Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 Jörð í Arnessýslu Til sölu er jörð í Árnessýslu 40 ha tún, fjós fyrir 40 kýr. Miklir ræktunarmöguleikar. Fasteignir s. f., Austurvegi 22, Se/fossi, sími 1884 e.h. heimasími 1682. Árbæjarprestakall Aðalsafnaðarfundur Arbaejarsafnaðar verður haldinn i barnaskóla Árbæjar að lokinni messu sunnudaginn 1 3. apríl er hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarnefndin. Selfoss — Suðurland Til sölu á Selfossi 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir sem afhendast í sumar. Hagstætt verð og greiðslukjör ef samið er strax. Raðhús og parhús í smíðum, þá eru til sölu sérhæðir í tví- og þríbýlishúsi ásamt 2ja og 3ja herb. íbúðum, ennfremur eignir í Hveragerði, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn. Sumar- bústaðarland í Grímsnesi. Fasteignir s. f., Austurvegi 22, Se/fossi. sími 1884 e. h. heimasími 1682. Árshátíð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldin föstudaginn 1 1. apríl Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá m.a.: if Stutt ávarp: Gei/ Hallgrímsson form. Sjálfstæðisflokksins. Einsöngur: Guðrún Á. Símonar syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. if Sigfús Halldórsson og Kristinn Bergþórsson syngja og leika lög eftir Sigfús Halldórsson. * íslenzki ballettflokkurinn sýnir listdans. if Birgir fsl. Gunnarsson, borgarstjóri flytur hátiðarræðu kvöldsins. if Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 02:00. Veizlustjóri: SVAVAR GESTS Borðhald hefst kl. 1 9:00. Aðgöngumiðasala og borðapantanir er i Galtafelli Laufásvegi 46, símar 18192 og 171 00. Hver aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði og verður dregið um þrjá vinninga á árshátiðinni. Vinsamlegast gangið tímanlega frá miðakaupum. Heimdallur Heimdallur Baráttumál ungs fólks Heimdallur S.U.S. í Reykjavík gengst fyrir ráðstefnu um baráttumál ungs fólks, laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 10.00 að Hótel Loftleiðum Kristalsal. Teknir verða fyrir eftirtaldir mála- flokkar. Efnahagsmál og niðurskurður ríkis- valdsins. Frummælandi: Karl Jóhann Ottósson. Framkvæmd sjálfstæðisstefnunnar. Frummælandi: Friðrik Sophusson. Skóla og menntamál. Frummælandi: Tryggvi Gunnarsson. Kjördæmamálið. Frummælandi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. Ráðstefna þessi er liður í stefnumótun Heimdallar fyrir landsfund í vor. Stjórnin. Tryggvi Gunnarss. Vilhjálmur Þ. Vilhjálss. Karl Jóhann Ottosson. Friðrik Sophuss. Spönsk páska- heimsókn Hingað til islantls komu um páskana, 125 Spánverjar, banka- menn og starfsfólk þeirra, allir frá Bareelona. Þeir komu með beinu flugi frá Bareelona, kl. 9.30 e.h. þ. 26. marz. Það var um 10° frost, er þeir önduðu hinu hreina lofti að sér, og trúðu því varla að það væri svona kalt. I rútubílnum á leiðinni voru margar spurningar bornar fram, eins og t.d. hvort norðurljósin myndu sjást, hvítabirnir og mör- gæsir. Greinarhöfundur svaraði því til, að allt þetta væri nú hægt að sjá, en að fyrstu mörgæsir sem hann hefði séð, hefói verið i dýra- garðinum í Bareelona. Fimmtudaginn 27. marz var glampandi sólskin og var farið með „Kynnisferðum" um Reykja- vik. Var byrjað á Öskjuhiíðinni, þar sem margar myndir voru teknar af Reykjavikurborg. Ar- bær var skoðaður, höfnin í Reykja- vik, Þjóðminjasafnið og siðast en ekki síst, Listasafn Asmundar Sveinssonar, þar sem hann tók á móti Spánverjunum með bros á vör í dyragættinni, þar sem hann bunaði upp úr sér frönskunni um leið og hann tók hressilega í nef- ið, öllum til mikillar kátínu. Daginn eftir var farið i glamp- andi sólskini til Hveragerðis, sið- an stoppað við „Kerið", þá var haldið á Geysi, snætt þar, og Strokkur gaus, en Geysir lét ekki á sér bæra. Var samt erfitt að slíta þau frá