Morgunblaðið - 14.03.1975, Page 2

Morgunblaðið - 14.03.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ1975 Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri: BASAR MYNDLISTAR- NEMA — Það má heita mikil hætta á, að með hverju ári taprekstrar séu verzluninni bundnir baggar, sem hún verði að erfiða undir um mörg ókomin ár. Með því að iiða taprekstur í ár erum við því að fyrirgera mögu- leikum verzlunarinnar til að inna af hendi það þjónustuhlutverk, sem henni verður að ætla á næstu 5—10 árum. Vegna þessa, sagði Valur að lokum, verður nú þegar að gera ráðstafanir til að stýra verzlun- inni út úr þeirri ófæru sem stefnt er í með núgildandi verðlags- ákvæðum. Lögmæt kosning Suðurnes j apresta ATKVÆÐl voru talin í gær á skrifstofu biskups frá prestkosn- ingunum sem fram fóru í Kefla- víkurprestakalli og Njarðvíkur- prestakalli í Kjalarnesprófasts- da-mi, sem fram fóru sl. sunnu- dag. Einn umsækjandi var um Keflavíkurprestakall — Ólafur Oddur Jónsson cand. theol. Á kjiirskrá voru 3311, atkvæði greiddu 1699 og hlaut umsækj- andi 1688. Auðir seðlar voru 9 en ógildir 2. Kosningin var lögmæt. Einn umsækjandi var einnig um Njarðvíkurprestakall — sr. Páll Þórðarson, sóknarprestur á Norðfirði. A kjörskrá þar voru 886 atkvæði greiddu 544 en umsækj- andi hlaut 539. Auðir seðlar voru 3, ógildir 2 og kosningin er þvi lögmæt, segir í fréttatílkynningu frá skrifstofu biskups. Stefnir í mesta taprekstur í íslenzkri verzlunarsögu oröinn árviss viðburöur í borgarlífinu aö nemend- ur í Myndlistar- og hand- iðaskólanum efna til bas- ars, þar sem varningur af ýmsu tagi er á boöstól- um. Meó þessu móti eru myndlistarnemarnir að veróa sér út um farar- eyri til aö geta haldið út fyrir pollinn í menning- arvígi Evrópu, þar sem þau nota tímann til að skoöa sig um á sögufræg- um söfnum. I gær voru myndlistarnemarnir ein- mitt á ferðinni með sölu- tjald sitt í Austurstræti og var þessi mynd þá tekin. 7. jafntefli Guðmundar TVEIR sovézkir skákmenn — þeir Viasukov og Balashov hafa nú þokazt upp í fyrsta sætið á skákmótinu á Kúbu og eru nú jafnir Ulf Andersson frá Svfþjóð sem haft hefur forustuna frá upp- hafi. Viasukov gerði í gær jafntefli við Guðmund Sigurjónsson, og er þetta sjöunda jafntéfli Guðmun'd- ar á mótinu. Ulf Andersson gerði jafntefli við Forintos frá Ung- verjalandi og Balashov sigraði Garcia frá Kúbu. Þremenningarn- ir hara nú 5‘/S vinning en Guð- mundur Sigurjónsson er með 3'A vinning. Kirkjudagur á Egilsstöðum Sunnudaginn næst- komandi verður hinn ár- legi kirkjudagur Egils- staóakirkju. Hingað til hefur hann farió fram í skólanum en nú veróur Framhald á bls. 18 Loðnan: 3 þúsund tonna sólarhringsafli ALLS tilkynntu 14 bátar um afla í gær, 3 þúsund tonn, og er heildaraflinn nú orðinn 397 þúsund tonn en var 377 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Þessir bátar voru með afla: Faxaborg 160, Sveinn Sveinbjörnsson 240, Víðir 100, Faxi 100, Jón Finns- son 200, Ólafur Magnússon 170, Skírnir 190, Loftur Baldvinsson 100, Gísli Árni 170, Harpa 240, Óskar Magnússon 420, Höfrung- ur III. 200, Guðmundur 300 og Reykjaborg 420. Loðnan veiðist nú á tveimur svæðum — við Vestmannaeyjar og í Faxa- flóa. Osvaldur Knudsen látinn ÖSVALDUR Knudsen málari og kvikmyndagerðarmaður varð bráðkvaddur ( gær, 75 ára að aldri. Ósvaldur fæddist á Fáskrúðs- firði 19. október 1899, sonur Vil- helms Knudsen kennara þar, síð- ar kaupmanns á Akureyri og síð- ast verzlunarfulltrúa í Reykjavik, og konu hans Hölmfríðar Gísla- dóttur. Ósvaldur lærði málaraiðn i Reykjavik og lauk prófi úr Iðn- skólanum í þeirri grein 1917. Starfaði hann sem málarameist- ari i Reykjavík. Hann stundaði framhaldsnám í iðn sinni í Kaup- mannahöfn 1919—’20 og í Munchen 1924—’25. Þekktastur er Ósvaldur fyrir kvikmyndir sínar. Hann gerói margar kvik- myndir sem sýna ísienzka nátt- úru, mannlíf, þjóðhætti o.s.frv. Fékk hann margsinnis verðlaun fyrir myndir sínar á erlendum kvikmyndahátíðum. Ósvaldur hafði yndi af óbyggðaferðum og var m.a. heiðursfélagi í Ferða- félagi