Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Ingólfur Guðbrandsson: Hinn hreini tónn Elskulegu blásarar. Fátt lætur ljúfar í eyrum en hreinn og taer trompethljómur. Jafnvel múrar Jeríkó féllu fyrir slíkum hljóm forðum daga, og margur herinn hefur síðan hildi háð eggjaður fram af hvellum lúðrum. Nú er það hvorki meira né minna en heilt landssamband lúðrasveita, sem sendir frá sér tóninn, blæs til orrustu og sam- þykkir vítur á Pólýfónkórinn, stofnun sem reynt hefur að halda hljómnum hreinum í nærri 18 ár og átt hefur frumkvæði að því að kynna lóndum sínum margar feg- urstu perlur tónbókmenntanna. Og nú er spurningin, fyrir hvað? Fæstir held ég að geti nú talið þá starfsemi vítaverða, og nú höfða ég til smekks og dóm- greindar almennings. Komið og heyrið snilldarverkið Messías í Háskólabíói um páskana og dæmið síðan sjálf þann lágkúru- hátt, sem rætt er um í orðsend- ingu Sambands íslenzkra lúðra- sveita. Flestar greinar lista- og menn- ingarstarfsemí í landínu eiga viö ærna erfiðleika að etja, ekki sízt vegna fjárhagserfiðleika. Það var alls ekki ætlun Pólýfónkórsins að varpa neinni rýrð á starfsemi lúðrasveita almennt — sumar þeirra eru býsna góóar — hvað þá að upphefja sig á þeirra kostnað. Það er síður en svo, að Pólýfón- kórinn öfundi lúðrasveitirnar af því fjárframlagi, sem þær hljóta af almannafé, né telji það eftir, þvert á móti þyrfti að hækka það að minum dómi. Hverjir ykkar eru svona hórundssárir? Þið ættuð þó manna bezt að vita, að ekki spila allar lúðrasveitir í land- inu hreint, og þetta veit öll þjóðin, eftir að hafa hlustað á rfkisútvarpið á þjóóhátíðarárinu. 1 ummælum forráóamanna Pólý- fónkórsins var aðeins tekin viðmiðun, sem sýnir fram á ósam- ræmi og ádeilunni beint á fjár- veitingarvaldið en ekki neins konar viðleitni til liststarfsemi í landinu. En sú staðreynd stendur óhögguð, að til eru lúðrasveitir í landinu, sem fá meiri opinbera fyrirgreiðslu þótt þær leiki f alskt, en Pólýfónkórinn fær fyrir að syngja hreint. Að lokum beini ég þeirri áskor- un til landsmanna að halda upp á páskana með því að hlýða á „Messias" og spara heldur páska- eggjakaupin. Það er víðar ástæða til að fylgjast með því sem gerist í menningarmálum en á Kjarvals- stöðum. Lúðrasveitarmönnum sendi ég beztu óskir og kveðjur. Haldíð áfram leitinni að „hinum hreina tóni'". Ingólfur Guðbrandsson. „Fjallkonurnar" — Nýtt nafn á kvenfélagi í Breiðholti KVENFÉLAG Breidholts III hélt f janúar aðalfund sinn f Fella- helli. Harpa Jósefsdóttir Amin, Vesturbergi 78, var endurkjörin formaöur félagsins. Aðrar f sljórn eru: Bryndfs Friðþjófsdótt- ir ritari, Brynja Símonsen gjald- keri, Guðlaug Wiuni, Laufey Magnúsdóttir og Birna Inga- dóttir. Lengi hafði verið í bígerð að breyta nafni félagsins til aðgrein- ingar frá öðru kvenfélagi i nágrenninu. Samþykkt var á fundinum að kvenfélagið I Fella- og Hólahverfi skyldi framvegis nefnast „Fjallkonurnar". Aðalfundur Krabbameinsfélags Árnessýslu verður haldinn á Hótel Selfossi sunnudaginn 16. marz kl. 3 e.h. Eftir fundinn fræðsluerindi. Mætið með nýja félaga. Stjórnin. SUMARDEKK ÁGÖMLU VERÐI YOKOHAMA 145- 13 Radíal 155- 13 Radial 165- 13 Radial 175-13 Radial 520 550 615 500/520 590 645 640 165/380 12-4 strigalaga 12-4 strigalaga 13-4 strigalaga 14-4 strigalaga 14-4 strigalaga 14-4 strigalaga 15-4 strigalaga 15-4 strigalaga kr. 3.582 msk. kr. 3.762------ kr. 3.858----- kr. 4.421------ kr. 3.294 kr. 3.192 kr. 4.144 kr. 4.158 kr. 4.129 kr. 4.495 kr. 5.332 kr. 5.321 ASTRAD slær öll met! Astrad 302 FM bylgja, — lang.-miðbylgja, i leðurtösku, 9 transistorar. Verðkr. 3.610 Umboðsmenn um land allt. Einstök gæði, lágt verö Véladeild Sambandsins HJÓLBARDAR HÖFDATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 BIFREIÐAR l LANDBÚNAÐARVÉLAR SUÐURLANDSBRAUT 14 — REYKJAVlK — SlMI 38600 jr «¦ *• *»"- ' ELDAVELAR r^^sfe^ CF266. 60 cm breið. 4 hellur. Ofn 45 Itr. að ofan, hita- geymsla að neðan. Kaupa má sérstaklega: Klukkuborð og grillbúnað. Litir: Rautt — gult hvítt. Lituðkr. 81.500.- Hvít kr. 74.300- — brúnt — CF 160. 70 cm breið með 4 hellum og klukkuborði. 2 ofnar. Sá efri 54 Itr. með innbyggðum grillbúnaði, hraðræsi og steikar- mæli. í neðri ofninum er einnig hægt að baka. Litir: Brúnt — grænt — hvitt. Copperkr. 106.300.- Avocadokr. 96.100.- Hvít kr. 92.400.- CF 205. 50 cm breið. 3 hellur. að ofan, geymsluhólf að neðan. Litir: Rautt — brúnt — hvítt. Lituð kr. 49.600 Hvit kr. 47.900- Ofn EINNIG FYRIRLIGGJANDI VIFTUR OG GUFUGLEYPAR iSr i Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REVKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.