Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 \ eftir ERIK MUNSTER Matareitrun er algeng dánarorsök Matareitrun þekkja víst allir og margir fá hana en losna flestir við hana án þess að leita læknis. Þótt oftast stafi hún frá gerlum eða vírusum getur or- sökin einnig verið ofnæmi eða taugaveiklum. Sjúkdómurinn er algengast- ur á haustin þvf þá þrffast eit- urefnin bezt. Jafnvel fínustu kræsingar geta valdið sjúk- dómnum því lyktin, bragðið og útlitið segja ekkert til um það hvort þær hafa að geyma eitur- efni eða önnur hættuleg efni sem geta valdið smitun. Efni úr matnum getur valdið smitun í meltingargöngum. I mat geta komizt bakteríur sem gefa frá sér efni er verkar sem eitur á líkamann. Tegundir sjúkdómsins eru þvf tvær: smitun og eitrun. Einkennin eru ógleði, upp- köst, magaverkir og niðurgang- ur. Fyrstu einkennin gera fljótt vart við sig, oft aðeins einum klukkutíma eftir að mat- ar er neytt. Maturinn getur til dæmis verið eitraður vegna þess að hann er kjöt úr dýri sem hefur smitazt af þeim gerlum eða vfr- usum sem sjúkdómnum valda. Einnig getur verið um að ræða egg (einkum andaegg og gæsa- egg) sem bakteríur hafa borizt f við hægðir fuglanna. Þó er algengast að fólk fái matareitrun þegar það fær til- reiddan mat frá veitingahúsum eða f miklum matarveizlum f heimahúsum. Oft hafa Ifka matarleifar mengazt smitandi efnum sem magnast viðof háan geymsluhita. Oft má komast hjá matareitr- un ef fyllsta aðgát er höfð við matargerðina og geymslu matarins. Maturinn verður að vera vel soðinn eða steiktur og geymast f fsskáp. Mat til marga daga skyldi helzt ekki búa til. Fyllsta hreinlæti er nauðsyn- legt. Sjúkdómseinkennin gefa ekki ótvírætt til kynna hvort orsökin er vfrus, gerlar eða eitrun. Rannsókn á rann- sóknarstofu er því nauðsynleg og slfkar rannsóknir eru auð- vitað gerðar á sjúklingum sem eru fluttir f sjúkrahús. En þeir eru aðeins Iftill hluti þeirra sem veikjast af matareitrun. Oftast getur sjúklingurinn læknað sig sjálfur af sjúk- dómnum. Hann verður að liggja f rúminu og hlffa magan- um með þvf að borða eins Iftið og hann getur. Fyrstu dagana ætti hann að borða hafragraut, mjólkurvelling eða aðra létta fæðu. Smátt og smátt getur sjúkl- ingurinn aukið fæðuna en hann ætti að forðast steiktan, kryddaðan og saltaðan mat. Mikilvægt er að hann drekki mikið vatn til að bæta upp salt og vatn sem Ifkaminn missir við uppköst eða niðurgang. Hitaflöskur og púðar geta gert mikið gagn. Gott ráð við niðurgangi cr að borða mikið af eplum og alls konar eplamauk sem fæst f apótekum. Opiums- dropa og sterk lyf skyldu menn ekki nota nema fá lyfseðil frá lækni. Þarmarnir verða Ifka helzt að tæmast af eiturefnum. Matareitrun er oftast góð- kynjuð, hún er sjaldan illkynj- uð, sjaldnast er nauðsynlegt að fl.vtja sjúklingana f sjúkrahús og þeir læknast fljótt. Þó deyja nokkrir úr matareitrun á hverju ári samkvæmt tölfræði- legum upplýsingum. Oftast eru það smáhörn eða gamalmcnni og sjúklingar sem þjást af öðrum sjúkdómi fyrir. Slfka sjúklinga verður þvf að flytja f sjúkrahús ef þvf verður við komið og matareitrunin er alvarleg. I sjúkrahúsinu fá þessir sjúklingar saltvatns- sprautur til að bæta upp vökva sem Ifkaminn missir. Svona átveizlur geta haft matareitrun