Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 23 hann leit við hjá okkur og yljaði okkur med þægilegri nærveru sinni. Hann var margfróður og víðlestinn og gaman að eiga við hann samræður. Geðprýði var hans aðalsmerki og sá ég hann aldrei skipta skapi. Því miður varð þeim og Eiríki ekki barna auðið, en barnelska þeirra og umhyggja fékk þó að njóta sin i ríkum mæli, því að heimili þeirra varð eftirsóttur staður barnanna og síðar barna- barnanna í húsunum tveim. Oft var leitað til Eiriks með lausn vandamálanna, hvort heldur var að fá aðstoð við nám eða leik. Ekki brást Eiríkur, þolinmæli hans var viðbrugðið. Nú er hann horfinn og eftir stöndum við og getum aðeins þakkað fyrir að hafa notið sam- vistar við hann svo lengi. Ég mun minnast Eiríks Þor- steinssonar er ég heyri góðs manns getið. Ólafur G. Karlsson. i dag fer fram útför mágs míns Eiríks Þorsteinssonar. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa mikla valmennis. Eiríkur var fæddur að Háholti í Gnúpverjahreppi 30. marz 1896. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Þorsteinsdóttir frá Reykj- um og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti. Eiríkur ólst upp á fæð- ingarstað sínum ásamt mörgum systkinum og var hann elztur þeirra. Foreldrarnir voru bæði vel gefin og gæða menneskjur. Þorsteinn kynnti sér mikið ættar- tölur og hafa komió út eftir hann æviskrár. Ekki munu efnin hafa verið mikil þar fremur en viða annars staðar á þeim árum. Þrjú barnanna dóu ung, en þau sem upp komustu urðu dugandi fólk, sem fór snemma að vinna fyrir sér. Bústörf og lestur góðra bóka hefur verið þessum samheldnu systkinum gott veganesti út í lífið. Guðríði systur sína og mág, Egil, missti Eiríkur fyrir nokkrum árum. Var mjög kært milli heim- ila þeirra og ferðuðust þau oft saman á sumardögum og tjölduðu á einhverjum fögrum «stað. Mun Eiríkur hafa farið snemma til sjó- róðra á vertiðum og unnið ýmis önnur störf, sem til féliu og lagði þannig hinu stóra heimili lið. Meðal annarra starfa var hann vinnumaður á Stóra-Núpi, þar sem hann kynntist konu sinni, sem þar var kaupakona. Hún heit- ir Stefanía Katrín Ófeigsdóttir, dóttir Guðrúnar Stefánsdóttur frá Núpstúni og Öfeigs Jónssonar frá Eystra-Geldingaholti. Voru þau gefin saman 19. maí 1934 og hefur hjónabandið ávallt verið eins og bezt verður á kosið. Fyrstu árin bjuggu þau á Ljós- vallagötu 30 í húsi systur og mágs okkar Stefaníu dg nutu börnin þar hjartagæzku þeirra og alltaf hefur gagnkvæm tryggð verið þar á milli og svo barnabarnanna einnig. Á Brávallagötu 6 hafa þau búió í 35 ár og hef ég verið í því sama húsi öll þessi ár svo ég þyk ist þekkja vel allan þeirra kær- leika, hvort heldur að menn eða málleysingjar áttu i hlut. Þeim varð ekki barna auðið, en ég.held samt að barnahópurinn hafi verið orðinn stór, sem þau hlynntu að, með sinni miklu hlýju og fórnfýsi. Öll börn hændust að Eiríki, hann hafði eitthvað það til að bera, sem gerði þau róleg og sæl í návist hans. Hin mikla þolinmæði hans og rólegheit og svo fróðleiksmol- arnir, sem hann' lét þeim í té, þegar tilefni var til, gerði hann eftirsóknarverðan. Við hjónin höfum ekki farið varhluta af þessu, þar sem börnin okkar áttu í hlut og svo barnabörnin, sem varla máttu af honum sjá, eltu hann út í búðirnar, út í bæ, þar sem hann var við innheimtu og átti Eiki, en sve kölluðum við hann oft, þá alltaf barnamiða i strætó. Margar ferðir voru farnar niður að Tjörn og Fiki hafði þá mulið eitthvað góðgæti í poka til að gefa fuglunum. Mörg sporin voru farin út i garð, sópað frá snjó og smáfuglunum gefið í harðind- um. Oft fóru börnin með lær- dómsbækur sínar til hans. Það var eins og allt gengi betur og námið yrði