Strokki, svo margar mynda- og kvikmyndavélar voru á lofti. Eg sagði þeim að Geysir myndi kannski gjósa, ef þeir myndu syngja „nýja þjóðsöng Is- lands", „VIVA Espana", en þeir treystu sér ekki tilþessen höfðu gaman af. Síðan var haldið að Gullfossi, og "það var stórkostleg sjón að sjá hann í vetrarbúningi. Þá var haldið að Þingvöllum, gengið upp Almannagjá, og rakin saga þjóðgarðsins. Dagurinn var stórkostlegur, enda allir ánægðir. Morguninn eftir var Krisuvik og Grindavik á dagskrá, og enginn kvartaði yfir móður náttúru né menningarskorti. Þann 30. marz var flogið með þremur flugvélum til Vestmanna- eyja, og var sú ferð ekki siður ógleymanleg og athyglisveró. Spánverjarnir komu þó nokkuð „spánskt fyrir sjónir", er þeir báðu um að fá að kaupa saltfisk (Baccalá) á Hótel Loftleiðum, til að taka með sér til Spánar . . . Þvi var bjargað (fiskbúð sett upp á staðnum), og allir héldu á stórum söltum saltfiski upp á herbergin sin. Held ég að hægt sé að full- yrða það, að það hafi verið ein- stæður atburður í sögu hótelsins. Þann 31. marz, var síðasti dagur þeirra hérna, og þar sem ekki var flogið fyrr en kl. 7 um kvöldið, var skipulögó ný ferð um Reykja- vík — Alftanes. Fyrst var stoppað á Bessastöðum, og var ég spurð að því hvort þar væru lífverðir. Ég svaraði þeim að það yrði i mesta lagi ísl. hundur ... sem reyndar kom hlaupandi og fagn- andi á móti þeim. Að lokum var komið við í Bæjarútgerðinni i Hafnarfirði, en þar sáu þeir karfa og ufsa, en upp á loftinu innpökk- un á ýsuflökum fyrir Bandarikja- markað. Báðu margir um tóma kassana, sem þeir fengu, til minn- ingar um flökin, sem þeir hefðu eflaust viljað bæta á sig líka! Ut á flugvöll hélt ánægður hóp- ur Spánverja, sem hefðu viljað vera lengur, og fullvissuðu að ef fleiri ferðir af þessu tagi yrðu skipulagðar fyrir þá, myndi spánski þjóðsöngurinn brátt breytast í „VIVA ISLANDIA". Helga Guðmundsdóttir. Sifföldu óánæsrðir: Reynt að þver- br jóta alla samninga MIKIL óánægja er nú rfkjandi hjá þeim Islendingum, sem vinna að virkjunarframkvæmdum við Sigöldu. Þessi óánægja er fyrst og fremst í garð júgóslavnesku verk- takanna, sem þar eru, en enn- fremur í garð verkalýðsfélagsins í Rangárvallasýslu. Einn þeirra, sem vinna þar efra, er Jóhann Helgason húsasmiður, en hann kom að máli við Morgunblaðið nú f vikunni og óskaði eftir viðtali, þar sem hann taldi að það sem væri að gerast þar efra þyrfti að koma opinberlega fram og ekkert þýddi að kvarta við viðkomandi aðilja. Jóhann sagði i upphafi, að hann hefði hafið starf við Sigöldu um áramótin og það sem hann hefði tekið fyrst eftir, var hvernig farió er með íslenzku smióina, sem eru við vinnu þarna. Þeir voru settir í alls konar skítverk, en júgóslavnesku smiðirnir fengu smíðavinnuna. Þá gátu Islending- arnir aldrei komist inn á tré- smíðaverkstæðið, til að ná sér i verkfæri eða vinna í vélum: allt varð aó sækja undir Júgóslavana. —Eftir því sem okkur islenzku smiðunum fjölgaói myndaðist betri samstaða og heimtuðum við, sem höfðum verið skipaóir trúnaðarmenn að fá að vinna eitt- hvaó sem tilheyrði okkar fagi. Það hafðist á endanum, með hót- unum, en það sem við höfum fengið að smíða er allt einfalt og ómerkilegt. Það virðist allt gert til þess að hrinda íslenzku vinnu- afli frá svæðinu og þá fullyrðingu styðjum við meðal annars með því, að það er hagnaður fyrir verkalýðsfélagið á Hellu og Energoproject að hafa sem fæsta islenzka starfsmenn, en sem flesta Júgóslava. — Að okkar mati er farið mjög illa með marga Júgóslavana, þeir hafa t.d. ekki fengið kaupið sitt greitt i marga mánuði og þvi væri gaman að spyrja verktaka og verkalýðsfélagið á Hellu, hvers- vegna júgóslavneskum smiðum og járnamönnum sé borgað helmingi minna kaup en íslendingum. Þá vitum við að Júgóslavarnir eru látnir borga