Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 21 Herjólfur Guðjónsson sigraði í billjardmóti Hjálmar Aöalsiemsson. ÞRIÐJUDAGINN 25. marz sl. var haldið billjardmót í Billjardstof- unni Júnó í Skipholti 37. Þótti mót þetta takast mjög vel. Kepp- endur voru 20 og kepptu þeir um 5 efstu sætin. Bauð mótið upp á mjög spennandi leiki, og unnust oft á sfðustu kúlunum, þ.e.a.s. á fimmunni, sexunni og sjöunni. En í lokin stóðu tveir eftir, þeir Herjólfur Guðjónsson og Svavar Guðnason, sem kom mjög á óvart með frammistöðu sinni, Er úr- slitaleikurinn hófst var sýnt að um mikla keppni yrði að ræða og oft sáust jafnar tölur, var jafnt er leikurinn var hálfnaður. Herjólf- ur var hins vegar sterkari á loka- sprettinum og sigraði. Mót þetta Félagakeppni í borðtennis Hafin er keppni félagsliða í borðtennis, bæði i karla- og kvennaflokki, og keppa sex lið i karlaflokki og fjögur í kvenna- flokki. Verður tvöföld umferð og hlýtur það félag sem sigrar í keppninni, Islandsmeistaranafn- bót. Keppendur í karlaflokki eru lið Gerplu, Víkings, Arnarins, IBK, KR og IA, en í kvennaflokki keppa Gerpla, Örninn, KR og UMFB. Til þess að vinna sigur í karlaflokki þarf minnst 6 vinn- inga, en 3 vinninga þarf til sigurs í kvennaflokki. Gerpla — Örninn 3—6: Einliðaleikur Ragnar Ragnarsson, Ö — Stefán Konráðsson, G 2—0 Ólafur H. Ólafsson, Ö — Björgvin Jóhannesson, G 2—1 Birkir Þ. Gunnarsson, Ö — Ómar Einarsson, G 2—0 Ragnar Ragnarsson, ö — Björgvin Jóhannesson, G 0—2 Birkir Gunnarsson, Ö — Stefán Konráðsson, G 0—2 Tvíliðaleikur: Birkir og Ólafur — Stefán og Björgvin 2—1 — Páll Framhald af bls. 17 Þá hefir Páll og leikið 8 ungl- ingalandsleiki. Auk þess að leika með mfl. Víkings í knattspyrnu og handknattleik hefir Páll tals- vert fengist við þjálfun. Þann- ig tók hann við liði Víkings í 1. deild kvenna í vetur þegar staða liðsins var orðin ákaf- lega slæm og ekkert virtist við blasa nema fallið. En Páli og stúlkunum f Vfkingi tókst að blása lffi f glæðurnar og verj- ast falli. Þess má og geta að Páll er ekki eini maðurinn á heimilinu sem stundar fþrótt- ir. Frúin, Ástrós Guðmunds- dóttir, leikur einnig hand- knattleik, og auðvitað með Víkingi. — Paddon Framhald af bls. 17 enskri knattspyrnu sem leikur á vinstri helmingi vallarins. Ron Grennwood framkvæmda- stjóri West Ham er þeirrar skoðunar. Þá hefir Don Revie veitt Paddon mikla athygli i vetur. Hann sagði eitt sinn: „Það er fáir vinstrifótarmenn f enskri knattspyrnu af sama gæðaflokki og Paddon, sem skýrir hví sóknir flestra liða eru hættuminni vinstra megin en hægra." Það var því engin furða þegar Revie valdi Paddon í hópinn sem hann kvaddi saman f haust þegar hann tók við landsliðinu enska. Enn sem kontið er hefir Paddon ekki verið kallaður