íslands. A FUNDI forustumanna kaupfé- laganna og Sambandsins fyrr f þessari viku flutti Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, framsöguerindi um verðlagsmál smáverzlunarinnar. Valur byggði erindi sitt á upplýs- ingum um rekstrarafkomu 43 matvöruverzlana kaupfélaganna, en ætlað-er að- verzlanir þessar séu með um 40% af allri matvöru- llilundur gegn Union Carbide EFNT verður til útifundar á Lækjartorgi í dag gegn samning- um vió bandaríska stórfyrirtækið Union Carbide vegna málm- bræðsluverksmiðju i Hvalfirði og stendur að þessum fundi svo- nefnd Samstarfsnefnd gegn Union Carbide. Fundurinn hefst kl. 5 og munu þar þrír ræöumenn tala en siðan verður gengið að Alþingishúsinu og fundi þar slit- ið. Orðasafnskerfi kvennasögusafna Samstarfsnefnd norrænna kvennasögusafna var haldið f Konunglegu bókhlöðunni f Kaupmannahöfn nýlega. Else Mia Einarsdóttir bóka- safnsfræðingur frá tslandi skýrði þar frá stofnun fslenzks safns tæpu ári eftir að norrænu kvennasögu- söfnin héldu fyrsta fund sinn. Aðalumræðuefni sam- starfsnefndarinnar var aó þessu sinni að ræóa orða- safnskerfi norrænu kvenna- sögusafnanna, sem á að verða hornsteinn í flokkun og skráningu efnis. Ákveðið var að byggja orðasafnið á þeim orðasöfnum, sem til- tæk eru i kvennasöfnum og styðjast við alþjóðlegar reglur. Verða orðin t.d. þýdd á ensku. Öll norðúrlanöa- málin verða jafn rétthá. Þannig veróur t.d. islenzka orðasafnið gefið út með þýð- ingu á dönsku, finnsku, færeysku og norsku, sænsku og ensku. Og takmarkið er að koma á samskráningu efnis um kvennasögu á Norðurlöndum. Reynt verður að fjármagna gerð og vinnslu orðasafnsins meó stuðningi Norræna menningarsjóðsins. verzlun kaupfélaganna að þvf er segir f fréttatilkynningu um fund þennan. Þar segir ennfremur að verzlan- irnar i úrtakinu séu dreifðar víðs vegar um landið, en þó er meiri- hluti þeirra á þéttbýlissvæðinu á Suðvesturlandi, en hins vegar ekki verzlanir á Vestfjörðum, þar sem smásöluverzlunin neftr STt við sérstaka örðugleika að stríða hin síðari ár og afkoman verið langt fyrir neðan meðaltal. Árið 1973 var haili umfram hagnað hjá verzlunum i úrtakinu um 14 millj- ónir króna. Samkvæmt fram- reiknuðum rekstrarreikningi árs- ins 1974 er gert ráð fyrir 4,1 millj. króna rekstrarhalla það ár, og þannig er afkoma þessara tveggja Valur lagði fram áætlun um rekstur þessara 43 matvöruverzl- ana á yfirstandandi ári og sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarhallinn geti numíð allt að 113 milljónum króna hjá þeim 43 verzlunum, sem úrtakið nær til, en þaó mundi svara til 280 milljón króna halla á allri matvöruverzl- un félaganna. Kom fram í erindi Vals, að ástæðan fyrir þessum ískyggilegu horfum í rekstrinum er mikil lækkun álagningar á síð- ustu mánuðum samkvæmt svo- nefndri 30% reglu, en í fyrsta skipti í sögu verðlagsmála hafi þessari reglu nú verið beitt í tví- gang með nokkurra mánaða milli- bili, og álagningin þannig verið lækkuð um nær því 'A frá þvi í september 1974. Valur taldi, að ekki yrói hjá því komizt að endurskoða nú þegar hina svokölluðu 30% - reglu i ljósi þeirrar þróunar, sem nú blasir við. Taldi hann ljóst, að upphafsmenn 30%-reglunnar hefðu vanmetið þau samdráttar- áhrif, sem að jafnaði fylgja í kjöl- far gengisfellinga og reynslan sýnir að hafa mjög neikvæð áhrif á hag verzlunarinnar. Hann kvað samvinnumenn vel geta fallizt á, að verzlunin ætti ekki að hagnast á þeim veróhækkunum, sem gengisfellingar hafa í för með sér. Á hinn bóginn er það óviðun- andi, sagði Valur, að verzluninni sé með opinberu valdboði stefnt inn í mesta taprekstur í íslenzkri verzlunarsögu á sama tíma og allar aðrar aðgerðir hins opinbera stefna að því aó treysta og efla hag annarra atvinnuvega. Það má ekki gleymast, að verzlunin er líka atvinnuvegur; á hag hennar byggist velferð og atvinnuöryggi þúsunda fjölskyldna og einstakl- inga. í verzluninni er ekki hægt að vinna upp áfallið tap fyrri ára á einni góðri vertíð. Þess vegna er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.