Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 27 i Magnús Einarsson Hvítuhlíð - Minning Fæddur4. marz 1896 Dáinn 11. jan. 1975. Þann 11. jan. síðastliðinn lést á sjúkrahúsi í Reykjavík Magnús Einarsson, fyrrum bóndi í Hvítu- hlíð í Óspakseyrarhreppi, tæplega sjötíu og níu ára að aldri. Ég hélt lengi vel að mér færari menn myndi taka sér penna í hönd og minnast hins látna heiðursmanns, en er ég hugði nánar að komst ég að þeirri niður- stöðu að þeir sem best þekktu til manndómsára hans og stóðu við hlið hans i lífsbaráttunni, sem og á félagsmálasviðinu, eru nú margir horfnir af sjónarsviðinu. Magnús var fæddur 4. marz 1896. Sonur Einars Þórðarsonar bónda i Hvituhlið Einarssonar frá Snartartungu, en sú ætt er fjöl- menn orðin og dreifð viða um land. Hafa afkomendur Einars Þórðarsonar i Snartartungu margir reynst búhöldar góðir og atorkumenn hvar sem þeir hafa haslað sér völl. En móðir Magnúsar var Guð- ríður Benediktsdóttir frá Heiðar- bæ I Tungusveit, síðar húsfreyja í Lambanesi í Saurbæ. Foreldrar hans létu hinsvegar staðar numið við þennan áfanga I lífi sínu og komu syninum í fóstur til hjónanna Kristjáns Einars- sonar og Halldóru Magnúsdóttur er þá bjuggu í Hvítuhlið en síðar að Hríshóli í Reykhólasveit, en Kristján fluttist þaðan að Hólum í Hvammsveit í Dalasýslu, og bjó þar til æviloka ásamt seinni konu sinui. I uppvexti sinum naut Magnús ástríkis og umönnunar langömmu sinnar Ólafar Helgadóttur og taldi jafnan að þær kenndir er hún vakti í brjóstí hans hefðu orðið sér drýgstar til samþykkis við samtíð og samferðamenn. Hann átti aftur þvi láni að fagna að fá endurgoldið henni fóstur- launin með því að taka hana á heimili sitt og hjá honum dó hún fjörgömul árið 1925. Árið 1919 hinn 14. sept gekk Magnús að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Sigríði Gisladóttur frá Brunngili í sömu sveit, mikla dugnaðarkonu og góða húsmóður, dóttur heiðurshjónanna Gísla Jónssonar og Helgu Bjargar Þor- steinsdóttur frá Kjörvogi er bjuggu á Brunngili langa tíð. Helga Björg var dóttir hins kunna þjóðhagasmiðs og hugvitsmanns Þorsteins Þorleifssonar frá Hjallalandi í Vatnsdal, þess er Jón Helgason minnist i I. bindi sins merka rits Islenskt mannlíf. Vorið 1921 byrja ungu hjónin búskap í Hvítuhlíð, full af bjart- sýni á gjöfulleik jarðarinnar og eigin hreysti, þeim varð líka að trú sinni, því þar bjuggu þau í full fjörutíu ár við sivaxandi hag- sæld, Snemma á búskaparárum sínum tók Magnús að stækka túnið og var jafnvel stórtækastur sinna sveitunga á því sviði, meðan hestar voru eini aflgjafinn við þau störf, svo var einnig eftir að vélar komu til sögunnar. Þvi var Hvítuhlíðartúnið, er búskap hans lauk, eitt stærsta og best ræktaða tún í hreppnum. Heyskapur var stundaður af kappi miklu i Hvítuhlíð á bú- skaparárum hans svo frægt var um nærsveitir. Hann mun snemma hafa komið auga á gildi þess að hafa nóg fóður fyrir bú- pening sinn, enda var heimilið jafnan gróið i fyrningum, þótt bú- ið væri oftast eitt hið stærsta í sveitinni, og ekki illa gert við skepnur hvað gjöf snerti. Er þó jörðin snjóþung og gjafatími oft langur. Aðstaða hans var því góð sem forðagæslumanns, en því starfi gegndi hann um langt árabil, er hann hvatti bændur til góðs ásetnings enda var hann óþreyt- andi talsmaður þess. Hús jarðarinnar endurbyggði hann öll í búskapartíð sinni myndarlega á þeirrar tíðar mæli- kvarða. Á yngri árum sínum stundaði Magnús sjóróðra svo sem titt var um jafnaldra hans í sveitum og reri þá frá verstöðvum við Stein- grimsfjörð,- sjómennska var honum vel að skapi, og alla sína búskapartíð átti hann báta og stundaði fiskirí þegar tóm gafst, F. 16. 