Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 LOFTLEIÐIR Ú BÍLALEIGAN— SHEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 piONEen Utvarpog stereo, kasettutæki FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81 260. Fólksbílar — stationbílar — sendibilar — hópferðabilar. BILALEIGAN MIÐBORG H.F. sími 1 9492 Nýir Datsun-bílar. H / ® 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 Bridgefélag kvenna: Eftir 4 umferðir i parakeppni félagsins eru eftirtalín pör efst: Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 497 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Þorsteinn Erlingsson 493 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 486 Margrét Asgeirsdóttir — Vilhjálmur Aðalsteinsson 477 Dröfn Guðmundsdóttir — Sigríður Pálsdóttir — Jóhann Jóhannsson 477 Einar Sigurðsson 470 Anna Guðnadóttir — Kristján Guðmundsson 466 Kristjana Steingrímsdóttir — Gunnar Vagnsson 466 Unnur Jónsdóttir — Jón Baldursson 465 Olafia Jónsdóttir — Ólafur Ingvarsson 465 Meðalskor: 432 stig. 5. og síðasta umferðin í þessari jöfnu og spennandi keppni, verður í Domus Medica, mánu- daginn 26. maí, og hefst kl. 8. e.h. stundvíslega. Fyrstir ger- manskra þjóða Það er hald fræðimanna að hreppaskipan á Islandi hafi verið komið í fast form áður en heildarlög og þjóðveldi urðu að veruleika á Þingvelli við Öxará á öndverðri tfundu öld. Hrepparnir, sveitarfélögin, voru þann veg fyrstu stofnanir og samfélagsform þeirrar þjóðar, sem háð hefur langa og stranga lífsbaráttu á eylandi okkar, á mörkum hins byggi- lega heims. Þeir hafa staðið af sér tímans tönn, allar þjóð- lífsbreytingar gegnum aldirnar og gegna enn hliðstæðu og þó veigameira hlutverki í þjóð- félaginu en íöndverðu. Frumverkefni hreppanna voru af samfélagslegum toga spunnin, samtrygging þegn- anna á einstaklingsbundnum tjónum, fyrsti vísir trygginga meðal germanskra þjóða; athyglisverð söguleg staðreynd, sem alltof lítill gaumur hefur verið gefin. Þessi samtrygging náði til húsbruna og fellis bú- penings og skyldu þá allir bæta. Atvinnutækin, Vest- mannaeyjar og Nes- kaupstaður Tryggingar, bæði frjálsar og lögboðnar, hafa síðan þróast I áföngum á fslandi, einkum á þessari öld og yfirleitt I já- kvæða átt. Þessar tryggingar hafa náð til fleiri og fleiri þátta mannlegs lífs og miðast við það fyrst og fremst, að tryggja öryggi og velferð einstaklinga og fjölskyldna gegn hvers konar hugsanlegum áföllum. Reynslan hefur sýnt og kann enn að leiða í Ijós ýmsa agnúa á fyrirkomulagi trygginga, sem þurfa að vera í sífelldri endur- skoðun og aðlöðun að breyttum þjóðlffsháttum. Náttúruhamfarir, sem höggva skörð I mannlíf og verð- mæti, eru ekki ný bóla á Is- landi. Þær hafa verið fylgifisk- ur kynslóðanna i þjóðarsög- unni. 1 fersku minni og næst í tlma eru hörtnungarnar í Vest- mannaeyjum og Neskaupstað. Þá sýndi þessi oft sundurlynda þjóð þann samhug og samtaka- mátt, sem felur í sér sigur yfir hvers kyns vanda og endurhæf- ingu heilla byggðarlaga. Atvinnutækin, undirstaða af- komu fólks i þessum veiga- miklu verstöðvum, voru I rúst- ir lögð. Af margháttaðri sárri reynslu varð sú ekki sízt lær- dómsrík, sem undirstrikaði þýðingu og tilveru traustra, fjárhagslega sjálfstæðra at- vinnutækja, sem virkjað geta hugvit og vinnuafl þegnanna til verðmætasköpunar og velmeg- unar. An traustra atvinnutækja er nútíma velmegun úr sög- unni. Þetta leiðir hugann að þvf, að hægt er að leggja at- vinnutæki í rúst með margvis- legum hætti, eyðileggja rekstrargrundvöll þeirra með skammsýni og kröfugcrð umfram burðarþol þeirra. Stöðvun atvinnurekstrar af slíkum sökum hefur skapað víðtækt atvinnuleysi I mörgum nágrannalöndum okkar. Viðlagatrygging íslands Hamfarirnar í Vestmanna- eyjum og Neskaupstað kölluðu á tilurð Viðlagasjóðs, sem undirstöðu endurbyggingar at- vinnutækja og mannllfs f þess- um byggðarlögum. Þau opnuðu augu alþjóðar fyrir varanleg- um viðlagasjóði, er mætt gæti hliðstæðum vandamálum í framtfðinni. Niðurstaðan varð lög um Viðlagatryggingu Is- lands, sem Alþingi