Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1975 Eldur í trésmiðju: Nágrannarnir björg- uðu miklum verðmætum Um þrjúleytið I gær varð þess vart að kviknað var I sinu í Kringlumýrinni. Lögregla og slökkvilið komu brátt á vettvang og hafði tekizt að hefta útbreiðslu eldsins rétt fyrir fjögur. Þá var sinan brunnin á ailstóru svæði, en f næsta nágrenni er bensfnstöð Shell. Að sögn lögreglunnar hafa krakkar kveikt f sinunni, en slfkt er algengt þegar vorhugur og ævintýraþrá grfpa ungviðið. ELDUR kom upp f trésmiðju sem Sigurður Pálsson byggingar- meistari hefur reist til bráða- birgða í svonefndri Hlfðarbyggð í Garðahreppi, þar sem hann stend- ur f byggingarframkvæmdum. Eldsins varð vart um klukkan 18.30 á sunnudaginn. Fólk f nágrenninu brá skjótt við er það sá eldinn og bjargaði verðmætum Arsenal sigraði ÚRSLIT leikja í ensku knatt- spyrnunni i gærkvöldi: 1. deild: Arsenal—Coventry 2:0 2. deild: West Bromwieh — Bolton 0:1 Sheff. Wed. —Norwich 0:1 Brian Kidd skoraði bæði mörk Arsenal, sem nú er svo gott sem úr allri fallhættu. Rússar vinni á páskadaginn Moskvu K. april — Ktoilor SOVÉZKA rfkisstjórnin lýsti þvf yfir í gær að páskasunnudagur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar, sem er 4. maí, skuli verða vinnudagur um allt landið. Izvest- ia, opinbert málgagn rfkisstjórn- arinnar, sagði að bæði 4. maí og 11. maí skuli vera vinnudagar. Astæðuna segir blaðið vera þá að nauðsyn beri til að bæta f'yrir vinnutap vegna tveggja daga hátíðahalda verkalýðsins í mai og vegna frídagsins 9. maí, sem til- einkaður er sigrinum yfir Þjóð- verjum i heimsstyrjöldinni siðari. Talsmaður kirkjunnar i Moskvu sagði að þetta yrði i fyrsta sinn sem páskadagur, mikilvægasli dagurinn á dagatali rétttrúnaöar- kirkjunnar, væri ekki hvíldardag- ur. Hörkuárekstrar í Suðurnesjum KEELAVIKURLÖGKEGLAN hafði f nógu að snúast um helg- ina. Meðal annars urðu þrír mjög harðir árekstrar á hennar svæði og f tveimur þeirra var Kakkus með í ferðum. Ekki var um alvar- leg slys að ræða en miklar skemmdir á ökutækjum. Eyrsti áreksturinn varð snemma á sunnudagsmorguninn í Sandgerði. Tvítugur piltur brá sér í bíltúr og endaði ferðalagið á ljósastaur i þorpinu. Svo mikil var ferðin að ljósastaurinn kubb- aðist í sundur og hentist eina 8 metra og bifreiðin endaði á toppn- um. Er hún talinn gjörónýt. Bif- reiðarstjórinn slapp hins vegar án teljandi meiðsla. Hann hefur viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis. Rétt fyrir klukkan 15 á sunnu- daginn ók fólksbifreiö aftan á aðra fólksbifreió á Reykjanes- brautinni á móts við Grindavíkur- afleggjarann. Voru báðar bifreið- arnar á suðurleið. Sú fremri ætl- aði að beygja yfir á Grindavíkur- veginn og hægði því á sér þegar kom að gatnamótunum. Bilstjóri aftari bilsins var eitthvað seinn að átta sig á þessu og ók kröftug- lega á fremri bílinn. Báðir skemmdust bílarnir mikið, eink- um þó sá aftari. Kona var flutt á sjúkrahús en reyndist ekki mikið meidd. Bifreiðarstjóri aftari bils- ins er grunaður um ölvun við akstur. Loks varó árekstur á mótum Suðurgötu og Skólavegar í Kefla- vík um hádegisbilið á mánudag. Tveir bílar lentu þar saman og kastaðist annar þeirra siðan á ljósastaur og þaðan upp á gang- stétt. Ökumaður annars bilsins var fluttur á sjúkrahúsið, talinn hafa hlotið höfuðmeiðsl. Báðir bilarnir eru mikið skemmdir. úr húsinu sem annars hefðu orðið eldinum að bráð. Trésmíðaverkstæðið var i 100 fermetra skúrbyggingu sem stendur á stöplum. Kom eldurinn upp undir húsinu og breiddist fljótt út um það