Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 36
fMtrgimMaMfr nucLVSincnR ^-»22488 pUrguatilokik nucLVsmcnR ^-»22488 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 Norglobal er farið til Noregs — Leigt aftur næsta vetur? BRÆÐSLUSKIPIÐ Nor- global hélt áleiðis til Noregs í gærkvöldi eftir 65 daga veru í íslenzkum fjörðum. Norglobal tók fyrst á móti loðnu þann 5. Tveir bátar koma samtímis að f Keflavíkurhöfn, en þar eru fiski- bátar og önnur skip á ferð dag- inn út og daginn inn. t fjarska til hægri ber eitthvað við himin, sem minnir á peningalyktina. Bátarn- ir sigldu svo samhliða að bryggju að það var eins og þeir væri að stíga dansspor saman. Ljósmynd Mbl. —á.j. Ósamið við hluta verzlunarmanna: Boða þeir verkfall í dag ? Engar viðræður til þessa — engar kröfur komnar fram KJARARÁÐ verzlunarinnar undirritaði ekki kjarasamning- ana á skfrdagsnótt, svo sem kunn- ugt er. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá ráðinu segir að Björn Jónsson, forseti ASt, Banaslysið við Stokkseyri: Dyrnar brotnar upp áð- ur en piltarnir komu SAUTJAN ára piltur, Sigurjón Magnússon, Hátúni Stokkseyri, beið bana s.l. mánudag er hann snerti 6000 volta spenni. Gerðist þetta f spennistöð sem er rétt vestan við Hraunsá, miðja vegu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi bendir flest til þess að búið hafi verið að brjóta upp dyr spennistöðvarinnar og hurðin þvf staðið upp á gátt þegar Sigurjón heitinn bar þar að ásamt félaga sfnum. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 15.30 á mánudag. Sigur- jón og jafnaldri hans höfðu farið í gönguferð vestur sanda. Fóru þeir inn í spennistöðina og snerti Sigurjón spenninn. Er talið full- víst að hann hafi látizt samstund- is. Félagi hans gerði viðvart um slysið og kom lögreglan á Selfossi á staðinn. Félagi Sigurjóns var að vonum mjög miður sín yfir at- burðinum og þótti því rétt að bíða með yfirheyrslur um sinn. En af ummerkjum þykist lögreglan sjá, að dyr sepnnistöðvarinnar hafi verið brotnar upp áður en piltarn- ir komu og hurðin staðið upp á gátt er þá bar að. Hafi þeir af þeim sökum farið inn í skúrinn til að forvitnast hverju þetta sætti og slysið þá gerst. Málið verður kannað nánar á næstunni. Sigurjón heitinn var fæddur 21. apríl 1957 og þvi rétt tæpra 18 ára er hann lézt. Lét lífið 1 bílslysi BANASLYS varð við Urriðaá skammt frá Akranesvegamótum að kvöldi miðvikudagsins 26. marz sl. Stór amerísk bifreið ók af miklu afli á brúarstólpa með þeim afleiðingum að 22 ára gamall maður, Tómas Grétar Hallgrfmsson, Vesturgötu 125 Akranesi, beið bana. Sex voru í bflnum og slösuðust f jögur þeirra svo illa, að flytja varð þau á sjúkrahúsið á Akranesi. Ekkert þeirra mun vera lífshættulega slasað. Grunur leikur á, að öku- maður bifreiðarinnar hefi verið undir áhrifum áfengis. Slysið varð laust eftir klukkan 20.30. Bifreiðin, sem er frá Akra- nesi, var á leið þaðan til Reykja- víkur. Virðist hún hafa verið á mikilli ferð er hún kom að Urriðaá. Tókst ekki betur til en svo, að bifreiðinni var ekið beint á annan brúarstólpann. Þaðan fór bíllinn yfir brúna og hafnaði á hvolfi utan vegar hinum megin við ána. Vegfarandi gerði lögregl- unni viðvart. Var Tómas heitinn látinn er hún kom á slysstað. Hann mun hafa setið í framsæt- inu við hlið bílstjórans. Bílstjór- inn meiddist og auk hans piltur og tvær stúlkur. Þau voru öll flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Einn piltur slapp án meiðsia. Bif- reiðin, sem er Chevrolet Impala árgerö 1967, er talin gjörónýt. Tómas heitinn var fæddur 20. marz 1953 og því nýlega orðinn 22 ára gamall. hafi snúið sér til Hjartar Hjartar- sonar, formanns kjararáðsins, og óskað eftir viðræðum við það um kjaramál verzlunarfólks. Verzl- unarmannafélag Reykjavfk- ur og Landssamband verzlunar- manna hafði á fundi trúnaðar- manna þessara félaga fyrir páska samþykkt að boða verkföll hjá þessum aðilum sem öðrum, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfallsboðunin miðast við 9. apríl og er 7 sólarhringa frest- ur til þess að tilkynna boðunina. Þarf þvf verkfallsboð að berast kjararáðinu f dag, ef af henni á að verða. Benda þvf líkur til að verk- fallsboðun VR og LlV komi fram f dag. Hjörtur Hjartarson, formaður kjararáðs verzlunarinnar sagði er hann var spurður um synjun ráðs- ins á undirskrift. „Það má segja að hér sé að hluta til