Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 Glœsileg lyftingamet Það eru engin smáátök sem þarf til þess að sveifla lóðum sem eru vel á annað hundrað kfló yfir höfuð sér. En þeir Skúli óskarsson, á stærri myndinni og Guðmundur Sigurðsson á minni myndinni. draga ekki af sér, enda árangurinn að verða mjög góður og gefur fyrirheit um verðlaun á Norðurlandameistaramótinu. REYKJAVIKURMEISTARA- MÓTIÐ í lyftingum, sem fram fór f Laugardalshöllinni I fyrrakvöld, var staðfesting þess að lyftinga- menn okkar eru flestir hverjir f hinni ágætustu æfingu, vel búnir undir þau átök sem framundan eru — Norðurlandamótið, sem fram fer hérlendis á næstunni. Tfu Islandsmet litu dagsins ljós f keppninni í fyrrakvöld, flest hvert öðru betra, og ekkert vafa- mál að fslenzku lyftingamennirn- ir eiga góða möguleika á mörgum verðlaunum á Norðurlandameist- aramótinu, jafnvef þótt þeir keppi þar við íþróttamenn frá tveimur miklum „lyftinga- þjóðum“, Svfþjóð og Finnlandi. Kári Elisson, Armenningur, reið á vaðið í fyrrakvöid, en hann keppir i fjaðurvigtarflokki. Snar- aði hann fyrst 87,5 kg, og jafn- hattaði siðan 115 kg. I aukatil- raun gerði hann svo betur, lyfti 120 kg og náði samanlagt 202,5 kg i keppninni. Allt eru þetta ný Islandsmet. Skúli Öskarsson, UlA, sem keppti sem gestur á mótinu, snar- aði 107,5 kg og setti svo met í jafnhöttun — lyfti 142,5 kg. Samanlagt lyfti hann þvi 250 kg sem er nýtt Islandsmet. Guðmundi Sigurðssyni mistókst i snörun, en bætti fyrir það með því að setja met í jafnhendingu: 187,5 kg. 1 þungavigtarflokknum var bar- áttan svo skemmtilegust, en þar áttust við Gústaf Agnarsson og Oskar Sigurpálsson. Óskar náði sinu bezta i snörun 135,0 kg, en Gústaf fór létt með 150,0 kg, enda er snörunin hans sterka hlið í lyftingunum, þar er hann í allra fremstu röð. En Gústaf sýndi á sér nýja hlið i jafnhöttuninni, þar sem hann bætti met Öskars um 2.5 kg og lyfti 195 kg, sem er giæsilegt afrek. Öskar var ekki á að láta met sitt af hendi baráttu- laust. Reyndi við 195,0 kg. og 197.5 kg, en mistókst að þessu sinni. Annars verður þess örugg- lega ekki langt að bíða að þessir kappar, annar eða báðir, nái 200 kg markmiðinu, og vonandi verður það á Norðurlandameist- aramótinu. Gústaf lyfti samanlagt 345, sem er nýtt Islandsmet. Má geta þess til samanburðar að á síðustu Olympiuleikum i Munchen lyfti sá er varð i fimmta sæti 352,5 kg samanlagt i þeim greinum sem nú er keppt i, þannig að ekki skortir. mikið á hjá þeim Gústafi og Óskari að vera i allra fremstu röð. Sigurvegari i léttvigt varð Sig- bert Hansen, A, sem lyfti samtals 175 kg, Þorvaldur Stefánsson, A, sigraði i millivigtarflokki með 195 kg, Guðmundur Guðnason, Á, i léttþungavigt með 210 kg og i milliþungavigt sigraði Magnús Öskarsson, Á, með 205 kg. 19 valdir til landsliðsæfinga — ÞETTA er einungis æfinga- hópur sem við höfum nú valið, en alls ekki er um endanlegt val landsliðshóps fyrir sumarið, né heldur fyrir fyrsta landsleikinn að ræða, sagði Jens Sumarliðason, Arni Stefánsson — nýr maður f landsliðshópnum. formaður landsliðsnefndar KSl, i viðtali við Morgunblaðið í gær, en landsliðsnefndin hefur nú til- nefnt 19 leikmenn til þess að taka þátt f