Morgunblaðið - 14.03.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.1975, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Fram til þessa hefur verið litiö svo á, að stjórnmálaflokkarnir bæði í stjórn og stjórnarand- stöðu og aðilar vinnu- markaðarins væru á einu máli um, að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skipti mestu máli aö styrkja stöðu láglauna- fólksins. 1 framkvæmd þýð- ir þessi stefna það, að kaup- máttur ráðstöfunartekna láglaunamanna er aukinn með beinum launahækkun- um og sérstökum ráðstöf- unum eins og t.d. í skatta- málum, en þeir, sem hafa háar tekjur og miólungs- tekjur veróa á hinn bóginn aó axla auknar byröar meðan núverandi ástand helzt óbreytt. Engum dettur í hug, að unnt sé að treysta sérstaklega stöóu láglaunafólksins, nema aðrir leggi eitthvað þar á móti. Það athyglisveróa hefur nú gerzt, aó forystumenn Alþýðubandalagsins og dagblaðið Þjóóviljinn hafa skyndilega snúið frá þess- ari stefnu og sett fram ský- lausa kröfu um kjarasamn- anga, er tryggi þeim, sem hafa há laun, meiri kaup- hækkanir og kjarabætur en láglaunamönnum. Þess- um kröfum hefur verió fylgt fram meó harka- legum árásum á helztu for- ystumenn í verkalýðs- hreyfingunni og þar á meðal á marga af verka- lýðsleiðtogum Alþýðu- bandalagsins sjálfs eins og Eðvaró Sigurðsson, Björn Bjarnason og Snorra Jóns- son. Þó að þessi sjónarmið hafi ekki komið afdráttar- laust fram fyrr en nú, er ljóst, að þegar á sl. hausti var þessara viðhorfa farið að gæta í málflutningi tals- manna Alþýðubandalags- ins. Þegar ríkisstjórnin setti lögin um launajöfnunar- bætur í september sl., lágu fyrir tillögur Alþýðu- bandalagsins um sama efni. Þær tillögur gerðu ráð fyrir mun rýrari launa- jöfnunarbótum en lög- festar voru. Þannig vildi Alþýðubandalagið aðeins greiða fullar launajöfn- unarbætur á laun, er væru 36 þúsund krónur eða lægri, en ríkisstjórnin miö- aði viö 50 þúsund króna laun. Þá vildi Alþýðu- bandalagið lækka niður- greióslur á landbúnaðar- vörum mun meira en ríkis- stjórnin gerði. Þá gerði Alþýðubandalagið engar ákveðnar tillögur um hækkun fjölskyldubóta, sem ríkisstjórnin stór- hækkaði, og samkvæmt til- lögum Alþýöubandalagsins var ekki gert ráó fyrir, að elli- og örorkulífeyrir hækkaöi í tengslum við launajöfnunarbæturnar. Ef litið er á þessar stað- reyndir, þarf engum að koma óvart, þó að forystu- menn Alþýðubandalagsins á Alþingi fordæmi þá stefnu, sem fylgt er af stjórnvöldum, að þeir sem betur eru staddir taki á sig byrðarnar til þess að unnt verði aö treysta aðstöðu láglaunafólksins. Magnús Kjartansson krefst þess nú, að pappírssamningarn- ir frá því í febrúar 1974 verði endurnýjaðir, en þar báru láglaunamenn skarö- an hlut frá borði í saman- burði við aðra. En í heild voru samningarnir óraun- hæfir. Aó loknum síðustu kjarasamningunum sagði Eðvarð Sigurðsson, að þaö væri eitt þaó nöturlegasta við samningana, að þaó sem gert væri fyrir lág- launafólkið færi á þann hátt, að launþegarnir með háu launin fengju allt þaó sem náðst heföi fyrir lág- launafólkió. Það er þessi nöturlega staðreynd, sem Eðvarð Sigurðsson kallar svo, er Magnús Kjartans- son vill nú knýja fram á nýjan leik. Þá er þaó önnur helsta krafa forystumanna Alþýðubandalagsins á Alþingi, að kjarabætur þær, sem nú á að ná fram í formi skattalækkana, verði einvörðungu gerðar með lækkun á söluskatti. Ljóst err,að lækkun á söluskatti kemur fram sem kjaralyót fyrir alla launþega, hvort sem þeir hafa há laun eða lág. Lækkun beinna skatta má hins vegar haga á þann veg, aó öll sú upphæð komi láglaunafólki einu til góóa. Því er ekki óeðlilegt að lækka jöfnum höndum beina skatta og óbeina, þegar tryggja á kjara- bætur með lækkun skatta. Alþýðubandalagið vill á hinn bóginn einhliða lækkun á söluskatti, sem þýðir, að