Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1975 Sigölduvirkjun 3-4 mánuðum á eftir áætlun STJORN LANDSVIRKJUNAR ORÐIN LANG- ÞREYTT Á TÖFUM OG VANDRÆÐUM EINS og kunnugt er þá hefur framkvæmdum öllum við virkj- unina í Sigöldu seinkað mikið, auk þess sem júgóslavneska verk- takafyrirtækið Energoproject hefur átt við mikia fjárhagserfið- leika að stríða. Nú er svo komið að langlundargerð stjórnenda Landsvirkjunar er á þrotum, enda er talið að framkvæmdir séu nú a.m.k. 3—4 mánuði á eftir áætlun. A morgun, fimmtu- dag, verður haldinn fundur í Reykjavík vegna þessa máls, en á honum verða yfir- stjórn Landsvirkjunar, og ráðgjafar hennar, ráðamenn Energoproject og fulltrúar Al- þjóðabankans, sem fjármagnar virkjunina að stórum hluta. Halldór Jónatansson, yfirverk- fræðingur Landsvirkjunar, sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að það væri rétt, að Landsvirkjun- armenn' væru orðnir þreyttir á öllum töfunum og vandræðunum vegna framkvæmdanna í Sigöldu. I því skyni hefði verið haldinn fundur með Júgóslövunum í Bel- grad fyrir um það bil þremur vik- um. Þar hefðu stjórnarmenn Energoproject lofað að gera ýms- Önýta áburðinum úr Hvassafelli hent í sjó Húsavík 8. apríl VEÐRABREYTINGIN nú um helgina hefur tafið fyrir björgun á áhurðinum úr Hvassafelli. Flóa- báturinn Baldur er búinn að fara eina ferð til Blönduóss og losa þar Sæmundur Pálsson: „Fischer gæti átt það til að skora á Karpov” „ÞAÐ eina sem ég get sagt, er að þessi ákvörðun Fisehers er slæm og ieiðinleg fyrir hann sjálfan og um leið skákhciminn allan," sagði hinn gamli góð- kunningi Fischers, Sæmundur Pálsson, þegar Morgunblaðið spurði hann um þá ákvörðun Fischcrs að afsala sér heims- meistarátitlinum án þess að láta í sér heyra, eftir að FIDE- þingið hafði ekki samþykt allar hans kröfur. Sæmundur sagði, að enn mætti telja öruggt, að Fischer væri einn hinna fáu, sem gæti skákað sovézku skákmönnun- um. „hins vegar veit ég af eígin reynslu, að I ischer er þrjóskari en skrattinn sjálfur, hvort sem hluturinn er góður eða vitlaus sem hann heldur fram. Og þá þýðir ekki að tala vió hann." Þá spurðum við Sæmund hve langt væri síðan hann hefði heyrt í Fiseher. Hann sagói að þeir hefðu ekki ræðzt við í eitt og hálft ár. Hins vegar hefði hann haft fréttir af honum af og til og frétt að Fischer hefði byrjað að tefla á ný um s.l. jól. „Það að Fischer fór ekki að tefla fyrr en þá, er þvert ofan i það sem hann sagði mér á með- an við vorum saman, þvi þá sagði hann mér að hann ætlaði ekki aó hafa það eins og sumir aðrir heimsmeistarar, þ.e. að taka ekki þátt i mótum.‘' Að lokum sagði Sæmundur, að ef einvigið hefði farið fram, hefði það örugglega orðið spennandi, því Karpov væri örugglega taugasterkur.“ En ef ég þekki Fischer rétt þá gæti hann átt það til að skora á Karpov á næstunni." Bifreiðatrygging- ar hækkar um 35% TRYGGINGAFELÖGUNUM hef- ur verið heimiluð 35% hækkun á bílatryggingum á því iðgjaldaári sem hafið er fyrir nokkru. Er þetta mun minni hækkun en tryggingafélögin höfðu farið fram á, en það var 55,1 % hækkun. Engin breyting verður á sjálfs- ábyrgð. Mbl. hafði í gær samband við Þorgeir Lúðvíksson fulltrúa i bif- reiðadeild Almennra trygginga og fékk upplýsingar hjá honum um iðgjöld í ákveðnum trygginga- flokkum. Þær upphæðir, sem nefndar veröa hér á eftir eru grunngjald en frá því dregst bónus sem er hæstur 50% og við bætist 20% söluskattur. I 1. flokki A, sem er flokkur minnstu fólksbilanna t.d. Volks wagen og Fiat 127, hækkar ió- gjald úr 15,100 krónum í 20,400 krónur. Eins og fyrr segir bætist við þetta 20% söluskattur en á móti dregst frá bónus hjá þeim sem hann hafa. Bifreiðareigandi meó 50% bónus myndi því greiöa 10,200 króna iðgjald, plús sölu- skattinn. 