Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975 Úr leik Burnley og Queens Park Rangers fyrr í velur. Alan Stevenson, slær knöttinn frá. Stöðug hlutverkaskipti KKKI rættist sú spá margra, að línurnar myndu skýrast í ensku knattspyrnunni nú um páskahelg- ina, er leiknar voru nær heilar þrjár umferðir. Þvert á móti hef- ur hrærigrauturinn á toppi 1. deildar keppninnar sjaldan verið meiri en nú, og er raunar þannig að óhugsandi er að geta scr neins um úrslitin. Það lið sem efst er I dag, gctur verið komið niður I fimmta eða sjötta sæti eftir næstu umferð, en heil umferð var leikin í gærkvöldi og eru úrslit hennar ekki tekin með í reikninginn hér. Eftir leiki laugardagsins höfðu nágrannaliðið Liverpool og Ever- ton hlutverkaskipti. Everton sem verið hafði á toppnum í 1. deildinni um hríð beið þá óvænt- an ósigur fyrir botnliðinu Car- lisle, en Liverpool sigraði Birm- ingham 1—0, jafnframt þvi sem úrslit í leikjum þeirra liða sem nú eru að berjast á toppnum urðu þannig að Liverpool skipaði skyndilega efsta sætið með 45 stig. Auk leiks Carlisle og Ever- ton komu mörg úrslit í laugar- dagsumferðinni nokkuð á óvart, eins og t.d. sigur Tottenham yfir Queens Park Rangers á útivelli, þar sem Tottenhamliðið hefur ekki verið fengsælt í vetur. Var þetta annar sigur Tottenham á tveimur dögum þar sem liðið lagði Ulfana á heimavelli á föstu- dagskvöldið. Athyglisveróur var einnig stórsigur Derby yfir Luton Town, 5—0, en i þeim leik sýndi Roger Davies algjöra stjörnutil- burði og skoraði sjálfur öll fimm mörk Derby-liðsins. A mánudagskvöldið skipuðust svo veður í lofti. Þá tapaði Liver- pool fyrir Stoke, en Everton gekk hins vegar með bæði stigin af hólmi i viðureign sinni við Coven- try, og endurheimti þar með efsta sætið. Liverpool hélt hins vegar öðru sætinu en Stoke komst í þriója sætið. Aftur vann svo Derby County athyglisve.rðan sig- ur, að þessu sinni yfir Burnley á útivelli, en Burnleylióið hefur verið mjög erfitt heim að sækja í vetur og þessi sigur Darby því þjim mun athyglisverðari. Það skyldi þó aldrei vera að það verói Derby liðið sem verður sterkast á endasprettinum? Slíkt hefur komið fyrir áður. Sem fyrr greinir var það sigur Carlisle yfir Everton sem mesta athygli vakti á laugardaginn. Svo virtist sem leikmenn Everton mættu sigurvissir tíl þessa leiks, og mótspyrna Carlisle kom þeim greinilega á óvart. Jafnvægí hélzt i ieíknum unz 35 mínútur voru tíl leiksloka, en þá náði Carlisle-lióið sér á strik svo um munaði. Dæmd var vítaspyrna á Everton sem Joe Laidlaw skoraði úr. Dennis Martin breytti stöðunni i 2—0 með glæsilegu skoti á 80. mínútu og þremur minútum fyrir leikslok innsiglaði hann svo sigurinn með því að leika á vörn Everton og senda knöttinn til Frank Clarke sem kominn var i gott færi og skoraði. Gífurleg aðsókn var að leik Liv- erpool og Birmingham á laugar- daginn, 49.454 áhorfendur greiddu sig inn. Liverpool-liðið var meira í sókn í leiknum, en sitt eina mark