Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 — Portúgal Framhald af bls. 1 Spinola hefði verið handtekinn eftir byltingartilraunina á þriðju- daginn. Einn valdamesti maður herafla- hreyfingarinnar í Portúgal (MFA), JoseCantaeCatro majór sakaði í dag foringja Kristilega demókrataflokksins, Jose Sanches Osorio, um að hafa verið viðriðinn byltingartilraunina á þriðjudaginn. Asökun hans er enn ein opinber ábending um að flokkur kristi- legra demókrata og bandalags- flokkur hans, hinn hægrisinnaði Miðdemókrataflokkur (CDS), verði bannaðir áður en fyrirhug- aðar kosningar verða haldnar. Canto e Castro majór sagði, að Osorio hefði flúið land og ekki væri nákvæmlega vitað hvaða hlutverki hann hefði gegnt í bylt- ingartilrauninni en tengsl hans við Antonio de Spinola fyrrver- andi forseta sönnuðu að hann hefði verið flæktur í byltingartil- raunina. Majórinn kallaði foringja uppreisnarinnar Guilherme Alpoin Galvao flugliösforingja og sagði að Spinola hefði aðeins verið leiötogi hennar að nafninu til. Að sögn portúgaiska utanríkis- ráðuneytisins er unniö að þvi að fá Spinola fram'seldan frá Spáni en engin opinber beiðni hefur enn verið lögð fram og kunnugir tclja að í raun og veru vilji portúgalska stjórnin ekki fá hann framseldan. Þúsundir manna gengu i dag fram hjá kistu eina mannsins sem féll í byltingartilrauninni, óbreytta hermannsins Joaquim Carvalho Luis, 21 árs. Athöfnin fór fram við herbúðir stórskota- liðsins og þar hafði safnazt mikiil fjöldi manna sem veifuðu rauðum fánum og spjöldum og kröfðust þess að foringjar uppreisnarinnar yrðu líflátnir. Handtökurnar sem hófust eftir byltingartilraunina héldu áfram í dag og nú mun alls um 100 hafa verið handteknir. 1 dag voru birt nöfn 39 liðsforingja og 13 óbreyttra borgara sem hafa verið handteknir. Þar á meðal eru nokkrir kunnir kaupsýslumenn og gósseigendur. Dregið hefur verið úr viðbúnaði en enn er vöróur víð útvarps- og sjónvarpshúsið og bankar voru enn lokaðir. r — Israel Framhald af bls. 1 fyrir þúsundir hermanna á aust- urbakkanum. Vegna þessara frétta hefur ísraelski herinn gripið til sér- stakra ráðstafana að sögn ísraelska útvarpsins. Utvarpið segir aö strið brjótist út í Miðaust- urlöndum ef sáttatilraunir Kiss- ingers beri ekki árangur. Aður en Kissinger ræddi við Sadat talaði hann við egypzka ráð- herra um tillögur Israelsmanna um hve langt herlið þeirra á Sinai skyldi hörfa. Egyptar segja að helzti ásteytingarsteinninn i við- ræðunum sé orðalag ákvæðis þar sem báðir aðilar lofa að ráðast ekki á hvor annan. Egyptar vilja ekki íallast á þá kröfu Israelsmanna að þeir lofi að binda enda á ríkjandi styrjaldar- ástand í sambúð þjóðanna. Þeir vilja ákvæði um að samnings- aðilar, lofi að virða vopnahléð og forðast hernaðaraðgerðir. Samkvæmt góðum heimildum getur liðið ein vika áður en árang- urs verði að vænta af sáttatilraun- um Kissingers. — Harðorð mótmæli Framhald af bls. 1 skáksambandið ekki svo langt að hóta því að mæta ekki á fundinum sem verður haldinn í Hollandi og hefst 18. marz. Það sagði heldur ekki afdrátt- arlaust að Karpov myndi ekki tefla vió Fiseher ef reglunum yrði breytt. Rússar telja að FIDE hafi þegar látið undan kröfum full- trúa