allt. Lögreglan kom fljótt á staðinn og braut upp dyrnar og hjálpsamir nágrannar unnu kappsamlega að því ásamt lögreglunni að bjarga vélum og öórum verðmætum úr bygg- ingunni. Tókst að bjarga miklu en nokkrar véiar urðu eldinum að bráð svo og skúrinn sjálfur sem er mikið skemmdur. Grunur leikur á, að um íkveikju sé að ræða og eru það tilmæli rannsóknarlög- reglunnar i Hafnarfirði, að ef ein- hver hefur orðið var grunsam- legra mannaferða í nágrenninu rétt áður en eldsins varð vart hafi hann strax samband við rann- sóknarlögregluna i Hafnarfirði. — IRA Eramhald af bls. 1 var því hinsvegar lýst yfir í kvöld, að tveir IRA-skæruliðar, sem af- plána lifstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengingum í London, hafi verið fluttir frá Englandi til N- Irlands. Eru það Gerard Kelly og Hugh Eeeney, 20 og 23 ára að aldri. Báðir fóru i 200 daga hung- urverkfall á siðasta ári til árétt- ingar kröfum um að fá að afplána dóma sina heima á N-Irlandi. Jafntefli hjá Friðrik ERIÐRIK Ölafsson gerði jafn- tefli f Iveimur fyrstu skákum sín- um á skákmótinu f Las Palmas! I fyrstu umferð tefldi hann við Hort og f annarri umferð við Petrosjan, fyrrverandi heims- meistara. I gærkvöldi átti Friðrik að tefla við Tatai og stýra hvítu mönnunum. Engar fregnir höfðu borizt af skákinni þegar blaðið fór í prentun. Ekið á bíl MANUDAGINN 7. april var ekið á bifreiðina R-39621, sem er Eiat 128 rauð að lit, þar sem biíreiðin stóð á stæói við Dúfnahóla 6 á timanum frá 20,30 til 22 eða á tímanum frá 24 til 08.40 að morgni 8. april en þann tímann stóð hún á stæði við húsið Háteigsveg 52. Hægra afturbretti er dældað sennilega eftir stuðara á bíl. Þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta um þetta gefið eru beðnir að hafa þegar samband við ranrisóknarlögregluna. Farmiðar SVR á Lækjartorgi og Hlemmi NÝLEGA var tilhögun farmiða- sölu Strætisvagna Reykjavíkur breytt á þann veg, að farmiða- spjöld eru nú einungis seld á tveimur stöðum, en ekki í vögn- unum, eins og verið hefur. Þetta gildir þó ekki um 200 króna farmiðaspjöld fullorðinna, sem framvegis munu verða til sölu hjá vagnstjórum. Önnur far- miðaspjöld verða til sölu í bæki- stöðvum SVR á Lækjartorgi og Hlemmi frá mánudegi til föstu- dags milli kl. 9 og 18. 1 frétt frá SVR kemur fram, að þetta er gert til að flýta ferðum strætisvagnanna, en sala á spjöld- um hefur tafiö vagnstjóra og um leið ferðir þeirra, sem með vögnunum ferðast. Þá skal þess getið, að Strætis- vagnar Kópavogs hafa einnig hætt að selja önnur farmiða- spjöld en 200 króna spjöld í vögn- um sínum. Eást önnur spjöld i aðalbiðskýlinu í miðbæ Kópavogs. — Thieu slapp Eramhald af bls. 1 Gerald Ford, forseta Bandaríkj- anna.skýrslu. Hann vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða tillögur hann hefði fram að færa, en hélt opnum þeim möguleika, að Bandaríkjamenn gerðu eitthvað til bjargar 6—7000 löndum sin- um, sem enn væru i S-Víetnam. Af ummælum annarra þing- manna var ekki að merkja meiri áhuga en áður á áframhaldandi hernaðaraðstoð við S-Vietnam. Hinsvegar sýnist áhugi þing- manna á hjálp viö s-vietnamskt flóttafólk fara vaxandi og hefur Eord, forseti verið hvattur til að veita aðstoð flóttafólki á svæðum, er lúta nú yfirráðum skæruliða og N-Vietnama. Öldungadeildarþing- mennirnir Edward Kennedy og Hubert Humphrey hafa lagt fram tillögur um 100—200 milljón dollara aðstoð við bágstadda og flóttamenn í S-Víetnam og Kambodiu. Þá bar öldungardeildarþing- maðurinn Henry Jackson fram þá kröfu í dag, að Ford, forseti, birti