1 1. flokki B, sem er flokkur Framhald á bls. 16 Árshátíð Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík í FYRSTA skipti sem sameiginleg árshátíð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík er haldin. N k. föstudagskvöld 11. aprfl efna sjálfstæðisfélögin f Reykja- vfk til árshátfðar f Súlnasal Hótel Sögu. Hefst árshátfðin kl. 19:00 með borðhaldi. Geir Hallgrfms- son, form. Sjálfstæðisflokksins flytur stutt ávarp f upphafi árs- hátíðarinnar. Margt verður til skemmtunar á árshátíðinni, m.a. skemmta Sigfús Halldórsson, Islenzki ballettdans- flokkurinn með þrjú dansatriði, Guðrún Á. Símonar syngur við undirleik Ölafs Vignis Alberts- sonar og Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri flytur hátíðarræðu kvöldsins. Verði aðgöngumiða sem innifal- ið er í matur o.fl. er mjög stillt f hóf, eða aðeins kr. 2.300.- Hver aðgöngumiði gildir sem happ- drættismiði og verður dregið um þrjá vinninga á árshátíðinni. Aðgöngumiðasala og borðapant- anir eru í Galtafelli, Laufásvegi 46, sími 17100—18192. Fólk er vinsamlegast beðið um að ganga tfmanlega frá miðakaupum. Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. 164 tonn og áður en veðrið breytt- ist hafði hann lestað 75 tonn sem hann losaði á Húsavfk. I dag er hann að lesta í Flatey 180 tonn, sem hann fer með til Hólmavíkur og Skagastrandar, og kemur svo aftur og flytur til Húsavíkur allt sem bjargað verður nema einn farm sem hann fer með suður til Reykjavíkur. Það sem óskemmt er verður búið að losa f vikunni. Það sem skilið verður eftir í skipinu verður látið í sjóinn ef létta þarf skipið því engin mengunarhætta er talin af þvi, þvert á móti eru sumir þeirr- ar skoðunar að það geti verkað sem áburður á sjávargróðurinn. Dráttarbátnum, sem var áætlað að yrði hér i dag,hefur seinkað vegna veðurs og mun hann enn liggja í vari við Bretland og ekki væntanlegur fyrr en seinna í vikunni. Á morgun eru væntanlegir hingað tveir brezkir sérfræðingar frá björgunarfélaginu sem ætlar að athuga með björgun Hvassa- fells. — Fréttaritari. ar ráðstafanir, bæði hvað snertir stjórnun og til að vinna upp þær tafir, sem orðið hefðu. Nú stæði fyrir dyrum annar fundur i Reykjavík, sem haldinn yrði á morgun, fimmtudag, þar yrðu mættir auk fyrrgreindra aðila fulltrúar Alþjóðabankans, sem eðlilega fylgdust vel með fram- kvæmdum. — Við teljum að margt megi gera betur og á fundinum á morg- un mun koma i ljós hvort einhver skriðúr er kominn á þau mál, sem Júgóslavarnir lofuðu að fram- kvæma. Framhald á bls. 16 Loðnuver- tíðin búin — JA, þessi loðnuvertíð er senni- lega búin. 1 dag er vitað um tvo báta, Öskar Magnússon og Arna Sigurð, sem lönduðu 150 og 130 tonnum f sinni heimahöfn og ég hef það á tilfinningunni, að þeir séu hættir veiðum, sagði Andrés Fínnbogason hjá Loðnulöndunar- nefnd þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær. Hann sagði, að bátarnir hefðu nú hætt hver af öðrum og eftir hádegi f gær var aðeins vitað um Gfsla Árna á miðunum, en það skip landaði f Sandgerði f fyrri- nótt. Að lfkindum hefur heildar- loðnuaflinn orðið um 458 þúsund Iestir að þessu sinni, en í fyrra varð hann 462 þúsund. Storkurinn hefur ekki sést síðan á sunnudag EINAR Einarsson á Skamma- dalshóli sagði f sfmtali við Mbl. f gær, að hann hefði ekki haft neinar spurnir af storkin- um frá þvf síðdegis á sunnu- dag er Guðjón Þorsteinsson f Garðakoti f Mýrdal, hafði séð til fuglsins. Einar bóndi, sem er kunnur náttúruskoðari, sagðist óttast mjög að storkur- inn myndi ekki lifa af yfir- standandi frostkafla, jafnvel þó hann yrði ekki langur, sem hann bjóst