Fischers og þar með standi Karpov verr að vígi áður en hann mæti til leiks. I yfirlýsingunni í dag segir að með því að láta undan fyrir Fischer hafi verið grafið undan áhrifum FIDE og efi hljóti að vakna um hæfileika dr. Max Euwe, forseta FIDE, og annarra starfsmanna alþjóða- skáksambandsins. Sovézka skáksambandið segir að samþykkt Nizza-fundarins gildi sem lög er verði ekki breytt. Rússar eru samþykkir þeirri ákvörðun FIDE að í ein- víginu verði tefldar allt að 36 skákir og jafntefli nægi ekki til sigurs en Fischer krefst þess að fjöldi skákanna verði ekki tak- markaður. Euwe hefur raunverulega sagt að hann sé sammála Rúss- um en hann getur lítið gert til að koma í veg fyrir að endur- skoðun á reglunum verði sam- þykkt á fundinum í næstu viku, Rússar eiga erfitt með að sætta sig við þá ákvörðun FIDE að einvígið skuli fara fram í Manila eins og Fischer hefur viljað. Karpov vildi tefla i Milanó. I Manila voru i boði fimm milljón dollara verðlaun en i Milano 500.000 dollara verólaun. — Kambódía Framhald af bls. 1 flugfélagið aflýsti áætlunarferð til Bangkok en talið er að ferðir félagsins og loftflutningar Bandarikjamanna hefjist aftur á morgun. Skriðdrekalió stjórnarinnar reyndi að hrekja stórskotalið uppreisnarmanna frá svæðinu umhverfis flugvöllinn og sótti 500 til 1000 metra en nánar var ekki sagt frá þessum aðgerðum. Ein eldflaug féll á sjálfa borgina Phnom I'enh i dag en engan sakaði. Long Boret forsætisráðherra heldur áfram tilraunum sinum til að mynda nýja stórn og fréttir hafa borizt um harðar stjórnmálaværingar. Bróðir Lon Nol forseta, Lon Non hershöfðingi, er sagður reyna að koma mönnum hliðhollum sér í ráðherraembætti, Lon Non hefur ráðió miklu að tjaldabaki síðan hann kom úr 18 mánaða útlegð fyrir sex mánuðum og bandaríska sendiráðió telur áhrif hans neikvæð eins og á stendur. Sihanouk fursti, fyrrverandi þjóðhöfðingi Kambódíu skoraði í dag á allar ríkisstjórnir sem hafa sendiráð í Phnom Penh að loka þeim og flytja alla þegna sína úr landi að sögn Peking-útvarpsins. — Lofsvert framtak Framhald af bls. 16 kynningargildi er færa okkur nær því stefnumarki ákaflega þýðingarmiklar, og ofangreind sýning er ein hin gildasta í þeim skilníngi og er von að verði framhald á þessu lofs- verða framtaki upplýsingaþjón- ustunnar, og ef ég man rétt átti einnig að vera væntanleg sýn- ing á grafískum verkum pop- listamannsins fræga Jim Dine. Aðeins einn galli er á sýning- unni og hann er sá að hún stendur alltof stutt eða ein- ungis til föstudagskvölds, en það er von mín aö hún verði framlengd um 1 viku að minnsta kosti. — Ferjukaup Framhald af bls. 1 verður einnig í ferðum til íslands, Hjaltlandseyja og Noregs. Ætlunin er að skipið fari fjórar ferðir til Reykjavíkur á sumri komanda, fjórar til Hjaltlands- eyjar og tíu til Björgvinjar. 