Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 Frumvarp til laga: Leiklistarskóli ilands varps (hljóðvarps og sjónvarps) að því leyti sem stofnanir þessar geta stutt hver aðra i starfi. Eigi er gert ráð fyrir að leik- listarskólinn verði fjölmenn stofnun. Skólastjórinn einn yrði fastur starfsmaður, en að öðru leyti annist stundakennarar kennsluna. Um nemendafjölda er ekki unnt að fullyrða neitt, en ekki virðist fráleitt að gera ráð fyrir 8—12 nýjum nemendum á ári eða 24—36 nemendum samtals í skólanum þegar hann væri full- setinn. 1 leiklistarskóla leikhús- anna eru í vetur (1974—75) 12 nemendur og i leiklistarskóla SÁL eru 43 nemendur. Um einstakar greinar frum- varpsins þarf ekki að fara mörg- um orðum. Frumvarpið miðar að þvi að lögfesta megindrætti starf- seminnar, en hið innra starf mun mótast af reynslunni og þvi nauð- Framhald á bls. 18 MÞMGI Albert Guðmundsson alþingismaður. Albert Guðmundsson: STÖNDUM EINS AÐ VEGAFRAMKVÆMDUM OG ORKUFRAMKVÆMDUM LAGT hefur verið fram í neðri deild Alþingis stjórnarfrumvarp um Leiklistarskóla tslands. Hér er um mjög athyglisvert mál að ræða, sem lengi hefur verið á döfinni, og þykir því rétt að birta frumvarpsgreinarnar í heild sem og greinargerð með frumvarpinu. LAGAFRUMVARPIÐ 1. gr. Stofna skal í Reykjavík Leiklistarskóla íslands. Hlutverk skólans er að veita nemendum sínum þekkingu og þjálfun til flutnings leiklistar. 2. gr. Skólinn skal vera þriggja vetra skóli og starfa sem næst 8 mánuði á ári. Um námsefni, inn- töku nemenda, hæfnismat (próf) o.fl. skal ákveða i reglugerð. 3. gr. Við skólann starfi skóla- stjóri, sem settur skal eða skipað- ur að fenginni umsögn skóla- nefndar. Um starfskjör hans fer eftir hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Að öðru leyti starfa við skólann stunda- kennarar, sem skólastjóri ræður, eftir því sem fé er veitt til í fjár- lögum. 4. gr. Skólastjóra til ráðuneytis um málefni skóians skal vera sjö manna skólanefnd, er mennta- málaráðuneytið skipar samkvæmt tilnefningu eftirgreindra: Þjóð- leikhússráðs, leikhússráðs Leik- félags Reykjavíkur, Bandalags ís- lenskra leikfélaga, Rikisútvarps- ins og Félags islenskra leikara. Ráðherra skipar formann nefnd- arinnar án tilnefningar. Sjöunda ÞJÓÐLEIKHUSIÐ hóf leiksýn- ingar 20. aprfl 1950 og hefur þvf senn starfað ( aldarfjórðung. Gildandi löggjöf um Þjóðleikhús er frá 5. júní 1947, en reglugerðir um framkvæmd laganna frá árun- um 1949, 1951, 1953 og loks 1958. Á þessu starfstfmabili hefur fengist mikilsverð reynsla um rekstur þess, sem lögð hefur verið til grundvallar við gerð þessa frumvarps. Frumvarp til nýrra Þjóðleikhússlaga var fyrst lagt fram árið 1971, á 91. löggjafar- þingi þjóðarinnar, en varð þá eigi útrætt. Það var á ný lagt fram á 92. löggjafarþingi en varð þá heldur ekki útrætt. I nefndinni, er samdi frum- varpið, áttu sæti: Birgir Thorla- cius, ráðuneytisstjóri, Ba'dvin Tryggvason framkvæmdastjóri og dr. Þórður Eyjólfsson, fv. hæsta- réttardómari. Frumvarpið er nú lagt fram nokkuð breytt. Nú er miðað við að sameinað þing kjósi fulltrúa Alþingis í ráðið hlutfalls- kosningu í stað þess að þing- flokkarnir tilnefni þá. Gert er þó ráð fyrir því sem áður að allir þingflokkar eigi fulltrúa í ráðinu. I fyrri gerð frumvarpsins stóð að menntamálaráðherra ákveði þóknun þess, en nú er mælt svo fyrir um að ráðið skuli vera ólaunað. Felld eru niður ákvæði um stofnun leiklistar-, sögulistar- og listdansskóia