landsliðsæfingunum á næst- unni, auk þess sem unnið er að því að fá þá Jóhannes Eðvaldsson og Asgeir Sigurvinsson heim til landsleiksins við Frakkland, en hann á að fara fram á Laugardals- vellinum sunnudaginn 25, maí n.k. — Við teljum mjög llklegt að þeir Jóhannes og Asgeir komi til þessa leiks, sagði Jens. I æfingahópnum eru gamal- Jafntefli hjá Holbæk Holbæk, liðið, sem Jóhannes Eðvaldsson mun leika með i sumar, gerði jafntefli við Randers Freja i þriðju umferð dönsku 1. deildar keppninnar I knattspyrnu sem leikin var um helgina. Fór leikurinn fram á heimavelli Holbæk, og skoraði hvorugt liðið mark, en Holbæk sótti látlaust allan leikinn, og var jafnvel markvörður liðsins, Benno Larsen, kominn með i sóknina, en hann er jafnframt eini markvörðurinn sem ekki hefur fengið mark á sig i keppn- inni til þessa, og sagði I blaðaviðtöl- um eftir leikinn að sér væri tekið að leiðast aðgerðarleysið. Þjálfari Hol- bæk-liðsins sagði einnig eftir leikinn, að það sem lið hans skorti fyrst og fremst væri maður sem gæti skorað mörk — „En hann kemur bráðum inn I liðið — sannið þið til," sagði hann. Eftir 3 umferðir hefur Vanlöse forystu í deildinni með 6 stig, Es- bjerg og Holbæk eru með 5 stig, Köge, KB og Randers Freja eru með 4 stig, B 93, B 1901 og Næstved hafa 3 stig, Vejle 2 stig, B 1909, B 1903 og Fremad Amager hafa 1 stig, og þrjú lið, AaB, Slagelse og Frem, hafa ekki hlotið stig til þessa. reyndir leikmenn, sem flestir léku með islenzka landsliðinu i fyrra. Má segja að aðeins tveir ný ir menn séu með í hópnum, þeir Karl Þórðarson, Akurnesingur, og Arni Stefánsson, Fram. Ann- ars er æfingahópurinn skipaður eftirtöldum mönnum: Þorsteinn Ólafsson, tBK Arni Stefánsson, Kram Gfsli Torfason, IBK Grétar Magnússin, lBK Einar Gunnarsson, IBK Karl Hermannsson, fBK Jón Pétursson, Fram Marteinn Geirsson, Fram Ásgeir Eiiasson, F'ram Björn Lárusson, lA Jón Gunnlaugsson, I.V Karl Þóróarson, IA IVlatthfas Haligrfmsson, IA Teitur Þóróarson, lÁ Eirfkur Þorsteinsson, Vfkingi Guðgeir Leifsson. Vfkingi Atli Þór Héóinsson, KR Ólafur Sigurvinsson, IBV Órn Óskarsson, IBV — Við munum halda fund með þessum piltum nú alveg á næst- unni, sagði Jens Sumarliðason, en siðan er fyrsta landsliðsæfingin áætluð 17. april. Það verður mjög erfitt að koma á landsliðsæfing- um vegna hins stranga leikja- prógramms bæði i meistara- keppninni, Litlu-bikarkeppninni ÞAÐ VAR karlmennskuverk að fylgjast með leik Þróttar og Vals f Reykjavfkurmótinu á Melavellin- um f fyrrakvöld. Heljarkuldinn var slfkur, að leikmennirnir hafa örugglega þurft að hafa sig alla við til þess að halda á sér hita. Má vera að það hafi verið kuldinn sem réð mestu um að knattspyrn- an sem liðin léku var heldur óburðug. Við slfkar aðstæður sem þessar er varla hægt að ætlast til þess að leikmenn hafi f frammi mikil tilþrif — aðalatriðið er að hlaupa og krókna ekki úr kulda. og i Reykjavíkurmótinu, en við stefnum þó að þvi að hafa a.m.k. eina landsliðsæfingu á viku. Tim- inn er farinn að styttast til lands- leiksins við Frakkland og nauð- synlegt að nota það svigrúm sem gefst. Leikurinn við Frakkland á Laugardaisvellinum 25. mai verð- ur þriðji leikur Islendinga i sín- um riðli i