skoraði liðið úr víta- spyrnu sem dæmd var eftir aö Ken Burns brá Cormaek sem kom- inn var í skotfæri. Skoraði Kee- gan úr vitaspyrnunni. Víta- spyrnudómur þessi var mjög um- deildur, og aó flestra áliti var brotið á Cormaek utan vítateigs- ins. Ipswieh-Iiðið á nú við mikla erf- iðleika að etja vegna meiósla leik- manna og gat ekki teflt fram sínu | bezta liði á móti Leieester á laug- ardaginn. Er skemmst frá þvi aó segja að Leicester sótti án afláts í leiknum og áttu þá þeir Robert Lee og Frank Worthingon tvö dauóafæri sem þeir nýttu ekki. i seinni hálfleiknum skoraði Worthingon, en Clive Woods jafn- aði fyrir Ipswieh og Colin Viljoen færði liði sínu forystu á 68. min. A lokamínútunum sótti Leicester mjög stíft, og var Ipswich heppið að fá þá ekki mark eða mörk á sig. Chelsea vann heppnissigur yfir West Ham. Mieky Droy skoraði fyrir Chelsea á 22. minútu, en ákafar sóknir West Ham báru aldrei árangur. i leik Arsenals og Stoke náði Stoke forystunni upp úr miðjum fyrri hálfleik meó marki Geoff Salmons, en Arsenal hafói heppn- ina með sér að þessu sinni og 8 mínútum fyrir leikslok tókst Eddi Kelly að jafna með skoti af stuttu færi. Neweastle fékk óskabyrjun í leik sínum við Leeds á laugardag- inn, þar sem Geoff Nulty hafði skoraó innan tveggja mínútna frá leikbyrjun. Leikurinn var eftir þaó í eigu Leeds-liðsins, en erfið- lega gekk að finna veilu í 11 manna vörn Newcastle. Það tókst þó er 7 mínútur voru til leiksloka, en þá einlék Allan Clarke í gegn- um varnarþvöguna og skoraöi. Burnley átti alcjrei möguleika i leik sínum við Middlesbrough — lagði hins vegar alla áherzlu á vörnina og hún stóð fyrir sinu fram á 53. mínútu er Bobby Mur- doch skoraði. Tveimur mínútum síóar innsiglaði Mike Foggon sig- ur Middlesbrough. Manchester City hefur ekki átt burðuga leiki á útivelli í vetur og á laugardaginn átti lióið aldrei glætu í leik sínum við Ulafana, sem þó skoruðu ekki nema eitt mark. Það gerði Ken Hibbitt úr vítaspyrnu á 64. mínútu. Ulfarnir áttu mörg stórkostleg færi í þess- um leik, eins og t.d. þegar Steve Kingon skallaði framhjá opnu marki City af stuttu færi. Tottenhamliðið berst nú harðri baráttu fyrir lífi sínu í 1. deild- inni. A föstudaginn vann liðið góðan sigur yfir Ulfunum, og á laugardaginn bætti lióið öðrum sigri við og lagði Q.P.R. að velli. John Duncan skoraði eina mark leiksins á 24. minútu. Það var fyrst og fremst frábær frammi- staða Pat Jennings í marki Tott- enham sem kom í veg fyrir að Q.P.R. skoraði í seinni hálfleik, er liðið sótti án afláts. Á mánudgskvöldið var það sig- ur Derby yfir Burnley sem athygl- isverðastur var. Liðið lék þarna oft frábærlega góða knattspyrnu, og tætti vörn Burnley hvað eftir annaó í sundur. Þar var fremstur i flokki Roger Davies, sá er skor- aði fimm mörk í leiknum á móti Luton, 48 klukkustundum fyrr. Davies virtist smita aðra leik- menn Derby-liðsins með krafti sínum og áhuga, og er ekki ólík- legt að þessir tveir góðu sigrar