Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 23 Baðstofan f Hlfð. Guömundur G. Hagalín: MAÐUR OG KONA í HEIMAHÖGUM Grein þessi hefur beðið á Morgunblaðinu vegna mis- taka, og er höfundur hennar og lesendur beðnir velvirðing- ar á því. Fyrir tæpum áratug var Skugga-Sveinn leikinn á Loga- landi í Reykholtsdal. Leikstjóri var Jónas Arnason rithöfundur, og hann lék titilhlutverkið. Ég hafði sem barn marglesið hið óviðjafnanlega heillandi og barnslega leikrit stórskáldsins frá Skógum í Þorskafirði, lært öll ljóðin og mikið af samtölunum, og vissulega hafði ég lifað mig inn í þann töfraheim íslenzkrar nátt- úru og þjóðtrúar, sem þar er brugðið upp. Svo gerðist sá stór- merki atburður ævi minnar, að fjórtán ára gamall sá ég Skugga- Svein leikinn á Þingeyri í Dýra- firði — einmitt með þeim heildar- svip, er samræmdist þeim áhrif- um, sem margendurtekinn lestur leikritsins hafði haft á hugsanalíf mitt og ímyndunarafl. Þarna hef- ur trúlega verið ýmiss vant um gerð leiktjalda og um leikbrögð, en hins vegar engu þar til að dreifa sem spillti því óbrotna og um leið ævintýralega i mótun leikritsins... Mér þótti svo heldur en ekki stinga í stúf, þá er ég sá Skugga-Svein leikin á sviði Þjóð- leikhússins um það bil fjórum áratugum síðar. Fyrst var ég hissa, en síðan gramur, og því var það, að þegar ég tók mig til og flutti stutta þakkarræðu i leikslok á Logalandi, Tók ég svo til orða um áhrif sýningarinnar i Reykja- vík, að undir lokin hefði ég búizt við að sjá Skugga-Svein geysast inn á sviðið í Willýs-jeppa, pels- klæddan og vopnaðan skamm- byssu — og með sportbúinn Ketil skræk við stýrið... Jónas og lið hans hafði vissulega gætt í hví- vetna hófs, svo að ég og aðrir sýningargestir nutum þess að lifa okkur inn i þann fábrotna en þjóðlega töfraheim, sem upp var brugóið á sviðinu. Mér varð það þegar ljóst af hófsemi í leik og heildarsvip sýningarinnar, án þess að lítið væri gert úr starfi leikstjórans, hlyti þarna að koma til alilangþjálfuð leikmenning. Eg fékk og vitneskju um, að þannig var þessu farið. Árið 1908 var stofnað Ungmennafélag Reykdæla, og árið eftir réózt það i að reisa allmyndarlegt samkomu- hús, sem hlaut heitið Logaland. Það hefur siðan verið stækkað tvisvar sinnum, og nú er þar stórt leiksvið og mikil salakynni. Með húsrúminu á Logalandi fengust þegar nokkur skilyrði til leik- starfsemi, en fyrstu árin voru einkum leiknir einþáttungar, sem voru þáttur í annarri félagslegri og menningarlegri viðleitni, en brátt þróaðist leikstarfsemin þannig, að tekin voru til flutnings löng og allviðamikil leikrit. Flóka- dalur er hluti af Reykholtsdals- hreppi, og um leikstarfsemina urðu í upphafi mjög áhugasamir forystumenn, Guðmundur Bjarnason á Hæli og bræður hans. Þeir létu sér lítt fyrir brjósti brenna að skjótast að loknum gegningum yfir hálsinn milli dal- anna, þótt ekki viðraði sem bezt. Var Guðmundur einkum rómaður leikari, og fór þar saman með- fædd hæfni og einstæður áhugi. Af yngri mönnum, sem lögðu þarna lið til framtaks, þegar fram í sótti, og tóku siðan vió foryst- unni í þessari starfsemi, hefi ég heyrt nefnda þrjá öðrum fremur, i Jakob Sigurðsson á Hömrum og bræðurna Björn og Andrés í , Deildartungu. Allir reyndust þeir hafa leikarahæfileika og léku í ýmsum leikritum, sem hér voru sett á svið, og auk þess er Andrés slfkur áhugamaður um leikstjórn, að þegar leikskóli hafði verið stofnaður i Reykjavík, var hann þar um skeið við nám til þess að geta leiðbeint við æfingar á leik- ritum heima i sveit sinni. Fyrir réttum aldarfjórðungi var ráðizt í að leika Mann og konu hér á Loga- landi. Þá lék Björn séra Sigvalda við ærinn orðstír.og Jakobi þótti takast mæta vel að blása