Evrópubikarkeppni landsliða. I fyrra var leikið við Belgíumenn hér heima og við A- Þjóðverja ytra. Eins og flestum mun i fersku minni tapaðist leik- urinn við Belgiumennina 0:2, en jafntefli varð í leiknum i Þýzka- landi, 1:1. Páskatrimm Páskatrimm Skfðafélags Reykjavfkur fór fram á páskadag og annan f páskum á Blá- fjallasvæðinu. Göngustjórar voru Páll Guð- björnsson og Haraldur Pálsson. Ræsimark og endamörk voru við bílastæðið. Gengið var á svæðinu meðfram fjallshlfðinni og var vega- lengd um 4 km. Báða dagana var farið með snjóplóg f slóðina áður en keppni hófst. Hátt á annað hundrað manns tóku þátt f skfða- göngunni og var páskaegg frá verksmiðjunni Amor veitt sem verðlaun. Yngstí þátttakand- inn var 5 ára og sá elzti 75 ára. Valsmenn sigruðu í leiknum 4—0, og var sú tala verðskulduð. Þeir voru miklu betri aðilinn, enda virðist nú sem að Þróttur sé að stokka lið sitt verulega upp. Margir nýir leikmenn lofa vafa- laust góðu, þótt litið væri um að vera í leiknum í fyrrakvöld. Fyrsta mark leiksins kom eftir hornspyrnu sem Hermann Gunn- arsson tók. Var það i fyrri hálf- leik en f seinni hálfleiknum skor- aði Birgir Einarsson eitt mark og Ingi Björn Albertsson tvö. Valur vann Þrótt 4:0 27 Örn Oskarsson Hinn marksækni leikmaður I Vestmannaeyjaliðsins, Örn I Óskarsson, hefur heldur betur j Iverið á skotskónum i vor. Eyja I menn leika nú æfingaleik um Ihverja helgi og hefur Órn skorað I mark eða mörk I þeim flestum. Hann brá ekki vana sínum er Eyjamenn mættu Keflvikingum á laugardaginn og skoraði úr vlta- spyrnu ! byrjun seinni hálfleiks og I svo annað mark seint i leiknum. I Sigurlés Þorleifsson, sem einnig Ihefur verið drjúgur við að skora i læfingaleikjunum gerði þriðja Imark Eyjamanna i leiknum, og lurðu úrslitin 3:0, og það þrátt Ifyrir að Vestmannaeyingar lékju 110 siðustu 25 minúturnar, eða leftir að Snorra Rútssyni var visað Iaf velli fyrir gróft brot. Kolbeinn Pálsson íslenzka körfuknattleikslands- I liðið varð fyrir miklu skakkafalli, I [ er i Ijós kom að meiðsli þau er I Kolbeinn Pálsson, fyrirliði liðsins J og einn bezti maður þess, varð fyrir á dögunum, voru það alvar- | leg að skera verður hann upp, og I þvi útilokað að hann geti farið | með liðinu til þátttöku i Evrópu- bikarkeppni landsliða, sem háð I j verður i Þýzkalandi dagana I (.12. —17. mai n.k. Reyndust lið- , bönd hafa slitnað i Kolbeini, og I eftir uppskurðinn verður hann að vera i gipsi i a.m.k. sex vikur. Þá mun einnig óvist hvort þeir Krist- inn Jörundsson og Agnar Frið- | riksson geta farið með liðinu i keppni þessa, en úr því fæst | | væntanlega skorið á næstunni. Sigurður Dagsson j leik Vals og Þróttar i Reykja- I vikurmótinu i fyrrakvöld náðu I | tveir leikmanna Vals merkum I áfanga á knattspyrnuferli sinum. | Þetta voru þeir Sigurður Dags- son, markvörður, og Hermann Gunnarsson sem léku þarna sinnl 200. leik með meistaraflokki I Vals. Báðir hafa þeir Hermann og I Sigurður verið meðal styrkustu I | stoða Valsliðsins á undanförnum I árum, og báðir eru margreyndirl landsliðsmenn, sem vafalaust I hafa þó ekki sagt sitt siðasta | hvorki með Valsliðinu né á vett- vangi landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.