Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1975 Býður 500 krónur fyrir hvert kíló af tíu punda laxi EINS og Morgunblaðið skýrði frá i vikunni, hefur fyrirtækið Unex auglýst eftir kaupum á miklu magni af laxi f sumar, sem á að reykja innanlands og sfðan flytja út til Svfþjóðar og Frakklands. Verð það, sem greitt verður fyrir laxinn, mun teljast mjög gott, en það er frá 200—500 krónur fyrir kflóið. Að sögn Olafs Jónssonar verður laxinn verðlagður eftir stærð og viðhafðar verða 4 stærðarflokkar, þ.e. 1—3 punda, 4—6 punda, 7—9 punda og 10 pund og stærri. Eðli- lega verður greitt hæsta verðið fyrir stærsta laxinn. Þegar við höfðum samband við Ólaf í gær, sagði hann, að margir bændur hefðu þegar haft sam- band við sig og verið væri að ganga frá kaupum á næstunni, og siðan ætti eftir að koma i ljós hvað fengist, því laxveiðitiminn hæfist ekki fyrr en í lok maí og byrjun júní. Botnskemmdirnar á Hvassafellinu -ERFIÐUR RÓÐUR — „Mér sýnist þetta ætla að verða erfiður róður," sagði Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambands Islands, i samtaii við Morgunblaðið í gærkvöldi, þegar hann var spurður um horfurnar i togaraverkfallinu. Sáttasemjari hafði þá boðað deiluaðila á fund kl. 2 i gær en sá fundur stóð aðeins i um klukku- stund og þokaðist þar ekkert i samkomulagsátt. Er næsti fundur ekki boðaður fyrr en á þriðju- dag. Æ fleiri togarar koma því til með að stöðvast þegar þeir koma til hafnar næstu daga. Þessi mynd var tekin i Reykjavikurhöfn, þar sem Ögri hefur þegar stöðvazt og lóðsinn er að koma inn til hafnar með annan stóran skuttogara. meiri en ætlað var 2500 minkalæður flutt ar inn jfrá Finnlandi ISLENZKA fyrirtækið Loðskinn hf. og finnska fyrirtækið Finjak AB hafa stofnað saman fyrirtæki til að reka minkabú á Skeggjastöðum i Mosfellssveit. Koma 2500 hvolpafullar minkalæður með flugvél frá Finnlandi á miðvikudaginn og verður það fyrsti innflutningurinn á lifandi mink í mörg ár. Ætlunin er að auka stofninn i 7500 minkalæður og yrði þetta þá langstærsta minkabú landsins. Mbl. ræddi í gær við Jón As- bergsson framkvæmdastjóra Loð- skinna hf. Hann sagði, að viðræð- ur hefðu átt sér stað við fulltrúa finnska fyrirtækisins, sem væri eitt hið stærsta sinnar tegundar i heiminum. Hefði orðið samkomu- lag um stofnun minkabúsins og á hvort fyrirtækið um sig helming i hinu nýja fyrirtæki. Mun fyrir- tækið leigja aðstöðu Pólarminks hf. á Skeggjastöðum í Mosfells- sveit en það fyrirtæki hætti störf- um um s.l. áramót og felldi allan sinn stofn. 1 vor verður hafizt handa við stækkun búsins á Skeggjastöðum, en meiningin er að hafa þar i framtiðinni 7500 læður eins og að framan greinir. Eru það töluvert miklar fram- kvæmdir. Þegar þessari stærð er náð verður búið að Skeggjastöð- um þrefalt stærra en önnur bú landsins og með 2500 læðum sem koma í næstu viku verður það reyndar i hópi þeirra stærstu. í lífshættu eftir bruna MAÐUR brenndist alvarlega er eldur kom upp í herbergi hans I fyrrinótt. Er maðurinn talinn í lífshættu, en hann brenndist aðal- lega á baki og handleggjum. Nær allir munir f herbergi mannsins eyðilögðust af eldi og reyk. Talið er fullvíst að maðurinn hafi sofn- að út frá logandi sígarettu og hún hafi valdið þessum bruna. Herbergi mannsins er í kjallara sambýlishúss við Hraunbæ. Klukkan rétt rúmlega 6 í gær- morgun kom lögreglumaður sem býr í blokkinni heim af vakt. Þótti honum lyktin i húsinu undarleg og er hann fór að gæta betur að sá hann reyk koma út úr herbergi mannsins. Braut hann þegar upp dyrnar og gerði ráðstafanir til að koma manninum undir læknis- hendur. Eldurinn var þá sloknað- ur fyrir alllöngu, liklega vegna skorts á súrefni. Læðurnar sem koma hingað flugleiðis á miðvikudaginn eru af finnskum stofni. Þetta er allt pastelminkur, þ.e. brúnminkur. Minkaræktina á Skeggjastöðum munu finnskir menn annast, bú- stjóri og aðstoðarmaður hans. Tækjakaup til Kröflu staðfest RÍKISSTJÓRNIN og Seðlabank- inn' hafa nú staðfest gerðir Kröflunefndar um samning við japanska stórfyrirtækið Mitsubishi um kaup á túrbínum og generator til virkjunarinnar. Samningsupphæðin mun vera nálægt 900 milljónum króna og ráðstafanir hafa verið gerðar til að ganga frá fyrstu afborgun vegna þessara tækjakaupa. I LJÓS hefur komið að botn- skemmdir á Hvassafelli eru meiri en menn áttu von á. Tveir brezkir sérfræðingar, annar frá endur- tr.vggjendum skipsins en hinn fulltrúi björgunarskipsins sem hingað er á leiðinni, fóru á strandstað Hvassafellsins við Flatey á Skjálfanda ásamt Hirti Hjartar, framkvæmdastjóra skipádeildar SlS, og Óttari Karls- syni, skipaverkfræðingi, og hafa þeir kannað nánar skemmdir skipsins og allar aðstæður til björgunar. