Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 Sigurður Guðjónsson kaupmaður—Minning Fæddur 30. júlí 1913. Dáinn 31. marz 1975. Sá ætti ekki að þurfa að ganga haltur, sem báða fætur hefur óskerta og heila. Þó finnst mér sem ég stingi við i hverju skreíi, já, haltur að ganga inn á vinnu- staðinn og þaðan aftur að kveldi. Karlmannlegt kann sumum það ekki að virðast að rekja harma- tölur opinberlega. Kjósa það lika fæstir. En þeir atburðir ráða við- brögðum mínum og stjórna nú penna, sem ég vil þó að einhverju geta, þótt stirð sé mér túlkunin. Mjög ungur að árum hóf ég störf í Verzluninni Geysi, þannig urðu þeír Kristinn J. Markússon, framkvæmdastjóri Geysis, og Sig- urður Guðjónsson, sem þá var verzlunarstjóri, leiðbeinendur minir í þeini skóla, sem beztur er og ber nafn lífsins. Nú eru þeir báöir horfnir, og Sigurður svo snögglega og óvænt, að rétt liðnum páskadegi. Því set ég nú saman þau orð, er ég vildi að gætu túlkað þakklæti mitt og virðingu. Og fráfall Siguröar nú er þá um leiö skýring þess, hversu tómt mér viröist allt á rnínum gamla og kæra vinnustað, og ekki bætir það heldur úr, aö íyrir svo skömmu voru tveir mætir samstarfsmenn, Bjarni Jónsson og Helgi Guðmundsson, bornir til hinzlu hvildar. Sniigglega er vinnu- staöurinn þeini sviptur, sem l'yrr settu á allt sinn svip, og voru mér ekki aöeins samstarfsmenn heldur og kærir íélagar. Tómlegt gerist þvi allt. Siguróur Guðjónsson var fæddur i Reykjavík 30. júlí árið 1913, sonur hjónanna Ingibjargar Sigurðardóttur frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, sem andaðist 1973 og Guðjóns Olafssonar frá Hofi á Kjalarnesi, en hann andaðist 1943. Arið 1919 stofnaði Guðjón veiöarfæraverzlunina Geysi ásamt Sigurði Jóhannssyni og Kristni J. Markússyni, þannig lögðu þeir félagar þann trausta grunn, sem fyrirtækið byggir á enn þann dag i dag. Siguröur lagði stund á verzlunarfræöi og lauk prófi frá + Jarðarför GEORGS PÉTURS THORBERG GUÐMUNDSSONAR fer fram frá Hallgrímskirkju i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd laugardaginn 1 2. april 1975 kl. 2 siðdegis. F.h. aðstandenda Magnús Thorlacius. Maðurinn minn, lézt 8. april. BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON leikari, Guðný Helgadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Viðimel 27, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 1. april kl. 3 e.h Axel Einarsson Unnur Óskarsdóttir Jóhanna Jórunn Thors Ólafur B. Thors Kristin Klara Einarsdóttir Árni Indriðason og barnabörn. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Sólvöllum 15, Akureyri. Lilja Jóhannsdóttir, Sjöfn Gunnarsdóttir, Kolbeinn Gunnarsson, Árni Gunnarsson, Ingunn Jónsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Katrín Sighvatsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona min, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og GUÐFINNA SVEINSDÓTTIR, Stórholti 24 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 10. apríl kl. 3 e.h. Sigurður Stefánsson Sigríður Sigurðardóttir Sigurður Ólafsson Hulda Sigurðardóttir Gisli Jónsson Svava Sigurðardóttir Bjarni Guðmundsson Þórunn Sigurðardóttir Kristján Hjartarson Guðfinnur Halldórsson Sigrún Halldórsdóttir. og barnabörn. Verzlunarskóla Islands árið 1932, sigldi siðan til Skotlands til frek- ara náms, en við heimkomuna réðst hann til Geysis, þar sem hann starfaði til dauðadags, hin