Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 17

Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 17 123 gegn Glistrup Kaupmannahöfn, 13. marz. AP. DANSKA þingið samþykkti 1 dag með 123 atkvæðum gegn 23 að framlengja samþykki þingsins fyrir þvf að mál megi höfða gegn Mogens Glistrup, foringja Fram- faraflokksins fyrir skattsvik. Þingmenn Framfaraflokksins greiddu atkvæði gegn þessu. Leið- togi þingflokks flokksins, Steffen Kjærulff-Schmidt, sagði að málið væri pólitískt og til komið vegna þess að Framfaraflokkurinn hefði gagnrýnt skattakerfið, skrifstofubáknið og embættis- mannavaldið 1 Danmörku. Glistrup var sviptur þinghelgi svo hægt væri að höfða mál gegn honum vegna þess að hann skýrði frá þvf opinberlega að hann hefði sloppið við að greiða skatt árum saman með ýmis konar fjármála- legum ráðum. George Stevens látinn EINN af nafnkunnustu leikstjór- um f Hollywood, George Stevens, sem fékk Oscarsverðlaunin á sjötta áratugnum fyrir myndir sínar „A Place in the Sun“ og „Giant“, er látinn, 70 ára að aldri. Banamein hans er talið vera hjartaslag. Meðal annarra kunnra mynda Stevens má nefna „Shane“, „Diary of Anne Frank", „Gunga Din“ o.fl. George Stevens hóf störf við kvikmyndagerð á þriðja áratug aldarinnar sem að- stoðarmaður tökumanns, en hóf leikstjórn áratug síðar. Fréttastofan Nýja Kína; Símamynd AP ÆSTUR MUGUR — Æstur múgur gerði aðsúg að lögreglustöðinni í Setubal skammt frá Lissabon á dögunum, sakaði lögregluna um að hafa myrt tvo menn þegar vinstrisinnar hleyptu upp fundi sem miðflokkur hélt og krafðist þess að hlutaðeigandi lögreglumönnum yrði refsað. Nóbelshöf- undurinn Ivo Andric látinn Belgrad, 13. marz NTB. Ivo Andric, sem fékk bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1961, lézt f Belgrad f dag eftir langa sjúk- dómslegu. Hann varð 82ja ára gamall. Ivo Andric fékk Nóbels- verðiaunin fyrir verkið „Brúin yfir Drfnu", en þar fjallar hann um stöðu Serba f Bosnfu meðan hernám Tyrkja stóð. Bækur Andric voru þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út í öllum heimsálfum að Astralíu einni undanskilinni. Andric fæddist í október 1892 í Travnik í Jttgóslavíu. Lengst af bjó hann i Belgrad og þekktustu bækur sínar ritaði hann í síðari heimsstyrjöldinni meðan hann sat í fangelsi eða stofuvarðhaldi. Hann var sendiherra Júgóslavíu i Berlín áður en sambandi land- anna var slitið vegna styrjaldar- innar. Verðlaunaverk Andrics „Brúin yfir Drínu", kom út á islenzku hjá Bókaútgáfunni Fróða árið 1963 í þýðingu sr. Sveins Vikings. Sovézkum eldflaugum beint að Ósló og Stokkhólmi Peking 13. marz Ntb. MARGAR af eldflaugastöðvunum meðfram strönd Eystrasalts beinast að Ósló og Stokkhólmi, segir fréttastofan Nýja Kfna í dag. Kom fram mikill áhugi fréttastofunnar, sem er opinber fréttastofa stjórnarinnar, á umræðum um öryggismá Norðurlanda og endurtekin voru ummæli yfirmanns sænska hersins sem hann lét falla nýlega þess efnis, að Sovétríkin væru að byggja upp stærstu herstöð veraldarsögunnar á Kolaskaganum Fréttastofan sagði einnig frá ummælum Finna um að varnir væru mikilvægar fyrir öryggisstefnu Finnlands. í frétt sem komin er frá Helsinki segir Nýja Kína frá viðtali því sem Sven Synnergren veitti finnskum blaðamönnum fyrir skömmu. Megininntak þess var aó hernaðarleg og pólitisk spenna á norðurslóðum hefði aukizt og það hefði vakið óróa i Svíþjóð, Danmörku og í Noregi. Fréttastofan bendir á að olíufundurinn á þeim svæðum í Norðursjónum sem Norðmenn ráða geri málið enn viðkvæmara. Og síðan klykkir fréttastofan út með því að eldflaugunum við Eystrasaltsstrendur sé stefnt í átt til Öslóar og Stokkhólms. Áður hefur fréttastofan endurtekið fjölmargar greinar úr kínverskum blöðum með athugasemdum um hernaðarlega uppbyggingu Sovétríkjanna í Eystrasalti, Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi. ERLENDAR FRETTJR Taka Norðmenn lán hjá Aröbum? Ósló 13. marz NTB. Reuter. STJÓRNMALASÉRFRÆÐING- AR 1 Noregi telja ekki ósennilegt að Norðmenn kunni að leita eftir láni hjá arablskum oliufram- leiðslurfkjum, eftir að Per Kleppe fjármálaráðherra Noregs skýrði frá því 1 þinginu f dag, að svo gæti farið að greiðsluhalli Noregs við útlönd myndi verða helmingi meiri en árið 1974, sem var Norðmönnum þó þungt í skauti. Kleppe sagði, að stjórnin myndi fara fram á samþykki þingsins til að taka erlent lán f fyrsta skipti f mörg ár. Gaf Kleppe í skyn