Morgunblaðið - 14.03.1975, Síða 29

Morgunblaðið - 14.03.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 29 — En það hljóta einhverjir í bænum að vera fróðari um það. Spyrjið bara Petrenfrökenarnar — þær vita yfirleitt allt sem ger- ist — og þó það séu ekki atburðir sem slaga upp i morð... Leo Berggren lokaði bókinni sinni og stóð upp. — Og ekkert ykkar hefur skýr- ingu á þvi, hvers vegna hann var staddur á Árbökkum, þegar hann var myrtur? Holtshjónin litu réttilega á þetta sem formsatriði og létu duga að kveðja. Þegar ég gekk niður tröppurnar ásamt Berggren var hann fámáll og við gengum niður garðstíginn þegjandi. En þegar við komum út á veginn færðist líf í hann og mér fannst hann hálfpartinn fljúga inn í garðinn hjá Árbökkum. Ég vænti þess að ástæðan fyrir flýti hans væri sá að tveir stórir svartir bílar stóðu fyrir framan gerðið okkar og þegar ég uppgötvaði að annar var með talstöð, gekk ég út frá þvi sem gefnu að ríkislögreglan væri komin á vettvang. Bak við bilana og niðri á veginum sá ég pabba og ég flýtti mér til hans. — Hæ, pabbi. Ertu að fara inn í bæinn? — Nei, mér fannst bara orðið svo mannmargt hjá okkur og ótta- leg þrehgsli... ég helzt ekki við. Og svo hugsaði ég með mér að fara á einhvern stað, þar sem ekki væri þessi aragrúi af löggum. Eg stakk hendinni undir arm hans og við gengum hægum skref- um framhjá velhirtu grenigerð- inu vinstra megin við Árbakka og ég sagði honum að hann væri fræg persóna í Skógum og að hann ætti sjálfsagt fleiri aðdáend- ur en ofurstafrúna. Sólin skein og pabbi brosti við og við gengum i rólegheitum áfram þegar allt í einu var kallað hljóðlega: hæ-hæ, þið þarna. Við snerum okkur hissa við og sáum að hliðið var opnað og fjórar hendur næstum því drógu okkur inn í garðinn. Tvær gamlar konur töluðu hvor upp i aðra. — Æ, elsku beztu, mikið var gott að við fundum loksins ein- hverja sem geta sagt okkur, hvað er eiginlega um að vera. Leo Berggren og Svenson lögreglu- maður og læknirinn og tveir bílar frá Örebro... — Það er bara svoleiðis að mað- ur trúir varla sínum eigin augum! Hér í friðsældinni í Skógum! Og í húsinu við hliðina á okkur! Og Hulda, þessi fúla kelling lætur ekki sjá sig, svo að við fáum ekki að vita nokkurn skapaðan hlut. En segið okkur nú... Þetta voru aðrir nágrannar okk- ar, frænkurnar Olivia og Livia Petren. Ég hafði heyrt þær væru vellríkar og mjög skrítnar og nú starði ég á þær með augljósri for- vitni. Báðar frökenarnar voru um sextugt. Önnur — ég fékk síðar að vita að það var Oliva — var mikil um sig alla og þöngur baómull- arkjóllinn sýndi hvernig spikið hossaðist upp og nióur og út og I suður. Hún var með smáhrokkiðl hár og augun voru brún og f jör-1 leg. Hin, Livia, var mjó og. skrælnuð. Það var engu líkara en I hin systirin hefði fengið allt hold-1 ið sem hefði dugað fyrir báðar og i vel það. En augun voru líka brún ' og fjörleg. Hún var með hræði-1 lega ljótan barðastóran hatt á I höfði og klædd í snjáðan grænan : slopp. Ég veitti enga mótspyrnu • þegar Livia þrýsti mér með furðu-1 legum krafti niður á garðbekk ■ undir eplatré og orðaflaumurinn J var óstöðvandi. — Strax og ég sá Berggren, J sagði ég við Oliviu, — að jahérna I hér, nú hefði eitthvað gerzt á Ar- | bökkum. Og Lindershjónin ekki . heima! Að hugsa sér! En við viss I um að Einar og blessuð unga frú- | in voru komin og ég heyrði í ■ mjólkurbúðinni í morgun að ' sprenglærður prófessor væri með | — Hulda hafði náttúruiega gortað | af þvi, enda þótt hún sé svona líka ! merkileg með sig_og segi hér um I bil aldrei neitt sem á er að græða. | VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Mengun og rán- yrkja íslendinga Ingjaldur Tómasson skrifar: „Það er furðulegt hvað mikill hluti þjóðarinnar er sofandi gagn- vart hinni miklu hættu, sem stafar af mengun og rányrkju á fiskimiðum lofts og lands. Það er vitað, að hinir nýju skuttogarar eru hin fullkomnustu veiðitæki, sem til eru. Þar að auki skafa þeir botninn á meira dýpi en eldri togarar. Þess vegna eyðileggjast hrygningarstöðvar eða „heim- kynni“ fisksins á miklu stærra og dýpra svæði en áður. Fiskurinn er „tekinn“ um leið og hann gengur á landgrunnið. Þetta veldur því mikilli aflarýrnun hjá bátaflotan- um. Það hljóta allir, sem með þessum málum fylgjast, að sjá hina geigvænlegu hættu, sem blasir við, ef ekki verða nú þegar stöðvaðar togveiðar á mikilvæg- ustu hrygningarstöðvunum. Væri ekki ráðlegt að fara að hægja á skuttogarakaupæðinu í bili? Togararnir hafa á undanförn- um árum togað mjög mikið á hraunum, sem eru mikilvægar uppeldis- og hrygningarstöðvar. Þá má segja, að þeir hafi „sléttað út“ Halamiðin. Og þegar búið er að umturna dvalarstöðvum eða „lífríki? fisksins, ná miðin sér aldrei til fulls, jafnvel þótt þau verði friðuð í langan tíma, — sam- kvæmt áliti bandarískra fiski- fræðinga. Rósagarðsrányrkjan fyrir austan er eitt nýjasta dæmið um hvernig togararnir umturna smámsaman mikilvægasta matar- garði þjóðarinnar, — fiskimiðun- um. Það er líka fullvíst, að alls konar botnsköfur, sem leyfðar eru, allt upp að landsteinum, spilla grunnuppeldisstöðvunum og drepa fiskseiðin í tonnatali. 0 Stöðvum sem fyrst okkar eigin mengun Mengunarhætta frá þétt- býlissvæðum hérlendis er nú komin á hættustig og fer ört vax- andi. Mést er mengunin við Faxaflóa og á Akureyri. Það er áreiðanlega orðin mjög brýn nauðsyn að hreinsa allt frárennsli frá Faxa- flóasvæðinu, ef fiskimiðin þar eiga ekki að verða eiturmenguð og fiskurinn þar með óætur. Kol- sýringseitrun lofts af útblæstri bifreiða og annarra benzin- og olíuvéla er orðin mikil hér í Reykjavík. Áburðarverksmiðjan spýr látlaust reykskýjum út í and- rúmsloftið, eins og allir sjá, sem horfa til lofts. 0 Álverksmiðjan í Straumsvík Öllum fullorónum eru i fersku minni hinar öfgafullu árásir á forystumenn álverksmiðj- unnar i Straumsvik. Talað og skrifað var um að álrykið myndi eyða öllum gróðri i nágrenni verksmiðjunnar. Tæplega yrði lif- vænlegt í Hafnarfirði vegna ál- veiki í fólki og fénaði. Fjölmargar hrakspár aðrar heyrðúst. Engin af þessum illspám hefur enn komið fram. Heyrzt hefur, að forráðamenn álverksmiðjunnar hafi ákveðið að setja upp mjög fullkomin hreinsunartæki innan tíðar. Vonandi sjá aðrar verk- smiðjur sér fært að gera svipaðar ráðstafanir til varnar mengun. 0 Mengunarvarnir í skip Það þarf að skylda öll fiski- og flutningaskip, íslenzk og er- lend, sem sigla i kringum landið að éyða allri úrgangsoliu, annað hvort um borð i skipunum eða flytja hana í land til eyðingar. Umboðsmenn okkar á erlendum vettvangi þurfa að vinna af alefli gegn alheimsmengun og rán- yrkju, og þeir þurfa að geta bent á ísland sem fyrirmynd. Þjóðin eyð- ir svimandi háum upphæðum í alls konar slysa- og sóttvarnir og allir telja það sjálfsagðan hlut. En þegar rætt er um mengun og rányrkju, sem eru á leið með að tortima mannkyninu og þar með okkur íslendingum, er troðið i eyrun og ekki hlustað á varnaöar- orð. Það er sannarlega kominn timi til fyrir íslendinga og aðrar þjóðir að vakna af Þyrnirósarsvefni mengunar og rányrkju. Eða ætlum við ef til vill að kæfa afkomendur okkar með eitur- mengun, sem vel er mögulegt að koma i veg fyrir? Heldur óhugnanleg andalok það. Ingjaldur Tómasson.