siðari ár sem framkvæmdastjóri. Hann var nákvæmur í störfum sínum fyrir fyrirtækið og bar hag þess fyrir brjósti, ávallt samvizku- samur og traustur. Hann hafði í hávegum gamlar viðskiptavenjur og vildi frekar standa réttur og skuldlaus en stofna í einhverja hættu þvi, sem hann virti og leit á með réttu sem sitt ævistarf og stolt. Mér var það mikill skóli að starfa með þeim Kristni og Sig- jrði, það var bæði iærdómsrikt vegna þeirrar réttsýni og þess heiðarleika, sem þeir beittu i öll- um samskiptum sínum við starfs- fólk og viðskiptavini. Kyrir utan hið nána samstarí innan veggja Geysis, sem tengdi okkur Sigurð sterkum böndum, var einnig um að ræða önnur tengsl, því hann kvæntist hinn 14. nóvember 1936 systur minni, Camiilu Sæmundsdóttur. Var því ætíð mikill, góöur og kærkominn samgangur milli heimilanna og minnast nú börn min ekki síður en við hjónin allrar vináttu þeirra og drengskapar. Þegar ég kveð vin minn og mág, Sigurð í Geysi, og minnist þakk- látum huga samstarfs okkar alls og vináttu, þá er hugurinn um leið hjá konu hans og börnum þeirra, Guðjóni Inga og konu hans Svövu Valgeirsdóttur, og Sigurdísi, sem gift er Kristjáni Þorkelssyni og barnabörnunum þremur. Dimmt hefur snögglega að hjá þeim öllum sem og systur hans, en þau voru tvö systkinin, Sigurður og Asdis. Votta ég þeim öllum samúð mina og fjölskyldu minnar og bió þeim blessunar Guðs. En áfram verður allt að halda, og þótt brosmildur og þýður svip- ur Sigurðar fagni manni ekki sem áður, eru hinar fjölmörgu minningar þess eðlis, að bjarma bregöa þær yfir leiðina alla og varðveita i huga mynd hans. Hann var drenguf góður, sem á engu vildi niðast, er honum var fyrir trúað, þráði að eiga frið við alla menn og æskti frekar þess yfirborðs, er sólin endurspeglast i, en þeirrar öldu, sem löðri sinu skvettir allt um kring. Hann fann, að hann hafði skilað sinu dags- verki, honum var það þvi ekki að öllu leyti íramandi tilhugsun að fara eitthvað að draga saman segiin. A því hafði hann haft orð, þó engan grunaði, aö það yrði á þann hátt sem raun ber nú vitni um. En þaó efa ég ekki, að góða heimkomu hefur hann átt, þar sem trúmennskan er talinn aðall mannsins og bezta skart. Helgi Eysteinsson Við vorum sem steini lostin starfsfólkið i Geysi þegar okkur barst sú harmafregn, að forstjóri okkar, samstarfsmaður og vinur Sigurður Guðjónsson hefði látizt að heimili sinu að Suðurgötu 37 á annan dag páska. Þetta var þriðja dauðsfallið hjá sama fyrirtæki á einum mánuði og þótti okkar það varla einleikið, að einmitt hann Sigurður, sem var svo virtur og mikils metinn meðal okkar og allra viðskiptavina fyrirtækisins skyldi líka vera farinn frá okkur, en vegir Guðs eru órannsakanleg- ir. Sigurður Guðjónsson var fædd- ur í Reykjavík þann 30. júli 1913, sonur hjónanna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðjóns Ólafs- sonar, seglasaumara og eins aðal- stofnanda Veiðarfæraverzlunar- innar Geysis h.f. Sigurður lauk prófi úr Verzlunarskóla Islands árið 1932 og hóf þá þegar störf i Geysi h.f. og starfaði þar allt til dauðadags. Þann 14, nóvember árið 1936 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Camillu Sæmundsdótt- ur og eignuóust þau tvö börn, soninn Guðjón Inga og dótturina Sigurdísi, sem bæði eru gift og farin að heiman. A laugardag fyrir páska gekk Sigurður til vinnu sinnar með bros á vör að venju og var ekki að