Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 12. APRÍL 1975 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 17 litgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Kommúnistar og hlutskipti munaðarlausra barna Ein óhugnanlegasta afleióing þeirra hörm- unga, sem dunið hafa yfir fólkió í Suður-Víetnam aö undanförnu í kjölfar hinna alvarlegu griðrofa komm- únista þar, er sá fjöldi munaóarlausra barna, sem hvergi á höfði sínu að halla eóa skjóls að leita eftir for- eldramissi í stríöinu. Hinn sérstaki harmleikur barn- anna i S-Víetnam hefur verið mjög í sviðsljósinu aö undanförnu og gerðar hafa verið ráðstafanir til aö flytja munaðarleysingja til fólks víðs vegar um heim, sem hefur tjáö sig reiðubú- ið til þess aó taka þau aó sér og ala þau upp. Slíkt er raunar engin nýlunda, jafnvel hér á íslandi hefur fólk tekið að sér munaðar- laus börn frá Indó-Kína, sem misst hafa foreldra sína í styrjaldarátökunum þar. Vandamálið er hins- vegar stærra umfangs í kjölfar hinna miklu hernaðaraðgerða síðustu vikna en verið hefur um langa hríð. Nú mætti ætla, að hlut- skipti þessara munaðar- lausu barna í S-Víetnam væri mál, sem ekki varðaði pólitík eða almennt afstöðu manna til þeirra atburða, sem þar hafa orðið á undanförnum áratugum. Fyrirfram hefði mátt gera ráð fyrir, að a.m.k. þegar um munaóarlaus korna- börn væri að ræða, gætu menn hugsaó sér að slíðra sveróin og taka höndum saman um að tryggja þeim sæmilegt heimili og skjól á barnsárum í stað þess að láta þau afskiptalaus í þessu stríóshrjáóa landi ein og yfirgefin. En svo mikið er ofstæki sumra manna, að jafnvel munaðarlausu börnin í S-Víetnam fá ekki að vera í friói. I fyrradag birtist á for- síðu islenzks dagblaðs svo- hljóðandi fyrirsögn: „Barnaflutningar frá Víet- nam — áróðursbragð í stað mannúðar.“ Sjálfsagt þurfa menn ekki lengi að velta fyrir sér um hvaða dagblað er að ræða. Að sjálfsögðu er hér á ferðinni þaö blað, sem um áratuga skeið hefur lagzt hundflatt fyrir hverri nýrri línu, sem borizt hefur frá yfirboður- um þess i hinum kommún- íska heimi og nú er boð- skapurinn, sem að austan kemur, sá, að flutningur munaóarlausra barna frá Víetnam sé áróðursbragð. Þjóðviljinn flytur þann boðskap aó sjálfsögðu ómeltan. I þvi blaði segir m.a. svo um flutninga munaðarlausra barna frá Víetnam: „Að undanförnu hefur Bandarikjastjórn reynt að færa sér i nyt flóttamannavandamálið í S-Víetnam. Tilgangurinn hefur verið aó breyta al- menningsálitinu í heimin- um og snúa því leppstjórn- inni i Saigon í hag.“ Að taka á móti munaðarlaus- um börnum er aó mati Þjóóviljans „viðbjóóslegt" athæfi og blaðið segir orö- rétt: „1 stuttu máli sagt: fyrst drepa Bandaríkin for- eldra barnanna, síðan stela þau börnunum sjálfum." Og blaðið setur fram þessa kröfu: „Stöðvió barnaræn- ingjana." Kommúnistar geta nú ekki lengur kynt áróðurs- elda sína um heim allan meó því aó bandarísku her- valdi sé beitt í Víetnam. Því er nefnilega ekki leng- ur til aö dreifa. Eina her- valdió, sem þar er beitt, er hervald N-Víetnama, sem nýtur ótakmarkaðs stuón- ings Sovétríkjanna, Kína og fleiri kommúnistaríkja í vopnum og fjármunum. Þaó er þetta