iífi í Hjálmar tudda. Jakob er nú lát- inn fyrir fjórum árum, og Björn hefur ekki um langt árabil haft aðstæður til að sinna leikmennt, en Andrés hefur verið sivirkur, ýmist sem leikstjóri eða leikari — og leikur enn, svo sem getið mun verða nánar hér á eftir. Vmsir fleiri en ég hef á minnzt hafa haft forystu um leikmennt hér i Reyk- holtsdal, þó að ég kunni ekki á þvi glögg skil, en hins hef ég orðið vís að ótrúlega margt kvenna og karla, fólk, sem er önnum kafið við skyldustörf, sumt fram yfir náttmál, hefur tekið þátt í leikæf-" ingum og siðan leiksýningum af lifandi áhuga og þrautseigju og sýnt ótvíræða hæfileika til per- sónusköpunar, ekki sízt í islenzk- um leikritum. Fyrir nokkrum árum léku Reykdælir Pilt og stúlku, og tókst þeim það sæmilega aftur að þeim hluta leiksins, sem gerist í Reykjavík, en þó að í þeim atrið- um sé yfirleitt léttur tónn, hafa þau reynzt fleiri en Reykdælum þung í vöfum. Næst sá ég hér leikið Gullna hliðið undir stjórn Bjarna Steingrímssonar. Sýning- ar á því virtust mér takast með ólíkindum vel — og bezt var leik- ið vandasamasta hlutverkið, án þess þó, að það skæri sig svo úr, að það spillti heildaráhrifum leiksins, Það lék maður, sem þá var nýfluttur hingað, Sverrir Guðmundsson kennari. Sverrir lék Ovininn, og er mér óhætt að fullyrða, að hann skilaði því hlut- verki þannig, að öllum, ungum sem öldnum, hefur orðið það minnisstætt — og gat ég ekki séð, að hann hefði orðið fyrir neinum áhrifum frá hinum frábæra leik Lárusar heitins Pálssonar í þessu sérstæða hlutverki. Eg var jafn- hrifinn og ég var hissa á afreki Sverris, en siðan hef ég fengið þær upplýsingar frá einum af gáf- uðustu og fjölhæfustu atvinnu- leikendum Reykjavikur, að Sverr- ir hafi lokið með ágætum prófi i leikskóla í Reykjavík og siðan leikið syðra nokkur hlutverk — og öll með prýði, en svo allt i einu brugðið á það ráð að gerast kenn- ari við heimavistarskólann á Kleppjárnsreykjum. Svo er ég þá kominn að Manni og konu, sem ég hef nú tvisvar sinnum séð leikið á Logalandi, undir stjórn Bjarna Steingrims- sonar. Leyfi ég mér að segja, aó hin ódauðlega skáldsaga — og þar með leikritið — sé hér i heima- högum, þvi að þótt hún væri mót- uð, meðan Jón Thoroddsen var sýslumaóur Barðstrendinga og fyrirmyndirnar að sögufólkínu vestfirzkar, hlaut sagan fullnaðar- form sitt á Leirá þau sex ár, sem Jón Thoroddsen lifði, eftir að hann varð yfirvald í Borgarfjarð- arsýslu. Svo sem áóur getur, var leikgerð þeirra Emils Thoroddsen og Indriða Waage af hinni sígildu skáldsögu sett hér á svið fyrir tuttugu og fimm árum — og þótti vel takast, en margt hefur gerzt siðan í islenzkri leikmennt og kröfur aukizt um leik og leikstjórn — ekki aðeins i fjölbýlinu, heldur einnig i þeim sveitum, þar sem leiklist hefur verið iökuó af alvöru og skilningi. Eg hef séó Mann og konu fjórum sinnum á sviði i Reykjavík, en aldrei meó gloppulausum heildarsvip. Það hefur sem sé vafizt fyrir æfðum leikstjórum, sem átt hafa úr að velja allstórum hópi mjög þjálf- aðra leikara, að fá gerð verulega góð skil hinum mörgu persónum leikritsins, sem flestar eru jafn- sannar og sérstæðar og þær væru gripnar beint út úr lffsins marg- breytilegu mótun, anna og um- svifa. Þórdísi í Hlið sá ég aldrei leikna í Reykjavik með þeirri hæglátu og staðgóóu reisn og rögg, sem skáldió gæddi hana, fyrr en nú fyrir fáum árum, og Vala Dan og Þorsteinn Gunnars- son voru þá fyrstu leikendurnir, sem ég sá gefa þeim líf og litkan, Sigrúnu og Þórarni, sem eru raunar frá hendi höfundar líkast- ar glansmyndum, er sumt fólk skreytir með veggi sina. Þá var \Egill Grimsson geróur aó algerum afglapa, og gervi Staðar-Gunnu var svo ótótlegt, að ekki var