Ein hinna hljóðlátu kvenna landsins, sem ung kveikti eldinn að morgni og faldi að kveldi, and- aðist að Hrafnistu 29. marz s.l. Miklu og óeigingjörnu áratuga- starfi lokið. Hljóðlát og traust hafði hún fylgzt með gleði og sorgarstundum frændgarðs og vina. Margmál var hún ekki, því voru henni margir ókunnir, en þeir sem þekktu hana vel, áttu ævilangt traust og vináttu hennar. Arnbjörg fæddist að Sólborgar- hóli 1 Glæsibæjarsókn í Krækl- ingahlíð fyrir utan Akureyri. Foreldrar hennar voru hjónin frú Guðrún Oddsdóttir frá Dag- verðareyri Jónssonar og Kristján Jónsson bóndi þar og trésmiður. Ung fluttist hún með foreldrum og systkinum að hinum forna kirkjustað Glæsibæ. Hið stórkost- lega fagra umhverfi Eyjafjaróar hefir vafalaust mótað hana, og i ró efri áranna minntist hún fagurlega bernsku- og æskuár- anna i Glæsibæ. Að eðlisfari var Bogga eins og hún vanalega var nefnd mjög sjá að neitt væri að, nema síður væri og á annan páskadag var hann allur. Sigurður var einn af þeim örfáu yfirmönnum, sem ekki lét það hafa áhrif á sig, að hafa margt fólk I vinnu, heldur gekk til vinnu sinnar með okkur öllum sem jafningi og félagi, hann var hvers manns hugljúfi og bóngreiðugur með afbrigðum og aldrei fór starfsfólkið bónleitt til búóar þar sem Sigurður var. Sigurður hafði yndi af útivist og var laxveiðimaður góður og aldrei mun okkur starfsfólki hans, sem tókum þátt i slíkum ferðum með honum, liða þær úr minni, enda Sigurður hrókur alls fagnaðar i vinahópi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltækið, við finnum nú hvað átt er við þegar við sjáum á bak Sigurði. Við átt- um oft samræður við Sigurð á kaffistofunni um framhaldslif og var hann ekki í vafa að við mund- um hittast síðar á öðru tilveru- stigi. Nú er hann kominn til vina sinna, sem hann kvaddi með söknuði fyrr í mánuðinum og við sem eftir erum, hittum þá alla siðar. Við vottum eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum ættingj- um okkar innilegustu samúð, og hafðu Sigurður þökk fyrir allt og allt. Samstarfsfólk. trygglynd og vanaföst. Ögift og barnlaus. Bókhneigð, hjartahlý og áreiðanleg. Hún var ekki rík af veraldlegum auði, en rík af gáfum og góðlyndi. Elskaði og þráði ljós, hlýleika og lífið. Eitt er víst, að sú jarðneska veröld, hinn sýnilegi heimur, er einn útgarða hinnar stórkostlegu tilveru, og umhverfis okkur eru margar veraldir, en sem jarðnesk- um augum er ekki alltaf leyft að sjá. Enginn er látinn einmana á vegamótum lifs og dauða, þegar yfir landamærin er komið. Engill dauðans hefir leyst sál Boggu úr fjötrum, og borið hana inn í ójarðneskt samfélag. V Vinirnir sem hérna megin eru kveðja Arnbjörgu að sinni, biðja henni blessunar í æðri veröld. Utförin var geró frá Fossvogs- kapellu i gær. Arnbjörg Kristjánsdóttir frá Glœsibœ — Minning + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar KRISTBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Köldukinn. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Akranesspítala fyrir góða umönnun. Svo og þökkum við Kvenfélagi Laxárdalshrepps, vinnuveitanda og öðrum nágrönnum hennar fyrir afburða hjálpsemi. Systkinin. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, HERMANNS HJÁLMARSSONAR, vélstjóra. Börnin. Helgi Vigfússon. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaöi, að berast I síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.