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Hjörtur Hjartar að hinir er- lendu sérfræðingar hefðu enn sem komið væri ekki tjáð sig um horfur til björgunar á skipinu, enda væru þeir enn að kanna að- stæður úti i skipinu og ekki vænt- anlegir í land fyrr en i gærkvöldi. Hins vegar sagði Hjörtur greini- legt að þeim hefðu litizt skemmd- irnar á botni skipsins meiri og erfiðari viðfangs en þeir áttu von á, og þá sérstaklega götin undir vélarúminu. Þá skýrði Hjörtur frá því að björgunarskipið, sem ætlað er að freista þess að ná Hvassafellinu af strandstað, væri væntanlegt á vettvang næstkomandi þriðjudag en skipinu hefur seinkað nokkuð. Þá er nú lokið við að losa úr skipinu allan þann áburð sem tal- in var ástæða til að bjarga úr skipinu. Friðrik vann FRIÐRIK Ólafsson vann sina fyrstu skák i fimmtu umferð skákmótsins á Kanarieyjum og er hann þar með kominn í þriðja til fjórða sæti á mótinu ásamt Tahl með 3 vinninga. Mceking hefur enn forustuna með 4 vinninga og Hort hefur hlotið 3,5 vinninga. I fimmtu umferð gerði Mecking jafntefli við Juan Manuel Bellon frá Spáni í 23 leikjum, Friðrik sigraði Roberto Debarnot frá Argentinu í 34 leikjum, Fern- ando Visier, Spáni, og landi hans Pomar gerðu jafntefli, Rodriguez frá Perú og Svíinn Ulf Anderson gerðu jafntefli, Tahl sigraði Stefano Tatai frá Italíu og Hort sigraði Fernandez frá Spáni. Tvær skákir fóru i bið — þeirra Larsens og Ljubojevic og Cardoso Filipseyjum og Pertosian. Að öðru leyti er staðan þannig á mót- inu, að í 5.—9. sæti eru Larsen, Ljubojevic, Cardoso, Rodriguez og Anderson allir með 2,5 vinn- inga, í 10.—14. sæti eru Petrosi- an, Tatai, Vivier, Pomar og Bellon með tvo vinninga en Fernandez og Derbanot reka lest- ina með engan vinning. I dag teflir Friðrik við sigurvegarann frá þessu móti í fyrra — Lubojevic frá Júgóslavíu. Snör handtök lögreglunnar MÓRGUNBLAÐIÐ skýrði I gær frá innbroti i Teigabúðina við Kirkjuteig, en þar höfðu þjófar farið inn um miðja nótt og haft óvenju snör handtök við öflun þýfis. En það eru ekki bara þjófar sem geta verið snarir I snúning- um því lögreglan getur einnig verið það. Hún hafði strax daginn eftir spurnir af manni nokkrum á ljós- um bilaleigubíl sem svipaði til lýsingar á einum þeirra sem höfðu sézt fyrir utan búðina um nóttina. Var hann tekinn til yfir- heyrslu en neitaði. Fékk hann að dúsa í steininum eina nótt og þá loks opnaði hann munninn og ját- aði allt. Höfðu þjófarnir selt kaupmanni einum i borginni þýf- ið og komst það nær allt til skila. SPOR FINNASTI LOÐMUNDARFIRÐI LÖGREGLAN á Seyðisfirði fór f gærmorgun í Loðmundarfjörð I þyrlu Andra Heiðbergs til að kanna hvort nokkuð væri hæft í sögusögnum um dularfullar mannaferðir á þeim slóðum. Að sögn Richards Björgvinssonar lögregluþjóns á Seyðisfirði sáust á einum stað merki um mannaferðir. Voru það greinileg fótspor rétt við bæinn Klifberg, hinn gamla Kirkjustað f Loðmundarfirði. Er talið útilokað að sporin séu eldri en tveggja daga. Veður versnaði þegar leið á daginn og byrjaði að skafa. Varð lögreglan því frá að hverfa en ákveðið er að flokkur manna bæði frá Seyðisfirði og Borgarfirði-eystri fari til leitar f dag ef veður leyfir. Richard Björgvinsson sagði f samtali við Mbl. f gær, að þeir úr lögreglunni hefðu farið á helztu bæina í Loðmundarfirði f gærmorgun en þetta hefðu verið einu merkin um mannaferðir. Voru sporin mjög greinileg, alveg uppi við vesturgafl hússins að Klifbergi. Var þetta hlémegin við húsið og því hafði ekki skafið í sporin. Sagði Richard að vegna skafrennings á þessum slóðum hefði eflaust fennt f önnur spor ef einhver hefðu verið. Ekki var hægt að merkja það að sögn Richards, að farið hefði verið inn í bæina. Sem fyrr segir er stefnt að þvf að flokkar manna frá Seyðisfirði og Borgarfirði-eystri fari til leitar í Loðmundarfirði í dag. Ef það reynist ekki unnt vegna veðurs verður farið fyrsta bjarta daginn sem kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.