Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 28

Morgunblaðið - 14.03.1975, Side 28
‘r-~Kr 28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 Piltur og stúlka ekki nema það, að þaó er verið að bendla þig við þremilinn hann Gvend á Búrfelli. Hver gjörir það? Á, þaö var líklegra, að það væri ekki meiri hæfa fyrir því en mörgu öðru, sem það fer meó; en guði sé lof, að það er ekki satt, þar færi illa góður biti i hundskjaft, hafði ég nærri sagt; ég var búin að heita því fyrir mér, að ekki skyldi ég koma í veizluna þína, gæzkan mín, ef þú ættir þann kúalubba; en mikið er, hvað bölvað hyskið — guð fyrirgefi mér, að ég blóta — getur logið, ég segi það satt, tilhæfulaust; þetta er altalað út um alla sveit, en ég ber á móti því og segi, aó þaó skuli ekki vera að fara með þetta slaður, því hún Sigríður mín ætti ekki fremur strákinn hann Gvend en strákurinn hann Gvendur færi ofan í mig. Þetta gat þó vel staðizt, sagði Sigríður og stundi við; það mundi þykja nógu gott gjaforð fyrir mig. Æ, það er von þig hrylli við því, blessaóur unginn, að hugsa til þess, hvaó þá heldur — Þetta hefur þó komið til orða, Gróa mín, og er mörgu skrökvað, sem minna er hæft í. Æ, nú held ég mér verði flökurt, elskan mín, það hefði ég svarið fyrir; og hvað ætlar hann að gjöra með konu, þumbarinn sá! Ég segi fyrir mig, ég vildi heldur sofa hjá einhverjum rekaviöardrumb en honum Gvendi. Sigríður þagói og gat þó ekki gjört að sér að brosa; en Gróa lét dæluna ganga: Ég þykist vita, aó hún Ingveldur mín hefur fljótt gefið honum góð svör og gegnileg? Sigríður rétti þá að henni bréfið. Sagan af kóngsdóttur og svarta bola ertu ljót“, sagói hann. „Heldurðu að ég vilji nýta handklæði, sem þú hefir snert með sótugum fingrunum“. Síóan fór konungssonur til kirkjunnar, og Katrín bað einnig um að fá að fara þangað. Hún var spurð, hvaó hún ætlaði aó gera þangað, svona svört og óhrein, eins og hún væri. En Katrín sagði, að sér fyndist presturinn svo góður ræðumaöur, hún hefði svo gott af þvi að hlusta á hann, blessaðan, sagði hún, og þá var henni leyft að fara. Hún gekk að berginu og barói á klettinn, og svo kom maðurinn þar út og fékk henni kjól, sem var miklu fallegri en sá fyrri, hann var allur útsaumaður með silfri, og hest fékk hann henni líka með silfursaumuðum sööli og beisli. Þegar Katrín kóngsdóttir kom til kirkju, stóð allt fólkið úti enn, allir fóru að hugsa um það, hver þessi DRÁTTHAGI BLÝANTURINN f9unkQfíinu Lifði af hákarls- árás Þaó er örugglega fá- títt, að menn sleppi lif- andi frá því að lenda í kasti við grimma há- karla, sem klippa menn í sundur líkt og skæri þráó. En um daginn varó maóur fyrir því á baóströnd í Ástralíu, að hákarl réðst á hann, tætti hákarlinn læri mannsins, svo að þaó tók lækna yfir 70 spor að sauma saman sárið, en maðurinn lifði hákarls- bitið af og komst þessi frétt í heimspressuna. Maóurinn var, þegar þetta varð aó leika sér á fleytibretti sem sjóbaó- strandar fólk lætur öldu- falinn bera sig á langar leióir og er mjög vinsælt sport víóa úti í heimi. Álitinn dáinn en var ljós- lifandi Þessi saga geróist í bænum Hendaye í Frakklandi fyrir skömmu. Kvöld eitt er ungur maóur kom heim til sin„fékk hann nánast taugaáfall og foreldrar hans þá ekki síóur, því er sorrurinn kom heim, sátu foreldrar hans viö líkbörur hans. Lögregl- an í bænum hafði komió með hann heim liðió lík nokkru áður þetta sama kvöld.^Þaó sem gerðist þetta kvöld er í stuttu máli þetta. Vinur manns- ins hafði komió heim um kvöldið. Án þess aó segja foreldrunum frá því hafði sá maður tekió mótorhjólið hans og bún- inginn hans. í ökuför- inni sem hann fór í á mótorhjólinu, tók hann með- sér vinkonu sína. Ökuförin fékk snöggan endi, því hann ók á mik- illi ferð á ljósastaur og lét hann lífió á staónum. Unga stúlkan stórslas- aðisU Hinn látni var óþekkjanlegur, en í mótorhjólagallanum fann lögreglan ökuskír- teini og samkvæmt því var farió meó hinn látna heim til foreldranna, sem töldu víst, því þau þekktu búninginn, að hinn látni væri sonur þeirra. Því var þaó að er hjónin höfðu áttað sig á því að sonur þeirra væri bráólifandi, breyttist harmur þeirra í ofsalega gleði, sagði lögreglan, þegar hún hafði fengió botn í þetta mál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.