í lífeyrissjóð og tekin eru af þeim félagsgjöld, en heyrst hefur að þessi gjöld séu óaftur- kræf. Á það má benda, að á meóan Búrfellsvirkjun var í bygg- ingu nutu þeir útlendingar sem þar unnu sömu réttinda og íslend- ingar. Þá vildum við gjarnan spyrja Verkalýðsfélagið á Hellu og Iðnaðarsamband Rangæinga hvers vegná Júgóslavarnir n.ióti engra réttinda út á þau félags- gjöld sem tekin eru af þeim og eru ekki endurkræf að þeirra eigin sögn. — i febrúar s.i. kom til verk- falls við stöðvarhúsið, vegna þess að ekki var salerni á staðnum og öryggisleysi allt geigvænlegt. Má þar nefna að hvergi voru handrið á vinnupöllum. Sömu sögu var að segja af þeim stað, þar sem menn voru að vinna við botnlokurnar á efra svæðinu, en þar voru menn undir slútandi bergi, sem sífellt hrundi úr. Öryggiseftirlitið skip- aði svo fyrir, að þar þyrfti að setja upp net og handrið á alla vinnu- palla. I stöðvarhúsinu hefur að visu ýmislegt verið gert, við erum búnir að fá viðunandi salerni og handrið eru komin, en á efra svæðinu hefur lítið veriðgert, allt of fá net eru til varnar grjótflug- inu. — Þegar við fórum í verkfallið í febrúar var frihelgi framundan og Sigurður Öskarsson frá Hellu kom þá á staóinn og tilkynnti að ekki mætti vinna um helgina. Á þessum degi, sem var fimmtudagskvöld, fóru því allir heim, en þá átti eftir að steypa 30—40 metra langan kafla á einum stað. Sigurður sagði við mannskapinn þegar farió var, að nú skyldu menn lofa Júgóslövunum að brjóta af sér einu sinni enn, ef þeir þá þyrðu það og taka siðan i taumana. Siðan gerðist það, að Júgóslavarn- ir sem engin próf hafa á þunga- vinnuvélar, steypubíla eða önnur tæki settust upp í þau og lúku við að steypa þann kafla um helgina. Júgóslavnesku verkamennirnir sögðu okkur eftir á, að þeim hefði verið skipað að framkvæma þetta verk af yfirmönnum sínum, og öllu illu hótað ef það yrði ekki gert. — Fyrri hluta vetrar var íslend- ingum boðin ýmiss könar nætur- vinna og var nóg framboð. En það leið ekki á löngu þar til búið var að troða Júgóslövunum i þessi verkefni. Við mótmæltum þessu harðlega á þeim forsendum, að verið væri að brjóta islenzka vinnulöggjöf og okkar þjóðarrétt með því að taka vinnu frá okkur. — Þá má nefna það, að menn hafa verið hýrudregnir t.d. kom það fyrir, að menn fengu ekki borg- aða veikindadaga sem þeir áttu, þrátt fyrir það að hjúkrunarkona staðarins væri búin að staðfesta það að mennirnir væru veikir. Kvartaó var út af þessu máli, en hvorki gekk né rak. — Samkvæmt samningi verk- takanna við Verkalýðsfélagið Rangæing eiga smiðir að fá vinnu- föt eftir 4 mánaða starf og siðan tvenn á ári. Hins vegar eiga verkamenn að fá vinnuföt strax. Þessa vinnugalla höfum við verið að reyna að fá, fyrir þá sem eiga rétt á þeim, en enginn gallinn hefur sést enn. — Um þessar mundir vinna 26 júgóslavneskir smiðir i Sigöldu, en svo gerist það fyrir skömmu, að islenzkur smiður er ráðinn sem veckamaður þarna. Okkur finnst hreinlega óþolandi að erlendir smiðir séu hafðir í vinnu þarna, þegar nóg framboð er af islenzkum smiðum. Þá finnst okkur félagsmálaráðuneytið hafa staðið sig slælega, þegar um er að ræða atvinnuleyfi til handa Júgóslövunum, þar sem tölur þess og Trésmiðafélags Reykjavíkur stangast á. — Á hinu svo kallaða efra svæði vinna nú 150—í200 manns. I samningum stendur að i lang- tímaverkefnum sem þessum, skuli hreinlætisaðstaða vera góð. Þarna eru aðeins 2 kamrar, sem á sínum tíma var slegið upp yfir lækjarsprænu, sem þar er. Og þegar menn gera þarfir sínar standa oft 10 vindstig og skaf- renningur upp undir sitjandann á þeim. Þá má benda á, að efnisskortur er nú orðinn gífurlegur efra og til þess að geta haldið áfram störfum verða vinnuflokkarnir að stela hver frá öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.