Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 3 Qg Píl^lQYJfíjÓflXCL Söngsveitin Fílharmónla á æfingu. Vid flutning Sálmasinfónlunnar skipa á hljómleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar annað kvöld sveitina 105 manns. 13. REGLULEGU hijómleikar Sinfóníuhljómsveitar tslands verða I Háskólabíói annað kvöld. Stjórnandi verður Karsten Andersen en Vladimir Ashkenazy leikur einieik I 2. píanókonsert Beethovens.-Síð- ast á efnisskrá er Sálmasinfónl- an eftir Igor Stravinsky, sem söngsveitin Fílharmónia flytur með hijómsveitinni. Þetta er i annað sinn, sem söngsveitin flytur þetta verk ásamt Sinfóníuhljómsveitinni, hið fyrra sinnið var árið 1965, en þá var stjórnandi kórs og hljómsveitar dr. Róbert A. Ottósson. Að þessu sinni hefur sá háttur verið á hafður, að Garðar Cortes hefur æft söng- sveitina en Karsten Andersen tók við stjórninni á hljóm- sveitaræfingum. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér sem snöggvast á æfingu hjá söngsveitinni á dögunum og spurði Garðar, hvernig honum félli þetta fyrirkomulag. Hann lét vel af því: „Ég kann þessu ágætlega,“ sagði hann, „það er gott fyrir mig, að fá þessa starfsreynslu og kynnast nýjum og nýjum verkum og vonandi kemur að því einhvern tima, að ég fái að spreyta mig á því að stjórna svona hljómleikum. Ég hef raunar stjórnað Sinfóniu- hljómsveitinni einu sinni, á aukahljómleikum í Keflavík og Sálmasinfónían eftir Stravinsky flutt á ný Eitthvað að? Garðar Cortes, söngstjóri, skýrir málið. einnig hluta hennar, ásamt kór Söngskólans i Reykjavík, þegar við fluttum Nelson-messu Haydns i Háteigskirkju. Og árið 1972 stjórnaði ég útvarpsupp- tökunni á „Friður á jörðu" eftir Björgvin Guðmundsson, sem Fílharmónía og Sinfóniuhljóm- sveitin fluttu. Þá starfaði ég með Filharmóniu i fjarveru dr. Róberts, sem um svipað leyti stjórnaði flutningi á Ödipus Rex eftir Stravinsky með karla- kórnum Fóstbræðrum. Svo var ég honum til aðstoðar hjá Fil- Það kemur sér vel að hafa heitan kaffisopa til að dreypa á I hléinu. Talið frá vinstri: Margrét Finnbogadóttir, Hanna Bergsdóttir, Ulf- hildur Grlmsdóttir og Hrefna Magnúsdóttir. Þessi þrjú voru ekki alveg á einu máli um hversu gaman væri að syngja Sálmasinfóníuna, en lærdómsríkt — ekkert efamál. Frá vinstri Helga Magnúsdóttir, kennari, Jóhannes Arason, þulur, og Reynir Þórðarson, bókari hjá Flugleiðum. harmóniu aftur siðasta árió, sem hann lifói.“ Aðspurður um samvinnuna við Karsten Andersen, hvernig henni væri háttað, sagði Garð- ar, að hún hefði verið alveg prýðileg, bæði við flutning C- dúr messunnar eftir Beethoven sl. haust og Sálmasinfóníunnar nú: „Við höfum lesið verkin saman i upphafi en siðan hef ég ekki séð Karsten fyrr en rétt fyrir hljómsveitaræfingarnar, þá hefur hann gert athuga- semdir, ef eitthvað hefur þurft lagfæringar við og sióan tekið við stjórninni. Þegar byrjaó var að æfa með hljómsveitinni." Æfingar á Sálmasinfóniunni hafa gengið vel er mér óhætt að segja," hélt Garðar áfram, „mióaó við, að verkið er ákaf- lega erfitt í flutningi og ekki nærri þvi eins aðgengilegt og flest þau kórverk, sem söng- sveitin hefur fengizt við. 1 upp- hafi leizt mörgum hreint ekki á blikuna, verkið er á köflum nokkuð ómstrítt en þegar fólkiö fór aó venjast þessu og finna hve lagrænar raddirnar voru, hver fyrir sig, gekk allt vel og ég held mér sé óhætt aó full- yrða, að við höfum haft af þessu mikla ánægju og gagn.