Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 5 Höfum aldrei átt eins amuikt — segja Luella og Sigurður Hjalti Eggertsson HJONIN Luella og Siguróur Hjalti Eggertsson frá YVinni- peg eru hér á landi þessa dag- ana, én Sigurður kom liingað til að sitja aðalfund Eimskipa- félags lslands h.f. Sigurður hef- ur átt sa'ti í stjórn félagsins frá árinu 1969. Faðir hans, Arni Eggertsson, var einn stofnenda félagsins og átti sæti í stjórn þess allt frá upphafi til áisins 1942, en þá tók Arni sonur hans sa-ti hans í stjórninni og sat í henni til 1969. Þriðji sonur Arna eldri er Grettir Eggerts- son, sem sæti á í stjórninni. Við áttum tal við þau Luellu og Sigurð í gær. Hér verða þau fram i næstu viku og ætla til Vestmannaeyja og víðar. — Sigurður, ýmsum mun þykja eftirsjá að því að Vestur- Islendingar muni i framtíðinni ekki eiga sæti í Eimskipaféiags- stjórninni svo sem verið hefur frá upphafi. — Það getur verið, en ég held ekki, að þau sterku tengsl, sem ætíð hafa verið milli félagsins og Vestur-Islendinga muni minnka þess vegna. Sú hefð, sem skapaðist meö stjörnarsetunni á í raun og veru ekki rétt á sér lengur, þvi að við eigum orðið engin hluta- bréf, því að þau hafa svo að segja öll verið gefin Háskóla- sjóði, sent Vestur-Islendingar stofnuðu. En við munum eftir- leiðis eiga heiðursfélaga í stjórninni, þannig að þessi tengsl munu viðhaldast. I þessu sambandi er líka þess að geta, aö unga fólkið, sem er af íslenzkum ætturn, talar mjög fátt íslenzku og við verðurn sifellt nteira vör við það, því miður, að áhugi þess á Islandi er takmarkaður. Eg býst við að þetta sé eðlilegt, því aö unga kynslóðin á afa og ömmu, sem tala islenzku og hafa lært hana af foreldrum sínum, sem komu frá Islandi. — Við eigum einn son, segir Luella, og hann talar til dæmis ekki íslenzku, sem kannski er ekki von. — Mér finnast auknar ferðir Vestur-Islendinga hingað þó hafa orðið til þess að auka kynnin og efla þau tengsl, sem eru milli tslands og Islendinga- byggða vestra, segir Sigurður. — I fyrra kom fjöldi Vestur- Islendinga til að vera hér á þjóðhátíðinni og þegar 100 ára afmæll Islandsbyggðar í Vest- urheimi verður haldið hátíðlegt i sumar eru yfir þúsund gestir væntanlegir héðan. — Hvenær komst þú fyrst hingað til lands? — Ég kom á Alþingishátíð- ina 1930. Siðan kom ég ekki hingað í fjörutíu ár, en síðustu árin hef ég komið svo að segja á ári hverju. Luella kom hingað fyrst árið 1969. — Síðan Sigurður fór á eftir- iaun þá gerum við mikið af því að feröast, segir Luella. Við höfum, held ég aldrei átt eins annríkt og siðan Sigurður liætti að starfa sem rafmagns- fræðingur. Það halda sumir, að það sé svo leiðinlegt að hætta að vinna, en það er ekki okkar reynsla. Nú höfum við tíma og tækifæri til að gera það, sem okkur langar til. Við störfum i fjölda félaga og klúbba, eigum stórt hús með garði, sem þarf að hugsa um, og svo býr sonur okkar i næsta húsi við okkur. Hann á tvö börn, sem eru jafn rnikið hjá okkur og heima hjá sér, segir Luella að lokum. Luella og Sigurður lljalti Eggertsson. Háskalegt gagnvart MALINU geta engir bjargað iiema þeir sem nieð a-ðsl völdin fara og þeir verða nú á 11. stundu að gripa fram fyrir liendur skrif- stofumanna ríkisl'jölmiðlanna. Málid er einlaldlega það hvort það sé gerlegt fyrir fslendinga að Sjónvarpið sendi sjónvarpsmynd- ina Lénharð fógeta til sjönvarps- stöðva á Norðurlöndum — jai'n- vel víöar. Iliklaust má telja myndina. verði hún tekin lil sýninga á Norðurlöndunum (við skuluin vona einheglega að vegna vinátlu í garð íslenzku þjóðarinnar falli lulltrúar norrænu sjónvarps- stöðvanna frá þeirri ákvörðun sinni að sýna myndina) sem hina háskalegustu gagnvart landi og þjóð. Allir þeir gallar og smekkleysur sem þar birtast og hilling undir þjóðernishroka veldur þvi að Is- lendingar geta ekki sýnt sig á Norðurlöndiim kinnroðalaust tuestu árin, eða i þeim þjöðiönd- um siðuðum. er slikt siys sem sýning myndarinnar gæti hent. Gjarnan nuetti fá úr þvi skorið opinberlega. hvort ráðherrar í isl. rikisstjórninm liafa