kommúníska hervald, sem nú ber ábyrgð á hörmungunum i Víetnam. En þegar ekki er lengur hægt að veitast að bandarísku hervaldi í S- Víetnam er tjaldað því sem til er og nú eru Bandaríkja- menn sakaóir um aö hafa gerzt „barnaræningjar“ og Þjóóviljinn heldur þvi fram, aó fyrst murki Bandaríkjamenn lifið úr foreldrum barnanna og ræni þeim siðan. Um þenn- an málflutning er i sjálfu sér ekkert að segja. Það er ástæöa til að vekja athygli á honum, svo að hann fari ekki framhjá neinum. Hann er þeirrar gerðar, að hann dæmir sig sjálfur, en hann mætti verða ýmsum þeim, sem á undanförnum árum hafa gengið í lið með kommúnistum í baráttu þeirra í Vietnam nokkurt umhugsunarefni og vís- bending um, að það sé ekki fyrst og fremst „þjóð- frelsi" S-Víetnama, sem þetta fólk ber fyrir brjósti heldur einfaldlega valdaað- staða kommúnismans í heiminum. Til þess að tryggja hana er öllum brögðum beitt, jafnvel þeim að gera harmleik munaöarlausra barna í stríðshrjáðu landi að póli- tisku bitbeini. Það er íslenzkri þjóó til hneisu aó á íslandi skuli gefið út dagblað, sem með þessum hætti gerist mál- pípa ofbeldisafla. HÉR fer á eftir ræða Geirs Hallgríms- sonar, er hann flutti á aðalfundi Vinnuveitendasambands tslands sl. fimmtudag. ÞEGAR kjarasamningar voru undirritaðir i lok febrú- ar á siðastliðnu ári að loknum einhverjum lengstu og umfangmestu samningaviðræðum á seinni árum, höfðu i reynd þegar orðið algjör áttaskipti í þróun viðskiptakjara frá því kjarakröfur launþega voru markaðar á siðari hluta ársins 1973, þótt e.t.v. hafi menn ekki þá almennt gert sér þetta ljóst. Þótt mönnum væri e.t.v. ekki með öllu Ijóst, hve mikil þessi skerðing viðskiptakjara væri eða gæti orðið 1974, duldist engum að hinir almennu kjara- samningar, sem gerðir voru fyrri hluta ársins 1974 fólu í sér launahækkanir, sem fóru verulega fram úr greiðslugetu atvinnuveganna og stefndu efnahags- jafnvægi og atvinnuöryggi í tvisýnu. Um þetta var ekki ágreiningur milli stjórnmálaflokkanna. Oraonhæfir kjarasamningar Niðurstöður samninganna gátu ekki tryggt raun- hæfar kjarabætur. Þetta átti ekki sízt við þær kaup- hækkanir, sem komu í kjölfar rammasamningsins 26. febrúar 1974 og fóru í reynd út fyrir hann. Auk launahækkana af völdum kjarasamninganna kom til vísitöluhækkun launa 1. marz 1974, og annarrar og miklu meiri visitöluhækkunar var svo að vænta 1. júní. Til þess að koma i veg fyrir þá hækkun, sem talin var geta veikt stöðu atvinnuveganna að því marki að kæmi til rekstrarstöðvunar í helztu atvinnugreinum og þar með til atvinnuleysis, beitti fyrrverandi rikis- stjórn sér fyrir bráðabirgðaráðstöfunum í efnahags- málum, sem einkum fólu i sér afnám vísitölubóta á laun frá 1. júní 1974 að telja. Jafnframt var gengið látið síga. Eftir að samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins var mynduð varð samkomulag um það milli stjórnarflokkanna, að framlengja visitölufryst- inguna, enda var það niðurstaða ýtarlegrar athugunar á miðju sumri, að efnahagsvandinn hefði magnazt frá þvi um vorið, einkum vegna meira verðfalls á útflutn- ingsvörum og innflutningsverðhækkunar. Einnig var ljóst, að vegna þessarar þróunar