opinberlega hverskonar skjöl, er kveða kynnu á um leynilega samninga milli Bandarikjanna og Suður-Vietnams. Sagðist Jackson hafa eftir áreiðanlegum heimild- um að slik skjöl væru til og þar kæmu fram afdrifaríkar ákvarðanir bandarískra stjórn- valda. Hinsvegar kvaðst hann ekki vita hvenær Eord hefði séð þessi skjöl. Jackson benti á, að stjórn landsins hefði látið að því liggja, að bandaríska þingið hefði brugðizt skuldbindingum sem Bandarikjastjórn hefði tekizt á hendur gagnvart S- Vietnamsstjórn, — en staðreynt væri, að þingið væri þar með sak- aó um að bregðast skuldbinding- um, sem það hefði aldrei heyrt getið um. Fram í úrslit Fram vann Leikni í bikar- keppni HSÍ í gærkvöldi 29:20 (13:7). Leikið var í Laugardalshöli. Fram mætir FH eóa Haukum í úrslitunum. — Fá ekki að lenda Eramhald af bls. 1 menn til flugumsjónar á flugvell- inum i Da Nang. Hann kvaðst ekki búast við, að neinir blaða- menn fengju að fara með i þessa ferð. Hinsvegar sýndi hann frétta- mönnum nokkrar ljósmyndir á fundinum og mátti á einni þeirra sjá s-vietnamska fanga undir eft- irliti Viet Cong skæruliða. — Meirihlutinn Framhald af bls. 28 og eflingu þeirra i framtíðinni. Jafnframt leggjum við áherzlu á að gildandi lögum um mengun- arvarnir verði framfylgt til hins itrasta. Leirár- og Melasveit, 6. april 1975. — Brynjólfur Eramhald af bls. 28 lék oft úti á landsbyggðinni og nokkrum sinnum á erlendum sviðum. Brynjólfur tók mikinn þátt i félagsstarfi leikara, var margoft i stjórn Leikfélags Reykjavikur, stundum formaður. Þá var hann um hríð formaður íslenzkra leik- ara og fulltrúi þess i Bandaiagi ísl. listamanna. Eorseti Banda- lagsins var hann um hríð. Hann var sæmdur fjölda heiðursmerkja fyrir störf sin að leiklistarmálum. Æviminningar Brynjólfs komu út fyrir nokkrum árum, ritaðar af Ölafi Jónssyni. Bar bókin heitið „Karlar eins og ég“, og var þar rakinn æviferill Brynjólfs og jafnhliða saga Leikfélagsins. Eftirlifandi kona Brynjólfs er Guðný Helgadóttir frá ísafirði. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lifi. - Tafir í Sigöldu Framhald af bls. 2 Þá sagði Halldór aðspurður, að stjórn Landsvirkjunar væri kunnugt um, að verktakarnir hefðu ekki staðið við samninga þá, sem þeir gerðu við Verkalýðs- félagið i Rangárvallasýslu i febrúarmánuði. Stjórn verkalýðs- félagsins hefði nú kvartað til Landsvirkjunar og Landsvirkjun gefið Júgóslövunum frest í nokkra daga til að kippa þessum málum í lag. — Ef þeir gera það ekki, mun Landsvirkjun ganga frá þessu samningamáli upp á sitt eigið einsdæmi, sagði Halldór. — Verkföll Framhald af bls. 28 veitendasamband Islands er reiðubúið að veita Vinnu- veitendafélagi Vestmannaeyja hvern þann stuðning, sem það ræður yfir, þ.á m. að grípa til verksviptingaraðgeróa, komi til boðaðrar vinnustöðvunar." Sighvatur Bjarnason í Vest- mannaeyjum sagði í gærkveldi að allt væri málið þar i römmum hnút og sagði hann að menn þar væri mjög hræddir við að til verk- fallsinsskæmi. „Við erum nánast settir hér upp við hraunið og þrýstingurinn á okkur er alls stað- ar frá. Mér finnst það i raun ekki vera lýðræði þegar eitt til tvö félög á landinu öllu geta hagað sér á þennan hátt á meðan allir aðrir samþykkja samkomulagið. Hér gerist það nú, sem aldrei hef- ur áður gerzt að einnig stendur félag á móti félagi. Kvennafélagið hefur samþykkt samkomulagið og hefur það ávailt verið mun sterk- ara félag hin síðari ár. 1 ofanáiag er samkomulagið fellt á 30 til 40 manna fundi.