i kki fjallað um þetla mál hvort það sé skoðun stjörnarinnar i heild eða ein- stakra ráðherra heiinar að Lén- harður fögeti sé verðugt framlag Islands til nornennar samvinnu. Komi þeir i'kki í veg IVrir að svo verði látið heita. er vissulega illa f'arið að mínum dómi. Sx errir Þórðarson. Piltarnir í Lyngási voru í leikfimi undir stjórn Sonju Helgason á grasblettinum fyrir utan Bjarkarás í sólskininu. Leikfimi er mikilvægur þáttur þjálfunarinnar. Kaffisala og sýning á mun- um vangefinna á morgun A MORGUN, sunnudag, verður haldin í Domus Medica sýning á mununi. sem unnir eru í Lyngási og Bjarkarási, dagvistunarstofn- unum Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík. 1 sambandi við sýninguna verður kaffisala, sem foreldrar standa fyrir. Öllum ágóða af sýningunni og kaffisölunni verður varið til styrktar starfseminni i Bjarkarási og Lyngási. I Lyngási dveljast nú 44 börn upp að 16 ára aldri, og eru þau flest við bóklegt og verklegt nánt. Mikil áherzla er lögð á þjálfun, — bæði sjúkra- og tónlistarþjálfun. 1 Bjarkarási eru 38 vistmenn á aldrinunt 13—50 ára. Þar er leit- ast við að veita haldgóða starfs- þjálfun, auk bóklegs náms og verklegs. A hvorunt stað eru 18 starfs- menn, auk forstöðukvenna, Grétu Baehmann í Bjarkarási og Hrefnu Haraldsdóttur í L.vngási. Samstarf foreldra og heimil- anna er með miklum ágætum, að sögn forsvarsmanna Styrktar- félags vangefinna, enda er það mikilvægt skilyrði fyrir þvi, að starfið gangi sem bezt. Þannig eru foreldrafundir haldnir reglulega yfir vetrarmánuðina. Foreldrar hafa efnt til dansleikja, skiða- ferða, gengizt fyrir fjáröflun o.fl. Málefni vangefinna eru í slöðugri þróun hér á landi sem annars staöar og mun stefnan víð- ast hvar vera sú að samhæfa van- gefna þvi þjóðfélagi, sein þeir lifa i. Áherzla er lögð á heimangöngu- skóla, leiksköla, verndaöa vinnu- staði og lítil heimili fyrir þá, sem ekki geta dvaiizt á eigin heimili. Þannig er nú í ráði að taka á leigu ibúð i Reykjavík næsta vetur, þar sem dveljast munu 4—5 stúlkur, sem eru í Bjarkarási á daginn. Þetta er nýjung hér á landi, en hefur tíðkazt í auknum mæli t.d. á Norðurlöndunum. Nú er hafinn undirbúningur að viðbótarskölahúsnæði við Lyngás og standa vonir til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir þar á næsta ári. A fundi, sem foreldrar og starfsfólk i Bjarkarási og Lyngási héldu með fréttamönnum i þess- ari viku, kom fram, að erfiðleik- um er bundið að fá verkefni, við hæfi vistmanna. Það eru einkum lött og einföld iðnaðarstörf, sem koma til greina. Þegar við litum inn í vinnustofuna i Bjarkarási voru stúlkur þar að sauma sængurfatnað, falda diskaþurrk- ur og þess háttar, en piltarnir voru í óða önn að pakka plastpok- um, sem nauðsynlegt er að hafa með sér i útileguna. Sögðu for- stööukonurnar, að ágætlega hefði gengið að inna af höndum þau verkefni, sent fengizt hafa, en enn bæri talsvert á þvi, að umsjönar- menn fyrirtækja hefðu nokkra vantrú á því að fela heimilunum verkefni. Nú er lalið, að um 200 fatlaöir og þroskaheftir einstaklingar þurl'i að vera á vernduðunt vinnu- stöðum hér á landi. Eftir þvi sem næst veröur komizt eru milli 80 og 90 einstaklingar á slíkum vinnustööum, þannig að enn vant- ar mikið á að þörfinni sé fuilnægt. Foreldrar og starfsfölk Lyngáss og Bjarkaráss vienta þess, að al- ntenningur sýni málefnum van- gefinna áhuga með því að leggja leið sína í Domus Mediea á morgun. kominn í „Fi*rrtaskrifslofustrírti<V* Vid bjórtum þúr (þ.u.a s ef þú ert á aldrinum 1S—32) 14 <la«a dvöl á Hótel Club .i.'í Mallorka. Par býr einj4<)nj>u fölk á þinum aldri. <>k öll adstada á hötelinu er midud vit’ þinn aldursflokk. Stórt diskótek, sundlaug. veitin«asalir. barir ojj alls kyns iþróttaad stada. Öll herbergi hafa m.a. bad. svalir. sitna <>k útvarp Verd 54.000.- m. fullu fædi i 14 daj»a, þ. á m. nadurmatur (geri adrir betur)!! Fyrsta ferd 15. júni. Fá s.eti laus. KLÚBBUR 32, Lækjargötu 2, símar 10400— 26555. Og þa8 er hxeinl ekki svo GALID!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.