unnt að imynda sér, að séra Sigvaldi gæti látið sér til hugar koma, að unnt yrði að kaupa mág sinn handa henni. Mér fannst það svo næsta ólíklegt, að í tiltölulega fá- mennu sveitarfélagi væri hægt að finna hátt á annan tug karla og kvenna, sem unnt væri að þjálfa þannig, að sómasamlegur heildar- blær væri yfir leiknum, þar sem þá lika að minnsta kosti tvær per- sónur leikritsins voru þjóðkunnar í mjög svo sérstæðum og feikna vinsælum gerðum, en aðrar annað tveggja frá hendi höfundar; freistandi til ofleiks eða litt mót- aðar. En uggur minn reyndist ástæðulaus. Leikfólkið mætti til æfinga svo til sleitulaust í fulla tvo mánuði, þrátt fyrir miklar annir og stundum mjög illt veður- far, og árangurinn varð í sam- ræmi við þennan allt að því lygi- lega áhuga. Jafnvel vandleikn- ustu persónurnar reyndust ekki leikendunum ofviða, og hvergi var meinleg veila i heildarsvip leiksins. Tel ég þetta afrek jafnt með tilliti til leikstjórnar og hins afburða áhugasama og samhenta leikhóps. Leikbúnaður er allur heimaunninn og sómir sé mæta- vel, og breytingar á sviðinu ganga svo hratt og haganlega, að vart getur heitið að á leiknum verði meira en eitt hlé, þá vil ég láta þess getið, að á seinni sýningunni, sem ég sá, en hún var sú fjórða í röðinni, gætti mjög litið þeirra smávægilegu misfellna, sem mér virtust vera á frumsýningunni. Sá veldur miklu, sem upphaf- inu veldur, og vissulega mun það hafa hresst upp á sýningargesti og leikendur á Logalandi, hve vel tekst til um kvöldvökuna i Hlíð. Sviðið er mjög eðlilegt, og Jakob Guðmundsson á Hæli i gervi Þuru gömlu kitlar rækilega hláturtaug- arnar með viðureign sinni við „sneypuna". Þá kynnti og Ar- mann Bjarnason á Kjarvararstöð- um Hallvarð Hallsson svo vel og hressilega, að Hallverður nýtur síðan verðugrar hylli, hvenær sem hann birtist á sviðinu. Hlíðar- hjónin leika þau Jakob Magnús- son i Samtúni og Brynhildur Stefánsdóttir í Birkihlið. Jakob sómir sér vel sem Hlíðarbóndinn, og bezt leikur hann, þar sem hætt- ast er við ósmekklegum ýkjum. Leikur Brynhildar er með þeim svip greindar, reisnar og hóf- stilltra skapsmuna, sem hæfa þeirri getgátu, aó fyrirmynd Hlið- arhúsfreyjunnar sé maddama Þórdís á Hrafnseyri, móðir Jóns forseta, svo sem ég heyrði í bernsku og dr. Steingrímur Þor- steinsson telur liklegt i hinu mikla ritverki sinu um Jón Thor- oddsen og skáldsögur hans. Hlut- verk séra Sigvalda fól leikstjóri manni, sem lítt hefur áður komið fram á leiksviði, og varð ég þess vis, að þetta vakti nokkra undrun. En Bjarni Steingrímsson mun vera allmikill mannþekkjari, þeg- ar við fyrstu sýn. Þorsteinn kenn- ari Pétursson brást honum ekki. Hann lagði sér til göngulag, svip og hreyfingar, sem eru mjög við hæfi, og hbnum tókst að forðast hinn þjóðfræga séra Sigvalda snillingsips alkunna, nema hvað fyrir brá einum þrisvar sinnum á frumsýningunni hinu freistandi hummi Brynjólfs Jóhannessonar. Hjálmar tuddi var falinn forsjá Sverris Guðmundssonar, sem leikur hann mjög á annan veg en Valdimar Helgason hefur gert. Hin frábæra túlkun Sverris á gerð Tudda feist fyrst og fremst i mjög margVislegum svipbreyting- um og ýkjulausum hreyfingum, sem eru náið sæmdar orðum og aðstæðum og helzt mætti líkja við hin snilldarlegu leikbrögð Gisla Halldórssonar i sumum ærið eftir- minnilegum hlutverkum. Staðar- Gunnu leikur Hrafnhildur Sveinsdóttir á Bergi. Hún hefur áður sýnt ótvíræða hæfileika á leiksviði, og af gervi hennar og gerð sem Staðar-Gunnu er auð- sætt, að þar ræður yfirveguð ákvörðun uni að túlka hlutverkið Framhald á bls. 35 Staðar-Gunna þjarmar að Agli bónda. Hjálmar tuddi með tóbakspunginn og séra Sigvaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.