Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 59. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ferjukaup samþykkt í Færeyjum Þórshöfn 13. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Jogvan Arge. LÖGÞING Færeyja hefur sam- þykkt að landsstjórnin festi kaup á dönsku bflferjunni „Morten Mols" fyrir 25,7 mill.jónir króna. Landsstjórnin hefur nú undirrit- að kaupsamninginn við danska skipafélagið Mols og á að taka við skipinu þann 1. aprfl. Aætlað er að ferjan geti hafið áætlunarferð- ir milli Þórshafnar og Suðureyjar um miðjan mafmánuð. Skipið sem getur tekið 800 far- þega í innanlandssiglingum að sumri til og um 500 á veturna Framhald á bls. 18 Kröftugur jarðskjálfti Santiago 13. marz. Reuter. AP. KRÖFTUGUR jarðskjálfti varð f Norður-Chile f dag og samkvæmt fyrstu fréttum biðu tveir bana en sex slösuðust. Jarðskjálftans varð vart í sjö fylkjum en hann var mestur f hafnarborginni Serena sem hefur 80.000 fbúa. J:rðskjátftinn stóð í eina mínútu og mældist 8 stig á Richterskvarða. Nokkrir vægari kippir fylgdu í kjörfarið en l'ólk á götum Serena tók ekki til fótanna. Veggir hrundu f Serena og nokkrar aðrar skemmdir urðu. Skrifstofu- og íbúðabyggingar svignuðu í jarðskjálftanum. t jarðskjálftanum mikla í Chile f júlí 1971 biðu 80 bana og þús- undir manna misstu heimili sín. Sfmamynd AP VOPNAÐIR VERÐIR — Vopnaðir verðir kommúnista landamærunum, stöðvað umferð og leitað i bifreiðum haf a tekið sér stöðu á vegum í Portúgal nálægt spænsku síðan byltingartilraunin var gerð. 6 portúgalskir valda- menn biðiast lausnar Lissabon, 13. marz. Reuter. SEX óbreyttir borgarar sem hafa átt sæti í svokölluðu rfkisráði Portúgals sögðu allir af sér í kvöld og þar með sitja eingöngu herforingjar í æðstu stjórn lands- ins. Meðal þeirra sem sögðu af sér var prófessor Ðiogo Freitas do Amaral, foringi Kristilega demó- Aðstoð við Kambódíu fæst ekki samþykkt Washington, 13. marz. Reuter. — AP. ÞINGFLOKKUR demókrata í öldungadeild Bandarfkjaþings samþykkti f dag að leggjast gegn þvf að stjórninni í Kambódíu verði veitt aukahernaðaraðstoð og utanrfkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar felldi málamiðlun- artillögu um 82,5 mifljón doltara aukaaðstoð við Kambódfu. Ford forseti hefur farið fram á 222 milljón dollara aukaaðstoð og blaðafulltrúi hans sagði að afstaða fulltrúadeildarinnar hefði valdið honum „miklum vonbrigðum." Talið er að eftir þessar atkvæðagreiðslur séu vonir Fords um að veita Kambódiu aukaaðstoð sama sem orðnar að engu. Þrjátíu og átta eldflaugar féllu á flugvöllinn í Phnom Penh í dag, skotfærageymsla með allt að fjörutíu lestum af skotfærum var sprengd i loft upp, rúður brotnuðu I flugturninum og loftflutningar Bandaríkjamanna lögðust niður. I Suður-Víetnam náðu NorðurVíetnamar og Viet Cong á sitt vald sjötta fylkishöfuðstaðnum á fimm dögum, bænum Buon Ho á miðhálendinu, og héldu enn uppi hörðum árásum á annan fylkishöfuðstað, Ban Me Thuot, sem er 40 km norðaustur af Buon Ho. Stjórninni tókst að senda fjölmennan liðsauka loftleiðis til Ban Me Thuot, en kommúnistar hafa sótt inn í bæinn. Barizt er um aðflutningsleiðir til Ban Me Thuot og sú barátta getur ráóið úrslitum um afdrif bæjarins. i árásunum á Phnom Penh varð mikið tjón á áætlunarflugvél af gerðinni DC—4 og tveir verkamenn biðu bana . í Bangkok var sagt að tekizt hefði að flytja 600 lestir af vistum til Phnom Penh áður en loftflutningarnir lögðust nióur í dag vegna árásanna. Kambódiska Framhald á bls. 18 krataflokksins, sem nú er taiið lfktegt að verði bannaður ásamt Miðdemókrataflokknum. Hann kom til Portúgals í dag frá London. Francesco da Costa Gomes for- seti féllst á lausnarbeiðni sex- menninganna og talsmaður hans sagði að þeir hefðu boóizt til að segja af sér „i því augnamiði að auðvelda skjóta lausn vissra vandamála sem eiga rætur að rekja til hinna alvarlegu atburða sem gerðust á þriðjudaginn". Jafnframt neitaði taismaóurínn því að nokkur bandarísk herskip lægju úti fyrir Lissabon og sagði að slíkur orðrómur hefði verið á kreiki. Bandariski sendiherrann, Frank Carlucci, ræddi í dag við Mario Soares utanrikisráðherra en sendiráðið sagði að um venju- legan fund hefði verið að ræða. Orórómur um að Antonio de Spinola fyrrverandi forseti væri kominn aftur frá Spáni var einnig opinberlega borinn til baka. Hins vegar sagði i tilkynningu frá skrifstofu forsetans að bróðir Framhald á bls. 18 w Israel óttast liðsflutninga Kairó, 13. marz. Reuter. AP. NTB. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra sagði áður en hann fór til Harðorð mótmæli frá skáksambandi Rússa Moskvu, 13. marz. AP SOVEZKA skáksambandið var- aði Alþjóðskáksambandið (FIDE) við því í dag að svo gæti I'arið að áskorandinn Ana- toly Karpov teftdi ekki við heimsmeistarann Bobby Fisch- er ef það breytti reglum einvfg- is þeirra. Þetta er harðorðasta yfirlýs- ingin sem komið hefur frá sov- ézka skáksambandinu siðan deilur risu út af einvíginu og það gagnrýnir FIDE harðlega fyrir að kalla saman aukafund í næstu viku til að endurskoóa reglurnar sem voru samþykkt- ar i Nizza i Frakklandi i fyrra- haust. Hins vegar gekk sovézka Framhald á bls. 18 nýs fundar með Anwar Sadat for- seta f borginni Aswan í dag að miðað hefði í samkomulagsátt í samningum tsraelsmanna og Egypta en þó miðaði hægt áfram í viðræðunum. Ísraelska útvarpið sagði í dag aö þess hefði oröið vart að verið gæti að Egyptar og Sýrlendingar væru að búa sig undir takmarkað stríð, ef til vill til þess að beita þrýstingi i sambandi við friðartil- raunir Kissingers. Haft er eftir heimildum í isra- elska hernum að umfangsmiklar heræfingar Sýrlendinga mcðal annars æfingar á víðtækum Iiðs- flutningum með flugvélum, séu uggvænlegar. Þá er sagt að Egypt- ar hafi sent liðsafla sínum á vest- urbakka Súez-skurðar liðsauka og grafið neðanjarðarbyrgi og skurði Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.