Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 2. APRlL 1975 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1975 19 Sigurvegarar í stórsvigi karla: Hafþór Júlíusson, sem svo vard íslands- meistari f tvíkeppni, Haukur Jóhannsson og Bjarni Þórdarson. Verölaunamenn I 30 km göngu: Reynir Sveinsson, Halldór Matthfas- son og Magnús Eiriksson. Jórunn Viggósdóttir var ókrýnd skfðadrottning landsmótsins. Þarna hampar hún verðlaunum fyrir unninn sigur. Texti og jnyndir: Sigurður Grímsson Stökk og norrœn tvíkeppni Á miðvikudag var keppt i stökki á Dagverðardal. Ekki var veður með heppilegasta móti fyrir stökkkeppni, frost og dálítill vindur sem gerði stökkmönnun- um erfitt um vik. Stökkpallurinn var um það bil tveir metrar og var gert ráð fyrir að við beztu aðstæð- ur væri hægt að stökkva af hon- um allt að 45 metra. Keppt var i stökki 20 ára og eldri og voru þar skráðir til leiks 9 keppendur, en í stökki 17—19 ára voru aðeins tveir keppendur skráðir til leiks. Stökk er ekki mikið stundað á Islandi nema hvað Olafsfirðingar æfa reglulega stökk, að sögn Björns Þórs Ólafs- sonar, enda er nánast hvergi ann- ars staðar nein aðstaða til stökk- æfinga. Marteinn Kristjánsson sem keppti fyrir Reykvíkinga tjáði mér að aðstaðan væri nánast engin hjá Reykvíkingum, og væri mikil þörf á að bæta þar um. Akveðið var að þeir sem skráóir voru til leiks í norrænni tví- keppni gætu notað sömu stökkin, en hver keppandi fékk þrjú stökk og voru tvö af þeim valin til úr- slita. Eftir að búið var að reikna út úrslitin kom í ljós, að Björn Þór Olafsson, Ólafsfirði, var sigurveg- ari í flokki 20 ára og eldri. Stökk hann tvisvar sinnum 30 metra og hlaut 217,5 stig. I öðru sæti varð annar Ólafsfirðingur, Sveinn Stefánsson. Hann átti jafnframt lengsta stökkið, 31 metra, en hitt var 29,5 metrar og hlaut hann 215,3 stig. i þriðja sæti varð svo Reykvíkingurinn Marteinn Kristjánsson sem stökk 29 metra og 30 metra og hlaut 210,9 stig. í fjórða sæti varð Siguróur Þorkels- son, Siglufirði, með 194,2 stig og í fimmta sæti varð Guðmundur Konráðsson, Ólafsfirði, með 179,6 stig. Í stökki 17—19 ára urðu úrslit- in þau, að Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði, sigraði. Stökk hann tvisvar sinnum 27 metra og hlaut 207 stig. i öðru sæti varð Hallgrimur Sverrisson, Siglufirði, og hlaut hann 186,20 stig. I norrænni tvfkeppni, sem er samanlagður stigafjöldi fyrir stökk og göngu urðu úrslitin þau, að i flokki 20 ára og eldri sigraði Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði, með samanlagt 469,68 stig og í öóru sæti varð Örn Jónsson, Ólafs- firði, með samanlagt 375,37 stig. Í norrænni tvíkeppni 17—19 ára urðu úrslit þau, að Hallgrímur Sverrisson sigraði með samanlagt 429,45 stig, og í öðru sætí varð Þorsteinn Þorvaldsson, Ölafsfirði, með samanlagt 414,45 stig. Stórsvig kvenna Stórsvig kvenna fór fram á fimmtudag og voru þar 9 keppendur skráðir til leiks, en Margrét Baldvinsdóttir frá Akur- eyri gat ekki mætt til leiks vegna veikinda. Eftir fyrri umferó hafði Jórunn Viggósdóttir úr Reykjavík forystu og var hún tæpum þrem- ur sekúndum á undan næsta keppanda, Kristínu Ulfsdóttur frá Isafirði, en í þriðja sæti var Sigrún Grímsdóttir, ísafirði. Strax að lokinni fyrri