viðskiptakjara og mikillar innflutningseftirspurnar voru forsendur óbreyttrar gengisskráningar brostnar og rikisstjórnin hlaut því að leiðrétta gengisskráninguna með því tviþætta markmiði að veita útflutningsatvinnuvegun- um auknar tekjur og tryggja þannig rekstrargrund- völl þeirra og þar með fulla atvinnu, — og að bæta viðskipta- og greiðslustöðuna gagnvart útlöndum. Gengisbreytingin var fram sett sem fyrsti hluti samræmdra heildaraðgerða í efnahagsmálum, og var henni síðan fylgt eftir með ráðtöfunum í sjávarútvegi og viðtækum ráðstöfunum á sviði launa- og verðlags- mála i september. Var þess fyrst og fremst gætt að vernda kjör láglaunafólks og lifeyrisþega, sem jafnan verða harðast úti í veðraskiptum efnahagslífsins. Var talið, að þessar samræmdu ráðstafanir dygðu til að halda sæmilegu jafnvægi í efnahagsmálum innan- lands og bæta stöðuna út á við. I stað þess að snúast til nokkurrar hækkunar, eins og vonir stóðu til haustið 1974, fór útflutningsverðlag hins vegna lækkandi til ársloka. I dag er talið, að viðskiptakjörin séu 30% lakari en á fyrsta ársfjórð- ungi 1974, 14—15% lakari en á s.I. sumri og 8—10% lakari en lagt var til grundvallar við gerð fjárlaga fyrir árið 1975. Þegar þess er gætt að þessi breyting viðskiptakjara veldur skerðingu þjóðartekna, sem nemur þriðjungi ofangreindra talna má öllum vera ljóst, að slíkar breytingar skipta sköpum fyrir þjóðar- hag. Dregið úr ríkisútgjöldum Þegar efnahagshorfur skýrðust betur á fyrstu vik- um þessa árs var ljóst, að sú þróun, sem þá blasti við, fengi ekki staðizt til lengdar, þar sem möguleikar til þess að halda uppi þjóðarútgjöldum umfram tekjur voru tæmdir. Aðeins með gengisbreytingu virtist raunhæft að ná því marki að efla starfsemi útflutn- ingsatvinnuveganna og innlends framleiðsluiðnaðar og þar með grundvöll allrar atvinnustarfsemi i land- inu, en draga jafnframt úr gjaldeyrisnotkun og styrkja þannig stöðu þjóðarbúsins út á við. Lögð var áherzla á, að í framhaldi gengisbreytingar- innar þyrftu að koma aðgerðir í fjármálum ríkisins og peningamálum, er tryggðu, að framkvæmdir og út- gjöld færu ekki fram úr eðlilegu ráðstöfunarfé þjóðar- innar við þær þröngu aðstæður, sem ríktu. Til þess að ná þessu markmiði hefur ríkisstjórnin lagt fram á Alþingi frumvarp um ráðstafanir í efna- hagsmálum og fjármálum. Tilgangur frumvarpsins er annars vegar sá að draga úr ríkisútgjöldum þannig að rikið taki að sinu leyti á sig þann tekjubrest, sem þjóðin hefur orðið fyrir, en hins vegar var frumvarp- inu ætlað að mynda fjárhagslegt svigrúm til nokkurr- ar skattalækkunar til þess að greiða fyrir kjarasamn- ingum og jafna kjör manna í landinu og milda þá kjaraskerðingu, sem þjóðin í heold fær ekki undan vikizt, fyrir þá, sem hafa lágar tekjur. Efni frumvarpsins má skipta i fjóra meginþætti: í samráði við og með samþykki fjárveitinganefndar Alþingis. I öðru lagi er i frumvarpinu bein tillaga um lækkun beinna skatta eintaklinga um 1.240 m. kr. frá gildandi lögum og heimild til lækkunar óbeinna skatta um 600—800 m. kr. á heilu ári, eða samtals heimild til lækkunar skatta um allt að 2.000 m. kr. Þessar úrbæt- ur eru einkum