10. 1909 D. 17. 3. 1975. Bogi Ragnar Eyjólfsson er all- ur. — Þegar vinur skilur við hrannast minningarnar upp hjá öllum þeim sem höfðu samskipti við hann. Þaó var að áliðnum ævidegi Boga Ragnars að við kynntumst. Hann kom á heimili okkar hjóna hress að vanda. Frásagnargáfa hans heillaði mig, enda hefur roskinn maður frá mörgu að segja, sem við hin yngri höfum ánægju af að heyra. Þannig getur öldungurinn lokið upp fyrir manni liðinni tíð. Samræðurnar voru ávallt lífleg- ar, kryddaðar spaugilegum atvik- um úr daglegu lifi. Einkum hafði ég gaman af að heyra sjóferöa- sögurnar. i þessu efni kippti í kynið, því annálað var hve íaðir Boga, Eyjólfur frá Dröngum, átti auðvelt með að segja frá. Mér kom oftar en einu sinni i hug að gaman væri að festa á blað frá- sagnir Boga, en aldrei varð þó af því. Það er skaði að frásagnarlist- til heimilisnota meðan fiskur gekk í fjörðinn, sem nú er liðin saga. Þær voru líka margar snatt- ferðirnar, sem hann fór á trill- unni sinni fyrir nágrannana, meðan vegalaust var og samgöng- ur erfiðari en nú er. Ekki mun það þó hafa skilað fjárhagslegum hagnaði, þá var verðmælir annar en nú er almennast, og jafnvel þakklætið oft látið nægja. Ýmsum opinberum störfum gegndi Magnús fyrir sveit sina. Ungur hreyfst hann af ungmennafélags- hreyfingunni sem fleiri jafn- aldrar hans og var því einn af stofnendum ungmennafélagsins Smára í Óspakseyrarhreppi og með sterkustu meðlimum þess meðan það starfaði. Forvigis- maður að stofnun Kaupfélagsins á Óspakseyri var hann og í stjórn þess frá byrjun og þar til hann fluttist úr hreppnum. I stjórn in er á undanhaldi. Mér hefur alla tíð þótt mikið til um menn, sem eiga auðvelt með að segja frá og sjá broslegar hliðar lífsins. Þeir lyfta tilverunni upp úr hversdags- leikanum. Þó má hafa sömu orð um lif Boga og Eyjólfur, faðir hans, hafði um sitt eigið líf, að hann hafi verið „kaldur á köflum". Faðir hans var, eins og áður sagði, Eyjólfur Stefánsson frá Dröng- um, en móðir Boga hét Jensina Kristin Jónsdóttir, hálfsystir sr. Þorleifs á Skinnastað. Oft var hart i ári að Dröngum á Skógar- strönd og urðu þau hjón að bregða búi árið 1920 og fjölskyld- an flutti til Hafnarfjarðar. Eftir- lifandi alsystkini Boga Ragnars eru Sigurborg Eyjólfsdóttir gift Guðleifi Bjarnasyni simvirkja, Magnús Eyjólfsson stöðvarstjóri Pósts og síma í Hafnarfirði, kvæntur Þórunni Flygenring. Látin alsystkini eru Ingimundur Eyjólfsson, prentmyndageröar- maður, sem var kvæntur Svövu Tómasdóttur, og Stefán Eyjólfsson skósmiður, sem lést í vetur. Stefán var kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur. Svava og Guðrún eru einnig báðar látnar. Eftirlifandi hálfsystur Boga Ragnars eru Sigriður Jóhanna, Friðbjörg og Salbjörg Eyjólfsdæt- ur. Eyjólfur átti þær með fyrri konu sinni Sigriói Frióriksdóttur. Mér býður í grun að hörð lifs- barátta á Dröngum hafi mótað skapgerð Boga i bernsku. Bogi Ragnar var vandvirkur eljumaður til vinnu og gaf aldrei eftir i bar- áttunni fyrir daglegu brauði, enda vissi hann vel hve hörð hún var. Þetta hefur eflaust átt rikan þátt i þvi að skapa hjá honum sterka réttlætiskennd, og hann talaði ávallt máli lítilmagnans. Ég hygg, að þegar Bogi Ragnar leit til baka yfir farinn veg, þá hafi hon- um fundist það heimili og þau börn