umferð var haldið áfram með seinni umferð. Ekki urðu þar neinar breytingar á efstu sætunum og varð Jórunn Viggósdóttir Islandsmeistari í stórsvigi kvenna. Stórsvig karla________________ KEPPNI í stórsvigi hófst kl. 11 á fimmtudag og var þá lítilsháttar þoka efst í braulinni. Henni létti þó brátt og skömmu fyrir hádegi var komin glampandi heiðríkja. Til leiks voru skráðir 45 kepp- endur í karlaflokki og 9 kepp- endur í kvennaflokki. Ekki voru þó allir mættir til leiks og var þar mestur sjónarsviptir að skíða- manninum góðkunna Árna Óðins- syni frá Akureyri, sem gat ekki mætt til leiks vegna veikinda. Auk þess keppti sem gestur á mótinu Sigurður H. Jónsson frá ísafirði, en hann hefur ekki enn aldur til að keppa i flokki fulloró- inna. Stórsvigsbrautin var 42 hlið, fallhæð 400 metrar og lengd 1400 metrar. Byrjað var á fyrri umferð í karlaflokki og eftir að fyrsti ráshópur hafði lokið að fara niður brautina fóru línurnar að skýrast. Með bezta brautartímann var Haukur Jóhannsson, Akureyri, 71,23 sek., en annan bezta tímann hafði Sigurður H. Jónsson, 71,96 sek. Hafþór Júlíusson, ísafirði, var með þriðja bezta tímann, 73,42 mín., og fjórða bezta tímann hafði Bjarni Þórðarson, Reykja- vík, 74,19 sek. Þessi röó átti ekki eftir að breytast eftir fyrri um- ferð, en allmikil áföll urðu á Is- firðingum þegar í upphafi keppn- innar. Hafsteini Sigurðssyni hlekktist á efst í brautinni og náði hann ekki nema sjötta bezta tím- anum í fyrri umferð og Arnór Magnússon og Valur Jónatansson hættu keppni. Klukkan 15.00 hófst svo seinni umferði^ i stórsvigi karla. Spurn- ingin var hvort hinum unga Isfirðingi Sigurði H. Jóns- syni tækist að vinna upp mun- inn á sér og fyrsta manni, H:uki Jóhannssyni, og hvort Haf- þóri Júlíussyni tækist að halda sínu sæti i keppninni, en Haf- þór hefur fyrr í vetur sýnt ágæta frammistöðu í stórsvigi. Ég hitti Hafþór skömmu áður en keppnin hófst og kvaóst hann þá vera ákveðinn í að minnka mun- inn á sér og Hauki Jóhannssyni. Hafþór náði líka ágætum tíma í seinni ferð og fór brautina á 68,80 sek. Ekki tókst honum þó að kom- ast brautina á skemmri tima en Haukur, sem fékk tímann 68,51 sek., sem jafnframt var bezti tím- inn eftir að fyrsti ráshópur hafði lokið keppni. Þá var komið að hinum unga gesti mótsins, Sig- urði H. Jónssyni, og tókst honum að bæta um betur og fór brautina á 67,18 sek. Hann fékk því saman- lagðan tima 139,14 sek., en Hauk- ur Jóhannsson, sem varð Islands- meistari hlaut tímann 139,74 sek., þannig að munurinn var nákvæm- lega 60/100 úr sek. Þetta var glæsilegt hjá hinum unga ísfirð- ingi, þrátt fyrir að hann kæmi ekki til með að skipa sér á verð- launapall, og ekki spillti það gleð- inni, að hann gaf sjálfum sér þarna ánægjulega afmælisgjöf, en hann átti 16 ára afmæli daginn sem keppnin fór fram. Ekki urðu miklar breytingar á röð keppenda í seinni umferðinni. Hafþór Júlíusson hélt sínu sæti og sama er að segja um Bjarna Þórðarson úr Reykjavík, en Tómas Leifsson náði ágætum tíma í seinni umferðinni og krækti sér þar með í fjórða sætið. Boðganga Fimmtudaginn 27. marz fór fram keppni í boðgöngu og stór- svigi. Boógangan var 3x10 km. Hófst hún við Harðarskálann á Seljalandsdal kl. 14 og voru fjórar sveitir skráðar til