Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen hana fara til hennar maddömu, Ó., þá komdu henni fyrir hjá henni maddömu Á.; og ég skal, ef þú vilt, leiða þaó í tal viö hana. Ormur spurði þá, hvort Sigríði væri þar gott aó vera, en Þórarinn játti því og kvaðst þekkja maddömu Á. að góðu; og hvort er þeir ræddu þetta mál lengur eða skemur, þá varð það, að Þórarinn tókst þaó á hendur að útvega vistina hjá maddömu Á., og varó þaö með því skilyrði, að Sigríður skyldi hafa meira frjálsræði en griókonur eru vanar að hafa og ekki ganga i slitvinnu, heldur vera húsmóður til aðstoðar í allri innanhússþjónustu; en ekki skyldi hún hafa þar kaup. Nú er skjótt yfir sögu aó fara, aó Sigríður fór til Reykjavíkur um vorið. Maddama Á. var íslenzk að ætt og uppruna; hún var væn kona yfirlitum og þá á bezta aldri; bóndi hennar var verzlunarmaóur í Reykjavík; hann var danskur maóur og nær því fertugur að aldri. Hann hafði komið út hingað með kaupmanni nokkrum dönskum, er vendi aftur til Danmerkur eftir nokkur ár, en setti Á. sem trúnaðarmann sinn fyrir verzlunina; var hann þá ókvæntur um hríð, og græddist honum brátt fé; en um þær mundir voru kaupmenn í Reykjavík ekki mjög samlyndir og því síður hver öðrum hollir afheyris, og rægði einhver af þeim hann svo við lánardrottin sinn, að hann setti hann frá ráðs- mennskunni; en Á. lét þá gjöra sér hús rétt við hliðina á honum og tók aó verzla fyrir sjálfan sig. Þá þótti Þóra, er síðar varó kona hans, einhver hin laglegasta kona þar í Víkinni, og réði hann hana til HÖGNI HREKKVÍSI sín, en gjörói skömmu síðar brúökaup til hennar. Vinir hans álösuöu honum fyrir það, að hann hefði ekki leitað sér ríkara og göfugra kvonfangs; en hann lét sem hann heyrði það ekki og svaraði sjaldan öðru en þvi: Hvað átti ég þá að gjöra? — eða: Hvað munduð þió hafa gjört í minum sporum? Enda þarf ég ekki að iðrast þess — og var þaó sannmæli, því Þóra var fríð kona og vel að sér um marga hluti; en aftur var það ekki að furða, þó vinum hans virtist þessi ráðahagur smávaxinn. Reykjavík samdi sig mjög um þær mundir að siðum Dana og „annarra stórmakta", þar sem lendir menn gengu sjaldan aó eiga dætur ótiginna manna. Á íslandi hafa aldrei vaxið upp greifar eða barúnar af innlendum rótum, og hvaðan áttu menn þá aó fá þá nema þaðan, sem flest annað-ágæti kom? Þeir, sem sakir jarðnæðis- leysis gátu ekki orðið jarlar í Danmörku, en sendir voru til íslands að vega saltfisk, stika léreft og mæla brennuvín, þóttu ágætir barúnar, er þeir komu til Reykjavíkur, og sögðu menn, að ekki mundu kvistir verri en aðaltré. Af þessu kom þaó, að það þótti lítió jafnræði, að danskur kaupmaður gengi að eiga ís- lenzka bóndadóttur. Einkum gátu hinar tiginbornu barúnafrúr lengi ekki gleymt því eður brotið svo odd af oflæti sínu aö taka Þóru til jafnrar virðingar við sig; en maddama Á. gaf sig lítið að því; hún sinnti búi sínu og börnum, átti fáar vinkonur, en góðar, og vandi ekki komur sínar þangað, er hún vissi, að hún var ekki jafnt metin þeim, sem fyrir voru. Það má nærri geta, að Sigríði varð í fyrstu margt nýstárlegt þar, sem hún nú var komin; siðir og búnaðarhættir voru þar allir aðrir en þar, sem hún hafði verið áður. Hún var svo vel viti borin, að hún fann fljótt, að margt varð hún að nema það, sem hún haföi ekki áður numið, en vera varð og betur fór aó kunna; sagði og maddama Þóra henni til með alúð og hvatti hana til þess, sem henni þótti Sigríði vel sæma. Tvennt var það, sem Sigríði virtist enginn nauðsyn til bera, að hún breytti, og ásetti sér jafnan að varðveita, en það var málið og klæðabúningurinn. Danska tungu hafói hún að sönnu lært af Ormi bróður sínum, og skildi hún hana allvel; en áldrei hafói hún mælt á það mál, og þótti henni betra að tala þaó óbjagað, sem hún kunni, en rammbjagaða dönsku; annars var þar í húsi, eins og hvarvetna annars staðar í Reykjavík, danska og íslenzka í svörnu fóstbræðralagi, og enginn maður nema Sig- ríður ein mælti þar svo orð einu atkvæði lengra, að ekki væri annaðhvort meó dönskum hala eða höfði, en að öðru leyti íslenzkt. Danskan hafði í Reykjavík það einkaleyfi fram yfir íslenzkuna, að bezt þótti fara á því að kenna börnunum hana fyrri en íslenzk- una, ella, sögðu menn, gæti aldrei orðið lag á errinu; á efra aldri tækist mönnum sjaldan að þröngva því svo niður í kverkarnar sem vera ætti, og því væri eina ráðið aö byrja nógu snemma á því. Þetta er upphaf Reykjavíkurerrsins, sem um þær mundir auðkenndi marga Reykjavíkurbúa, hvar sem þeir komu fram í veröldu, eins og málið Galileumenn á ílkÖlmei9unkQfflAu Lundúnarbúi einn, sem vann 500.000 sterl- ingspund ca 180 milljón ísl. krónur í getraunum brezku knattspyrn- unnar, var skömmu eftir þennan happadag í lífi sínu, tekinn ölvaóur við akstur. I undirrétti var maðurinn sviptur öku- leyfi i 10 ár og gert aó greióa málskostnaó. Maóurinn heppni ók í amerískum Kádilják er hann var gripinn. Við blóðmælingu kom i ljós að vinanda innihald þess var þrisvar sinnum meira en hin leyfðu mörk eru. 1 réttinum mætti sálfræóingur, sem upplýsti dómarann um það, að sökunautur væri alcoholisti og gæti ekki sofið án þess að neyta áfengis. Hinn ákærói viðurkenndi sök sína en lögreglan taldi hann, auk þess að aka drukk- inn, — hafa vióhaft háskalegt gáleysi í um- feróinni. Á yíirstandandi kvennaári hefur verið opnuð flóttastöó fyrir eiginkonur meó börn sín, er hafa orðió íyrir barsmíðum eiginmanna sinna. Þetta flóttaheim- ili eiginkvenna er i þeirri gömlu konung- legu húseign Sandring- ham i West Norfolk. Ég bið.... þetta verði síðasti veturinn meó kolunum. Nei ég á þau ekki öll sjálf, ég er seiðafóstra fyrir helminginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.