“ i þessum dálkum hefur oft verið vakin athygli á ýmiss konar aðgerðum til varnar mengun og spillingu umhverfisins, og áreiðanlega hefur margt og mikíð áunnizt í þeim efnum á skömmum tíma. Það er ekki svo ýkja langt síðan umhverfismál og meng- unarhætta urðu „almennings- eign“, t.d. var litið á þessi mál minnzt nema í vísindatímaritum fyrir aðeins 10 árum, Að sjálf- sögðu er margt enn ógert i mengunarmálum, en það, sem gert hefur verið og verið er að gera lofar góðu um framhaldið. Almenningur hefur vaknað upp við vondan draum og skilningur og vitneskja um hættuna fer vax- andi. Norðmenn hafa nýlega upp- götvað það, að þeir eiga ráð á miklum olíulindum i sjó. Um fátt er nú meira rætt þar i landi, en svo virðist, sem þeir ætli ekki að fara sér að neinu óðslega við nýtingu þessara auðlinda. T.d. lásum við ný- lega grein í norsku timariti þar sem áhrif olíu og hugsanlegrar mengunar við vinnslu svarta gullsins voru gerð að umræðu- efni. Þar var m.a. bent á það hættu, sem fiskimiðum og hrygn- ingarstöðvum gæti af þessu stafað. Siðan var bollalagt um það hvernig mengunarvörnum yrði bezt við komið og lögð áherzla á, að eins vel yrði frá þessum málum gengið og unnt væri áður en olíu- vinnsla hæfist. Meðal annars var bent á að olía, sem flýtur á yfir- borði sjávar gæti haft hin ægileg- ustu áhrif á hrygningarstöðvar, þar sem hrognin fljóta uppi undir yfirborðinu. Sjálfsagt og nauðsynlegt er að fara að öllu með gát og varúð þegar verndun umhverfisins á i hlut. Þetta virðast sem betur fer flestir skilja, þannig að ætla má, að hægt verði að ná miklum árangri hvað þetta snertir á næstu árum. % Niðurgreiðslur Steingrimur Magnússon, sem lengi var í Fiskhöllinni, hringdi. Hann sagðist vilja taka undir það, sem fram kom hér i dálkunum i fyrradag viðvíkjandi þvi, að dregið yrðu úr niður- greiðslum eða þær lagðar niður með öllu. Steingrimur sagðist hafa kynnzt þvi hvernig stundum vildi fara þegar fiskur, sem fara átti til neyzlu hér i bænum, var niðurgreiddur hér fyrr á árum. Hann sagði, að á hefði þeir, sem eitthvað vildu vita um þau mál, vitað til þess, að jafnvel fisk- ur, sem saltaður var til útflutn ings, hefði stundum verið niður greiddur. Þetta hefði auðvitað verið misnotkun, en skoðun sín væri að allt niðurgreiðslukerfi væri ákaflega vandmeðfarið og mikillar nákvæmni þyrfti þar með. Steingrímur sagði að lokum: „Ég var við fisksölu í 57 ár og veit ósköp vel hvernig þetta var, og ég mæli eindregið með þvi að niður- greiðslur verði felldar niður.“ S\GeA V/öGA £ itLVtmi Ú 7joRo1'/(J 06r iirrvú suNO/i' WÁm9l £R AoWií- AÐ EYXíVT óRi'N.. r^1 fe" k, OPIÐ i KVÖLD! Næturgalar leika Dansaó til kl. 1.00 Húsið opnað kl. 9 Veitingahúsið , SKIPHOLL Strandgötu 1 • Hafnarflröi • ® 52502 safety-seat Öryggisstóllinn sænski Mestseldi bílstóljinn á Norurlöndum. K LI PPAN Royale barnakerrur Teg: SATURN 12“ hjól. . Mjög hagstætt verð. Leikfangaver, Klapparstíg 40. Sími 12631. Vestur-þýzkur öryggisstóll fyrir börn. Teg: 6075. Hallanlegur, svo að barnið getur auðveldlega sofið i honum. Royale barnakerrur Teg: ZODIAC 14" hjól 1 vmnRCFfllDRR mflRKM VOflR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.