leiks. Glamp- andi sólskin var og logn og hið bezta göngufæri. Þrír keppendur eru í hverri sveit og gengur hver um sig 10 km. Fljótamenn tóku strax forystuna í keppninni og varð Trausti Sveinsson rúmum tveimur mínútum á undan næsta manni meðfyrsta hringinn. Fljótamenn áttu enn eftir aó auka muninn og fengu þeir þrjá beztu brautartímana. Urðu þeir því enn einu sinni sigurvegarar, enda tjáði Trausti Sveinsson undirrit- uðum að mikill áhugi ríkti á gönguíþróttinni í Fljótunum og að stór hópur æfði reglulega. Þeir æfðu alla daga sem veður leyfði og gengju þá jafnan 15—30 kiló- metra á dag. Svig kvenna I svigi kvenna sannaði Jórunn Viggósdóttir úr Reykjavík, að hún var bezta skíóakona þessa lands- móts Eftir fyrri umferðina hafði hún tæpra þriggja sekúndna for- skot á keppanda. Seinni umferð í svigi kvenna var svo farin strax að hinni fyrri lokinni og urðu engar breytingar á röð í efstu sætunum. Jórunn Viggósdóttir tryggði sér Islandsmeistaratitil- inn og þar með hlaut hún einnig meistaratitilinn í Alpatvíkeppni. 30 km ganga Á páskadag var keppt í 30 kíló- metra göngu. Þá var aftur komið hið fegursta veður, logn, sólskin og hiti um frostmark. Keppnin f göngunni hófst kl. 14.00. Byrjaði gangan við Harðarskála og voru 13 keppendur mættir til leiks. Islandsmeistarinn í 15 kíló- metra göngu, Halldór Matthías- son frá Akureyri, tók fljótt foryst- una. Halldór hefir dvalið í Noregi í vetur þar sem hann starfar sem sjúkraþjálfari á heilsuræktarstöð skammt frá Lillehammer. Hann hefur æft reglulega í vetur og tjáði undirrituðum að þarna væri aðstaða mjög góð til skiðaæfinga, góðar brautir og veóur hefði verið mjög hagstætt í vetur. Eftir að gengnir höfðu verið 20 kílómetrar var Halldór með for- ystu, en á hæla honum kom Fljótamaðurinn Reynir Sveins- son. Þetta er í fyrsta skipti sem Reynir keppir í flokki fullorðinna og er þarna kominn göngumaður sem vert er að gefa gaum að í framtíðinni. Reynir hlaut örugg- lega annað sætið í keppni þessari. Svig karla A laugardag fór fram keppni f svigi karla og kvenna. Ekki var veður sem bezt verður á kosið, rigning og dálítill vindur. Fyrst var farin fyrri ferð í karlaflokki og var um mikla og harða keppni að ræða milli Akureyringa og Is- firðinga. Eftir fyrri umferð hafði Hafþór Júlíusson frá ísafirði beztan tima, en síðan komu Hauk- ur Jóhannsson, Akureyri, og Is- firðingarnir Hafsteinn Sigurðs- son og Gunnar Jónsson, sem voru með sama tíma. Sjötta bezta tímann hafói Tómas Leifsson frá Akureyri. Það voru því margir sem áttu möguleika á islandsmeistara- titlinum er seinni umferðin hófst. Haukur Jóhannsson, sem fyrstur fór brautina í seinni umferð krækti í stöng neðarlega í braut- inni og varð þannig úr baráttunni um fyrsta sætið. En það var Tómas Leifsson, sem hélt uppi heiðri Akureyringa, þvi hann náði bezta tímanum í seinni ferð og skauzt þannig með 20/100 úr sek. upp fyrir Hafþór Júlíusson og krækti sér í Islandsmeistra- titilinn. Það er athyglisvert, að þeir sem skipuðu þrjú efstu sætin voru all- ir á sömu sekúndunni. En sá sem vann sér í raun og veru inn þrefaldan Islandsmeistaratitil var Sigurður H. Jónsson, þar sem hann hafði tæplega þremur sekúndum betri tíma en Tómas Leifsson, og svo sem fyrr greinir náði hann einnig