Derby-Iiðsins gefi því byr undir vængi í lokabaráttunni. í leik Everton og Coventry var þaó enski landsliðsmaðurinn Martin Dobson sem færði liói sínu hinn þýðingarmikla sigur, en heldur þótti leikur þessi lélegur, einkum af hálfu Evertonliðsins, þar sem leikmenn þess voru greinilega þrúgaðir af tauga- spennu. Stoke sýndi hins vegar ágætan leik gegn Liverpool og var Terry Conroy hetja liósins í leiknum, skoraði bæði mörkin og gerði vörn Liverpool hvað eftir annað ýmsar skráveifur. Greinilegt var að leikmenn Ips- wich gengu með takmörkuðum áhuga að leik sínum við Chelsea á mánudagskvöldið. Liðið virðist nú búið að gefa frá sér alla vonina um Englandsmeistaratitilinn í ár, en leggur alla áherzlu á bikar- keppnina, en þar er það komið í undanúrslit. Urslit leiksins urðu 0—0, og þóttu þau gefa sanna mynd af leiknum. Leicester náði stigi í viðureign sinni við Leeds og var það vel af sér vikið. Þar með skaut Leicester Tottenham niður fyrir sig í fall- baráttunni. Mikil barátta var í þessum leik og var það ekki fyrr en á síðustu mínútu hans að Jeff Blockley tókst að jafna fyrir Leicester. Luton fékk i annað skiptið á tveimur dögum fimm mörk á sig i leik. Að þessu sinni voru það Ulf- Framhald á bls. 21 1 i. k <■ 1. DEILD L Heima Uti Stig | Everton 37 10 8 1 30—15 5 8 5 20—20 46 Liverpool 38 12 5 2 39—16 5 6 8 14—21 45 Stoke City 38 11 6 2 37—18 5 7 7 24—28 45 Ipswich Town 37 14 2 2 38—10 9 7 1 17—27 44 Derby County 36 11 3 3 37—17 7 5 7 25—30 44 iMiddlesbrough 37 10 6 3 31—13 6 5 7 19—23 43 Burnley 37 10 5 4 37—27 6 4 8 25—31 42 Sheffield United 36 10 6 2 28—19 5 4 9 19—28 40 Manchester City 37 15 2 2 37—14 1 6 11 11—36 40 Leeds United 36 9 8 2 32—17 5 3 9 17—22 39 Q.P.R. 38 9 3 7 23—17 6 6 7 27—32 39 West Ham United 37 9 5 4 36—20 3 7 8 19—29 37 Wolverhampton Wand. 37 11 4 4 40—20 2 6 10 14—29 36 Newcastle United 37 11 5 3 35—19 3 4 12 20—44 36 Birmingham City 37 10 3 6 33—24 3 5 10 15—28 34 Coventry City 37 7 9 3 30—25 3 5 10 18—32 34 Arsenal 36 8 6 4 27—14 3 4 11 15—29 32 Chelsea 37 4 7 7 20—28 5 6 8 20—36 31 Leicester City 36 5 6 6 17—17 4 5 10 21—36 29 Tottenham Hotspur 37 5 4 9 21—24 5 4 10 21—32 28 Luton Town 37 6 5 7 21—24 • 2 5 12 15—36 26 Carlisle United 37 6 1 11 17—19 4 2 13 21—34 23 o 2. DEILD L. Heima Uti Stig 1 Manchester United 38 15 3 1 40—12 8 5 6 18—16 54 Sunderland 38 12 6 1 37—8 7 4 7 24—24 47 Aston Villa 35 13 4 1 38—6 5 4 8 18—24 >44 Norwich City 36 12 3 3 28—13 4 9 5 19—19 44 Bristol City 36 12 4 2 26—8 6 3 9 14—18 43 Blackpool 37 11 5 2 29—12 2 10 6 7—11 43 Fulham 38 9 6 4 27—15 4 8 7 14—18 40 llull City 38 10 8 1 23—10 3 5 11 14—41 39 Oxford United 38 13 3 3 28—17 1 7 11 10—31 38 W.B.A. 36 10 4 3 25—12 4 5 10 17—24 37 Southampton 37 8 6 4 24—17 5 4 10 23—31 36 Notts County 37 7 10 2 31—22 4 4 10 11—27 36 Orient 37 6 8 4 14—15 3 10 6 11—21 36 Bolton Wanderes 37 9 5 5 25—14 4 4 10 15—24 35 Portsmouth 37 9 6 4 27—16 3 4 11 12—29 34 York City 37 9 5 4 27—15 4 2 13 