ætlaðar hinum tekjulágu og helzt þeim, sem hafa mikla ómegð. I þriðja lagi er í frumvarpinu tillaga um að taka 2.500 kr. flugvallargjald af hverjum farþega til út- landa en skattlagning utanlandsferða er hiklaust afar lág i samanburði við önnur útgjöld. Þá er í frumvarp- inu ákvæði um 5% skyldusparnað af tekjum umfram ákveðið hátt tekjumark, t.d. 1.800 þúsund krónur brúttó árið 1974 hjá hjónum með tvö börn á framfæri. Með skyldusparnaðinum og flugvallargjaldinu er stefnt að þvi að jafna sem sanngjarnast þeim byrðum sem þjóðin öll verður nú að taka á sig. Með skyldu- sparnaðinum er jafnframt aflað innlends fjármagns til brýnna opinberra framkvæmda, en ætlað er að með skyldusparnaðinum fáist 200—250 m.kr. að láni frá hinum betur stæðu í þjóðfélaginu. t fjórða lagi eru í frumvarpinu ákvæði um lántöku- heimildir fyrir rikissjóð hérlendis og erlendis til opin- berra framkvæmda og til fjárfestingarsjóða. Með til- lögum þessum er settur ákveðinn rammi fyrir þessi útgjöld og útlán, sem í senn tekur mið af því, að nauðsynlegt er að gefa orkuframkvæmdum forgang við ríkjandi aðstæður, og að fjárhagsgetu hins opin- bera og þjóðarinnar allrar eru takmörk sett. Með gengisbreytingunni 14. febrúar s.l. og með framkvæmd tillagna efnahagsmálafrumvarps rikis- stjórnarinnar og þeirra fylgiráðstafana i sjávarútvegi, sem hún mun fljótlega leggja fyrir Alþingi, er stefnt að því jafnvægi í rikisfjármálum og þjóðarbúskap, sem er forsenda atvinnuöryggis. Þessar tillögur eru við það miðaðar: Að það takist að rétta gjaldeyrisstöð- una nokkuð á árinu 1975; Að tryggður verði snurðu- laus rekstur atvinnuveganna, þótt þeir eins og aðrir þurfi að búa við lakari hlut á þessu ári en á velgengn- istimum; Að tryggð verði full atvinna og lífskjör þjóðarinnar haldist lík og þau voru á árunum 1971 og 1972. Þetta er megintilgangurinn. Takist okkur að ná honum er mikið unnið. anna eins og nú árar. Launaákvörðunin er lykilstærð i þjóðarbúskapnum og undir því eigum við mikið, að hófsamlega sé á henni haldið. Þeir kjarasamningar, sem nú hafa verið undirritaðir, og áform um skatta- lækkanir miða fyrst og fremst að þvi að styrkja stöðu láglaunafólksins í kjölfar þeirrar rýrnunar, sem orðið hefur á kaupmætti kauptaxta frá því að siðustu al- mennu samningar voru gerðir, þótt enn verði að vekja athygli á, að með þeim samningum gat ekki fengizt raunhæf kaupmáttaraukning. Steínan að bæta kjör láglaunafólks Núverandi ríkisstjórn markaði i upphafi þá stefnu í kjaramálum, að við þær erfiðu aðstæður i efnahags- málum, sem við búum nú við, bæri að leggja megin- áherzluna á að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir í þjóðfélaginu. Alþýðusambandið setti fram svipuð sjónarmið síðastliðið haust. Engum hefur blandazt hugur um, að kjaramálin hafa verið óvenju vandasöm vegna þeirrar óumflýjanlegu kjaraskerðingar, sem orðið hefur. Það er mjög mikilvægur árangur, að unnt skuli hafa verið að tryggja vinnufrið í meginatriðum á lækkunar skatta þá er ástæða til þess að leggja áherzlu á, að skattabreytingar þessar eru framkvæmdar sem liður í stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var sú stefna mótuð að