sem hann átti með Elínu Bjarnadóttur, mikilli sómakonu, vera stærsti sólargeislinn í sinu lífi. Svo fór að þau skildu eftir langan búskap, en oft heyrði ég hann tala um hamingjudaga fjöl- skyldunnar. Börn Elínar og Boga eru Hrafnhildur gift Jóni Hilmari Alfreðssyni lækni, Edda Björk Búnaðarfélags Öspakseyrar- hrepps lengi og heiðursfélagi hin síðustu ár. Hreppsnefndarmaður af og til, og í skattanefnd lengi. Þegar Ræktunarsamband Bæjar- og Öspakseyrarhrepps var stofriað var hann kosinn í stjórn þess og gegndi því starfi þar til hann fluttist úr héraði. Ýmsum fleiri félagslegum umbótastörfum mun hann hafa gegnt, sem of langt yrði upp að telja. Magnús stundaði talsvert vinnu utan heimilis, aðallega við vega- gerð, var um langt árabil umsjón- armaður með viðhaldi þjóðvega í Bitru, sá um viðgerð veganna á vorinog snjómokstur á vetrum og sýndi þar, sem annars staðar er hann kom við sögu kapp og trú- mennsku. Þau Magnús og Sig- riður eignuðust fimm börn, eitt dó í frumbernsku, hin eru: Ragn- hildur gift Jóni Björnssyni, þau búa i Minni-Hattardal í Alftafirði vestra, eiga mörg börn; Guðfinna gift Indriða Sigmundssyni frá Einfætingsgili, þau reistu nýbýlið Árdal i landi Einfætingsgils, en búa nú í Reykjavik, eiga einn son; Einar bóndi og hreppsnefndar- oddviti í Hvituhlíð, kvæntur Her- silíu Þórðardóttur frá Ljúfustöð- um, eiga þrjár dætur; Olöf, gift Óskari Guðmannssyni ættuðum úr vestur-Skaftafellssýslu, búsett i Kópavogi eiga tvö börn. Þegar nálgast tók sjötugs aldur- inn og starfsþrek fór að minnka ákváðu þau hjón að bregða búi, enda Einar sonur þeirra þá tekinn við búinu að nokkru. Flutt- ust þau þá til Reykjavíkur og keyptu sér ibúð að Kambsvegi 5. Fyrstu árin stundaði Magnús fulla vinnu að vetrinum, oftast í Sænska frystihúsinu, en að gift Olafi Oddi Jónssyni, Jenna Kristin gift Gunnari Erni Jóns- syni kennara, Bjarni aðalbókari á Húsavfk kvæntur Þórunni Sigurðardóttur og lngi Bogi trúlofaóur Hallgerði Bjarnhéðins- dóttur, en þau verða bæði stúdentar i vor. Einnig gekk Bogi Guðrúnu Ragnarsdóttur i föóur- staó, en hún er gifl Gústaf Jakobs- syni bifreiðarstjóra. Ég minnist með þakklæti hve dyggilega Bogi studdi okkur hjón- in er við vorum að koma okkur fyrir í ibúð þeirri sem við keypt- um. Þannig vildi hann fá að sýna Nýlega er látin h*ér í bæ merkur og gamalkunnur Reykvíkingur, Olafia Ingibjörg Þorláksdóttir, ekkja Þórðar Gunnlaugssonar kaupmanns frá Háaleiti. Þessi nöfn kannast grónir Vesturbæ- ingar vió og þaó að góðu einu. Þau hjón áttu eina dóttur, Arndisi, sem frú Olafía dvaldi hjá nú siðustu æviárin og manní hennar, Baldri Sveinssyni, vélaverkfræð- ingi. Einnig ólu þau hjón upp sem sitt eigið barn Sigurð Sigurðsson, fréttamann ríkisútvarpsins. Auk húsmóðurstarfa, vann frú Olafia langa ævi utan heimilis við verzlunarstörf allskonar, t.d. hjá Ásgeiri Gunnlaugssyni, þar sem hún kynntist manni sínum einnig vann hún nokkur ár i verzl. Blóm & ávextir og síðar tók hún við stjórn og rekstri verzlunar eftir sumrinu voru þau að mestu heima i Hvítuhlíð. Haustið 1969 héldu þau hátið- legt gullbrúðkaup sitt heima í Hvítuhlið og buðu sveitungum til veglegrar veislu; sýnir það vel tryggð þeirra og ræktarhug til fólksins og byggðarinnar þar sem ævistarfið var unnið og verður okkur lengi minnisstætt. Nú þegar þessi frændi minn og sveitungi er horfinn sjönum, hrúgast upp i hugann ótal skemmtilegar minningar frá liðn- um samvistardögum. Hann var höfðingi heim að sækja, ræðinn