til landsleiks, en flestir eru sam- mála um að þess verði vart langt að bfða. Úrslitaleikir: Birgir Gunnarsson, Ö — Björgvin Jóhannesson, G 0—2 Ragnar Ragnarsson, Ö — Ómar Einarsson, G 2—0 Víkingur — ÍBK 0:6 Einliðaleikur: Hilmar Konráðsson, V — Jón Sigurðsson, IBK 0—2 Einar Halldórsson, V — Hjörtur Jóhannss. IBK 0—2 Hjörtur Gislason, V — Árni Gunnarsson, IBK 0—2 Einar Halldórsson, V — Jón Sigurðsson, IBK 0—2 Hilmar Konráðsson, V — Árni Gunnarsson, IBK 0—2 Hjörtur Gislason, V — Hjörtur Jóhannss. IBK 0—2 KR — IA 6—1 Einliðaleikur: Oddur Sigurðsson, KR — Elvar Elíasson, IA 2—1 Hjálmar Aðalsteinsson, KR — Sigurður Gylfason, IA 2—0 Tómas Guðjónsson, KR — Ömar Lárusson, ÍA 2—0 Hjáimar Aðalsteinsson, KR — Elvar Elfasson, ÍA 2—1 Oddur Sigurðsson, KR — Ómar Lárusson, ÍA 2—0 Tómas Guðjónsson, KR — Sigurður Gylfason, ÍA 1—2 2—0 Víkingur Framhald af bls. 17 ara frekar slæmur og sókn ekki sterk fyrir bragðið. Vlkingar unnu því auð- veldlega 15—6 og virtust þeir nú vera komnir I gang því það sama var upp á teningnum í næstu hrinu sem þeir unnu auðveldlega 15—5. Vík- ingar voru nú mjög vakandi og upp- spil ágætt og nokkuð sterk sókn. UMFL átti við sama vandamál að stríða og fyrr, fleygur og uppspil ekki sem best og illa sett undir. i siðustu hrinunni náðu Víkingar góðri forystu 6—1 en UMFL jafnaði 6—6 og Vikingar komast í 9—6, en nú voru Vikingar farnir að gefa eftir og Laugdælir sóttu sig og höfðu brátt jafnað 13—13. En góð lágvörn Benedikts Höskuldssonar og hávörn hjá Kristjáni Aðalsteinssyni og Baldvin Kristjánsson barg Víking i þetta sinn og náðu þeir að sigra naumt 15—13. Laugdælir áttu fremur slakan dag, en leikmenn eins og Páll Ólafsson og Birkir Þorkels- son væru hættulegir fengju þeir gott uppspil, en þeir ásamt Antoni Bjarnasyni voru bestu menn Laug- dæla i leiknum. Tvfliðaleikur: Hjálmtýr Hafsteinsson og Tómas — Sigurður og Elvar Örnin — KR 3—6: Einliðaleikir: Ragnar Ragnarsson, Ö — Hjálmtýr Hafsteinss. KR 1—2 KR 1—2 Ólafur Olafsson, Ö — Oddur Sigurðsson, KR 2—0 Einar Ölafsson, Ö — Hjálmar Aðalsteinss. KR 1—2 Ölafur Ölafsson — Hjálmtýr Hafsteinss. KR 0—2 Ragnar Ragnarsson, Ö — Hjálmtýr Hafsteinss. KR 2—0 Einar Ölafsson, ö — Oddur Sigurðsson, KR 1—2 Tvfliðaleikur: Ólafur og Birkir Gunnarsson — Hjálmar og Oddur 2—1 Úrslitaleikir: Ólafur Ólafsson, Ö — Hjálmtýr Hafsteinsson, KR 2—0 Einar Ölafsson, Ö — Hjálmar Aðalsteinss. KR 0—2 KR — ÍBK 6—4: Oddur Sigurðsson, KR — Jón Sigurðsson, ÍBK 0—2 Hjálmar Aðalsteinsson, KR — Rúnar Óskarsson, IBK 2—0 Hjálmtýr Hafsteinsson, KR — Hjörtur Jóhanness. IBK 0—2 Jón Sigurðsson, IBK 2—0 Oddur Sigurðsson; KK — Hjörtur Jóhannesson, ÍBK. 0—2 Hjálmtýr Ilafsteinsson, KR — Rúnar Oskarsson, IBK 2—0 Tvfliðaleikur: Oddur og Hjálmar — Jón og