um formsatr- iði að ræða. Uppsögn samninga frá Verzlunarmannafélaginu fylgdu engar kröfur og engar beiðnir um viðræður. Þær hafa heldur ekki borizt siðan. A okkur hefur hins vegar ekki staðið að hefja samningaviðræður, en við töldum fráleitt að við værum boð- aðir undir miðnætti til þess að undirrita samninga, sem við höfð- um ekki haft tækifæri til þess að ræða um við viðsemjendur okkar. Framhald á bls. 35 febrúar, þá I Reyðarfirði, en síðari hluta tímabilsins hefur skipið legið í Hval- firði. Á þessum tíma hefur skipið tekið á móti 74.300 lestum af loðnu og úr þessu magni hafa fengizt nokkuð á ellefta þúsund lestir af mjöli og á þriðja þúsund tonn af lýsi. Morgunblaðið hafði í gær samband við Vilhjálm Ingvarsson hjá Isbirninum i Reykjavík og spurði hann hvort Isbjörninn og Hafsíld hefðu áhuga á að leigja skipið til Islands á næstu loðnu- vertíð. — Það gæti vel komið til greina að leigja skipið aftur. Það eru víst flestir sammála um, að skipið hefur afsannað þær kenningar sem uppi voru hafðar, er það var tekið á leigu, sagði Vilhjálmur. Hann kvað bræðslu skipsins hafa reynzt ákaflega vel og vinnslan gengið eins og til var ætlast. Ástæðan fyrir því, að skip- ið færi frá tslandi væri, að loðnu- veiði hefði verið mjög dauf um páskana og lítið sem ekkert hrá- efni borizt. Frá Hvalfirði hélt Norglobal til Oslóar þar sem skipið mun liggja um hríð, en í byrjun mai mánaðar mun skipið halda til Nýfundna- lands, þar sem verið getur að íslenzk skip landi i það. Enn eitt hlustunar- dufi rekur á land LANDHELGISGÆZLAN hefur nú til athugunar hvernig hag- kvæmast verði að koma til Reykjavikur hlustunardufli sem rak fyrir skömmu á Fossfjöru í landi Hörglands f Sfðu. Að sögn sjónarvotta er duflið sömu teg- undar og rússnesku duflin sem rekið hefur upp að suðurströnd- inni fyrr í vetur. Morgunblaðið ræddi í gær við Jón Kristófersson bónda á Fossi í Síðu, en hann er einn þeirra sem farið hafa niður í fjöru og litið á Páskahrota á Patreksfirði Margra mílna girðing þorskaneta í sjónum Patreksfirði, 1. april. MJÖG mikil vinna var í fisk- vinnslustöðvunum hérna yfir páskana. Unnið var bæði á skir- dag og 2. dag páska. Einnig var unnið mörg kvöld til miðnættis. Afli var prýðilegur fyrir og um páskana, frá 20—40 lestir í sjó- ferð á bát, en aliir bátar hér fiska nú í þorskanet. Margt aðkomufólk og skólafólk hjálpaði til við vinnslu aflans, sem ýmist fór í salt, skreið eða hraðfrystingu. Geysilegur bátafjöldi stundar nú aetaveiðar i og út af Breiðafirði. Segja sjómenn héðan að sums staðar megi stima í allt að eina klukkustund án þess að hægt sé að koma niður neti og eru þeir mjög uggandi um að þessi góði afli, sem hefur verið undanfarið, minnki skjótt við þessa miklu ásókn. Um 200 manns komu hingað fyrir páskana, bæði skóiafólk og gestir, í heimsókn til kunningja og venzlafólks. Flugsamgöngur gengu að mestu snuðrulaust.. Sam- göngur innan héraðs eru ágætar. Vitað er til þess að fólk ók út á Látrabjarg nú um páskana og var þó nokkuð af fugli komið í bjarg- ið, en að öllum líkindum aðeins í kynnisferð á varpstöðvarnar. — Páll. gripinn. Jón sagði, að menn hefðu orðið rekans varir skömmu fyrir páska og hefði Landhelgisgæzl- unni verið gert viðvart um duflið. Jón sagði, að duflið væri nákvæm- lega eins og duflin sem myndir hefðu birst af í fjölmiðlum fyrir nokkru, en þau dufl voru sem kunnugt er rússnesk. Kvað Jón þetta vera allstóran sívalning og væru tvær raðir af einhvers konar hljóðnemum eftir honum endilöngum. Þá mætti einnig merkja að tvær raðir hljóðnema til viðbótar hefðu verið á sívaln- ingnum, en þeir væru fall.iir af. Þá sagði Jón að sívalningurinn væri nokkuð ryðgaður. Engar áletranir voru sjáanlegar. Hlustunarduflið liggur enn óhreyft f f jörunni, en Landhelgis- gæzlan kannar nú hvernig bezt sé að flytja það til Reykjavíkur til nánari athugunar. Vegna sand- bleytu í fjörunni getur orðið nokkrum erfiðleikum bundið að ná i duflið. Ekkert svar frá Fischer Amsterdam, 1. apríl. AP. ALLT benti til þess f kvöld að Bobby Fischer mundi glata heimsmeistaratitlinum f skák þar sem FIDE hafði ekki borizt til- kynning frá honum um hvort hann væri reiðubúinn að tefla við áskorandann Anatoly Karpov samkvæmt þeim reglum sem sam- bandið hefur ákveðið. Fischer hafði frest til miðnættis aðsfnum tfma til að svara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.