léttara, ef hans nyti við. Alltaf gátu bæði ungir og gamlir fræðst af Eika því mikið haf ði hann lesið~og minnið gott. Eiríkur var sértaklega dagfars- prúður maður og aldrei man ég eftir, að okkur hér í húsinu hafi orðið sundurorða við hann. Mikla kímnigáfu átti hann til og mörg hnyttin tilsvör, og gat þá verið græskulaus stríðni i þeim. Hann vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur um margra ára skeið og var hann mjög samviskusamur og trúr i starfi. Hann var hættur þar fyrir nokkru vegna aldurs, en fram á síðústu stund var hann þó sístarfandi. Fyrir okkur hjónin átti hann mörg sporin með reikn- inga fyrir verzlun ókkar. Við hefðum svo sannarlega vilj- að hafa hann lengur hjá okkur, en lögmáli Drottins verður ekki breytt. Ég efast ekki um að vel er tekið á móti honum handan landa- mæranna, og hann á svo sannar- lega skilið að hafa ekki þurft að líða langar þjáningar hér á jörðu. Þess vegna verður eigingirni okk- ar að víkja og biójum Guð að varðveita hann, en vonumst til að fá að hitta hann aftur. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt, far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested. Helgi Guðmundsson Fáein kveðjuorð Fæddur 7. apríl 1919 Dáinn 6. mars 1975 Fáein kveðjuorð um minn kæra mág, sem andaðist á Land- spítalanum eftir langa og stranga baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Helgi sýndi mikió þrek og dugnað til hinstu stundar. Hann vissi að hverju stefndi, en lífslöngunin var svo mikil, því honum fannst hann eiga svo margt eftir ógert. Hugurinn reikar víða eftir þau 27 ára kynni, sem ég hef haft af Helga. Margt væri hægt að skrif a, en það yrði of langt mál. Helgi fæddist á Gerði í Norðfirði. Hann var sá þriðji í hópi 14 systkina, en sá fimmti sem hverfur úr hópn- um, og má segja að það sé mikil lífsreynsla fyrir háaldraða for- eldra hans. Ekki var Helgi hár í loftinu, þegar harin byrjaði að vinna, því að í sveitinni hans þurfti að stunda sjóinn ásamt búskapnum. Enda lék líka allt í höndum hans, hann var svo frá- bærlega laghentur. Helgi stundaði sjómennsku um tíma en gerði hana ekki að ævistarfi sinu. Svo lá leið hans til Vestmanna- eyja, og þar gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Fífu Ölafs- dóttur, þann 22. júlí 1944. Þau eignuðust tvö börn, Ólaf og Ás- disi, sem eru uppkomin, en dvelja enn í heimahúsum. Þau hafa öll misst mikið, því Helgi var sérstak- ur heimilisfaðir, bar mikla um- hyggju fyrir þeim, fram á hinstu stund. Helgi var líka þannig manngerð, sem hugsaði meira um aðra en sjálfan sig. Þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1946 og hafa búið þar síðan. Síðast liðin 27 ár, eða þar til Helgi lagðist á sjúkrahús þann 18. júli s.l., var hann í fullu starfi hjá Verslun- inni Geysi í Reykjavík. Hann vann mest við útkeyrslu og af- greiðslustörf. Öhætt er að full- yrða að fyrirtækið hefur misst þar góðan og samviskusaman starfskraft. Að lokum vil ég þakka Helga alla vináttu á undan- förnum árum. Það verður mér ógleymanleg lífsreynsla að hafa kynnst honum og ekki síst hina löngu mánuði hans á sjúkra- húsinu. Fífa mín, ég og fjölskylda mín óskum þér 'og börnum þínum bjartra daga í framtíðinni. Þó sorgin sé mikil og dimmir dagar framundan, þá birtir upp um síð- ir, því þið geymið í hugum ykkar minningar um góðan eiginmann og föður. Kristfn. 1 dag verður til grafar borinn Helgi Guðmundsson til heimilis að Haðarstíg 8 hér í borg, er lést i Landspítalanum hinn 6. mars s.l. eftir langa og harða baráttu. Helgi var fæddur 7. april 1919 að Gerði í Norðfirði. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Halldórs- sonar frá Gerði í Norðfirði og Guð bjargar Halldórsdóttur frá Sand- vik við Norðf jörð. Helgi ólst upp í stórum systkinahópi að Gerði og snemma varð hann eins og títt var um unglinga á þeim árum að vinna á heimili foreldra sinna og að heiman. Aðeins níu ára gamall stundaói hann sjóróðra með föður sínum og bræðrum. Þegar fram liðu stundir fór Helgi á vetrarver- tiðir til Vestmannaeyja, en hjálpaði foreldrum sínum við búskap og sjóróóra á sumrin. Reyndist Helgi foreldrum sínum ætið sem traustur og góður sonur. Árið 1944 kvæntist Helgi eftirlif- andi konu sinni Fifu Ólafsdóttur frá Bakka í Vestmannaeyjum. Bjuggu þau tvö ár í Vestmanna- eyjum, en fluttust síðan til Reykjavikur. Tvö börn eignuðust þau Helgi og Fífa, en þau eru Ólafur og Ásdís. Helgi vann um tima við sjómennsku, en starfaði siðan i 27 ár hjá versluninni Geysi við Vesturgötu hér i borg. Rækti Helgi þau störf meó trúmennsku og dugnaði eins og allt það er hann tók sér fyrir hendur. Sem heimilisfaðir var Helgi til fyrir- myndar og annaóist heimili sitt af stakri umhyggju. Helg var að eðlisfari hógvær og prúður mað- ur. Þótt hann ætti við vanheilsu að striða hin síðari ár, heyrði ég hann aldrei minnast á veikindi sín, en hafði þeim mun meiri áhyggjur af veikindum eiginkonu sinnar, sem hefur átt við mikla vanheilsu að stríða. Við sem þekktum Helga minnumst hans ætíð sem hins drengilegasta manns í hvívetna. Hann var hjálp- samur og ætið reiðubúinn til að rétta ættingjum og vinum hjálparhönd. Við sem eftir stönd- um og þekktum Helga þökkum honum fyrir góða kynningu og erum þess fullviss, aó sá sem hef- ur verið trúr yfir litlu mun verða settur yfir meira. Eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum ná- komnum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Halldóra Arnadóttir. Hörður Gests- son — Kveðjuorð TIL VINAR, HARÐAR GESTS- SONAR Fæddur 2. október 1910 Dáinn 6. marz 1975. Samfara þrautum, vonleysi og dauðadómi sást aldrei nema bros oggleði. Þar sem hann stóð, stóðu allir glaðir. Hann var að vekja gleði og hlátur. Hann sá aldrei eftir að gleðja aðra. Tjaldió er fallið. Gleði fylgi hinum megin. Halldór Lárusson. Lofið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er Guðsríki. (Lúk. 18—16). Nú kveö ég afa minn hinztu kveðju með beztu þökkum fyrir allar sólskinsstundirnar sem hann gaf mér. 1 fyrra sumar kom ég til hans á Jón Jóhannsson Skarði—Minning F. 26. ágúst 1889. D. 24. febrúar 1975. LÁTINN er á Skarði í Dalsmynni Jón bóndi þar Jóhannsson. Þó að ég heyri tæplega til þeirra sem væru taldir til nánustu fjölskyldu hans og þó að hann bæri gæfu til að ná liáum aldri, ér að þessu þvílíkur sviptir, hvað snertir mig persónulega, að ég, sem tel mig ekki gjarnan á að skrifa minn- ingargreinar, sest niður og skrifa að þessu tilefni nokkurskonar kvittun honum til handa, fyrir það, hvað hann hefur verið mér. Hann var og er eitt sterkmótað- asta kennileiti þess umhverfis sem ég er vaxinn upp í, svo að i heild sé talin sú mold og það blóð sem ég er vaxinn af. Og þarmeð gegnir hann áfram þvi hlutverki sem hann hefur reyndar gegnt alllengi hingað til, að vera eitt af meiriháttar atriðum í þeim parti sjálfsvitundar minnar, sem er sprottin af vitundinni um þá mold og það blóð sem ég er vaxinn af, í þeirri sjálfsvitund sem hlýtur að vera eitt helsta lífsakkeri sér- hvers manns. Ég tel hann hafa verið gæfu- mann um margt. A aðra öld hefur ætt hans setið Skarð, og þaraf var Jón heimilismaður þar öll þau áttatíu og fimm ár sem honum auðnaðist að lifa, fyrst yngsta barn í föðurgarði, siðan forveri búsins eftir lát föður síns, þá kornungur, en tengstaf sat hann Skarð sem böndi þar ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, en hún er ein af ástæðunum til þess að ég tel hann hafa verið