Hjörtur Úrslitakeppni: Hjálmar Aðalsteinsson — Hjörtur Jóhannsson Hjálmtýr Hafsteinsson — Jón Sigurðsson Oddur Sigurðsson — Rúnar Gislason Þá hafa farið fram tveir aðrir leikir. IBK vann Gerplu 6—3 og Gerpla vann Viking 6:0. Mbl. er ókunnugt um úrslit í einstökum leikjum í þessum viðureignum. Þá hefur farið fram einn leikur í kvennakeppninni. I honum vann Gerpla — Örninn 3—1. Staðan i karlaflokki er þessi: 1—2 1—2 2—0 2—0 KR 3 3 0 0 18-8 6 IBK 3 2 0 1 16-7 4 Örninn 2 1 0 1 9-9 2 Gerpla 3 1 0 2 12-12 2 ÍA 1 0 0 1 1-6 0 Víkingur 2 0 0 2 0-12 0 — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 16 arnir sem tóku þá i 'gegn. Ken Hibbitt var atkvæðamesti leik- maður Ulfanna í þessum leik og skoraði hann þrjú af fimm mörk- um liðsins. Fyrir umferðina á laugardag- inn skorti Glasgow Rangers eitt stig til þess að tryggja sér Skot- landsmeistaratitiiinn i ár. Og því stigi náði liðió með því að gera var úrtökumót fyrir Islandsmeist- aramótið í billjard sem haldið verður 5. og 6. apríl n.k. Urslit i mótinu urðu sem hér segir: 1. UMFERÐ: Steve Antonsson — Herjólfur Guðjónsson 48—105 Kristján Sigurðsson — Þórður Jóelsson 46—72 Börkur Sigurðsson — Sigurður Ólafsson 74—99 Svavar Guðnason — Geirjón Grettisson 85—70 Guðmundur Karlsson — Tómas Baldvinsson 70—51 Kristján Pálsson — Ársæll Magnússon 81—54 Géir Sigurðsson — Valgeir Hallvarðsson 42—74 Jóhannes Arnason — Garðar Valgeirsson 29—78 Orri Stefánsson — Björn Berndsen 25—69 Bjarni Guðmundsson — Halldór Pétursson 54—85 2. ÚMFERÐ: Guðmundur Karlsson — Þóróur Jóelsson 76—65 Björn Berndsen — Valgeir Hallvarðsson 175—52 Svavar Guðnason — Sigurjón Ólafsson 99—80 Garðar Valgeirsson — Kristján Pálsson 57—62 Herjólfur Guðjónsson — Halldór Pétursson 77—49 3. UMFERÐ: Kristján Pálsson sat hjá Guðmundur Karlsson — Svavar Guðnason 46—81 Björn Berndsen — Herjólfur Guðjónsson 70—86 ÚNDANÚRSHT: Herjólfur Guðjónsson sat hjá Svavar Guðnason — Kristján Pálsson 80—46 ÚRSLIT: Herjóifur Guðjónsson — Svavar Guðnason 72—56 Fimleika- meistaramótið Meistaramót tslands I áhalda- fimleikum verður haldið iaugar- dag og sunnudag 5. og 6. apríl n.k. Keppnin verður háð f iþróttahúsi Kennaraháskóla lsiands. Keppt verður í fimleikastiganum, eins og á s.l. ári, en fimleikafóikið hefur smátt og smátt verið að fikra sig upp stigann. Keppendur i mótinu verða nú um 80 talsins, eða fleiri en nokkru sinni áður, og þarf því að skipta mótinu á tvo daga. Fyrri daginn, laugardaginn 5. apríl, keppa stúlkurnar, en piltarnir sunnudaginn 6. april. Báða dagana hefst keppnin kl. 15.00 og verður stefnt aó því að ljúka keppninni á hálfri annarri til tveimur klukkustundum báða dagana. Keppt verður i fjórum aldurs- flokkum: 10—12 ára, 13—14 ára, 15—16 ára og 17 ára og eldri. Verólaun