Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1975 RÉTT ár er nú liðið frá þvi að hin stóra og glæsitega fiskeldistöð Tungulax h/f tók til starfa að Oxnalæk við Hveragerði og sagt var frá hér i þættinum á sínum tima. Okkur lék forvitni á að fá að vita hvernig starfsemin hefði gengið hjá þeim félögum i Tungu- laxi og brugðum okkur i heimsókn um helgina. Það var ekki amaleg sjón, sem mætti okkur er við gengurn inn i stöðvarhúsið og raunar er rétta orðið að við urðum hreint agndofa. Hvert einasta ker i húsinu var svo kjaftfullt af sprell fjörugum fiski að maður hafði það á tilfinningunni að út úr myndi flæða áður en varði. Undirritaður minntist þá orða Snorra heitins Hallgrimssonar, hins mikla hug- sjónamanns um fiskeldi sem var einn af frumherjunum ÍTungulaxi h/f, er hann sagði: ..Draumurinn er að framleiða 50—60 tonn af bleikju árlega þannig að neytend ur geti allt árið fengið i pottinn hjá sér glænýja úrvalsvöru." Sá draumur er nú að verða að veru- leika. Við hittum þarna Guðmund Hjaltason framkvæmdastjóra Tungulax h/f og spurðum hann hvernig þetta fyrsta starfsár hefði gengið — Hvað bleikjueldið snertir hefur árið gengið vel og nú eru hér i húsinu milli 8—10 tonn af bleikju. Hins vegar urðum við fyrir áfalli með laxaseiðin, þvi að á sl. voru drapst mikill hluti pokaseið- anna, er við vorum að hefja eldi þeirra með fóðri. Áður en stöðin tók til starfa höfðu verið fram- kvæmdar miklar rannsóknir á vatninu, sem notað er og allar niðurstöðurnar höfðu orðið eins jákvæðar og hugsast gat. Þegar svo varð vart við seiðadauðann voru þegar í stað gerðar nýjar rannsóknir, sem reyndust jafn jákvæðar hvað súrefnismettun varðaði. Þá voru enn gerðar frek- ari rannsóknir og kom þá i Ijós að köfnunarefnisinnhald vatnsins var Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri Tunqu- lax h/f. eftir Ingva Hrafn Jónsson húsið. Það þarf vart að taka fram, að það er ákaflega óhagkvæmt rekstrarlega séð að hafa allan fisk- inn í húsi. — Hvaða breytingar verða með tilkomu útitjarnanna? Ætlunin er, að í öðrum enda hússins verði byrjað með smáseiði og þau siðan flokkuð með vissu millibili á milli kerjanna unz þau hafa náð 25—30 gramma þunga, en þá verða þau sett út i tjarn- irnar. Fiskurinn, sem þú sérð i kerjunum nú, er allt að 600 g á þyngd. Úti i tjörnunum verða seiðin svo alin í neyzlustærð 2—500 g, en inni í húsinu stöð- ugt haldið áfram með smáseiðin. — Hvernig farið þið að því að ala seiðin upp í neyzlustærð á mismunandi tímum? — Það er gert með þvi að flýta vexti á hluta seiðanna með hitun eldisvatnsins um 2—3 gráður. — Hvernig eru horfurnar i markaðsmálunum hjá ykkur? — Við settum fyrsta fiskinn á markaðinn i Reykjavik í desember sl. Var það sýnishorn í litlum Draumur Tungu laxamanna að rætast svo mikið að ógerlegt var að hefja eldið i vatninu. Var þá gripið til þess ráðs að lofta vatnið út og eftir það hefur allt verið eðlilegt hjá okkur. Þetta varð hins vegar til þess að við höfum því miður litið af laxaseiðum til ráðstöfunar í ár. Séð ofan í eitt keriS. Öll ker að Öxnalæk full af spikfeitrí bleikju — Hér liggur við að spikfeit bleikjan hoppi út úr kerjunum hjá ykkur. — Já, og það kemur ekki til af góðu að húsið er svona fullt af fiski. í kerjunum ættu aðeins að vera smáseiði, en okkur hefur af fjárhagsástæðum ekki tekizt að hefja framkvæmdir við útitjarn- irnar, sem hér eiga að koma, en á þvi verður þó byrjað i vor. Ég geri ráð fyrir að i húsinu sé 3—4 sinnum meira magn af bleikju en eðlilegt gæti talist og það hefur eingöngu tekizt vegna hins mikla vatnsrennslis, sem er i gegnum mæli, en eftirspurnin hefur stöð- ugt farið vaxandi. Við seljum nú nokkrar fiskbúðir, til Sláturfélags Suðurlands og til Hótel Loftleiða. — Hvernig hefur bleikjan likað? — Við höfum engar kvartanir fengið og aðeins heyrt að neyt- endum þættu gæði bleikjunnar mikil. Það eina, sem ekki er alveg fullkomið er liturinn á fiskinum, þvi að það er dálitið erfitt að ná rétta bleika