Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1975 13 Fangar í skipt- um fyrir líkin? Tel Aviv 8. apríl — AP. ISRAELAR urðu að láta lausa 92 egypzka „hermdarverkamenn og njósnara" I skiptum fyrir lík 39 fsraelskra hermanna sem fórust I Yom Kippur-strfðinu. Voru líkin flutt frá Egyptalandi til lsraels I sfðustu viku, að þvf er ísraelska ríkisútvarpið skýrði frá I gær. (Jt- varpið sagði, að Egyptar hefðu krafizt þess að þessir 92 fangar yrðu látnir lausir þrátt fyrir sam- komulagið í aðskilnaðarsáttmál- anum frá árinu 1974 um að Ifkum látinnayrði skilað skilyrðislaust. Útvarpið sagði, að föngunum hefði verið sleppt á síðasta ári. Shimon Peres, varnarmálaráð- herra, tilkynnti sl. föstudag, þegar líkum hermannanna 39 var skilað, að Egyptar krefðust þess að 20 arabiskir fangar yrðu látnir lausir. Sagði útvarpið að þessir 20 væru til viðbótar föngunum 92 sem þegar höfðu verið látnir laus- ir. SKÝRSLA — Hér sést Frederick Weyland, hershöfðingi, yfirmaður bandaríska herráðsins, gefa Ford forseta og Kissinger utanríkisráðherra skýrslu um ástandið í Suður-VTetnam, en hershöfðinginn er nýkominn frá vígstöðvunum. PLO krefst þátt- tökuréttar í Genf KairóS. apríl — Reuter PALESTlNUMENN vilja gera grein fyrir sfnum málstað sjálfir ef Paiestínumálið f heild verður ar Palestfnu PLO með Sadat, Egyptalandsforseta, og fleiri ráðamönnum. tekið til meðferðar á væntanlegri Genfarráðstefnu um vandamál Miðausturlanda, sögðu áreiðan- legar heimildir f Kairó f dag. Hins vegar væru Palestfnumenn, reiðubúnir til að láta hernaðarráð Arababandalagsins koma fram fyrir sína hönd ef ráðstefnan ræð- ir eingöngu aðskilnað herja Araba og tsraela. Heimildirnar sögðu, að þetta hefði komið fram á tveggja daga fundum Yasser Arafats, leiðtoga Frelsishreyfing- Egyptar höfóu lagt til, að Ara- babandalagið yrði málsvari Palestínumanna á Genfarráð- stefnunni vegna þess að Israelar hafa neitaó að viðurkenna Frelsishreyfinguna. A1 Ahram- blaðið í Kairó sagði hins vegar í dag að Egyptar myndu halda áfram baráttu fyrir því að Frelsis- hreyfingin fengi að taka þátt i Genfarráðstefnunni. Er yfir- lýsingar Arafats um viðræðurnar i Kairó aó vænta innan tveggja daga. Tyrkir hóta bandarískra lokun stöðva Washington 8. april — Reuter TYRKNESKA rfkisstjórnin hef- ur varað Bandarfkjast jórn við því að hún muni láta loka þremur Járnbrautarslysið mikla í Zagreb: Lestarstjórarnir sváfu fyrir slysið bandarískum stöðvum í Tyrk- landi fyrir lok þessa mánaðar ef Bandarfkjaþing aflétti ekki banni sfnu á handarfskri herað- stoð og vopnasölu til Tyrkja, að þvf er diplómatiskar heimild- ir hermdu f dag. Þessar stöðv- ar eru taldar vera njósna- stöðvar sem fylgjast með gerðum Sovétmanna handan tyrknesku landamæranna. Stöðv- arnar eru eingöngu notaðar af Bandaríkjamönnum, en ekki af Tyrkjum eða öðrum aðildarlönd- um Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkjaþing samþykkti 5. febrúar sl. að hætta hernaðarað- stoð og vopnasölu til þess að mót- mæla notkun Tyrkja á bandarísk- um hergögnum vió innrásina á Kýpur i fyrra. Bandarisk löggjöf kveður svo á að heraðstoð megi aðeins nota í varnarskyni. Tyrkir frestuðu áðurtekinni ákvörðun um að loka stöðvunum þegar Kissinger, utanrikis- ráðherra, fór i skyndiferð til Tyrklands í fyrra mánuði, sögðu heimildirnar. Bandarískir embættismenn segja að þeim hafi borizt munnleg Framhald á bls. 16 Korvald hætt- ir sem formaður Lillehammer, 8. apríl — NTB. LANDSFUNDUR Kristi- lega þjóðarflokksins norska kaus á laugardag Kaare Kristiansen for- mann flokksins í stað Lars Korvald sem hafði beðizt undan endurkjöri. Korvald verður hins vegar áfram leiðtogi flokksins á stór- þinginu. ZagrebS. april — Reuter LESTARSJÓRI járnbrautarlest- ar, sem fór út af sporinu við Zagreb-brautarstöðina I Júgóslaviu f ágúst f fyrra með þeim afleiðingum, að 153 menn fórust, viðurkenndi fyrir rétti f' dag, að hann og aðstoðarmaður hans hefðu verið sofandi rétt fyr- ir slysið. „Við duttum út af ein- hvers staðar á leiðinni til Zagreb, en ég hef ekki viðurkennt þetta fyrr vegna þess að ég vildi ná- kvæma rannsókn til að sýna raun- verulegt ástand járnbrautarmála okkar,“ sagði lestarstjórinn, Nikola Knezevic. Játning hans kom er þriggja vikna yfirheyrslum vegna slyss- ins var að ljúka. Slysið varð er lestin kom inn á brautarstöóina á meira en 100 km hraða, eða helm- ingi hraðar en leyfilegt