“ Sighvatur sagði að fjöldi fólks ynni i Vestmannaeyj- um og af því væru tekin félags- gjöld, en samt sem áður væri þetta fólk ekki félagar í Verka- lýðsfélaginu og hefur ekki at- kvæðisrétt. „Við gefum út til- kynningu íkvöldum aðekki verði unnt að taka á móti bátunum á morgun og verða bátarnir því að reyna að ráðstafa sér eitthvað annað. Ef breyting verður á get- um við og ávallt afturkallað þessa tilkynningu í gegnum loftið á morgun. En vonin er lítil," sagði Sighvatur. Sighvatur Bjarnason sagði að Verkalýðsfélagið krefðist 6 þúsund króna láglaunauppbótar í stað 4.900 króna. Þá krefst félagið þess einnig að þessi upphæð gangi inn á eftir- og næturvinnu svo sem er í heildarsamkomulag- inu, en einnig að það hafi áhrif á bónuskerfið. Er það ekki sam- kvæmt heildarsamkomulaginu. „1 þessu getum við ekkert gert," sagði Sighvatur Bjarnason. Sáttasemjari rikisins hefur i dag boðað aðila í kjaradeilu verzlunarmanna á sinn fund klukkan 21. Skömmu áður verður Kjararáð verzlunarinnar með fund, þar sem rætt verður staðan i deilunni, en verkfall verzlunar- manna hjá fyrirtækjum, sem Kjararáðið er umbjóðandi fyrir, skellur á á miðnætti, ef ekki semst. Á fundum undanfarið hef- ur í raun ekki verið rætt um' krónutölu kauphækkunarinnar, en Kjararáðið hefur haft hags- munamál sín gagnvart stjórnvöld- um til sérstakrar athugunar. Mbl. barst i gær fréttatilkynning frá kjararáðinu, þar sem þess er getið af gefnu tilefni að ráðið semji fyrir um 800 verzlunarfyrirtæki í Reykjavík, sem hafi um 2 þúsund manns i þjónustu sinni eða um þriðjung þess fólks, sem á aðild að Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur. Segir að hér sé um að ræða meirihluta allra verzlunarfyrir- tækja á félagssvæði VR. — Hækka um 35% Framhald af bls. 2 millistærðar af fólksbílum, t.d. Cortinu og Fiat 125, hækkar ið- gjald úr 18 þúsund krónum í 24,300 krónur. I 1. flokki C, sem er flokkur stærstu fólksbila, t.d. af amerískri gerð, hækkar iðgjaldið úr 20,900 krónum i 28,200 krónur. Iðgjald vöru- og atvinnubila hækkar úr 41 þúsundi króna i 55,400 krónur. Iðgjald sendibíla hækkar úr 37,400 krónum í 50,500 krónur. Grunngjald fyrir jeppa hækkar úr 20,200 krónum i 27,300 krónur. Framrúðutrygging sem flestir bifreiðaeigendur hafa, hækkar úr 800 krónum i 1100 krónur. — Tyrkir Framhald af bls. 13 viðvörun um þessa lokun, en eng- in opinber staðfesting liggi fyrir um einstök atriði. „En við teljum ekki að þeir séu að gabba okkur," segir embættismaður einn. Bandaríkjastjórn og ekki sízt Kissinger, hafa lagt fast að þing- inu að breyta ákvörðun sinni varðandi heraðstoðarbannið, vegna mikilvægis Tyrklands fyrir NATO. — INUK Eramhald af bls. 2 og hin sérstæða menning þeirra, sem orðið hafa viðfangsefni höf- undanna. Brugðið er upp atriðum úr atvinnulífi Eskimóa, trúar- brögðum og háttum þeirra. Er þessu lýst í dansi, leik og söng. Sýnt er hver áhrif hin evrópska menning hefur á þá fornu menn- ingu, sem fyrir er. Sjónleikurinn Inuk er saminn í hópvinnu þeirra Haralds Ölafs- sonar mannfræðings, sem hafði yfirumsjón með gerð textans, og leikaranna, en þeir eru auk Brynju Benediktsdóttur, sem einnig er aðalleikstjóri, Ketill Larsen, Kristbjörg Kjeld, Helga Jónsdóttir og Þórhallur Sigurðs- son. Ljóðin i leiknum þýddi Hall- dóra B. Björnsson, en Atli Heimir Sveinsson æfði söngvana. Fram- kvæmdastjóri sýningar er Þorlák- ur Þórðarson. Eins og áður segir, verður Inuk- maðurinn sýndur á aðalsviði Þjóð- leikhússins annað kvöld, og hefst sýningin kl. 21. Eftir sýninguna fara fram umræður áhorfenda og flytjenda um efni leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.