1 utanlandssiglingu getur skipið að öllum líkindum tekið um 350 far- þega. F'erjan ber einnig 110 bif- reiðar. Nú eru í skipinu um 50 skips- kojur en áður en það kemur til Færeyja mun verða komið fyrir um 200 rúmum til viðbótar í því. I Færeyjum hafa verið skiptar skoðanir um kaup á þessari ferju. Þegar atkvæðagreiðsla fór fram um málið greiddu 14 fulltrúar landsstjórnarflokkanna atkvæði með því, en þeir eru alls 18 og auk þess greiddi einn úr stjórnarand- stöðunni atkvæði með ferjukaup- unum. Formaður fjárveitingar- nefndar, Haakon Djurhuss, og fjármálaráðherrann Demmus Hentze, voru á móti kaupunum en aðal baráttumenn fyrir því að festa kaup á skipinu voru Finn- bogi Isakssen og Atli Dam lög- maður. — íþróttir Framhald af bls. 31 ekki ósennilegt að það verði lið frá þessum þjóðum sem leika hér úrslitaleikinn, þótt fleiri komi vitanlega til greina, eins og t.d. Svíar. — Hingað munu koma um 35 keppendur, fararstjórar og stjórn Evrópusambandsins, sagði Sveinn Áki, — og verðum við að greiða allt uppihald þessara aðila á meðan á mótinu stendur. Þá er búizt við miklum fjölda blaðamanna sem fylgjast munu með leikjum þessum, en á undan- förnum árum hefur úrslita- leikjunum verið sjónvarpað í flestum Evrópulöndum, og þeir jafnan vakið mikla eftirtekt. — Iðnþróunar- sjóður Framhald af bls. 3 styrki til markaðsathugana og sér- stakra útflutningsaðgerða. A fundi stjórnar Iðnþróunar- sjóðs í Helsinki kom fram áhugi á því að sjóðurinn beitti sér i aukn- um mæli fyrir nýjungum í fram- leiðslu og eflingu nýrrar iðnaðar- framleiðslu, m.a. með því að auka lán- og styrkveitingar til tilrauna- starfsemi og vöruþróunar. — Hans G. Andersen Framhald af bls. 32 áfram eins og hingað til að gera sitt ítrasta til að tryggja sigur 200 mílna efnahagslögsögu strandrikisins, þar sem öil völd eru í höndum þess sjálfs. Hins vegar er nauðsynlegt að blanda ekki öðrum hlutum inn í málið, sem gætu torveldað lausn þessa aðalatriðis, og á það m.a. við um óhóflegar kröfur um mengunarlögsögu strand- rikisins, sem mörg ríki óttast að gætu torveldað siglingafrelsi á hafinu — og svo mætti lengi telja. Slikar reglur verður fyrst og fremst að setja með sam- komulagi, en ekki þannig að strandríki telji sér rétt að ákveða, hvað sem því sýnist í því efni. Sendinefndin mun sem sagt hafa það að leiðarljósi að styðja þær tillögur sem tryggja sigur efnahagslögsög- unnar, en ekki þær sem gætu spillt fyrir. A ráðstefnunni verður að taka afstöðu til a.m.k. hundrað málaflokka og eru engin tök á að rekja það nánar hér. Evensens-viðræðurnar eru kenndar við formann nefndar- innar, en í henni eiga sæti for- menn ýmissa sendinefnda úr öllum heimshlutum (þ.e. 20— 30 ríkja), svo að hin mismun- andi sjónarmið komi þar fram. Þetta er óformleg nefnd sem stofnað var til í samráði við forseta ráðstefnunnar, Amera- singhe frá Ceylon. Viðræðurnar í nefndinni nú undanfarið hafa leitt í ljós að þessi vinnubrögð voru nauðsyn- leg, ef takast á að greiða úr öllum tillöguflækjunum, sem á borðinu liggja, og munu áreið- anlega flýta fyrir heildarlausn málsins í Genf. Ákveðið hefur verið að nefndin muni hafa daglega fundi í Genf fyrst um sinn og geri sitt itrasta til að samkomulag geti náðst án at- kvæðagreiðslu. En þótt það tak- ist ekki, er öruggt að öll máls- meðferð verður mun auðveld- ari en áður var. Nú þegar við höldum til Gen- far, sagði Hans G. Andersen að lokum, má minnast þess, að Is- land hefur ekki nema eitt at- kvæði á ráðstefnunni af eitt hundrað og fimmtiu, en við höf- um trú á því að með starfi und- anfarinna ára hafi verið lagður styrkur grundvöllur