sameina bæri algengustu bætur almannatrygginga og tekjuskattinn og létta tekjuskatti af almennum launa- tekjum. Með frv. er mikilvægt skref stigið í þessa átt, en áfram verður unnið að heildarendurskoðun skattalaga og að henni lokinni er ekki þess að vænta eða eðlilegt, að skattbreytingar fléttist inn i kjarasamninga. Vísitölnkerfið er á margan hátt gallað Ýmsir telja bráðabirgasamkomulag um kaup og kjör, er gildir aðeins i 2—3 mánuði, lítils virði. Ég er allt annarrar skoðunar. Bráðabirgðasamkomulagið bætir andrúmsloftið í viðræðum aðila vinnumarkaðar- ins og bætir skilyrðin fyrir árangri um skipan mála til lengri framtíðar. Framundan eru viðræður aðiia vinnumarkaðarins, launþega og vinnuveitenda um nýja skipan vísitölumálanna. Báðir þessir aðilar hafa lýst vilja sínum til að breyta þvi kerfi, sem hér hefur Forðað frá verkföllom Landsmenn fögnuðu almennt samkomulaginu, sem tókst á skírdag i kjaradeilu ASI og vinnuveitenda. Að visu er hér aðeins um bráðabirgðasamkomulag til tveggja mánaða að ræða, en mikils var um vert aó fieir Hallgrímsson — Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, flytur ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins. Visitölnbmding fjárskoldbindinga og endorskoðop verðlaosoppbétor Skattalækkanir 1 fyrsta lagi er með því lagt til, að ríkisstjórninni sé heimilt að lækka ríkisútgjöldin um allt að 3.500 m. kr. eða sem nemur l'A% af heildarútgjöldum fjárlaga vinnufriður rofnaði ekki á vertíðartimanum. A sama hátt ber að fagna því, að samningar hafa tekizt milli sjómanna og útvegsmanna um kjör á bátaflotanum og hinum minni skuttogurum. Ég vil sérstaklega láta í Ijós að ástæða er til að fagna þeirri samþykkt Sjómannasambandsins og L.I.U., sem gerð var við undirritun bátakjarasamninganna í fyrra- dag: ,,að óska eftir því við ríkisstjórnina, að hún feli Þjóðhagsstofnun að láta fara fram endurskoðun á samningsfyrirkomulagi varðandi kerfisbreytingu á hlutaskiptum og afstöðu til sjóóakerfis sjávarútvegs- ins. Samninganefndirnar óska eftir þvi, aó skipuð verði 10 manna nefnd undir forystu Þjóðhagsstofnunar- innar með aðild tveggja fulltrúa frá hverju eftirtal- inna samtaka: Sjómannasambandi Islands, Farmanna- og fiskimannasambandi Islands og Landssambandi fsl. útvegsmanna og eins fulltrúa frá Alþýðusambandi Vestfjarða, Alþýðusambandi Austfjarða og Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda. Nefnd þessi skal hafa skilað áliti fyrir 1. des. 1975.“ Ríkisstjórnin mun veita þá aðstoð, sem aðilar óska eftir til þess að vinna að þessu mikilsverða verki og telur að hér sé um skynsamleg viðbrögð við erfiðum aðstæðum að ræða. Við þessa endurskoðun er ástæða til að binda nokkrar vonir þvi mikið er i húfi að málum sjávarútvegsins sé þann veg skipað að þar nýtist átakið sem bezt og að menn beri úr býtum eftir verðleikum. Forðað hefur verið verkföllum alls staðar nema á stóru togurunum. Vandamál þeirra eru alveg sérstaks eðlis og er nú reynt að finna lausn á þeim að þvi leyti, sem það er á færi hins opinbera. Jafnframt verður að leggja áherzlu á, að aðilar málsins leggi sig alla fram að ná samkomulagi i samræmi við þegar gerða samn- inga. Rikisstjórnin treystir þvi, að farsællega takist að ljúka þeim samningum, sem ölokið er, og að samning- arnir nái almennu samþykki. Okkur er mikill vandi á höndum á sviði tekjumál- þessum erfiðu timum. Öllum er ljóst mikilvægi þess, að framleiðslustarfsemin haldist óslitið gangandi, enda er það ein af forsendum þess, að þjóðin geti fetað Sig út úr erfiðleikunum. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að leysa kjaradeilur með friðsamlegum hætti. Núverandi ríkisstjórn markaði í upphafi þá stefnu i kjaramálum, að við þær erfiðu aðstæður í efnahags- málum, sem við búum nú við, bæri að leggja megin- áherzluna á að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir i þjóðfélaginu. Alþýðusambandið setti fram svipuð sjónarmið siðastliðið haust. Engum hefur blandazt hugur um, að kjaramálin hafa verið óvenju vandasöm vegna þeirrar óumflýjanlegu kjaraskerðingar, sem orðið hefur. Það er mjög mikilvægur árangur, að unnt skuli hafa verið að tryggja vinnufrið í meginatriðum á þessum erfiðu timum. Öllum er ljóst mikilvægi þess, að framleiðslustarfsemin haldist óslitið gangandi, enda er það ein af forsendum þess, að þjóðin geti fetað sig út úr erfiðleikunum. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að leysa kjaradeilur með friðsamlegum hætti. Ljóst er, að fjölmargir aðilar hafa lagt hönd á plóginn við að ná þessu samkomulagi. Sá skilningut*, sem launþegasamtökin hafa sýnt á erfiðleikunum á sinn þátt i þeirri lausn, sem nú er fengin. Vinnuveit- endur hafa að sínu leyti sýnt góðan skilning á nauðsyn þess að bæta kjör láglaunafólks. Ríkisstjórnin vonar að sú yfirlýsing sem hún gaf, hinn 26. marz s.I., um áform sin i skatta- og trygginga- málum, hafi greitt fyrir samningum. En yfirlýsingin var gefin I trausti þess að vinnufriður haldist. Ríkisstjórnin telur kjarabætur i formi skattalækk- ana þýðingarmiklar við núverandi aðstæður, enda hæpið, að atvinnuvegirnir þoli meiri kauphækkanir án atvinnuörðugleika. Lækkun skatta eru þó mjög ákveðin takmörk sett, þvi að mörg verkefni hins opinbera eru brýn. Þótt góðar og gildar ástæður að þessu leyti séu nú til verið við lýði. Ástæða er því til að ætla, að þessir aðilar geti náð samkomulagi um nýtt fyrirkomulag þessara mála á næstu tveimur mánuðum, enda hefur þegar verið unnið nokkuð að undirbúningi þessa þáttar. Flestir eru á einu máli um, að vístitölukerfið sé á margan hátt gallað og því sé óhjákvæmilegt að koma fram breytingum. Visitöluuppbætur hafa ekki verið greiddar á laun síðan þær voru numdar úr gildi með bráðabirgðalögum fyrir tæpu ári, en núverandi rikis- stjórn setti lög um launajöfnunarbætur í stað visitölu- bóta, og siðustu kjarasamningar fylgja skyldri stefnu. Það þarf að sníða visitölukerfið þannig, að ekki þurfi óhjákvæmilega að taka það úr sambandi i hvert sinni, er áföll dynja yfir. Það væri ekki sizt launþegum til hagsbóta, ef unnt reyndist að koma slikum breyting- um fram. Leggja verður rika áherzlu á, að áfram verði unnið að þessum máium með það í huga fyrst og fremst að tryggja vinnufrið í landinu, án þess að efnahagskerfið fari úr skorðum eins og gerðist við kjarasamningana í fyrra. Á sviði launamála hefur hin langa reynsla okkar af visitölubindingu leitt i ljós ýmsa galla. Fyrir utan hina augljósu víxlgengisvél verðlags og launa, sem hrundið er af stað með of miklum hækkunum grunnlauna, þá voru á visitölukerfinu tveir veigamiklir agnúar, sem einkum komu fram við tvenns konar aðstæður: 1. Þegar vixlhækkunum er hrundið af stað af hækkun innflutningsverðs — umfram hækkun út- flutningsverð. 