og hressilegur, fljótur að taka af- stöðu til mála og lét skoðanir sinar i ljós tæpitungulaust. Hann var kvaddur hinstu kveðju af sveitungum sinum hinn 22. jan- úar síðastliðinn frá Öspakseyrsr- kirkju, séra Andrés Ólafsson pró- fastur jarðsöng; áður hafði farið fram minningarathöfn i Fossvogs- kapellu. Þrátt fyrir að þann dag gekk yfir landið eitt versta veður vetrarins fylgdu allir sveitungar er að heiman máttu komast svo og margir úr nærsveitum. Löngum og farsælum starfsdegi er lokið. Fyrir þann skerf er hann lagði fram til bættra lifskjara og sjálfsbjargarviðleitni fólksins í byggðarlaginu, eru honum hér með færðar þakkir. Aldraðri eiginkonu börnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð. Það er von mín og trú að hin hinsta sigling yfir hafið og lending þar hafi hlotið jafn far- sælan endi sem þær sjóferðir hans er upphaf og endi áttu við Bitrufjörð. Kjartan Ólafsson. hug sinn i verki. Annars var Bogi dulur um sina hagi. Hann hafði í seinni tíð oft á orði að styðja Inga sinn í tilefni af stúdentsprófinu. Það hefði orðið honum óblandin ánægja aó sjá Inga Boga setja upp hvita kollinn ásamt unnustu sinni. En „hinn slyngi sláttumaður" sá fyrir því að svo varð ekki. Dauða Boga Ragnars bar brátt að. Hann gekk með kransæðakvilla, sem hann talaði þó aldrei um. Raunir sinar bar hann hljóður. Aðalsmerki hans var að standa einn og óstuddur það sem eftir var, eins og klettur úr sæ. Þannig er skaphöfn sjómannsins. Bogi Ragnar stundaði sjóinn mest alla tið og mörg hin síðari ár var hann bátsmaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Bogi talaði al' hlýju um þetta starf og hann ræddi um þau skip sem hann var á eins og maó- ur sem talar um vini sina. Eink- um var honum Ægir gamli minnisstæður. Þannig munum við einnig varðveita minninguna um bátsmanninn á Ægi gamla. Nú tilheyra þeir báðir endurminning- unni, en bátsmaðurinn er geng- inn „i Guðs sins gleðisar'. Blessuð sé minning hans. Olafur Oddur Jónsson að hún* missti mann sinn fyrir rúmum 30 árum. Frú Olafia Ingibjörg var i sjón og raun af gamalli og sérkenni- legri og gáfuætt, listfeng á marg- an hátt, svo að allt sem hún snerti á til fegurðar varð að list i hönd- um hennar. Þetta vissu og sáu kunnugir og nutu hjálpar hennar við slika hluti þegar eitthvað mikið sióð til. Þetta var sérgrein hennar og hún ekki lærð, heldur i æó borin. Eg sem þessar línur rita sem stutta vinarkveðju, leigði hjá henni rnörg ár og reyndi hana að miklum og góðum höföingsskap. Auk þess sem vináttu hélst skuggalaus alla tið. Eg blessa minningu þessarar konu, og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Hallbera Þorsteinsdóttlr. + Minningarathöfn um ÁRNA SIGVALDASON frá Kiukkulandi, Dýrafirði, sem lézt 2 7. marz s I. í Landspítalanum, fer fram frá Fossvogskirkju * fimmtudaginn 3. april kl. £ síðdegis. Jarðsett verður síðar á Þingeyri. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Rakel Sigurðardóttir, Þórdís Garðarsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir TORFI ÞORSTEINSSON, vélsmiður Hringbraut 45 sem lézt í Borgarspítalanum aðfararnótt 27. marz, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4 april kl. 3 e h Jóna B. Björnsdóttir Auður R. Torfadóttír Hafsteinn Hjaltason Birna Torfadóttir Ásgeir Nikulásson Óli Björn Torfason Stefania Guðbergsdóttir Mimiing - Bogi Ragnar Eyjólfsson bátsmaður Olafía Þorláksdótt- ir—Minningarorð < t 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.