfir ána; sér hún þá, hvar rann þéttur fjárhópur fram með ánni hinum megin, en eftir fjárhóp þessum fór piltur dálítill, á stærð við þann, sem hún hafði séð daginn áður; en pilturinn var ekki eins klæddur, hann var á hvítum brókum og svartri peysu, með röndótta húfu á höfðinu. Sigríður starði á hann um stund, en sagði síðan við sjálfa sig: Piltur þessi getur ekki verið álfabarn það verður að vera einhver smalapiltur — Úr brekkunni, sem Sigríður varí, var allskammtofan að ánni; áinvarþar ekki breið og féll þar fram á millum tveggja kletta- snasa, er hófust litið eitt upp yfir árbakkana. Sigríð- ur gekk fram á snösina sín megin og stóð þar. Kindurnar lióu hægt og hægt og smábítandi undan piltinum, en hann fór spölkorn á eftir; og er hann kemur á móts við, sem Sigríður stóð við ána, verður honum litið yfir um og sér, að þar stendur kvenmað- ur ekki allstórvaxinn; hann nemur þá staðar og starir um stund á hana, en hleypur síðan fram aó ánni og kallar á Sigríði og spyr hana að heiti. Sigga Bjarnadóttir heiti ég. HÖGNI HREKKVÍSI Maóur minn, ætlizt þér til, að ég trúi því, að Högni hafi fariðí St. Bernhard-hundinn yðar? Smalar þú þar í Tungu? Ég á að sitja hjá; en hvaó heitir þú? Indriði frá Hóli heiti ég og sit hjá eins og þú. Leiðist þér ekki að sitja einn saman? O, nei, ekki svo mikið, þegar gott er veðrið; en hvar er húsið þitt? Ég á ekkert hús enn þá hérna fram frá; átt þú nokkuð hús? Já, hérna inn í hvamminum, og þar sit ég á daginn og er að smíða; það er svo stórt, að við gætum verið þar bæði og staðið upprétt; en það er illt, að þú getur ekki komið yfir um til mín, þá skyldum viö leika okkur saman, því ég sé, að þú ert lítil eins og ég — eða leiðist þér ekki á daginn, þar sem þú átt ekkert hús? Jú, mér leiðist ósköp, segir Sigríður, og svo er ég svo hrædd við álfafólkið, sem kvað vera hérna á dalnum. Hér er ekkert álfafólk, held ég, sagði Indriði, eða hefurðu séð nokkuð af þvi? Já, ég sá I gær svartan strák svo ljótan skjótast þarna út úr gráa steininum, sem stendur þarna inni í hvamminum. Þar er enginn grár steinn! Það er húsið mitt, sem stendur þarna á hólnum kelli mín, og það hefur líklega verið ég sem þú sást; en nú verð ég að fara og hóa kindunum dálítið lengra fram eftir, og svo kem ég aftur, því mér þykir gaman að tala við þig. Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen Kolagerðarmaðurinn Jens Benediktsson íslenzkaði heldur ekki á löngu uns kolagerðarmaðurinn varð það. Svo var ekki um annað að gera fyrir söfnuðinn en að sætta sig við klerk. Nú var það þannig, að konungshjónin voru barn- laus, en þegar konungur frétti að von ætti hann á erfingja, þá gerðist hann meira en lítið forvitinn, hvort þetta myndi verða prins og ríkisarfi, eða bara prinsessa. Lét hann nú kalla til sín alla lærða menn í landinu, til þess að þeir reyndu að greiða úr gátu þessari. En þegar enginn þeirra gat það, þá mundu bæði konungur og biskup eftir kolagerðarmann- inum, og voru ekki seinir á sér að senda eftir honum og þaulspyrja hann. Nei, ekki sagðist hann heldur geta sagt um þetta, — „því það er ekki gott að segja um það, sem enginn getur vitað,“ sagði hann. „Já, já, sama er mér, hvort þú veist það eða veist það ekki,“ sagði konungur, „en þú ert hinn vitri prestur og spámaður, sem getur sagt fyrir um óorðna hluti, og ef þú vilt ekki segja mér þetta, FERDIIMAIMO * ih mcÖtnorQunkoffinu Þeir virðast vinna saman. J-4 Jæja, þá snúum við okkur að slysatrygging- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.