að þvi, að okkar hagsmunum verði borg- ið, þegar upp verður staðið'. En að minu áliti munu línur ekki skýrast nægilega fyrr en á síð- ari hluta Genfarráðstefnunnar, þ.e. eftir miðjan apríl. Genfar- fundinum á að ljúka 10. maí, eins og kunnugt er. — Kirkjudagur Framhald af bls. 2 hann haldinn í fyrsta sinn í hinni nýju kirkju safn- aóarins. Hann hefst með guðsþjónustu kl. 2. Þar prédikar Þorvaldur Karl Helgason, guðfræóinemi, en sóknarpresturinn þjónar fyrir altari. Um kvöldið veróur kvöldvaka og hefst hún kl. 21. Þar mun Siguróur Blöndal, skógarvörður á Hallorms- staó, sýna litskyggnur úr kirkjumyndasafni sínu. Jóhannes Tómasson, ný- skipaður æskulýðsfulltrúi, flytur erindi, Lúðrasveitin Þrestir leikur og aö lokum veróur helgistund. Egils- staóabúar hafa ævinlega fjölmennt til þess aó taka þátt í kirkjudeginum og veróur svo væntanlega einnig nú. — Svartolía Framhald af bls. 32 um á strandstað í allan gærdag til að kanna aðstæður til björgunar á skipinu sjáifu. Komu þeir ekki til Húsavikur aftur fyrr en seint i gærkvöidi eða eftir að Morgun- blaðið var farið í prentun. Hins vegar kom Hilmar Páls- son, fulltrúi Brunabótafélags Is- lands, sem tryggir farm skipsins, til Reykjavíkur i gærdag ásamt Kristni í Björgun eftir að þeir höfðu kannað aðstæður til björg- unar á farminum. Sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið, að ekki væri enn búið að taka endanlega ákvörðun um það hvort ráðizt yrði í að bjarga farminum en allt benti þó til þess að það yrðiofaná. Hins vegar væri svo grunnt við hið strandaða skip að gera þyrfti sér- stakar ráðstafanir þess vegna og kæmi helzt til greina að beita pramma við flutning á farminum frá skipinu. Væri nú verið að at- huga hvort unnt væri að fá slikan pramma. — Lækkun Framhald af bls. 32 greiðslu á allt að 59% af launum sínum, en þegar reglunum var breytt 1960 var um að ræða 30% gjaldeyrisyfirfærslu. „Tveir full- trúar frá flugmönnum,“ sagði Jó- hann,„ og einn frá vélamönnum, voru boðaðir til viðræðna um þessi mál i viðskiptaráðuneytinu. Þar voru lagðar fyrir okkur tillög- ur um rétt til gjaldeyrisafgreiðslu á 10% af launum okkar og 200 þús. kr. þak á heildargjaldeyrisaf- greiðslu. Við munum engan veg- inn sætta okkur við þessar hug- myndir, því þær eru algjörlega út í hött. Vegna vinnu okkar verðum við að vera mikinn hluta starfs- dags okkar erlendis og við getum ekki borgað með íslenzkum krón- um fyrir það að lifa lífinu erlend- is. 1 margar vikur höfum við verið háðir höftum i gjaldeyrisyfir- færslu og aðeins fengið 100 doll- ara á mánuði og nú siðast þegar gjaldeyrishöft hafa verið afnumin að mestu, þannig að gjaldeyris- þjónusta er svipuð og s.l. ár eru enn höft á því fólki sem þarf vegna vinnu sinnar að fá gjald- eyrisþjónustu. Flugmenn hafa mótmælt harðlega þessari miklu skerðingu á rétti til gjaldeyrisyf- irfærslu og hugmyndum um breytingar í því efni. Flugmenn telja að láti stjórnvöld verða af þessu, leiði það aðeins til vand- ræða, ekki aðeins fyrir flugliða, heldur einnig fyrir ríkið og flug- félögin og við vonumst til þess að þessar nýju hugmyndir verði end- urskoðaðar hið bráðasta til heilla fyrir alla.“ Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Erlu Hatlemark for- mann Félags islenzkra flugfreyja. Hún kvaðst aðeins af afspurn hafa heyrt um þetta mál, „sem snerti flugfreyjur þó mjög mikið, en það hefur ekkert verið rætt við okkur um þessi mál af stjórn- völdum", sagði hún. „Við erum reyndar ekki óvanar því,“ hélt Erla áfram, „að ekki sé rætt við okkur um ýmis mál, sem okkur varða þó mikið. Það er nú kominn timi til að við okkur sé rætt, en ekki aóeins þá sem mest hafa kaupið. Flugfreyjur eru með laun frá 40 þús. kr. til liólega 60 þús kr. á mánuði og sú upphæð sem við höfum getað fengið í gjaldeyris- yfirfærslu er því allt að 6 sinnum lægri en t.d. launahæstu flug- stjóra. Þau gjaldeyrisréttindi sem flugfreyjur hafa haft hafa gefið okkur kost á að lifa mannsæm- andi lífi, erlendis, en ekkert um- fram það. Við dveljum erlendis í starfi okkar af illri nauðsyn og 98% flugfreyja teljast til lág- launafólks miðað vió þá skilgrein- ingu sem stjórnvöld hafa í dag i þeim efnum. Okkar fridagar heima eru okkar sunnudagar og við fljúgum jafnt á nóttu sem degi. Sumt í daglegri þjónustu hljótum við því að kaupa erlendis þótt það kosti oft aukin hlaup og amstur. Ef flugfreyjur á byrjendalaunum ættu að fá 10% af launum sínum x gjaldeyri, myndi það duga t.d. fyrir einni leikhúsferó eða tveimur bíó- ferðum á mánuði, miðað við aó gengið væri til og frá staðarins. Við förum að jafnaði fjölmargar ferðir í mánuði til útlanda og það segir sig því sjálft hvaða augum við lítum á þessar hugmyndir, sem við höfum þó aðeins heyrt af afspurn. Til vonar og vara höfum við mótmælt þessum ráðagerðum og undanfarnar vikur höfum við sætt gjaldeyrishöftum. Hins veg- ar teijum við liklegast að ekki hafi verið talað við okkur um þessi mál vegna þess að stjórn- völd skilji að ekki er ástæða eða grundvöllur fyrir breytingum í þessum málum varðandi flug- freyjur, ef vió eigum að njóta almennra mannréttinda eins og aðrir islenzkir þegnar.“ r — Utvarp Framhald af bls. 15 Popp kl. 11.00: Gísli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 A frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 tslenzk kvennasaga Else Mia Finarsdóttir greinir frá nýstofnuðu heimildasafni og Elfn Guðmundsdóttir Snæhólm talar um lopaprjón. 15.00 Miðdegistónleikar Radoslav Kvapil leikur pfanóverk eftir Antonfn Dvorák. Elisabeth Schwarz- kopf og Dietrich Fischer-Dieskau syngja þýzk þjóðlög í útfærslu Johann- esar Brahms; Gerald Moore leikur á pfanó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15) Veð- urfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatfmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. 17.30 Framburðarkennsla f ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur f útvarpssal: Elfsabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Karl O. Kunólfsson og Pál tsólfsson; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. 20.00 (Jtvarp frá Aiþingi: Almennar stjórnmálaumræður Hver þingflokkur hefur til umráða 30 mfn., sem skiptast f tvær umferðir, 20 og 10 mfn., eða 15 mfn. f hvorri. Röð flokkanna: Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna. 22.50 Veðurfregnir og fréttir. 23.00 Létt músik á sfðkvöldi. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.