bezta tímanum í svigi. Flokkasvig TIL LEIKS í flokkasvigi voru skráðar fjórar sveitir i karla- flokki og þrjár í kvennaflokki. Hófst keppni kl. 14.00 á páskadag með fyrri ferð í svigi kvenna. Jórunn Viggósdóttir fékk bezta brautartímann, en Sveit Akureyr- ar var með bezta heildartímann eftir fyrri ferð og sveit ísafjarðar í öóru sæti. Siðan var farin fyrri umferðin í svigi karla. Þar varð í fyrsta sæti eftir fyrri ferð sveit Isafjarðar, en i öðru sæti var sveit Akureyrar. Hafði Árni Óóinsson komiótil liðs við Akureyringa, en hann gat ekki tekið þátt i mótinu á Ísafirði að öðru leyti vegna veikinda. Hlekktist Árna á i brautinni, og þrátt fyrir að þeir Tómas Leifsson og Haukur Jóhannsson ættu beztu brautartfmana eftir fyrri umferð var árangurinn jafnari og betri heildartími hjá Isafjarðarsveit- inni. Þá var farin seinni umferðin í kvennakeppninni. Þar urðu mikil skakkaföli hjá keppendum og voru það ekki nema þrjár stúlk- ur sem komust klakklaust niður brautina. Þetta stafaði m.a. af því að neðst hafði brautinni verið breytt sem olli því að margar stúlkur fengu þar byltur, eða slepptu úr hliói. Því var ákveðið af mótsstjórn og fararstjórum að keppa seinni umferðina aftur og var það gert eftir að keppni karla lauk. 1 seinni ferð í svigi karla urðu engar breytingar og þrátt fyrir aó þeir Haukur og Tómas næöu aft- ur beztum brautartímum nægði þaó ekki til þess að krækja i sigur- inn frá ísfirðingum. I seinni umferóinni hjá konun- um, hinni endurteknu, urðu mikil afföll, og voru allar sveitir dæmd- ar úr leik nema sveit Akureyrar. Margrét Baldvinsdóttir bjargaði þar skemmtilega heiðri sveitar sinnar, þar sem hún féll neðst í brautinni og missti annað skíðið. Hún lét það þó ekki á sig fá, heldur klifraði upp i hliðið og renndi sér á einu skiði í mark. Sveit Isafjaröar var meó beztan samanlagðan tíma, en eftir að brautarverðir höfðu skilað skýrsi- um sínum kom í ljós að einn kepp- andi þeirra hafói sleppt hliði og var sveitin því dæmd úr leik. TIJ8HIJ 3 X 10 km boðganga: mín Sveit Fljótamanna 95,33 A-sveit Isafjarðar 101,05 Sveit Reykjavtkur 111,25 B-sveit ísafjarðar 115,41 í sveit Fljótamanna voru: Trausti Sveinsson 32,10, Reynir Sveinsson 32,14 og Magnús Eiriksson 31,09. Stórsvig kvenna: mín Jórunn Viggósdóttir, R 123,67 Kristín Úlfsdóttir, í 128,85 Sigrún Grimsdóttir, I 131,81 Margrét Vilhelmsdóttir, A 132,59 Anna Día Erlingsdóttir, R 1 33,26 Guðrún Frímannsdóttir, A 1 35,40 Guðbjörg Árnadóttir, R 137,29 Guðrún Sigurðardóttir, H 142,02 Stórsvig karla : sek. Haukur Jóhannsson, A 139,74 Hafþór Júliusson, í 142,22 Bjarni Þórðarson. R 143,33 Tómas Leifsson, A 143.74 Hafsteinn Sigurðsson, I 144,19 Guðjón Ingi Sverrisson, R 145,49 Gunnar Jónsson, í 145.52 Böðvar Bjarnason, H 147,87 Bjarni Sigurðsson, H 148,97 Ásgeir Sverrisson, A 149,82 Beztum tima náði Sigurður Jónsson, í, sem keppti sem gestur, 139,14 sek. Svig karla: Tómas Leifsson, A Hafþór Júliusson, í Gunnar Jónsson, i Hafsteinn Sigurðsson, í Arnór Magnússon, I Böðvar Bjarnason. H Valur Jónatansson, í Guðjón I. Sverrisson, R Bjarni Sigurðsson, H Hannes Tómasson, R Svig kvenna: Jórunn Viggósdóttir, R Guðrún Frimannsdóttir, A Sigrún Grimsdóttir, f Margrét Vilhelmsdóttir, A sek. 100.07 100,27 100.67 