verða veitt þeim beztu í hverjum aldursflokki og einnig þeim, sem flest sig hljóta, pilti og stúlku. jafntefli vió Hibernians. Eftir níu ára einokun Celtic á titlinum er hann nú Rangers. Það var Colin Stein, sem lék i tvö ár með Coven- try í Englandi, sem skoraði jöfn- unarmark Rangers í þessum leik. Einn af leikmönnum Rangers i leiknum á laugardaginn var John Greig, en hann var einnig með liðinu siðast þegar það vann meistaratitil árið 1964. Þegar leik- urinn var flautaður af á laug- ardaginn báru leikmenn og aðdá- endur liðsins hann á gullstól um- hverfis völlinn i gleði sinni. —stjl. Gott 5000 metra hlaup SUDUR-Afríkubúinn T. Mambola náði mjög góóum árangri i 5000 metra hlaupi á móti, sem fram fór i Port Eliza- beth um páskana. Hljóp hann vegalengdina á 13:32,2 mín. og sigraði Italann F. Favo, sem hljóp á 13:34,8 mín. Þá náði H. Potgi- eter frá S-Afríku einnig góðum árangri í spjótkasti, kastaði 82,62 metra. Heimsmethafinn i grein- inni, K. Wolfermann frá V- Þýzkalandi, varð annar með 77,34 metra kast. Muhammad Ali MÚHAMMAD Ali, heims- meistari í hnefaleikum þungavigtar, lýsti þvf yfir 1 sjónvarpsviðtali um pásk- ana að hann vonaðist eftir þvf, að hann gæti varið heimsmeistaratitil sinn a.m.k. þrisvar sinnum á þessu ári. Vill hann berjast við Joe Bugner frá Bret- landi og landa sfna George Foreman og Joe Frazier. — Ég þarfnast nokkurra vikna hvfldar óg um sex vikna til æfinga, áður en ég tel mig tilbúinn að mæta Bugner f keppni f Chicago, sagði Ali, — hann bætti því svo við að sfðan hugsaði hann sér að keppa við Frazi- er og Foreman og taldi að Frazier væri sá eini af þess- um köppum sem myndi megna að veita sér keppni. Ricky Bruch — RICKY Bruch er búinn að vera. Hann er í lifshættu, ef hann gjörbreytir ekki venjum sinum og hættir að iðka iþrótt- ir. 1 blóði hans er of mikió af kopar og zinki, hann er með lungnasjúkdóm, blóðþrýst- ingur hans er úr lagi genginn, og auk þess er óeðlilegt hlut- fall af magnesium og kalki í blóðinu. Þetta er niðurstaðan af rann- sókn þýzka prófessorsins Siegfried Riiling, sem hefur að undanförnu haft hinn kunna sænska kringlukastara til rannsóknar. Skýrir þjálfari Ricky Bruch, Kurt Alexanders- son, frá þessum niðurstöðum í sænska iþróttablaðinu, og segir það gert til þess að vara unga íþróttamenn við að feta sömu slóó og Bruch, þ.e.a. nota óhóflegt magn hormónalyfja til þess að öðlast meiri iíkams- styrk. Kemur einnig fram, að Bruch hefur i hyggju aó hætta þátttöku i iþróttum og breyta venjum sinum og hefur hann m.a. riftað samning sem hann hafði gert um kvikmyndaleik í Istanbul, en þar átti hann að leika hlutverk hins óseðjandi elskhuga, sem ekki dugði minna en 10 konur á dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.