2. Þegar verðbreytingar koma fram af völdum efna- hagsaðgerða stjórnvalda, t.d. hækkun óbeinna skatta eða verðlags opinberrar þjónustu eða við gengislækk- un. Vísitölukerfið, eins og það var þegar það var tekið úr sambandi tók ekki til breytinga beinna skatta né verðbreytinga áfengis og töbaks, en hins vegar voru flestir aðrir skattar þar með. Þetta hefði i för með sér verulega takmörkun fjármálaaðgerða, bæði almennt og hvað snerti val milli ráðstafana. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta visitölukerfinu til þess að sníða af þá agnúa, sem hér var getið án þess að það hafi tekist. Almennt er þó viðurkennt, að verðtrygging launa i einu eða öðru formi geti verið æskileg, bæði til að stuðla að auknu launajafnrétti og meiri kyrrð á vinnumarkaði en ella. Visitölukerfið, sem við bjuggum við, þurfti hins vegar nauðsynlega endurskoðunar við og bindur ríkis- stjórnin miklar vonir við niðurstöðu þeirrar endur- skoðunar í komandi viðræðum launþega og vinnuveit- enda. Lííeyrissjóðirnir Þótt umræður um vísitölukerfið hafi að undanförnu eðlilega snúist mest um vísitölubindingu launa hefur jafnframt á sviði lánamála gætt vaxandi áhuga á vísi- tölubindingu, og hefur ríkisstjórnin haft hug á að kanna þau mál nanar svo sem fram kemur í stefnu- yfirlýsingu rikisstjórnarinnar. Hér væri fyrst og fremst um það að ræða, að til greina kæmi með visitölubindingu lánsfjár að leysa þau vandamál, sem í vaxandi mæli gætir, að sjá fjárfestingarlánasjóðakerf- inu fyrir nægilegu fjármagni á hverjum tíma og jafnframt að tryggja verðgildi fjármagns lifeyrissjóð- anna. Lifeyrissjóðunum sjálfum hefur nú orðið æ ljósari nauðsyn þess, að þeim séu opnar leiðir til að tryggja fjármagn sitt á arðbæran hátt i samkeppni við forgangskröfur meðlima sinna um óverðtryggð lán til íbúðabygginga, þar sem brátt rekur nú að því, að hinir eldri af lifeyrissjóðunum þurfi að inna af hendi veru- legar lífeyrisgreiðslur til félagsmanna sinna. Hér við bætist svo sú staðreynd að opnberir starfsmenn njóti lífeyris, sem bundinn er launum fyrir -síðasta starf lifeyrisþega eins og þau eru á hverjum tíma, en á hinn bóginn eru lifeyrisgreiðslur flestra annarra sjóða óverðtryggðar með öllu. Af þessu leiðir mikinn kjara- mun á milli þeirra, er lífeyris njóta úr verðtryggðum sjóðum og hinna, sem fá lifeyri úr óverðtryggðum sjóðum. Til lengdar fær þessi mismunun og kjaramun- ur ekki staðist. Það er þvi sennilegt, að visitölubinding fjárskuld- bindinga í einu eða öðru formi verði aukin á næstu árum sérstaklega þar sem aðgengilegra virðist að tryggja raunverulegan afrakstur fjármagns sjóðanna með þessum hætti en með sveigjanlegri vaxtastefnu. Visitölubinding fjárskuldbindinga hefur hins vegar í för með sér ýmsa