við. Það er mjög hætt við að allt hafi lokast vegna frostanna, en hart frost var aðfararnótt þriðjudagsins. þar eystra. Það er Ifka hætt við að þessi suðræni fugl hafi ekki þolað kuldann og fskaldan næðinginn. Einar sem heldur dagbók, t.d. yfir komur farfuglanna á vorin, sagði að nú væri þröst- urinn kominn til sín. Það voru þrestir við fjárhúsin í morgun. — Að vísu veit ég að einhverj- ir þrestir voru í Vík í vetur — og svo í Reykjavík, hjá ykkur, hafa þrestir haft vetursetu í trjágörðunum. — Já, sagði Einar á Skamma- dalshóli, og í gær kom gæsin. — Hann sagði að samvkæmt sinni dagbók, frá fyrra ári, hefði hann skrifað komudag þrastarins 26. marz og gæsin kom þá um svipað leyti. 752 miHjónum varíð til niður- greiðslu á áburðarverðinu RlKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sfnum I gær að greiða niður um helming áburðarverðshækkunina sem orðið hefur frá fyrra vori og nemur án niðurgreiðslna 153%. Er þessi ákvörðun f samræmi við tillögur áburðarnefndar sem sett var á laggirnar til að kanna hvernig brugðizt skyldi við þess- ari hækkun. Samkvæmt framangreindu munu hinarýmsu áburðartegund- ir hækka um 76,5% og hækka tegundirnar allar jafnt. Rikis- stjórnin ver til þessarar niður- greiðslu samtals 752 milljónum króna, og er ákveðið aó 600 millj- ónir greióist á þessu ári en 152 milljónir á fyrstu fjórum mánuð- um næsta árs. Fjármagns til þeirra verður aflað í samræmi við frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Sigþórssonar hjá landbúnaðarráðuneytinu hefði fyrrgreind hækkun haft i för með sér að verólagsgrundvöllur land- búnaðarins hækkaði um 13,1% hinn 1. júní nk. ef ekki hefði verið gripið til niðurgreiðslna en vegna þeirra verður hækkunin 6,5%. Fyrirhugað er að þeirri hækkun verói deilt að jöfnu þann- ig að verðlagsgrundvöllurinn hækki um 3,3% hinn 1. júní nk. og um sama hlutfall hinn 1. september. Full hækkun áburðar- ins hefði þannig valdið 331.800 kr. hækkun á verðlagsgrundvell- inum og séu einstakar vöru- KR sigraði Ármann 1:0 KR VANN Ármann 1:0 í Reykja- víkurmótinu f knattspyrnu í gær- kvöldi. Leikið var á Melavellin- um. Mark KR gerði Jóhann Torfa- son í fyrri hálfleik. tegundir teknar hefði mjólkin átt að hækka um 5.74 kr. hver litri hinn 1. júní nk. og kilóið af dilka- kjöti hefði hækkað um 48.40 kr. Vegna fyrrgreindra ráðstafana hækkar mjólkin aðeins um 1.44 kr. hinn 1. júni og dilkakjötið um 12.10 kr. Samsvarandi hækkun verður svo aftur hinn 1. septem- ber eins og fyrr greinir. INUK Á AÐALSVIÐI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS ANNAÐ kvöld verður leikritið Inuk-maðurinn sýnt f fyrsta sinn á aðalsviði Þjóðieikhússins. Leik- urinn hefur verið sýndur alls 60 sinnum I skólum, á vinnustöðum og hjá félagasamtökum f Reykja- vík og úti á landi, t.d. var hann sýndur fyrir starfsfólk Sigöldu- virkjunar í síðustu viku. Þá var leikurinn sýndur á Norðurlöndum þrettán sinnum og voru leikdómar fjölmiðla þar mjög lofsamlegir. Er það mál manna, að íslenzk leiklist hafi ekki áður vakið jafn mikla athygli erlendis, en þetta var i fyrsta sinn, sem leikflokkur fer héðan og sýnir á öllum Norðurlöndun- um i einni ferð. Leikflokknum hefur verið boð- ið að sýna Inuk á iistahátið i Nancy í Frakklandi i mai n.k. Auk Islendinganna taka leikflokkar frá Spáni, Portúgal, Bandarikjun- um, Puerto Rico, Svíþjóð, Pól- landi, Italíu, Vestur-Þýzkalandi, Japan og Afríku þátt i listahátið- inni, en flokknum hefur einnig borizt tilboð um að sýna Inuk i fleiri Evrópulöndum að hátióinni lokinni. Inuk fjallar um áhrif vestrænn- ar menningar á frumstæðar þjóð- ir, og eru það einkum Eskimóar Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.