litnum, sem fiskurinn annars fær við náttúrulegar aðstæður, en þó er það svo með bleikjuna i ýmsum vötnum hér á landi, að hún er nær alveg hvit. Annars er stöðugt unnið að þvi i fóðurverksmiðju Fiskfóðurs h/f, sem staðsett er að Öxnalæk, að gera tilraunir til að hafa áhrif á þetta. — Það má þá með sanni segja að bjart sé framundan hjá ykkur? — Já, ég held að það sé óhætt að fullyrða það. Við erum ekki i nokkrum vafa um að það er markaður fyrir þau 50 tonn, sem við komum til með að framleiða á ársgrundvelli, en við erum einnig að hugsa um útflutning, en það verður þó ekki hægt að byrja á honum fyrr en við verðum búnir að koma rekstrinum i það horf að geta sent fisk út flugleiðis i hverri viku allt árið. Vill einhver lána ungum hjónum sem eru að byggja 350—400 þús. kr. þar til afhending Húsnæðisst.málaláns fer fram. Tilboð merkt: „lán 6828" sendist Mbl. sem fyrst. Uppistöður fyrir steypu- mót góðar uppistöður fyrir steypumót tif sölu nú þegar, á mjög hag- stæðu verði. Upplýsingar i sima 22830 og 86189. Vélbundið hey til sölu. Upplýsingar i síma 19842. Hrærivél Óska eftir að kaupa litið notaða steypihrærivél. Uppl. i sima 52980 — 42787. 4ra—5 herb. íbúð til leigu í nýju húsi. Tilboð merkt: „Stóragerði — 7375" sendist Mbl. fyrir 1 5. apríl. Bátavél til sölu 10 ha, Saab diesel með skipti- skrúfu. Uppl. í síma 51474. Ung husmóðir óskar eftir vinnu hálfan daginn, eftir hádegi, frá 1. júni. Margt kemur til greina. Uppl. í sima 22987 til kl. 5 á daginn. 18 ára piltur óskar eftir að komast á samning hjá góðum meistara í húsasmíði. Uppl. í síma 40202. Keflavik — Suðurnes Höfum á biðlista kaupendur af mörgum gerðum íbúða og einbýl- íshúsa. Góðar útb. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Köttur læða grábröndótt með hvita bringu og hvitar lappir, svolítið fötluð á hægri framlöpp (og komin á steypirinn) hvarf frá Barmahlið 33, kjallara. Ef einhver vissi um hana nú vin- samlega látið vita i síma 1 2687. Grindavík Til sölu einbýlishús fokheld næst- um fullbúin og fullbúin. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Sjómenn Matsvein og háseta vantar á neta- bát sem rær frá Þorlákshöfn, simar 34349 — 30505. Keflavík Til sölu i smiðum einbýlishús, rað- hús og hæðir. Einnig húsgrunnur. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90 Keflavik, simi 92-3222. Verkstæði Lítið verkstæði óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. í dag eða á morgun merkt: Lítið verkstæði — 9729" Trilla óskast ca. 4ra tonna trilla með lúkar i góðu ástandi á Reykjavikursvæð- inu eða Vestfjörðum óskast. Tilboð sendist Mbl. merkt: Trilla — 6772. Forráðamenn fasteigna Önnumst hvers konar viðgerðir á húsum, þó aðallega þakviðgerðir og sprunguviðgerðir. Höfum allan útbúnað til vinnu við háhýsi. leitið tilboða. Sími 40258. 6 —10 herbergja ibúð eða einbýlishús óskast til leigu, helzt miðsvæðis. Þarf að vera laust siðari hluta mai. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 27837. Keflavik Til sölu 3ja herb. efri hæð við Heiðarveg. Sérinngangur. Góðir greiðsluskilmálar Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Frímerkjaskipti Skipti á islenzkum frimerkjum og enskum, vestur-þýzkum, finnsk- um, norskum og dönskum. Jan V. Hernes! Udsigten 1 5, 5500 Middelfart, Danmark. Ræsting Kona óskast til ræstinga 1 sinni i viku i Garðahreppnum. Upplýsing- ar i sima 41 001. Trilla óskast til leigu. Stærð 6,5 — 1 1 tn. Þarf að vera útbúin til handfæraveiða. Vanir og ábyggilegir menn. Uppl. i sima 83584. íbúð tii leigu 5 herb. ibúð til leigu i fjölbýlishúsi i Norðurbæ i Hafnarfirði. Uppl. i sima 51 296 eftir kl. 6. Girðingastaurar úr eik til sölu. Upplýsingar í síma 53148 á vinnutima. Franskar MÁLVERKAEFTIR- PRENTANIR TIL ÚTSAUMS. Hannyrðaverslunin Erla, Snorrabraut 44. SéS yfir eldissalinn aS Oxnalæk. Hvert einasta ker er kjaftfullt af fiski. VINSAMLEGA TAKIÐ VEL Á MÓTI SOLU MONNUM OKKAR. IBÚÐARHAPPDRÆTTI H.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.