er. Lestarstjórinn og aðstoðar- maðurinn hafa verið ákærðir fyr- ir gróf brot á almennum öryggis- reglum og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisvist. Knezevic sagði að orsök slyssins hefði verið „ofþreyta mín og aðstoðarmanns mins“. Forsœtisráðherra Portúgals: Viðbúnir efnahags legum þvingunum Grikkir kjósa vinstri menn Aþena8. apríl—AP FRAMBJÖÐENDUR sósíalista og kommúnista voru kjörnir borgar- stjórar tveggja meiriháttar borga í Grikklandi, Pireus og Salonicu í kosningum um helgina, að þvi er fram kom í lokatölum. Borgar- stjórinn i Pireus fékk 71.6% at- kvæða, studdur af sósíalista- og kommúnistaflokkunum, en í Sal- onicu, næst stærstu borg Grikk- lands, fékk frambjóðandi studdur af sömu flokkum aðeins 900 fleiri atkvæði en andstæðingur hans, studdur af miðflokknum. Fara hersveitir S-Afríku frá Rhódesíu á næstunni? Dar Es Salaam, 8. april REUTER — AP UTANRIKISRAÐHERRA Zam bíu, Vernon Mwaanga, skýrði frá því á ráðherrafundi Einingarsam- taka Afríkuríkjanna f dag, að stjórn Suður-Afríku hefði heitið því að kalla burt allt herlið sitt frá Rhódesíu fyrir maílok f ár. Þessi yfirlýsing ráðherrans kom mjög á óvart, en hún kom fram f langri ræðu hans um af- stöðu Zambiu til Suður-Afríku. Fund samtakanna, sem fram fer í Dar Es Salaam, höfuðborg Tanz- aníu, sitja fjölmargir fulltrúar 42 ráðherranefnda og 16 nefnda frá hinum ýmsu frelsishreyfingum i Afríku. Ráðherrann sagði í ræðu sinni, að bæði stjórn Zambiu og Afriska þjóðarráðið í Rhódesíu hefðu krafizt brottflutnings s-afrisku hersveitanna í Rhódesíu og John Vorster, forsætisráðherra S- Afriku, heitið að verða við þeim kröfum. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna fundarins i Dar Es Salaam í dag var fréttamönnum meinaður aðgangur að svæðinu umhverfis ráðstefnuhöllina, þar sem hann fór fram. Til þessa hafa fréttamenn fengið að bíða fyrir utan fundarsalina og taka full- trúa tali, þegar þeir koma út, en því var ekki að heilsa að þessu sinni. Til dæmis var einum frétta- manna bannað að ræða við ritara Afríska þjóóþingsins, sem er hreyfing afriskra þjóðernissinna, en bönnuð i S-Afríku. Þegar hann krafðist skýringa, var honurn sagt, að ritarinn kynni að skýra frá þvi, sem gerzt hefði á fundin- um. Lissabon, 8. april AP — Reuter VASCO Goncalves, forsætisráð- herra Portúgals, sagði á blaða- mannafundi I Lissabon í dag, að Portúgalir yrðu að vera þvf við- búnir, að þjóðir, semi andvigar væru þeirri þróun í átt til sósíalisma, sem þar ætti sér stað, beittu þá efnahagslegum þving- unum. Hinsvegar kvaðst hann ekki til þessa hafa séð neinar vísbendingar um að slíkra að- gerða væri von. Ráðherrann sagði, að núlifandi kynslóðir Portúgala yrðu aó líta svo á, að hlutverk þeirra væri að fórna stundarhagsmunum fyrir framtíð landsins. Innan tveggja eða þriggja vikna yrði skýrt frá nýrri efnahagsáætlun, sem væri nokkurskonar neyðaráætlun og gerði ráð fyrir ströngum sparn- aói, m.a. í orkunotkun, en jafn- framt yrði henni ætlað að vinna gegn vaxandi atvinnuleysi i land- inu, koma á meira réttlæti í launa- greiðslum, umbótum í landbúnaði og stemma stigu við hækkunum á lífsnauðsynjum. Ráðherrann kvað stefnt að sósialistisku þjóðskipu- lagi i Portúgal en ekki samkvæmt neinum sérstökum erlendum fyr- irmyndum. Portúgalir myndu leitast við að hafa sem bezt sam- skipti við sem flestar þjóðir. Hann itrekaði fyrri yfirlýsingar herstjórnarinnar um, aó Banda- ríkjamönnum yrðu ekki leyfð af- not af flugstöðinni á Azoreyjum til neinna þeirra verka, sem telja mætti að beindust gegn Aröbunt. Flugstöð þessi skipti meginmáli fyrir vistaflutninga Bandarikj- anna til Israels i okóberstríðinu 1973. Þá sagði einn af helztu foringj- um hersins, Antonio Rosa 'Cout- inho, flotaforingi, i viðtali við portúgölsku fréttastofuna ANI í dag, að herstjórnin i landinu hefði ekki uppi fyrirætlanir um að slíta samband sitt við Vestur- lönd. Landfræðileg lega landsins og menningararfleifð Portúgala kæmi i veg fyrir, að þeir hyrfu frá hinu vestræna áhrifasvæði. Her- foringinn sagði m.a. að hugsan- lega myndi herinn láta af völdum i Portúgal, þegar tilteknum stjórnmálalegum markmiðum væri náó. Stjórnmálaflokkarnir i Portúgal hafa enn ekki tekið end- anlega afstöðu til þeirrar kröfu hersins, aó þeir samþykki að hann fari með raunveruleg völd í land- inu næstu 3—5 árin. FRETTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.