Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABILAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbíkar — stationbílar — sendibilar — hópferðabílar. IQI A VELTA • LÉTTIR • PÉTTIR HLJÓÐLAUSIR • TVÖFALT GLER VIOUR INNI • MALMUR ÚTI STILLANLEG OPNUN • ÖRYGGI NÝTT ! • 6 STÆROIR • NÝTT ! VELUX þakgluggar Mest selda steypuhrærivél á I heimsmarkaði ÞOR HF. RtYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍO 25 Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Rikistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Stýrisendar Spindilkúlur Cortina Opel Skoda Simca Chevrolet Ford Rambler Kristinn Guðnason h.f. Suðurlandsbraut 20. Klofningur í Alþýðubandalaginu Sundurlyndið f Alþýðu- bandalaginu hefur sjaldan opinberazt jafn berlega eins og undanfarnar vikur meðan við- ræður um nýja kjarasamninga stóðu yfir. Bræðravígin f þess- um samtökum hafa oft verið hatrömm en sjaldan jafn illvfg og persónuleg eins og nú. Fylk- ingarnar eru margar og sundurleitar, en eins og sakir standa ber þó mest á ágreiningi milli menntamannanna annars vegar og forystumanna í laun- þegasamtökunum hins vegar. Það er athyglisvert, að einmitt í Alþýðubandalaginu skuli koma upp gleggst skil milli þessara þjóðfélagshópa. Þessar hörðu deilur komu upp á yfirborðið, þegar kjara- málaráðstefna Alþýðusam- bandsins samþykkti að endur- heimta þann kaupmátt iauna, sem fékkst með kjarasamn- ingunum f febrúar 1974, f áföngum. Magnús Kjartansson beítti þá Þjóðviljanum til þess að koma fram persónulegum árásum á Eðvarð Sigurðsson, Snorra Jónsson, Björn Bjarna- son, sem eru helztu forystu- menn Alþýðubandalagsins f röðum launþega. Astæðan fyrir þessum árásum var í raun réttri sú, að þessir menn höfðu neitað að fylgja þeirri stefnu Magnúsar Kjartanssonar að krefjast mestra kauphækkana fyrir hálaunafólk eins og gert var í ráðherratfð Magnúsar. Eðvarð Sigurðsson hafði áður komizt svo að orði um þessa stefnu Magnúsar Kjartans- sonar, að hún væri nöturleg fyrir lágiaunafólkið. Þegar Ijóst var, að Magnús Kjartansson varð að láta í minni pokann f þessum efnum, voru fulltrúar Alþýðubanda- lagsins í borgarstjórn iátnir flytja tillögu, þar sem þess var krafizt, að álögur á atvinnu- fyrirtæki yrðu stórauknar til þess að unnt væri að standa undir auknum opinberum framkvæmdum. Tilgangurinn með því að draga fjármagn frá atvinnufyrirtækjunum til opin- berra framkvæmda, á sama tfma og verkalýðshreyfingin knúði á um kauphækkanir, var vitaskuld sá að gera samninga- mönnum Alþýðusambandsins erfiðara um vik að fá sfnar kröfur fram. Þannig átti að hegna þeim forystumönnum í launþegahreyfingunni, sem ekki vildu hlýða fyrirmælum menntamannaforystunnar. Hver verður hefnd Magnúsar? Þá gerðist það, að Magnús Kjartansson fékk Eðvarð Sig- urðsson til þcss að flytja með sér frumvarp á Alþingi, þar sem lagt var til að rfkissjóður greiddi fyrir samningum með þvf að lækka söluskatt. Ef sú leið hefði verið farin, hefði skattalækkunin komið öllum að jöfnum notum, hvort sem þeir voru með há eða lág laun. Það var markmið Magnúsar Kjartanssonar. Rfkisstjórnin vildi hins vegar gera sérstakar ráðstafanir til þess að létta byrðar láglaunafólks. 1 frum- varpi hennar um ráðstafanir í efnahags- og fjármálum var því mælt fyrir um allverulega tekjuskattslækkun f þágu Iág- launafólks og barnamargra fjölskyldna jafnframt lækkun tolla og söluskatts. Enn gerðist það, að forystu- menn launþegasamtakanna snerust gegn kröfum Magnúsar Kjartanssonar. A síðasta stigi samninganna Iögðu þeir fram óskir um að öll fyrirgreiðsla rfkissjóðs kæmi fram í formi tekjuskattslækkunar en horfið yrði frá hugmyndum um kjara- bætur f formi söluskattslækk- uhar. Jafnvel Eðvarð Sigurðs- son, sem Magnús hafði áður fengið til þess að skrifa upp á frumvarpið með sér, stóð að þessari ósk Alþýðusambands- ins. Nú er það spurningin til hverra hefndarráðstafana Magnús Kjartansson grfpur nú gegn Eðvarð og Snorra Jóns- syni fyrir þetta síðasta tiltæki. Það er ólfkt Magnúsi Kjartans- syni að leggja upp laupana, hefndin hlýtur því að koma fyrr eða sfðar. Skoðanir Umræður um stjórnmál og félagsmál GÍSLI Jóhannsson er íormaóur Hverfafélags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi. Þetta er eitt stærsta hverfafélag sjálfstæðismanna í borginni. Gísli Jóhannsson segir, að flokksstarfsemin i hin- um ýmsu hverfum borgarinnar hafi á liðnum árum fyrst og fremst