Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 21 Einar Júlíusson sextugur í dag í dag, 14. marz, er Einar Júlíus- son Ránargötu 5, starfsmaður viö bifreióageymslu Eimskipafélags íslands, sextugur. Hann er fæddur í Einarsbæ á Seyöisfirði, einn af 10 börnum hjónanna sem þar bjuggu upp úr síóustu aldamótum, þeirra Július- ar Einarssonar frá Húsavík í Borgarhreppi og Guðmundu Sig- urjónsdóttur frá Sigurðarstöðum á Sléttu, en ættir þeirra hjóna standa djúpum rótum víðsvegar um Austur- og Norðausturland. Hratt flýgur tíminn Seyðfirð- ingur. Þar sem kirkja þín stendur í dag, kúrði litli bærinn hans Júlíusar Einarssonar fyrir 60 árum, og þar á túnblettinum umhverfis bæinn og við önnur störf til lands og sjávar, var lífs- baráttan háð til þess að sjá heimil- inu farborða, og þar var börnun- um skorinn sá stakkur seui hvert og eitt ber til hinzta dags. Þ, lærðist að þreyja þorrann og go- una, að krefjast einskis af öðrum, nema réttlætis, að svo miklu leyti sem þau afstæðu lífsgæði verða vegin og metin, en alls af sjálf- um sér. Einar stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri, lengst af á línuveið- urum, en 1954 réðst hann til Eim- skipafélagsins, en þar sem annarsstaóar hefur hlutur hans ekki legið eftir. Kona hans er Guðrún Asgrímsdóttir frá Signýj- Blómleg starfsemi Islendingafélags- ins í Stokkhólmi arstöðum í Hálsasveit. Það er ekki ætlunin að rekja hér ævisögu Einars í smáatriðum, enda ekki öll ennþá. Aðeins vildi ég með þessum linum þakka honum góð og drengileg kynni, og veit að flestir sem hafa haft samskipti við hann á liðnum árum, eru sama sinnis. Einlægar hamingjuóskir til þín og fjölskyldu þinnar á þess- um tímamótadegi. Lifðu heill. Fornvinur. STARFSEMI íslendingafélagsins í Stokkhólmi hefur verið blómleg það sem af er starfsárinu, sem hófst í lok október. Fullveldis íslands var aó venju minnst með hófi, sem var fjölsótt og fór vel fram. Tveir umræðufundir um ís- lenzk mál hafa þegar verið haldn- ir: 16/11 um náttúruvernd á is- landi méð Hauki Hafstað, fram- kvæmdastjóra Landverndar, og 7/12 með Geir Hallgrímssyni for- sætisráðherra, um ástand og horf- ur í islenzkum stjórnmálum. Báð- ir þessir fundir voru mjög vel sóttir og umræður svo fjörugar, að erfitt reyndist að takmarka fundartíma. Milli hátíða var haldin jólagleði fyrir börn íélagsmanna. islenzk jólalög voru sungin þar fullum hálsi, og koma tveggja íslenzkra jólasveina vakti mikla kátínu barna sem fullorðinna. Farið var í leikhús í nóvember og í febrúar miðlaði félagið miðum á gestaleik Þjóðleikhúss- ins, Inuk. 1 sambandi við gesta- leikinn var leikflokknum boðið á rabbkvöld um íslenzk leiklistar- og önnur menningarmál. 22. febrúar sl. var svo þorri blótaður með íslenzkum þorramat og viðeigandi siðum. Voru þar um 100 matargestir sem nutu góðgæt- isins, og var blótið í alla staði vel heppnað. Ætlunin var að byggja stóran hluta starfsemi félagsins á fund- um, þar sem félagar gætu hitzt, lesið íslenzk dagblöð og rætt þau mál, sem efst eru á baugi heima. HAGKAUPí KJÖRGARÐ Á götuhæðinni allri: góðar vörur á Hagkaupsverði! Hagkaupsverö er hagstætt verö! IkjörgarðiIIlaugavegi 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.