101,04 102,03 102,44 104,11 104.98 105,58 105.96 sek. 108,72 115,88 116.39 116.67 30 kílómetra ganga: mín. Halldór Matthíasson, A 74,37 Reynir Sveinsson, F 76,29 Magnús Eiríksson, F 78,35 Trausti Sveinsson, F 79,57 Davíð Höskuldsson, í 83.56 Sigurður Gunnarsson, í 84,24 Kristján R. Guðmundsson, í 84,45 Óskar Kárason, í 85,08 Guðjón Höskuldsson, í 88,07 Sigurður Sigurðsson, í 88,36 Alpatvíkeppni karla: stig Hafþór Júliusson, í 12,74 Tómas Leifsson, A 18,20 Hafsteinn Sigurðsson, f 25.60 Gunnar Jónsson, f 29,06 Böðvar Bjarnason, H 47,82 Guðjón 1. Sverrisson, R 50,16 Bjarni Sigurðsson, H 67,29 Bjarni Þórðarson. R 74.40 Ásgeir Sverrisson, A 89,05 Arnór Jónatansson, I 106,14 Alpatvíkeppni kvenna: stig Jórunn Viggósdóttir, R 0,00 Sigrún Grímsdóttir, í 74,04 Margrét Vilhelmsdóttir, A 79,04 Guðrún Frímannsdóttir, A 88,06 Göngutvíkeppni: stig Halldór Matthiasson, A 489,11 Magnús Eiriksson, F 443,39 Reynir Sveinsson, F 430,19 Trausti Sveinsson, F 420,20 Davið Höskuldsson, í 362.98 Kristján R. Guðmundss., 1 337,50 Óskar Kárason, í 319,98 Sigurður Gunnarsson, I 280,80 Freysteinn Björgvinsson. R 271,76 Guðjón Höskuldsson, f 269,95 Flokkasvig karla: Sveit isafjarðar 374,78 Sveit Akureyrar 388,29 Sveit Húsavikur 399,31 í sveit ísafjarðar voru: Hafsteinn Sigurðsson 93,21, Hafþór Júlíusson 93,88, Arnór Magnús- son 93,27 og Gunnar Jónsson 94,42. Flokkasvig kvenna: Sveit Akureyrar 340,68 í sveitinni voru: Guðrún Frímannsdóttir, 106,54, Margrét Baldvinsdóttir 130,24 og Margrét Vilhelmsdóttir 103,90. ísfirðingurinn ungi, Sigurður H. Jónsson, sem vann allt nema lslandsmeistara- titla á Skfðalandsmótinu á tsafirði. Hann var of ungur til þess að hreppa þá. Myndin sýnir Sigurð á fullri ferð í stórsvigskeppninni, en þar, sem og í sviginu náði hann beztum tíma. ERFITT AÐ UTA A SIC SEM ÍSLANDSMEISTARA EFTIR stórsvigskeppnina hitti ég hinn ný- bakaða islandsmeistara Hauk Jóhannsson að máli, og spurði hann hvað hann vildi segja um úrslitin. Hann svaraði þvi til að hann væri alls ekki ánægður með það fyrir- komulag, að Sigurður H. Jónsson skyldi keppa sem gestur á mótinu. Sagði Haukur, að þetta væri alls ekki raunhæft, þar sem i vetur hefði honum verið gefinn kostur á að keppa i punktamótum þar sem hann hefði verið einn helzti keppi- nautur þeirra Norðanmanna og ætti þvi jafnframt nú sem þá að fá fulla þátttöku í þessu móti. Hann sagði jafnframt, að það væri erfitt fyrir sig að lita á sig sem islands- meistara þrátt fyrir að hann hefði hreppt titilinn og komizt á efsta þrep verðlauna- pallsins. f raun hefði þó verið um nokkurn aðstöðumun á sér og Sigurði. Hann hefði, eftir að hafa náð bezta timanum i fyrri umferð, þurft að leggja allt á að missa ekki það sæti, en Sigurður hefði átt allt að vinna, en engu að tapa. Að lokum var Haukur að þvi spurður hvernig æfingum væri háttað hjá þeim á Akureyri. Hann sagði að þeir æfðu sjö sinnum i viku ef veður leyfði og þá þrjá tima i hvert sinn. Hann lýsti einnig yfir ánægju sinni með snjótroðara þeirra Akureyringa. Hann hefði breytt mikið aðstöðu til hins betra fyrir keppnismenn og ekki sizt fyrir þá sem stunduðu skiði sem tómstundagaman, þar sem jafnara og betra færi fengist með tilkomu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.