Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 „Kæra Slagsída! Mig hefur lengi langað til að senda þér línu og læt hér með verða af þvf. Þú ert oft mjög leiðinleg aflestrar. Efni eins og þessi viðtöl við „Kópavogshælis- fangana" og „fangaverðina“ finnst mér að eigi alls ekki heima á þínum síðum. Svo- leiðis efni, þó að kannski sé nærtækt unglingum, finnst mér eigi frekar heima á guðsorðasfðunum sem eru aftar í Mogganum. Ég er þeirrar skoðunar að fáir, mjög fáir krakkar, hafi yfir- leitt nokkurn áhuga á að fá að vita skoðanir fólks i Kópavoginum. Þú átt að ein- beita þér meira að því að kynna rækilega, birta viðtöl við,segja frá plötu og annað slagið jafnvel birta stórar myndir af íslenzkum popp- urum. Og það jafnt af þeim sem núna eru að gera garð- inn frægan í útlandinu sem af þeim er puða og pæla hér heima I fámenninu, oft auralausir, illa liðnir og haf- andi lítið að gera. Náttúrulega er ég ekki með þessu að mæla með því að þú fellir algjörlega niður skrif um erlent popp. Væri ekki alveg afbragð að glugga svoiítið í ensk blöð og þýða frásagnir af hljómleikum? Ég er viss um aö það yrði huggun þeim sem langar til að sjá og heyra í hljómsveit- um, en þeir félagar Mundi og Nonni hafa ekki verið nógu duglegir við að flytja inn. Og jafnframt skora ég hér með á þá að reyna að- ........ eins að lífga upp á þetta, — ekki með þvf að fá hljóm- sveitireinsog ABBA :eldur eitthvað gott (Bowie, Roxy, Tull ...). Þetta, að þýða svona greinar er ég viss um að yrði skemmtilegt lesefni bæði fyrir Osmonds aðdá- endur sem og Roxy, Bowie aðdáendur. Og hvernig væri svo að taka fyrir plötudóma? Ekki á la Ö. Petersen, þar sem krotaðar eru nokkrar línur og sfðan sagt: beztu lög ... Heldur plötudóma þar sem maður yrði einhverju nær um innihald plötunnar eftir að hafa lesið dóminn. Og svo kem ég að aðal- atriðinu. Útlitsbreyting. Hvernig væri að hafá Slag- sfðuna í formi íþróttasíðna Moggans, (fjórblöðung). Það mætti þar birta stórar myndir á einni síðunni, plötudóma á næstu, greinar um íslenzkt popp á þriðju, og svo loks að sinna bréfum á þeirri fjórðu. En þetta er aðeins tillaga. Þetta yrði mikil breyting til batnaðar, jafnvel þó stóra myndin yrði bara svart-hvít... Bið að heilsa! Finnur Páls (skáldanafn), Reykjaskóla, Hrútafirði." 0 Slagsfðan þakkar Finni Páls ástsamlega fyrir mjög greinargott bréf. Það er alv- eg ljóst að Slagsíðan í vetur er ekki sama Slagsíðan og hóf göngu sína í blaðinu í fyrravetur. Samt var Slag síðan aldrei þessi hefð- bundna „poppsfða“, þótt poppið hafi skipað stóran sess f efnisvali síðunnar fyrsta árið. Þessa breiðu við- miðun í efnisvali tóku sam- svarandi sfður annarra blaða upp að verulegu leyti. Með hinum annálaða nýja málefnasamningi hélt inn- reið sína ný stefna í efnis- vali s.l. haust, og hvarf popp verulega í skuggann af öðr- um áhugamálum ungs fólks, þótt það skyti alltaf upp kollinum öðru hvoru. Með stefnubreytingunni er Ijóst að Slagsiðan missti nokkurn hluta lesendahóps síns, þ.e. yngri hluta hans og gall- hörðustu poppaðdáendurna. Um leið náði Slagsíðan til nýs lesendahóps, sem senni- lega miðast við eldri aldurs- hópa „ungs fólks“. Þetta hefur þýtt að efnisbreidd sfðunnar hefur aukizt, og er sennilega orðin of mikil. Þótt það efni sem við höfum verið með í vetur hafi fund- ið góðan hljómgrunn al- mennt, er okkur vel Ijóst að þörfum poppara og yngri lesenda er ekki fullnægt. Þetta gefur tilefni til lengri útlistana en unnt er að koma við nú, en Slagsíðan hefur verið um skeið að bræða þetta mál með sér, og kunna breytingar að vera væntan- legar á næstunni. Þær breyt- ingar verða þó ekki gerðar á efnisvali Slagsíðunnar sjálfrar heldur er verið að athuga aðra möguleika! Á meðan væri fróðlegt að heyra frá fleirum um efni bréfs Finns skálds og þess- arar tilraunar til svars af hálfu Slagsíðunnar. frá tsafirði virðist eiga sér marga aðdáendur. Þetta er annað meðmælabréfið sem Slagsíðunni berst um hljómsveitina. horn í SP,4\«SPWH Háttvirta Slagsíða: Nú finnst mér nóg komið. Einhverjir brjóstsykursgæjar á Selfossi eru búnir aó pota lag- inu „Á kránni" með Mánum í annað sætið á vinsældalistan- um, og monta sig af því. ísfirð- ingar hefðu getað troðið laginu „Hæ Gudda“ með BG. í fyrsta sæti ef þeir hefóu kært sig um, en af þeim kynnum sem ég hef haft af ísfirðingum þá trúi ég ekki slíku falsi á þá. ísfirðingar þurfa ekki slíks með, því þeir eiga eina af topp- hljómsveitunum, þ.e.a.s. hljóm- sveitina Ýr. Þegar verið er að segja að Bjöggi i Pelican sé langbeztur á gitarinn, er það ekki alls kostar rétt því gítar- leikarinn í Ýr er alls ekkert verri, • og trommuleikarinn er lítt lakari en Ásgeir Óskarsson. Söngvarinn hefur mjög góða söngrödd, og samspil bassaleik- arans og trommuleikarans er óaðfinnanlegt. Ég er mjög hneykslaður á þessum látum í Selfyssingum. JEg skora hér með á Slagsíð- una að skreppa hingað til Isa- fjarðar og hlýða á hljómsveit- ina-einn-dansleik (og svo er nóg úrval af kvenfólki til að pæla í). Þá getið þið dæmt sjálfir um hvernig hljómsveitin er. Reykvíkingur í Menntaskól ísafjarðar". 0 Slagsíðan hefur meðtekió boóið.og tekið til athugunar. „Slagsíða: Eg ætla að skrifa nokkur orð um ferðadiskótekið Áslák, sem reyndar á bróóur, sem heitir Asterix og er sagður álíka mikill töffari og Áslákur. Þeir bræóur leigja sig út til skóla og annarrar félagsstarfsemi, — ekki sízt til skólanna þar sem um þessar mundir er bannað að hafa hljómsveitir á skólaböll- um. Það sem mér finnst skemmti- legast við Áslák, auk mikils lagaúrvals er hversu plötu- snúðurinn, Gísii Sveinn Lofts- son hefur líflegar og flottar kynningar sem hann skýtur inn á millLTaga. Gisli hefur annars mjög mikla reynslu af poppinu sem plötusnúður, poppfrétta- ritari hjá tveimur blöðum og stjórnandi útvarpsþáttar. Gisli finnst mór meira að segja betri en Örn og Daddi. X-9266—7389“. Áslákur/Asterix (Gísli Sveinn Loftsson) í fullum skrúða. Slagsíðan í vetnr góð eða vond?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.