19—35 33 Notthingh. Forest 37 5 6 7 21—22 5 7 7 17—25 33 Oldham Atletic 38 9 6 4 24—16 0 7 12 12—27 31 Millwall 37 8 7 3 28—14 2 3 14 10—32 30 Bristol Rovers 37 9 4 6 20—18 2 4 12 13—37 30 Cardiff City 35 6 7 5 20—17 2 6 9 12—31 29 Sheffield. Wed. 36 3 6 9 16—23 2 4 12 12—32 20 Knattspyrnuúrslif: Leikir 28/3 ENGLAND 1. DEILD: IVlanchester City — Middlesbrouiíli 2—1 Tottcnham — Wolves li—0 West llam — Stoke 2—2 England 2. DEILD: Bristol Rovers — Manchestcr L'td. 1—1 Fulham — Bolton 2—1 Oldham — Hull 0—1 Southampton — Bristol City 0—1 Sundcrland — Orient 3—0 Leikir 29/3 ENGLAND 1. DEIIJ): Arsenal — Stoke 1 — 1 Carlisle — Everton 3—0 Derby — Luton 5—0 Ipswich — Leicester 2—1 Leeds — Newcastle 1—1 Liverpool — Birmingham 1—0 Middleshrouf'h — Burnley 2—0 Q.P.R. —Tottenham 0—1 West Ham — Chelsea 0—1 Wolves — Manchester City 1—0 ENGLAND 2. DEILD: Aston Villa — W.B.A. 3—1 Blaekpool — Nottingham 0—0 Bristol City — Norwich 0—1 II ii 11—Orient 0—0 Manchester Utd. — York 2—1 Notts County — Cardiff 0—2 Oxford — Bolton 2—1 Portsmouth — Brístol Rovers 3—0 Sheffield Wed. — Millwall 0—1 ENGLAND 3. DEILI): Aldershot — Southcnd 3—0 Blackhurn — Hereford 1—0 Bourncmouth — Halifax 0—1 Bury — Tranmere 3—1 Charlton — (jrimsby 1—1 Chesterfield — Cillingham 2—1 Peterborouj'h — Swindon 0—0 Plymouth — Brighton 2—2 Port Vale — Preston 2—1 Walsall — Huddersfield 2—0 Watford — Wrexham 1—2 ENGLAND 4. DEILD: Chester—Workington 0—0 Crewe — Darlington 2—1 Newport — Torquay 2—1 Rochdale— Hartlepool 3—0 Rotherham — Mansfield 2—1 Swansea—Reading 1—2 SKOTLAND 1. DEILD: Aberdeen — DundeeUtd. 2—0 Arbroath — AyrUtd. 1—3 Celtic — Hearts 4—1 Dundee — Dumbarton 2—1 Hibernian — Rangers 1—1 Kilmarnoek — Clyde 2—0 Morton — Dunfermline 0—2 Motherwell — St. Johnstone 3—0 Partick — Airdrieonians 1—3 SKOTLAND 2. DEILD: Albion Rovers — Queen of the South 1 — 1 Alloa—Brechin 1—0 Clydebank — Falkirk 1—2 Clydebank — Raith Rovers 3—2 Cowcnbcath — St. Mirren 1—4 East Five — Meadowbank 4—1 East Stirling — Stirling Alibon 1—1 Montorse — Stenhousemuir 2—1 Queens Park — Forfar 4—0 Stranraer — Hamilton 1—4 Leikir 31. marz: ENGLAND 1. DEILD: Arsenal — Sheffield Uld. 1—0 Burnley — Derby 2—5 Chelsea — Ipswich 0—0 Everton — Coventry 1—0 LeedsUtd. — Leicester 2—2 Newcastle — Q.P.R. 2—2 Stoke — Liverpool 2—0 Wolves — Luton 5—2 ENGLAND 2. DEILD: Blackpool — W.B.A. 2—0 Bolton — Sundcrland 0—2 Hull — York 2—0 Manchester Utd. — Oldham 3—2 Norwich — Fulham 1—2 Orient—Oxford 1 — 1 Portsmouth — Millwall 1—0 Shcffield Wed. — Southampton 0—1 ENGLAND 3. DEILI): Aldershot — Brighton 2—1 Bournemouth — Swindon 1 — 1 Chesterfield — Preston 0—0 Gillingham — Plymouth 2—2 Hereford — Port Vale 1—0 Wrexham — Crystal Palace 0—0 ENGLAND 4. DEILI): Bradford — Swansea 1—2 Exeter — Brentford 1—0 Lineoln — Camhridge 0—0 Newport — Mansfield 2—1 Southport — Doncaster 2—1 Torquay — Chester 3—0 Workington — Rochdale 2—1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.