minni hluti heildarskattalækkunar kemur í hlut láglaunafólks- ins. Hverjum manni má vera ljóst eins og sakir standa, að þessar kröfur Alþýðu- bandalagsins eru óhyggi- legar. Það er ekki grund- völlur fyrir almennum kjarabótum fyrr en þjóóar- tekjur aukast á ný og við- skiptakjör batna verulega. Þess vegna er það rétt- lætismál, að bæta fyrst og fremst kjör láglaunafólks- ins. Fullvíst má telja, að meginþorri þjóðarinnar styður þessa stefnu og hafnar um leið óraun- hæfum kröfum forystu- manna Alþýðubandalags- insi Alþingi. Alþýðubandalagið leggst á sveif með hátekjumönnum Lofsvert fram tak SÍÐASTLIÐINN sunnudag var opnuó í Menningarstofnun Bandaríkjanna sýning á graf- ískum verkum 17 bandarískra nútímalistamanna og munu öji verkin unnin á árinu 1973 og eru 30 að tölu. Er hér um að ræða mjög svo menningarlegt framtak sem vert er allrar athygli, og tii viðbótar eru einn- ig sýndar stuttar litkvikmyndir um þrykklist og ýmislegt úr amerískri myndlist daglega til 21. mars að helgidögum undan- skildum. Verkin á sýningunni kynna mjög fjölbreytilegar grafískar aðferðir og eru að auki frammúrskarandi vel upp sett í umgjörð og frágangur allur svo sem best gerist um grafísk verk, þannig að hin margvíslega tækni kemst mjög Nr. 18 „Untitlet", eftir M. Denise Mullen Nlyndllst _____s____ eftir BRAGA ÁSGEIRSSON vel til skila. Vil ég benda á að hér er gullið tækifæri fyrir myndlistarkennara í unglinga- skólum að kynna grafíska tækni fyrir nemendum sínum svo sem hún gerist einna full- komnust í handverki, þótt skiptar skoðanir séu sjálfsagt um gæði einstakra verka, en þau eru að mínum dómi upp og ofan á sýningunni. En gæðin eru ekki eina gilda atriðið á sýningunni heldur mikil fjöl- breytni tæknibragða og sá lær- dómur sem sú kynning veitir skoðendum. . Frjáls grafík er sú grein myndlistar, sem gefur ríkasta möguleika til að kynna almenn- ingi góóa list gildra myndlistar- manna, því að hér er um að ræða listrænt tjáningarmeðal sem, er best lætur, stendur jafnfætis málverkinu og þrátt fyrir að myndirnar þrykkjast í allstórum upplögum eiga þær ekkert sameiginlegt með fjölda- framleiðslu á eftirprentunum. En mikilvægt er fyrir almenn- ing að taka eftir stærð upplag- anna, því að þar eru miklar upplýsingar faldar um verð- mæti myndanna og mikilvægt er að þessar upplýsingar standi undir hverri mynd t.d. „1/30“, sem þýðir nr 1 af 30 þrykktum myndum eða t.d. „223/500“, sem þýðir sjálfsagt nr. 223 af 500 þrykktum myndum. í fyrra fallinu er upplagió margfalt minna og því í langflestum til- vikum margfalt verðmætara ef um góða mynd þekkts lista- manns er að ræða. Varast ber ómerktar myndir og svonefnd ræningjaþrykk, sem er heiti á Nr. 13 „Untitlet", eftir Frank Lind fölsuðum grafík-myndum en mikið er af slíku í umferð eigi síður en fölsuðum málverkum, mun ég væntanlega fjalla ítar- legar um það í sérstakri grein seinna, því að þetta er raunar útúrdúr hér en þó mikilsverðar upplýsingar fyrir ókunnuga en fróðleiksfúsa. Ég vil benda á nokkrar mjög tæknilega eftirtektarverðar myndir, en þær eru nr. 5 „Landscape" eftir Hersell George, nr. 10 „Cola Up“ eftir Allan K. Kaneshiro, nr. 13 ,,Untitled“, eftir Frank Lind, nr. 18 ,,Untitlet“ eftir M. Den- ise Mullen og loks nr. 30 ,,The Photo Finish", en innbyrðis samanburður tæknilegra vinnubragða í þessum myndum er mjög fróðlegur. íslenzkir myndlistarmenn eiga enn langt í land varðandi það að eignast fullkomið graf- ískt verkstæði, en að því hlýtur að koma fyrr eða síðar og ber að hafa sem einarðlegt stefnu- mark, því að einmitt með graf- ískum listaverkum getur hin einangraða þjóð kynnt list sína betur og veglegar en með nokkrum öórum tæknibrögðum innan myndlistarinnar. Því eru allar sýningar með myndarlegu Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.