“ Einstakir söngvarar tóku undir þessi siðustu orð Garðars. Þeirra á meðal sr. Jón Bjarman, formaður söngsveitarinnar, og Bjarni Kristmundsson, verk- fræðingur, gjaldkeri hennar. Þeir sögóust báðir hafa haft mikla ánægju af aó syngja Sálmasinfóniuna. „Nokkrir Fíl- harmóniufélagar skirrðust við að syngja með okkur i þessu verki," sagði Bjarni „en ég er þeirrar skoóunar, að þeir muni sjá eftir þvi. Þetta er fallegt verk og ákaflega lærdómsrikt að syngja það.“ Séra Jón sagði, þegar við spurðum hann álits á Sálmasin- fóniunni sem trúarverki: „Texti verksins er tekinn úr Daviðssálmum, þar á meóal 150. sálminum, sem ég tel þeirra fegurstan og ég verð aó vióurkenna, að þetta er allt öðru vísi tónlist en ég hafði gert mér i hugarlund við þennan sálm, og sýnu hógværari. En þessar hugmyndir byggðust vitaskuld á þeim rómantíska anda trúarlegra tónverka, sem maður hefur alizt upp við og kynnzt. Þessi músik er öðruvisi, nýstárlegri en sem trúarlegt verk tel ég hana hafa mikið gildi og hef haft mikla ánægju af að syngja hana." Aórir sveitarfélagar voru sama sinnis; nokkurn veginn einróma álit þeirra var: „Erfitt verk en fallegt og gaman að syngja það“. Ungu konurnar, sem saman koma úr Mosfellssveitinni, sögðu: „Við erum svo sem van- ar sálmásöng, höfum sungió ár- um saman í kirkjukórnum okk- ar — en þessir sálmar eru býsna frábrugðnir þvi, sem vió eigum að venjast. Það er hins- vegar ákaflega garnan aó kynn- ast þessari tónlist." Sálmasinfónía Stravinskys var frumflutt árið 1930. Höf- undurinn tileinkaði hana Sin- fóníuhljómsveitinni i Boston á 30 ára afmæli hennar, en hann var þá fluttur til Bandarikj- anna. Þegar Stravinsky samdi þetta verk, hafði tónlist hans breytzt mjög frá þeim verkum sem öfluðu honum frægðar. Hann hafði tekið að endurvekja áhrif gömlu meistaranna og skrifa i nýklassiskum stil, sem varð talsvert umdeildur. Um Sálmasinfóniuna segir í efnis- skrá tónleikanna: „Hinn latn- eski söngtexti er tekinn úr Dav- íðssálmum hinnar kaþólsku Bibliu, byrjar með bænarákalli, hugleiðir hin helgu lögmál hjálpræóisins og lýkur með lof- söngsmálí hljómlistarinnar og alls hins lifanda. Hljómramm- inn, sem umlykur kórsönginn, er gerður með öflugri blásara- sveit, tveimur píanóum, slag- verki, hörpu, knéfiðlum og bassafiðlum. I innganginum vixlast harðar hljómhrynur og tvíradda tónstigar, áður en kór- inn upphefur sitt bænarákall. Þessi einræna hljómabæn stig- ur síóan og hnigur i tviundar- hvörfum allan fyrsta kaflann. Miðkaflinn hefst i beinu fram- haldi á alvarlegri fúgu tréblás- aranna. Kórraddirnar eru unn- ar úr stefi, sem gert er úr litilli þríund og hljómhvarfi hennar, sem er einn af hyrningarstein- um verksins og tengir þætti saman að meira og minna hætti. Auk þess bætist nýtt stef í kór- raddirnar, sem myndar nýja fúgu í gagnröddun vió hina fyrri og rís upp i volduga hljómviðju, sem hinn hátíðlegi og fagnandi lokakafli er gerður af.“ — mbj. Gamlir söngfélagar gantast. Frá vinstri: Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur, Markús Einarsson, veðurfræðingur, Jóhannes Arason, útvarpsþulur.og Sigurður Þórðarson, verkfræðingur. Sr. Jón Bjarman: „Oðruvlsi tónlist en ég hafði hugsað mér við 150. Davíðssálm." — og Bjarni Kristmundsson, verkfræðingur: „Fallegt verk og mjög lærdómsríkt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.