mótazt af undirbúnings- starfi fyrir borgarstjórnar- og alþingiskosningar. Á milli kosninga hafi starfsemin legið niðri að mestu leyti. Þessu hafi nú verið snúið við með stofnun hverfafélaganna, en tilgangur- inn með stofnun þeirra hafi verið sá, að dreifa starfsemi Sjálfstæðisflokksins, þannig að fólk ætti hægara um vik með aó koma til starfa innan hans. Gisli sagói, að smærri éiningar væru betur tii þess fallnar að laða fram árangursríkt starf en stórar félagsheildir. Þá segir Gísli, að félagi þeirra hafi staðið nokkuð fyrir þrif- um, aó ekki hefur lekizt að út- vega húsnæði til starfseminnar innan hverfisins. A félagssvæð- inu sé nær einvörðungu um íbúðarhúsnæði að ræða og það hafi valdið erfiðleikum við að fá húsnæði fyrir starfsenti félagsins. Gísli sagði ennfrem- ur, að stjórn hverfafélagsins teldi ákaflega þýðingarmikið að geta haft skrifstofu innan hverfisins, þar sem aðstaða væri fyrir félagsstjórnina, til að hafa viðtalstíma og halda minni fundi. Stjórnin vænti þess, aó sjálfstæðisfólk í hverfinu yrði henni innan handar við að finna hentugt húsnæði, ef þess væri nokkur kostur. Aöspurður um starfsemi félagsins i vetur sagði Gísli Jóhannsson, að á starfsskránni væru ýmsir þættir ,eins og t.d. íundir með alþingismönnum og borgarfulltrúum um þjóðmál og borgarmál. Hugmyndin væri sú, aó gefa fólki kost á að koma skoðunum sínum á framfæri og eiga vióræður við forystumenn Sjálfstæðisflokksins og þjóðar- innar. Aukin kynningarstarf- semi væri að mati stjórnarinnar Gísli Jóhannsson vænleg til árangurs, og þá væri ennfremur fyrirhugað að efna til bingós í fjáröflunarskyni og raunar gæti ýmislegt fleira af léttara taginu flotið meó eins og t.d. spilakvöld. Gísli sagói, að fólkið í þessu félagi byggi í raun réttri í þremur og jafnvel fjórum hverfum. Með sanni mættí því segja, að félagssvæðið væri vió- feðmt. Stjórn félagsins væri mjög einhuga fyrir því aó beita áhrifum sínum til þess að stuðla að fegrun hverfisins og skipulagslegri framkvæmd inn- an þess. Þar væri um fjölbreyti- leg verkefni að ræða, þar sem svæðið samanstæði bæói af nýjum og gömlum íbúðarhverf- um. Sjálfur sagðist Gisli Jóhanns- son hafa mikinn áhuga á, að borgin beitti sér fyrir frágangi á sameiginlegum aðkeyrsl- um eða svonefndum botnlöng- um, en af þeim væri rnikið í hverfinu. Mikið skorti nú á, aó íbúarnir sjálfir hefói náð sam- stöðu til þess að koma þessum málum fram, en ljóst væri, að hér væri um að ræóa atriði, er skemmdi mjög yfirbragð hverf- anna. í framhaldi af þessu sagði Gísli, að ákveðið hefði verið að halda fund með borgarstjóra um fegrunarmál- efni og frágang hverfisins. F'ylgja þyrfti eftir kröfum um skautaaðstöðu í borginni allt árið um kring. Þakkarvert væri, hversu mikið hefði verið unnið í Bláfjöllum, en hér mætti þó ekki nema staðar. Fá þyrfti fleiri skíðalyftur. Gísli Jóhannsson sagði að lokum, að brýnasta verkefnið, sem leysa þyrfti í borginni nú væri aðstaða fyrir aldraða og langlegusjúklinga. Þessi mál- efni væru i hrikalegri stöðu, og mikilvægt væri að allir góðir menn beittu sér fyrir stórátaki til úrbóta í þessum efnum. Þá sagðist hann vilja hvetja sjálf- stæðisfólk til að standa saman um hverfafélögin, sem óefað gætu orðið stefnumótandi áhrifaaðilar í stjórnmálum og borgarmálum. 17. menn skipa nú slökkviliðið og sjást þeir allflestir á þessari mynd. Slökkvilið Fáskrúðsfjarðar 25 ára Fáskrúðsfirói — 19. febrúar SLÖKKVILIÐ Fáskrúðsfjarðar var í gær 25 ára. Stofnendur slökkviliðsins voru 16 talsins en nú eru starfandi i því 17 menn. Slökkviliðsstjóri er Gunnar L. Þóróarson, en stofnandi slökkviliðsins var Erlendur Halldórsson i Hafnarfirði. Ásamt slökkviliðsstjóranum eru enn tveir menn af stofnend- um starfandi í því, þeir Gunnar Jónasson og Óskar Sigurðsson i Þingholti. Slökkviliðið flutti i nýtt húsnæði í növember 1972 og um svipað leýti fékk það nýjan slökkvibíl til afnota, og hefur nú yfir tveimur bílum að ráða. Útköll á þesum 25 árum eru 41. Mesti eldsvoði á þessum tíma var þegar Fiskimjölsverk- smiðjan hf. brann til kaldra kola í ágúst 1961. 1 þeim elds- voða varð milljóna tjón. Tveir aðrir verulegir eldsvoðar hafa orðið á þessu tímabili, þar sem slökkviliðið bjargaði miklum verðmætum — þ.e. þegár kviknaði I Félagsheimilinu Skrúð og íbúðarhúsinu að Sunnuhvoli. Tókst aó b^rga þessum byggingum báðum. — Albert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.