Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975 13 Ljósmynd Jóhannes Long. NVLEGA flutti bókaverzlunin Bókhladan að Skólavörðustfg 21, þar sem Skiltagerðin var áður til húsa. Verzlunin ieggur sérstaka áherzlu á blöð og tfmarit, auk ritfanga. Eigandi er Finnur Th. Jónsson, sem hér sést f verzlun sinni. viðtökunum þar, teiknikennsla hófst í stofu þeirra hjóna, og bæði voru samhent í því að búa svo að komumanni að honum fannst hann ævinlega aufúsugestur og áttu þó bæði nógu öðru að sinna um þær mundir, til að mynda stóð svo á að Snæbjörn sonur þeirra, nú yfirverkfræðingur Vegagerð- arinnar, var einmitt að lesa undir stúdentspróf. Tilsögn Jónasar átti ég að þakka að teiknun varð mér ekki að fótakefli vió prófborðið. Kunn- ingsskapur hélst við þau Herdísi og Jónas, og þar kom að þau skutu yfir mig-skjólshúsi. Varð ég siðan heimilismaður í Jerúsalem mest- alla skólaveruna á Akureyri, lengst af i sambýli við bekkjar- bróður minn, Einar Braga skáld. Það er skemmst af að segja, að okkur herbergisfélögum var búið Fjölskyldutónleik- ar Sinfóníuhl jóm- sveitarinnar NÆSTU tónleikar hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands verða fjöl- skyldutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 5. apríl kl. 14. Stjórnandi verður Páll P. Páls- son. Flutt verða verk eftir Karl Ö. Runólfsson, Mozart, Wagner o.fl. Næstu reglulegu tónleikar verða þ. 10. apríl. Stjórnandi er Karsten Andersen og einleikari Vladimir Ashkenazy. Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálmasinfóní- una eftir Stravinsky, og Ashken- azy leikur Píanókonsert nr. 2 eftir Beethoven. Ennfremur verður flutt Sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen. Vert er að vekja athygli á þvi, að aðeins ein vika verður á milli tónleika að þessu sinni, og verða 14. reglulegu tónleikarnir haldnir þ. 17. apríl, en þeim stjórnar Vladimir Ashkenazy. Einleikari veróur þá Árni Egilsson bassa- leikari, sem frumflytur tónverk fyrir bassa og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þá verða fluttir þættir úr ballettinum Rómeó og Júlía eftir Prokofieff og Sinfónía nr. 4 eftir Tsjai- kovský. annað heimili hjá þeim Herdísi og Jónasi. Alúð þeirrá og umhyggja sáu fyrir því að okkur þurfti aldrei að finnast vió vera óvið- komandi leigjendur heldur heim- ilismenn. Má þó nærri geta aö ekki var alltaf næðissamt að hýsa tvo skóiapilta á umsvifamesta aldri og búa við umgang félaga þeirra seint og snemma Skiljanlega þurfti húsmóðirin mest fyrir okkur að hafa, en aldrei bar það við að' Herdís væri ekki boðin og búin að leysa hvern þann vanda sem að höndum bar með eigin verkum eða hollum ráð- um. Öðru var nær en verið væri áð troða upp á okkur forsjá, kom- ið var fram við okkur sem ábyrga menn, en hvað sem á bjátaði átt- um við hauka i horni þar sem húsráðendur voru. Herdis Símonardóttir kom ung úr Lundarreykjadal vestur að Brjánslæk ásamt séra Bjarna bróður sinum, sem síðan var pró- fastur í Barðastrandarprófasts- dæmi meðan honum entist aldur: Þar giftist hún jafnaldra sinum, Jónasi syni Snæbjarnar i Hergils- ey. Lengst af voru þau búsett á Akureyri, þar sem Jónas kenndi á vetrum en stóð fyrir brúarsmíði víóa um land á sumrum. Börn þeirra þrjú eru Snæbjörn sem áð- ur var nefndur, Valgerður og Brjánn. Jónas er fallinn frá fyrir all- löngu, en Herdís ber háan aldur með reisn og prýði. Hún á sér sitt eigið heimili og fer allra sinna ferða. Barnabörn þeirra hjóna eru komin eða að komast á full- orðinsaldur, og þeim sem ég kannast við þykir mér kippa í kynið. Eg tel mér gæfu að hafa kynnst Herdísi og átt hana að á yngri árum, og samfagna henni.að hafa náð slfkum aldri með óskerta sál- arkrafta. Magnús T. Olafsson. Sameiginlegt takmark Sú var tíðin að þjóðin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum við umheiminn. Svo er að vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóðin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlaö sér það hlut- skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan. Takmark þjóðarinnar hefur ætíð verið að sækja allt það besta sem umheimurinn hefur boðið upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem hún hefur getað boðið. Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaðist ný samgönguleið, sem þjóðin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð bylting í samgöngumálunum. Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin veriö sameinuð. Það er gert til þess að styrkja þennan þátt samgöngumála. Með sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar samgöngur til þess að geta átt samskipti við umheiminn. Það er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR ISLANDS Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðarinnar Herdís Símonardóttir — Afmœliskveðja A skólaárum mínum á Akureyri stóðu í hnapp við Hafnarstræti i hjarta bæjarins þrjú hús kennd við miklar borgir úti í heimi, Jerúsalem, Hamborg og París. Tvö hin síðarnefndu standa enn en Jerúsalem hefur eldurinn eytt. I húsinu sem bar nafn hinnar he!gu borgar bjuggu lengi Herdís Símonardóttir, sem í dag fyllir hálfan níunda tug aldursára, og maður hennar Jónas Snæbjörns- son, teiknikennari við Mennta- skólann á Akureyri. Ekki var ég fyrr kominn til Ak- ureyrar vorið 1941 til að þreyta utanskólapróf til inngöngu í menntaskólanám en leiðin lá í Jerúsalem á fund Jónasar frænda míns. Þótt ég þættist bærilega nestaður í mörgum námsgreinum frá sóknarpresti minum, séra Þor- steini heitnum Kristjánssyni í Sauðlauksdal, var teiknun ekki þar á meðal, og því var leitað til Jónasar. Ekki var að spyrja að tmmm mmm-» w ■ *»*-»*■»*»** MMBaw»M ■ ■ ■■■■■■ ■■■ «* « «-•« a • í «« t e ».«*«•*»•* «»■*«. i&ii uiiiknii % iHtum iitttndiii ■»«•*•<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.