að eftir slfku láni yrði leitað á öðrum miðum en vani hefði verið sfðustu ár. Kleppe sagði að stjórnin gerði ráð fyrir að greiðsluhalli við útlönd yrði samkvæmt spám um 10 þús- und millj. norskra króna á móti 5.500 milljón króna á sl. ári. Kleppe sagði, að áætlað væri, að verðbólgan ykist um 11 prósent á þessu ári. Taldi Kleppe nauðsyn- legt að taka mikið erlent lán til að styrkja atvinnu- og framleiðslulíf Norðmanna, m.a. yrði að gera ýmsar ráðstafanir til hjálpar sjáv- arútveginum. Er Norðursj ávarsíld- 2<a Jfust m að verða uppurin ? infiúe„zu Björgvin, 13. marz NTB SAMKVÆMT sfðustu rannsókn- um bendir allt til þess að Norður- sjávarsíldin sé í hættu vegna of- veiði. Kemur þetta fram f skýrslu O.J. Östvedt við norsku hafrann- sóknastofnunina, sem lögð var fram á fundi sjávarauðlinda- nefndarinnar norsku í dag. Stofninn af fullorðinni Norður- sjávarsíld er nú aðeins 250 þús- und tonn, en var árið 1948 þrjár milljónir tonna. „Kvótaákvæði hafa hingað til haft lágmarks- áhrif og sýna að ógerningur er að halda þessum veiðum áfram i sama mæli og hingað til,“ segir Östvedt. Hann upplýsti að fiski- og haf- fræðingar frá þeim löndum sem veiða síld í Norðursjó hafi nýlega á fundi í Kaupmannahöfn mælt með hámarksveiðikvóta 140 þús- und tonn, sem veiða mætti á þessu ári. A tímabilinu júlí 1974 — júní 1975 hefur þegar verið leyft að veiða fimm hundruð þús- und tonn, og af þvi hafa verið veitt 260 þúsund tonn. „Það getur varið að þau 240 þúsund tonn sem leyft hefur verið að veiða fram til júní á þessu ári, verði veidd, en ef löndin fylla kvóta sína má heita að norðursjór hafi verið þurr- ausinn af síld,“ segir Östvedt enn- fremur. Með stuðningi frá sérfræðing- um lögðu Norðmenn i fyrra til að hámarksveiðikvóti yrði 310 þús- und tonn fyrir þetta timabil, en vegna andstöðu annarra landa, sem þarna veiða — alveg sérstak- lega Danmarkar — náðist ekki samkomulag um lægri kvóta en 500 þúsund tonn. 1 hlut Noregs komu þá 100 þúsund tonn, en Norðmenn hafa fram að þessu aðeins veitt 40 þúsund tonn. Ósló, 13. marz. AP. INFLUENZA olli um 200 dauðs- föllum í Ósló á fyrstu átta vikum ársins að sögn talsmanns norsku heilbrigðismálastofnunarinnar í dag. Þeir sem létust úr inflúenzunni voru aðallega gamalt fólk. Sam- kvæmt opinberum skýrslum veiktust 100.000 manns af inflú- enzu í Noregi á þessu tímabili. Dauðsföllin stöfuðu ýmist bein- linis eða að miklu leyti af inflú- enzufaraldrinum að sögn tals- mannsins. Richard Taylor Taylor um fangelsis- dvölina: Allir sýndu mér sérstaka alúð í FEBRÚARHEFTI „Fishing News International“ er fréttasamtal vió Richard Taylor, skipstjóra á C.S. Forester, þar sem hann segir frá veru sinni í íslenzku fangelsi um síðustu jól. í upphafi eru málavextir raktir í stuttu máli, sagt frá töku togarans og dómi Taylors, sem hann hafi í fyrstu áfrýjað, en síðan dregió áfrýjunina til baka. Að svo búnu segir: „Fangelsisvist Taylors skipstjóra var stytt um tiu daga vegna góðrar hegðunar og var hann því aðeins 20 daga í fangelsi. Hann komst heim til fjölskyldu sinnar í Hessle, sem er skammt frá Hull, nokkru áður en nýja árið gekk i garð. „Ég var í nýrri fangelsisbyggingu og í þeirri álmu sem ég var í voru aðeins fimm menn, allir í eins manns klefum. Allir voru sérstaklega alúðlegir við mig og ég fékk hrúgu af jólagjöfum hvaðanæva að á íslandi. Ég virðist eiga marga vini þar, og auk þess sem ég fékk kort og kveðjur var mér sömuleiðis sent sælgæti, vín, sokkar og bindi. Þegar frá er skilinn heimsóknartími eða kaffi stundir varði ég mestum tímanum í klefa mínum og las bækur sem brezka sendiráðið sá mér fyrir af stakri prýði. Meðal þeirra sem heimsóttu mig var skipstjórinn á Þór, en hann hafði verið 1. stýrimaður á varðskipinu, þegar ég var tekinn. Hann sagðist hafa komið lil að sýna að enginn kali væri á milli okkar. Hann sagðist verða að vinna sitt verk eins og ég yrði að leysa mín skyldustörf af hendi og' nú væri málinu lokið og öllu gleymt. Mér fannst þetta rnjög hlý og ánægjuleg framkoma, en hún er aðeins eitt dæmi af mörguni um þá vinsemd sem margir íslendingar sýndu mér, meðan ég sat í fangelsinu. Eg er feginn að hafa tekið þá ákvörðun að sitja dóminn af mér. Hefði ég ekki gert þaö, hefði ég aldrei getað komið í íslenzka höfn, til dærnis með slasaðan ntann eða vegna bilana skips og ég gat ekki teflt i þá tvisýnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.