erfiðleika i framkvæmd, ekki sízt þeim sem upp koma við að greina milli skammtíma og langtima skuldbindinga, þar sem visitölubinding t.d. viðskiptavíxla yrði bæði erfið i framkvæmd og fyrir- hafnarmikil. Hér kynnu einnig að koma upp erfið- leikur vegna forgangsmeðferðar eða sérstakra kjara ýmissa tegunda lána, og þarf í þeim efnum almennt að samræma lánskjör sem mest og greina á milli al- mennra lánveitinga og féiagslegra lána, er veitt væru með sérstökum kjörum. Vfxlhækkanir kanpgjalds og verðlags Vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa lengi tekið mikið rúm í efnahagsmálaumræðum hér á landi. Reynsla okkar sýnir að taka verður með varúð hug- myndum um visitölubindingu sem allsherjar hjálp- ræði. Visitölubindingin er heldur ekki umfram önnur form launaákvörðunar sjálfstæð uppspretta verð- bólgu. Hana ber að skoða fremur sem farveg verðbólg- unnar. En ýmis atriði í núgildandi kerfi eru mein- gölluð. Takist okkur að sniða þau af má vel vera, að vísitölubinding í einhverju formi geti stuðlað að og staðfest velheppnaðar launaákvarðanir farsællega eins og hún getur magnað mistök, en um það siðar- nefnda höfum við mörg dæmi. Vfsitölubinding er aðeins einn þáttur í flóknu kerfi, sem verður ekki rifinn úr sinu samhengi. Öllum er ljóst að engin reikniformúla getur til lengdar verð- tryggt laun. Kaupmátturinn hlýtur að ráðast af afkomu þjóðarbúsins og öllum atriðum þeirra samn- inga sem gerðir eru hverju sinni. Þegar vandlega er skoðað, er ákvörðun launa — og þar með vísitölukerfið — eitt mikilvægasta hag- stjórnartækið. Mikið er í húfi að þessu tæki sé í senn beitt af skynsemi og sanngirni. A ykkar samtökum hvilir því mikil ábyrgð við mótun kjaramálastefn- unnar á þessu vori. Fiill atvinna er forgangsverkefnið Hastarleg umskipti til hins verra í efnahagsmálum, ör verðbólga og mikill greiðsluhalli í viðskiptum við útlönd hafa að undanförnu sett svip sinn á þróun efnahagsmála hér á landi, eins og reyndar i flestum nálægum löndum. Hér eru þó sviptingarnar í kjörum hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum. Þessi umskipti eru þeim mun tilfinnanlegri, sem hugmyndir manna um kjarabótamöguleika og útgjaldaáform — bæði hjá einstaklingum, opinberum aðilum og öðrum — mótuðust í ríkum mæli af velgangni undanfarinna fjögurra ára. Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmáium i heiminum, verðum við að sætta okkur við, að lifskjör þjóðarinnar geta ekki batnað um sinn. Forgangsverk- efnið á sviði efnahagsmála er að tryggja fulla atvinnu og atvinnuöryggi. Til þess að ná þessu markmiði jafnframt þvi sem hamlað er gegn verðbólgunni, verð- um við að halda í við okkur, sníða okkur stakk eftir vexti. Þetta ætti okkur að vera vel unnt, því að hlutskipti okkar er gott samanborið við flestar þjóðir aðrar. Þrátt fyrir andstreymi i efnahagsmálum er hér ekkert atvinnuleysi ólikt þvi, sem er í ýmsum nálæg- um löndum. Mikil óvissa ríkir i efnahagsmálum heims- ins um þessar mundir, við ættum því að keppa að þvi allir sem einn að gæta í hvívetna þeirrar hófsemi sem er forsenda atvinnuöryggis. Við þessar aðstæður Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.