gæfusaman. Og loks auðnaðist honum að sjá afkomendur sína bera áfram þann arf sem honum auðnaðist að lyfta. Ég hygg að vandfundið sé á Islandi dæmi um annan eins sam- runa manns og umhverfis og lif hans var. Skógurinn, Geitakofa- grundin eða Guðrúnarhóll, allt e.r þetta svo tengt honum og hann því, í huga þeirra sem þekkja til, að tilvera annars væri alltönnur, ef ekki væri hitt. Þetta eru helstu ástæður til þess að ég tel hann gæfumann. En honum voru, ekki alllöngu fyrir andlátið, greidd þyngri hökk en flestir verða að þola: að sjá á bak tveimur sonum um og innan við miðjan aldur. Annar hafði til að bera allt inntak þess sem mann- lýsingin „hvers manns hugljúfi" hefur öðlazt í íslenzku máli. Hinn var gæddur þeim eiginleikum föð- ur sins sem gerðu persónu þeirra feðga minnisstæðari en annarra manna. Þegar ég hitti Jón nokkru eftir seinna höggið sem var rétt að honum, kom vel í ljós einkenni sem hann bjó annars ætið yfir, æðruleysi og jafnvægi, þessi sér- kennilega rólega hlýja, sú sama sem hann styrkti mig með, þegar hann tók á móti mér fyrstur ætt-' menna minna, þegar höggvið hafði verið í sameiginlegan frændgarð okkar, og í það sinn nær mér en honum. Þetta æðru- leysi hans var liður i þvi samsafni eiginleika sem er kallað húmor. Hann er ekki aðeins fyndni, eins og stundum er talið, heldur liggur nær að kalla hann aðferð til að bregðast við vandamálum eða að taka hlutunum svo að notað sé daglegra mál. Eiginleiki sem Jón var gæddur ríkulega var spaug af þvi tæi sem létti samferðamönn- um hans erfiðið, sá eiginleiki sem oft er talinn sá sami og húmor, en var hjá honum hluti húmors I hinum umfangsmeiri skilningi, aðferðarinnar til að bergðast við hlutunum. Það er þeim mun minnisstæðara að hafa orðið þess aðnjótandí að umgangast persönu gædda þessum eiginleika, sem hann er af einhverjum orsökum sjaldgæfur í íslenzkri bænda- menningu. Stráklingar fara með vorrekst- ur utan Dalsmynni, og ætla með hann útfyrir Ytra Höfðagil, hafa lagt að baki þriðjung af leiðinni, eiga eftir háheiðina, og hana oft- ast um hánótt, og oft í þoku, og lömbin varla þriggja vikna, sum hver. Jón tekur á móti við ytra hliðið á Skarði, býður öllum í bæ- inn, og við erum dubbaðir upp fyrir lokaátökin með því að tómir magar eru fylltir. En ekki er látið sitja við það: Ekki er öðru við komandi en að hafa féð innan garðs á meðan. Þeir sem vita hvers virði tún i sprettu uppúr fardögum er, vita líka hvern mann sá hefur að geyma, sem gerir slíkt. Þessi orð fjalla mjög um hvað Jón hafi verið mér. Það má spyrja, til hvers ég sé að bera slikt á torg. Því er til að svara, að það, hvað hann hefur verið mér, eru ekki alllitlar upplýsingar um, hver hann var sjálfur. Það er til sú skoðun, að líta á manninn sem samsafn þeirra tengsla sem hann| á við aðra menn. Og svo er enn það, að hafi tengsl mín við ömmu-' bróður minn verið slik, hver voru þau þá milli hans og þeirra sem stóðu nær honum? Egill Egilsson. sólríkum sumardegi, þá þurfti ekki að leita hans innan veggja. 1 grænúm lundi fann ég hann og enn birti þegar hann rétti bros- andi fram hendurnar og sagði: Nei, ertu kominn nafni minn. Þegar svo haustaði að og hann gat ekki lengur verið úti við, settist ég i gluggann við rúmið hans og var þá margt skrafað. Hann hafði ætíð tíma og þolinmæði til að hlusta á mig og þau hændust að honum eins og flugur að litríku blómi. Hann var eins og blómið, kyrr- látur, fallegur og góður. Eg á eldri systkini sem muna hann meðan hann hafði enn fulla heilsu. Þau senda honum sínar beztu kveðjur og þakkir fyrir allt. Vió afi sjáumst svo aftur á sólarströndinni þar sem aldrei haustar. Hórður — naf ni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.