en lagt fram sér- stakt lagafrumvarp um slíkan skóla (sjá frétt á öðrum stað á þingsíðu). Einnig er fellt burtu ákvæði um að Þjóðleikhúsið skuli koma upp öðru leiksviði til efl- ingar starfsemi sinni, þar eð það hefur verið gert siðan frumvarpið var samið. Loks er fellt niður ákvæði til bráðabirgða, sem ekki eiga lengur við. I greinargerð með frumvarpinu segir svo um þær breytingar, sem það felur í sér frá núgildandi lögu: „1 frumvarpi þessu felast marg- háttaðar breytingar frá gildandi fulltrúann tilnefna nemendur skólans úr sínum hópi til eins árs í senn, en skipunartími annarra nefndarmanna skal vera fjögur ár. Nefndin er ólaunuð. 5. gr. Allur kostnaður við rekst- ur skólans greiðist úr rikissjóði. 6. gr. Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn skólans og get- ur i reglugerð sett nánari ákvæði umstarfsemi hans. 7. gr. Þjóðleikhús og önnur leik- hús i landinu sem ríkisstyrks njóta, svo og Rikisútvarp (hljóð- varp og sjónvarp) skulu veita Leiklistarskóla Islands aðstoð i starfi hans eftir því sem um semst milli aðila hverju sinni og við verður komið. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Nemendur þeir, sem veturinn 1974/75 stunda nám í leiklistar- skólum leikhúsanna og samtaka áhugamanna um leiklist (SAL), skulu eiga kost á inngöngu i Leik- listarskóla Islands, að undangeng- inni hæfniskönnun, sem skóla- stjóri og skólanefnd ákveða. Greinargerð með frumvarpinu. Leiklistarkennsla hefur að und- anförnu farið fram i einkaskól- um, skóla á vegum Þjóðleikhúss og Leikfélags Reykjavíkur og skóla á vegum Samtaka áhuga- manna um Ieiklist (SAL) með fjárhagslegum stuðningi ríkisins. Eru veittar í þessu skyni 2.3 millj. löggjöf um Þjóðleikhús og eru þessar helztar: 1. Kveðið er skýrar á um það en áður, að þótt flutningur leikrita sé aðalhlutverk Þjóðleikhússins, beri því einnig að flytja viðfangs- efni sérstaklega ætluð börnum. 2. Skipan þjóðleikhúsráðs er gjörbreytt. Starfstímabil þess er tímabundið og fulltrúum i því fjölgað til þess að það geti orðið vettvangur sem flestra þeirra, er leikhúsreksturinn varðar. 3. Myndað er fimm manna framkvæmdaráð, þ.e. 4 auk þjóð- leikhússtjóra. 4. Þjóðleikhússtjóra skal ráða til fjögurra ára í senn og má endurráða sama mann einu sinni, þannig að enginn getur gegnt þessum starfa samfellt lengur en átta ár. 5. Ráða skal leikhúsinu bók- mennta- og leiklistarráðunaut (dramaturg), listdansstjóra (balletmeistara) og tónlistarráðu- naut. 6. Miða skal við, að svo margir leikarar, söngvarar og listdans- arar starfi við Þjóðleikhúsið, að það geti jafnan leyst af hendi þau verkefni, sem því ber að sinna. 7. Lögfest sé, að blandaður kór starfi við Leikhúsið. 8. Leikárið verði framvegis frá 1. september til 31. ágúst, en eigi frá júlíbyrjun til júniloka eins og nú. 9. Þjóðleikhúsi og sjónvarpi er ætlað að koma á fót leikmuna- safni, er Leikfélag Reykjavikur og önnur leikfélög geta gerzt aðilar að, en safnið leigi búninga, leiktjöld og annan sviðsbúnað til leikfélaga. 10. Lögð er áherzla á aukið sam- starf Þjóðleikhússins við leik- félög áhugamanna, t.d. með þvi að láta þeim í té Ieikstjóra og gisti- leikara. 