Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1975, Blaðsíða 32
nr^iwMaM^ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1975 VEIÐIBRAÐ — Þessa mynd tók Friðþjófur ljósmynd- ari Morgunblaósins í fyrradag af smyrli sem hafði hremmt stara í garði Hressingarskálans við Austur- stræti. Smyrillinn lamdi starann niður í einu höggi, vomaði stundarkorn yfir bráóinni en læsti síðan klónum í hana og flaug á brott. Hvassafellsstrandið: S\ artolía komín á fjörur í Flatey „ÞAÐ fór ekki hjá því, að maður sá votta fyrir svartolíu á f jörum í Flatey þegar ég var þar f gær," sagði Kristinn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Björgunar hf. í samtali við Morgunblaðið en hann kom til Reykjavíkur í gær eftir að hafa kannað aðstæður til björgunar á farmi Hvassafells, sem liggur strandað við eyjuna. Kristinn taldi að tankar skipsins hefðu ekki enn gefið sig en olían læki f gegnum loftventla á olíu- tönkunum. Hins vegar væri sú hætta yfirvofandi að tankarnir gæfu sig þá og þegar og væri þá voðinn vís. Fulltrúar Samvinnutrygginga voru ásamt brezka sérfræðingn- Framhald á bls. 18 Nýtt útvarpsráð kjörið: LÁNSATKVÆM TIL AL- ÞÝÐUFLOKKS FELLDU ÓLAFRAGNAR GRÉÍSSON Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: Lækkun gjaldeyris til flugliða og sjómanna til athugunar Morgunblaðið hefur haft fregnir af því að Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð- herra, hafi nýlega kvatt á sinn fund fulltrúa far- manna og flugliða og greint þeim frá hugmynd- um um að lækka hlutfall gjaldeyris í launagreiðsl- um til þessara aðila. Mun slfkt hafa komið til um- ræðu innan ríkisstjórnar- innar. I samtali vid Morgunblaðið í gær staðfesti Olafur Jóhannesson að þetta mál væri nú til athugun- ar og að hann hefði rætt við full- trúa fyrrgreindra aðila í þvi sam- bandi. Þegar viðskiptaráðherra var spurður um viðbrögð þeirra við þessu máli svaraði hann því til að þess væri naumast að vænta að þeir væru sérlega hrifnir af fyrir- ætlunum af' þessu tagi. Af sjómanna hálfu gengu þeir lngólfur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Guðlaugur Gislason, starfsmaður Stýri- mannafélags Islands, og Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafé- lags Islands, á f und ráóherra. Guðiaugur sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hingað til hefði sá háttur verið á varðandi gjaldeyrisyfirfærslur farmanna, að þeir fengju um 29% af launum sínum í gegnum gjaldeyrisbank- ana. Ráðherra hefði hins vegar skýrt þeim frá því að ákveðið væri að fella þessa heimild algjör- lega burt, þannig að eftirleiðis fengju sjómenn einungis 30% í gjaldeyri frá útgerðinni. Guðlaug- ur sagði að enn sem komið væri hefðu engin viðbrögð komið fram innan samtaka sjómanna vegna þessa máls en þau yrðu áreiðan lega rædd þar itarlega áður en langt um liði, því að sjómenn litu á þessi gjaldeyrisréttindi sem hluta af heildarkjörum sínum. Morgunblaðíð hafói samband við Jóhann G. Sigfússon formann Félags íslenzkra atvinnuflug- manna varðandi þetta mái. Kvað hann reglur um áhafnagjaldeyri hafa byggzt á samkomulagi milli rikisstjórnar og samtaka sjó- manna og flugliða. Kvað hann þær reglur sem nú hafi gilt vera siðan 1960. Veita þær umræddum stéttum rétt ti) að fá gjaldeyrisaf- Framhald á bls. 18 NÝTT útvarpsráð var kjör- ió hlutfallskosningu í sam- einuðu þingi í gær. Fram komu þrír listar. Sameigin- legur listi stjórnarflokk- anna (A-listi) sameiginleg- ur listi Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna (B-listi) og listi Alþýðuf lokks. (C-listi). A-listi fékk 40 atkvæði og 5 menn kjörna: Auði Auóuns (S), Þórarin Þórarinsson (F) Ellert B.Schram (S) Örlyg Hálf- dánarson (F) og Friðrik Sóphusson (S). Varamenn kjörnir af A-lista: Magnús Þórðarson (S) Leó Löve (F) Þorsteinn Pálsson (S), Markús Á. Einarsson (F) og Ragnheiður Guðmunds- dóttir (S). B-listi fékk 13 atkvæði og einn mann kjörinn, Ólaf Einarsson (Ab). Ölafur Ragnar Grímsson (SFV) sem skipaði 2. sæti listans, náði ekki kjöri, þar eð C- listi fékk tvö atkvæði um- fram þingmannatölu Al- þýðuflokksins. Varamaður af B-lista var kjörinn Sig- urður A. Magnússon (Ab). C-listi fékk 7 atkvæði og einn mann kjörinn, Stefán Júlíusson (A). Alþýðu- flokkurinn á aðeins 5 þing- menn, svo ljóst er aó tveir þingmenn úr hópi stjórnar- liða hafa léð C-Iistanum at- kvæði sín. Varamaður af C-lista var kjörinn Sig- urður Guðmundsson (A). Hans G. Andersen, sendiherra: Hófleg bjartsýni í upp- hafi Genfarráðstefnu HANS G. Andersen, formaður fslenzku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni, fer utan f dag að sitja fund nefndarinn ar, sem hefst f Genf næstkom- andi mánudag. Aðrir nefndar- menn fara næstu daga. Morgunblaðið hafði tal af Hans G. Andersen f gær og leit- aði frétta hjá honum, bæði af undirbúningsviðræðum f Bandaríkjunum, þ.e. svokölluð- um Evensens-fundum f New York og svo horfum nú í upp- hafi ráðstefnunnar. Eins og skýrt var frá f Mbl. í gær sýnist varaformaður bandarfsku nefndarinnar vera mjög bart- sýiin á að 200 mflna efnahags- lögsaga verði samþykkt á Genf- ar-ráðstefnunni. Hans G. Andersen svaraði spurningum blaðsins með þess- um hætti: „Ennþá liggur mikill fjöldi tillagna fyrir á ráðstefn- unni, sem hófst í Caracas i fyrra og heldur nú áfram í Genf. Enda þótt mikið hafi áunnizt á fundunum í Caracas að þvf er varðar fækkun val- kosta á hinum ýmsu sviðum og Evensens-nefndinni hafi orðið mikið ágengt í að reyna að ná samkomulagi um einn texta fyrir hvert atriði, þá er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi, hverjar endanlegar niðurstöður verða. Engar atkvæðagreiðslur hafa enn farið fram og verður enn um sinn reynt að ná sam- komulagi án þess. Flestir eru sammála um að niðurstöður sem fengnar væru með at- kvæðamagni einu saman gætu orðið ónógur grundvöllur, ef þær þjóðir, sem ætlað er að binda með þeim, gerast ekki aðilar að væntanlegum alþjóða- samningi. Hins vegar hafa lín- urnar skýrzt mikið og að þvf er snertir efnahagslögsöguna er nú svo komið að allar umræður byggja á 200 mílna viðáttu hennar. Hitt er jafnljöst að f jöl- mörg ríki binda stuðning sinn við þetta hugtak alls konar skil- yrðum og aðalatriðið er, hvern- ig fer um þau. Bandaríkin vilja t.a.m. fallast á að erlendar þjóð- ir taki þann hluta fiskstofna á 200 milna svæðinu sem þau geta ekki nýtt sjálf og að gerð- ardómur skeri úr ágreiningi, ef einhver er. Af íslands hálfu hefur hins vegar verið staðið fast á þvi að strandríkið yrói sjálft að ákveða, hvort um nokkurt umframmagn sé að ræða og hvernig því verði ráð- stafað. Eg nefni þetta sem dæmi vegna þess að vitnað var í um- mæli varaformanns bandarísku sendinefndarinnar, próf. Moore, þess efnis að 200 mílna lögsagan verði samþykkt á ráð- stefnunní. Aðalatriðið er að þar með er ekki nema hálfsögð sag- an og höfuðverkefni íslenzku sendinefndarinnar verður Framhald á bls. 18 vii' M^ ......„„„„^"'" Hans G. Andersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.