i för með sér Gott ráð Skóáburður vill oft þorna við geymslu eins og allir vita, og það er leiðinlegt að þurfa að byrja á þvf að mylja kögglana til að geta borið á skóna. Ef settur er álpappfr yfir dósina, undir lokið, á milli þess að hún er notuð, hjálpar það mikið upp á sakirnar og áburðurinn verður betri viður- eignar. Kinnalitur Kinnalitur í hófi gefur andlit- inu óneitanlega bjartan svip. Mörg konan er rög við að nota kinnalit. af þvf að henni finnst hún ekki kunna það. Það er auðvitað hægt að prófa sig áfram og komast að þvf rétta þannig, en eftirfarandi er haft eftir einum sérfræðingnum. Kinnalit á alltaf að strjúka frá nefi og út. Nefið virðist stærra ef kinnalitur er borinn á nálægt því. Kinnalitur settur á kinnbeinin lárétt dregur úr lengd andlitsins, en draga má úr miklum kjálkum með því að setja litinn undir kinnbein og niður undir kjálka. Kinnalitur settur neðan und- ir ytri brún augna og örlítið á höku gerir kringlótt andlit minna kringluleitt. Kinnalitur settur upp við hársrætur dreg- ur úr of háu enni og ef maður er fölur og ræfilslegur á það að Iffga vel upp á útlitið að dyfta allt andlitið með kinnalit. .Brauð með ^ epli og kanel Venjulegt formbrauð smurt. Eplin afhýdd og skorin f sneiðar, sem settar eru ofan á brauðið. Kanil og sykri stráð ríflega yfir og brauðið bakað f ofni f 15—20 mín. við 375 F. Mynt eftir RAGNAR/ BORG Helgi Jónsson myntsafnari segir frá vörupeningum, brauðpeningum og fleiru HELGI Jónsson er sjálfsagt lang þekktastur allra íslenzkra mynt- safnara, bæði hér heima og er- lendis. Óðrum þræði er það vegna þess, að hann hefir lengi fengist við myntsöfnun og söfnun á öðrum þeim hlutum, sem rekur á fjörur góðs myntsafnara, og svo vegna þess að hann er afar fróður um allt er myntsöfnun viðkemur. Helgi er fús að miðla öðrum af þekkingu sinni og hafa vist ófáir leitað til hans um ráð og upplýs- ingar. Helgi Jónsson er einn af stofnendum Myntsafnarafélags ins, á félagsskirteini númer 1, var fyrsti formaður þess og hefir unnið mjög að mótun starfsemi þess. Helgi Jónsson var formaður sýningarnefndar þeirrar, er kom upp Myntsýningunni 1972, og aftur hefir Helgi valist til að vera formaður sýningarnefndar Mynt- safnarafélagsins vegna hinnar fyrirhuguðu samsýningar á mynt og frimerkjum, sem halda á i Hagaskólanum dagana 13. 14 og 15. júni n.k. Varla er sú nefnd stofnuð innan Myntsafnarafélags- ins, að Helgi Jónsson sé þar ekki með annan fótinn. Má af ofan- greindu ráða hvilíkur kjörgripur Helgi Jónsson er fyrir félagið, enda er hann maður einstaklega viðfelldinn og Ijúfur. Á Eystrar- saltsvikuna i Rostoc i Þýzkalandi, 1968. sendi Helgi Jónsson nokkra gripi úr safni sínu, en á myntsýn- ingu, sem tengd var þessari viku, sendu um 200 þátttakendur mynt og medaliur. Helgi Jónsson var meðal þeirra 29. sem verðlaun fengu. en stig voru gefin fyrir m.a. uppstillingu, söfnunargildi mun- anna, peningana sjálfa o.s.frv. Er Helgi fyrstur íslendinga til að taka þátt i alþjóðlegri myntsýningu. sem þessari. Ég fór nýlega i smiðju til Helga og bað hann að segja mér. og lesendum þáttarins, frá brauð og vorupeningum og öðru sliku. Helgi sagði að um þrenns konar peninga væri að tala. Þar af væru 3. sem eiginlega væru ekki pen- ingar, heldur