Islendinga samþykkti á nýafstöðnu lög- gjafarþingi. Tryggingarráðherra, Matt- hfas Bjarnason, brá skjótt við i þessu efni. Undirbúningur hinnar nýju löggjafar, sem þjóðin fagnar nú, hvíldi ekki sfzt á hans herðum, samfara margskonar björgunarráðstöf- unum i útgerð og fiskvinnslu landsmanna, sem rekstrar- stöðvun blasti við, vegna utan- aðkomandi og heimatilbúinna vandamála. Þessi nýja trygging er f samræmi við hina fyrstu í sögu íslenzku þjóðarinnar. — En á örlagatfmum í mestu efna- hagskreppu sem yfir þjóðina hefur gengið um árabii, ersam- hugur, samátak og varfærni í kröfugerð sú eina tryggirig, sem fleytt getur atvinnu- rekstrinum í landinu yfir ógn- vekjandi en vonandi tfma- bundna rekstrarerfiðleika. Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba: Að verða að gagni... FYRIR tveim árum kynntumst við ungum bandarískum læknishjónum sem þá voru einnig nýkomin hingað. Þau voru við málanám til undirbún- ings starfi sínu við kristniboðs- spítala norður í landi. Frúin unga var dæmigerð Bandaríkja- stúlka, ef slíkt er til, búlduleit, hláturmild, elskuleg en svolítið barnaleg. Um vorið fóru þau til Valdia, og skömmu síðar helltist hung- ursneyðin yfir allt í kring um þau. Yfirþyrmandi vatns- og matarskortur, deyjandi fólk, örvæntingarbænir og áköll. Mannleg eymd og vonleysi á allar hliðar. Og hjónin tóku til hendinni. Auk þess að reka yfirhlaðinn spítala, tókst þeim að útvega nokkra sendiferðabíla, sem voru innréttaðir sem lækninga- stofa, mannaðir og sendir víðs- vegar út um héruðin. Starfsfólk bflanna bólusetti fólk í þús- undatali, dreifði mat og veitti undirstöðufræðslu í heil- brigðismálum, sér í lagi um meðferð ungbarna. Hæli fyrir munaðarleysingja voru sett upp. Eftir itarlegar bréfaskrift- ir tókst þeim að fá fjölda fólks víðs vegar um heim til að tryggja fjárhagslega rekstur þeirra. Þau fengu sænsku kirkjuhjálpina til að grafa all- marga brunna og blessað vatnið breytti auðn í akurlendi. En eitt vandamál var óleyst, Konur, sem hundruðum saman höfðu flúið hungurhéruðin með börnin sín, höfðu setzt að á spítalalóðinni og höfðu hvorki i sig né á, hvað þá húsaskjól. En unga konan bandaríska bjó yfir meira framtaki og hug- myndaflugi en hún hafði haldið. Hún Iét ryðja nokkurt akurlendi og úthlutaði hverri konu, er vildi, nokkrum skika, þar sem þær ræktuðu bómullar- runna. Síðan tvinnuðu þær bómullina á heimagerðar snældur sínar, frumstæðum vefstólum var komið upp og dúkar ofnir. En það var nóg framboð af illa ofnum hvftum bómullardúk í þessu landi. Varan seldist ekki og vonleysið herjaði á ný. Þá dreif unga frúin sig til Addis og kom aftur með stóran garnpoka. Hún teiknaði ýmsar gerðir af hinum sérstæðu eþíópísku krossum á dúkana, kenndi konunum að sauma, eftir mynstrinu með kontor- sting og flatsaum. I byrjun gekk það mjög illa. Övönum höndum veittist slfkt verk erfitt. En brátt kom að því að línurnar urðu sæmilega beinar og saumsporin þétt. Þá var hægt að senda fallega púða, veggmyndir og borðdúka til Addis, varan 'seldist eins og bezt varð á kosið. Konurnar trúðu ekki sínum eigin augum, er þær stóðu með dollaraseðla í höndunum sem afrakstur vinnu sinnar. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem þær höfóu peninga í höndum. Norður þar er iðkuð vöru- skiptaverzlun, sem sjaldnast er hagstæð fátækri ekkju. Nú gátu konurnar smátt og smátt byggt sér húsaskjól og aukið við bómullarakur sinn. Nýr glampi ljómaði í augum þeirra — nú kviðu þær ekki komandi degi. Það sem hafði skipt sköpum fyrir þær og börn þeirra var að þær höfðu kynnzt kristinni trú ungrar konu í verki. Við hittum þau hjónin nýverið. Þau voru á Ieið heim í stutt hvíldarleyfi. Nú hafði fjöl- skyldan stækkað. Eþíópískur drenghnokki, sem borinn hafði verið út af örvinglaðri móður sinni, en hafði fundizt í tæka tíð, hvíldi sæll og glaður í fangi nýrrar móður. Frúin er ekki lengur búldu- leit, hrukkum hennar hefur fjölgað og hún hefur hærst mjög. Hún er allt annað en barnaleg og bláeygð í viðhorfi sínu til lffsins. Hún hlær sjaldnar en áður — en bros hennar birtir djúpa gleði hjart- ans, þá gleði að geta orðið öðrum að gagni. ORÐ I EYRA Kvennafárið Einhvur gaukaði því að mér I óspurðum fréttum hér á dögunum að það hefði verið finnsk valkyrja sem uppgötvaði kvennaárið. Ef hun hefði semsagt ekki verið svona skarpskyggn hefðum við farið algerlega á mis við blessun þá sem rignir yfir réttlátar konur og ránglátar á þessum síðustu timum. Enda var nú ekki seinna vænna. Einginn getur nú fullyrt um hvað mörg kvennaár hafa farið I súginn eða hundana, nema hvort tveggja væri, ánþess nokkur veitti þeim minnstu athygli. Þau hafa meiraðseigja skraunglast þetta áfram ánþess nokkrum kæmi til hugar jafnsjálfsagður réttur og svokallaður sjálfsákvörðunarrétt- ur kvenna. En að sjálfsögðu var Skitsokka- hreyfíngin móbilíséruð og kom ekkert á óvart fremur er gáfuðum félagsfræðingum sem hafa náð stútendsprófi. Alla tíð siðan hreyf- íng þessi stórmerk hljóp af rúm- stökkunum hefur Jakob fylgst ná- ið með hugsjónamálunum og þau eru nú ekki slorleg hvað sem öðr- um málum viðkemur. Fréllabréí íra Talknafirdi Tálknafirði, 14. maí '75. Heldur er nú að hlýna í veðri eftir slæmt kuldakast, komst frostið upp í 9—10 stig. Sauð- burður er i fullum gangi og hefur gengið vel. Vetrarvertið er lokið og var hún með lélegra móti Sölvi Bjarnason var aflahæstur með 680 tonn. Tungufelt var með 670 tonn og Tálknfirðingur með 560 tonn. Það sem vakti hvað mesta eftirtekt hér var að tveir kven- hásetar voru á Tungufelli i vetur og beittu þar á linuvertiðinni, en voru á sjó á netavertiðinni. Sóðu þær sig með hinni mestu prýði og voru engu síðri en karlmennirnir. Kvenkokkur var lika á Tungufelli á netunum, en á Tálknfirðing hefur verið kvenkokkur siðan i fyrra- haust og hefur hún verið til mikill- ar fyrirmyndar. Bátarnir hérna fara á útilegu með línu strax eftir hvitasunnu. Tólf hús eru nú i byggingu hérna þar á meðal dagheimili, sem kvenfélagið Harpa hefur staðið fyrir að koma upp. Var kosin 4ra kvenna nefnd til að sjá um upp- byggingu þess og hafa þær séð um fjáröflun til þess með dans- leikjum, kaffisölu og blómasölu og Náttúrlega þarf ekki nema meðalhálfvita og tæplega það til að skilja að mismunun (gott orð) á sér stað i samfélaginu, sérdeilis gagnvart quenfólki. Þessvegna er brýn nauðsyn að tala um konur í sibylju, samkjafta helst aldrei og minna á konur og svokölluð kven- réttindi i tima og þó kannski eink- um og sérilagi i ótima. Jafnvel þó svo kunni að fara að hrollur fari um dagfarsprúðan karlpeníng og hárin risi á þeim hetjulega F hvert sinn sem hann heyrir kvenna get- ið. safnað fé hjá þorpsbúum sem hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og unnið mikið i sjálfboðavinnu, en töluvert vantar ennþá. Vonast er til að húsið komist upp með haust- inu. Barna- og unglingaskólunum er að verða lokið og verða siðustu prófin 23. mai. Fyrir skömmu hélt skólinn árshátíð sina og var yfir- fullt á sýningunni, sem samanstóð af söng og leikþáttum og var sýn- ingunni mjög vel tekið. Eiga börn- in mikla þökk fyrir góða skemmt- un. Ragnheiður. Kvennafárið verður nefnilega að heltaka þjóðina. Til þess er nú leikurinn gerður og refirnir skorn- ir og allt það. Sjálfsákvörðunar- réttur kvenna er mannréttindi og kvenréttindi. Það eru mannrétt- indi, og umfram allt kvenréttindi, að hafa lagalegan rétt til að skipa heilbrigðisþjónustufólki. svosem læknum og hjúkrunarkonum, fyrir verkum. Ef Jakobi tilaðmynda hundleiðist af félagslegum eða heilsufarslegum orsökum á hann auðvitað að fá hláturpillur frá doktoribus en eingar refjar. Og ef kvenmaður hefur öðrum hnöppum að hneppa en á barnafötum á hún veskú að fá þá þjónustu sem hún krefst áðuren afkvæmið heilsar uppá heiminn. Og ekkert múður í stað aðgerða. Hitt er svo náttúrlega ekki til umræðu hvort svokallaður sjálfs- ákvörðunarréttur byrjar þá fyrst er losna skal við ímynduð eða raun- veruleg óþægindi. Það er sjálfsagt skerðing á persónufrelsi að not- færa sér slikan rétt til að hafna góðu gamni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.