11. Árlega skulu farnar leik- ferðir um landið á starfstíma Þjóðleikhússins. Nefndin hefur ekki gert áætlun um kostnaðarauka þann, er af frumvarpinu myndi leiða. Fer kr. í fjárlögum ársins 1975. I frumvarpi til laga um Þjóðleik- hús, sem lagt var fyrir 91. lög- gjafarþing (1970—1971), en hlaut eigi afgreiðslu, var í 20. gr. mælt fyrir um stofnun sértaks leiklistar-, sönglistar- og listdans- skóla rikisins. Um þetta segir í greinargerð þess frv.: „Um 20. gr. Hér er kveðið á um að komið skuli á fót sérstökum leiklistar-, sönglistar- og listdansskóla rikis- ins. Þetta er mjög aðkallandi framkvæmd. Þjóðleikhúsið hefur á undanförnum árum rekið leik- listarskóla og ballettskóla, en sjálfsagt virðist, að slíkur skóli sé sjálfstæð stofnun. Nefndin taidi rétt að setja i þetta frumvarp ákvæði um stofnun sliks skóla, þótt reynslan kynni að leiða i ljós að réttara væri að setja um hana sérstaka löggjöf siðar.“ Þótt fyrirhugað sé, að frumvarp til laga um Þjóðleikhús verði lagt á ný fyrir Alþingi, sem nú situr, er hér fjallað um leiklistarskóla í sérstöku frumvarpi. Stafar þetta m.a. af því, að æskilegt er og aðkallandi að veita umrædda fræðsiu, enda tekur rikissjóður nu þegar verulegan þátt í kostn- aði við hana með fjárveitingum, og þeim aðilum, sem kennsluna annast nú, er fjárhagslega ofviða að haga henni á þann hátt, er þeir kysu sjálfir og nemendum og leik- listarstarfinu i landinu er nauð- synlegt. Ætlast er til að samstarf verði milli Leiklistarskólans, Þjóðleikhússins og annarra leik- húsa í landinu, svo og Ríkisút- mjög um það eftir því, hve ört breytingarnar koma til fram- kvæmda og hvernig starfsemi leikhússins er hagað. Öllum er væntanlega ljóst, að Þjóðleikhús verður aldrei rekið nema með all- miklum kostnaði, þótt gætt sé hinnar mestu hagsýni. Hitt verður fjárveitingavaldið að vega og meta hverju sinni, hve miklum fjármunum það vill verja til leik- hússins. En nefndin hefur leitazt við að marka með frumvarpinu þá stefnu, sem hún telur að myndi verða Þjóðleikhúsinu og þeim listgreinum, sem því eru tengdar, til eflingar og þroska." ER vegaáætlun var til fyrstu um- ræðu I sameinuðu þingi á dögun- um gerði Albert Guðmundsson at- hugasemdir við þau atriði i fram- sögu samgönguráðherra er vörð- uðu fjármögnun framkvæmd- anna. Athugasemdir Alberts voru efnislega á þessa leið: 1. Útboð happdrættisskulda- bréfa er dýr og varasöm lánsfjár- útvegun, sem gengur um of á veltufé (vinnufé) þjóðarinnar og þrengir möguleika peningastofn- ana til eðlilegrar lánsfjárfyrir- greiðslu við atvinnu- og þjónustu- fyrirtæki, hvort heldur sem um er að ræða opinberan eða einka- rekstur. 2. Standa ber að stórfram- kvæmdum i vegagerð, ekki sízt gerð varanlegra vega, á sama hátt og staðið er að stærri fram- kvæmdum í orkumálum, þ.e. að bjóða vegagerð hér út á sama markaði, sama peningamarkaði og sama vinnu- og verktakamark- aði. Vinna þarf skipulega að þess- um málum, hafa ákveðin verkefni í framkvæmd í öllum Iandsfjórð- ungum í einu, annað hvort á veg- um eins stórs verktaka eða t.d. fjögurra minni verktaka og að ís- lenzkir verktakar starfi þá sem undirverktakar eins og þeir hafa gert í orkuframkvæmdum. 3. Ég vil, sagði þingmaðurinn, miða endurgreiðslu slíkra lána við þær upphæðir, sem sam- kvæmt fjárlögum hverju sinni eru ætlaðar til slikra fram- kvæmda. Ef þann veg er staðið að málum tel ég, að við séum að nota viðráðanlegan hluta eigin ráðstöf- unar fjármagns til að ná sem mestum árangri á sem hagkvæm- astan hátt i vegagerð okkar. Að lokinni loðnuvertíð Skipverjar á Guómundi RE ganga frá ýmsu um borð að lokinni loðnuvertíðinni. Lagafrumvarp um Þjóðleikhús: Þjóðleíkhúsið hefur starfað í aldarfiórðung

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.