adressumerki, sem voru gefin góðum viðskiptavinum og til auglýsingar á verzluninni. Þau gáfu þeir út: Árni Jónsson á isafirði, Guðmundur ísleifsson á Háeyri og V. T. Thostrup á Seyðis- firði. Helgi Jónsson sagði að dr. Kristján Eldjárn segði vörupening- ana vera 1 7 talsins og brauðpen ingana a.m.k. 10 og vitað væri þó um fleiri, sem smám saman væru að koma í Ijós. Dr. Kristján hefir getið þess i ágætri grein, er hann ritar i Árbók hins íslenzka forn- leifafélags 1972 um upphaf vörupeninga á íslandi. að fyrstu vörupeningarnir hafi verið teknir i notkun árið 1846. Var það Carl Franz Siemsen kaupmaður i Reykjavik sem tók i notkun 2 peninga, annan að Verðgildi 4 skildingar hinn 16 skildingar. Vórupeninga má þekkja á þvi að oftast stendurá bakhliðinni ,,gegn vörum", en verðgildi er hinum megin i aurum. Þó má þess geta. að því er Helgi Jónsson segir, að P. J. Thorsteinsson á Bíldudal, sem gaf út 3 seriur vörupeninga. hefir á fyrstu seriunni aðeins P. T. þrykkt i peninginn öðrum megin, með skrifletri og upphæðina, verð- gildið i aurum, hinum megin. Notkun vörupeninga var bónnuð frá 1. júli 1902. Timabil vörupen- inga hér á landi er þvi 56 ár. frá 1846 *il 1902. Brauðpeningar eru notaðir hér- lendis miklu lengur. Liklega fram yfir 1930, telur Helgi Jónsson. Þeir eru til komnir bæði vegna þess að skortur var á skiptimynt hérlendis og svo hins að kaup- menn vildu gjarnan binda við- skiptamenn sina við sin fyrirtæki. Ef menn keytpu sér mjölpoka. I reikning. hjá kaupmanninum var það oftast vegna innleggs eða vinnu fyrir hann. Svo var farið með mjólpokann til bakarans og hann beðinn um að baka brauð fyrir viðkomandi úr mjölinu. Bakarinn lét þá viðkomandi fá brauðpeninga fyrir hluta pokans. Afganginn af pokanum notaði hann til að baka úr brauð handa öðrum og seldi þannig. Á þennan hátt fékk bakarinn þóknun sína fyrir að baka brauðið úr mjölinu og sá, sem fékk brauðpeningana gat fengið brauðið, er honum hentaði. Helgi Jónsson sagði mér um enn eina útgáfu vörupeninga. Guðjohnsen kaupmaður á Húsavik og Sveinn Magnússon vert létu gera pappaplötu, bræða á hana lakk og settu svo innsigli i lakkið. Þeir sem voru i reikning hjá Guðjohnsen, gátu fengið þessa peninga og notað sem greiðslu á hóteli þeirra Húsvikinga, sem þá var kallað Baukur, siðar Gamli- Baukur. Flestir þessara peninga munu hafa brunnið i pakkhús- bruna á Húsavik fyrir mörgum ár- um en ef einhverjir hafa þá undir höndum þætti þættinum vænt um að heyra um þá. Skrifið Morgun- blaðinu og merkið bréfið „Safnar- inn". Eitt sinn er Guðmundur skáld á Sandi og Indriði á Fjalli héldu upplestrarkvöld á Húsavík, létu þeir þess getið i auglýsingum að greiða mætti inngangseyri með „ vertshúspeningum ". Er þarna um peninginn, sem Guðjohnsen og Sveinn létu gera, að ræða. Pappaspjöld með stimpli segir Helgi Jónsson að víðar hafi verið notuð m.a. á Súgandafirði. Það eru eindregin tilmæli okkar Helga til manna, sem hafa peninga undir höndum og kunna ekki skil á, að þeir sendi peningana til um- sagnar. Geta þeir snúið sér til Morgunblaðsins og merkt bréfin, sem að ofan greinir. Munu þá sérfræðingar Myntsafnarafélags- ins rannsaka peningana og skila greinargerð, viðkomandi að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.