Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 Humartroll 135 feta til sölu. Einnig 6 tonna togspil, astik og dexel á Lister — Blackstone. Upplýsinqar í síma 40695. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Læknarnir Guðmundur B. Guðmunds- son og ísak Hallgrímsson, hætta störfum sem heimilislæknar 1. júní 1 975. Samlagsmenn sem hafa haft þá sem heimilislækna, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi með sér samlagsskír- teini sín og velji sér lækni í þeirra stað. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Garðeigendur Blómstrandi stjúpmæður Rósastilkar Hansarósir, Dornrósir Fjölærar blómplöntur, steinhæðapl. og fl. Rifs og sólberjarunnar Rabbabarahnausar Brekkuvíðir, Viðja- og Alaskavíðir í limgerði. Opið kl. 10—22 alla daga. Sendum um allt land. Uppl. og pantanir aðeins í s. 35225. Breiðholti Verð á sementi Iðnaðarráðuneytið hefir ákveðið, nýtt verð á sementi frá 16. maí 1 975. Frá og með 16. maí 1975 verður útsöluverð á sementi svo sem hér segir: Án söluskatts Með söluskatti Portlandsement Kr: 8.460.00 pr. tonn Kr: 10.160.00 pr. tonn 508.00 pr. Portlandsement Kr: 423.00 pr. sk. Hraðsement Hraðsement Kr: sk. Kr: 9.500.00 pr. tonn Kr: 11.400.00 pr. tonn Kr: 475.00 pr. sk. Kr: 570.00 pr. sk. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur 1. Enn er rúm fyrir nokkur hundruð samlags- menn hjá þrem heimilislæknum. 2. Þar til annað verður ákveðið, er samlags- mönnum heimilt að snúa sér til hvaða heimilis- læknis sem er, af þeim, sem hafa heimilis- lækningar að aðalstarfi, en þeir eru: Axel Blöndal, Bergþór Smári Guðmundur Benediktsson Guðmundur Elíasson Halldór Arinbjarnar HaukurS. Magnússon Jón Gunnlaugsson Jón Hj. Gunnlaugsson Jón K. Jóhannsson Kari Sig. Jónasson Kristjana Helgadóttir Ólafur Ingibjörnsson Ólafur Jónsson Ólafur Mixa Ragnar Arinbjarnar Sigurður Sigurðsson Stefán P. Björnsson Stefán Bogason Valur Júlíusson Þórður Þórðarson Þorgeir Gestsson Þorvarður Brynjólfsson. Þegar þessir læknar sinna heimilislæknislaus- um sjúklingum, taka þeir sama gjald og heimilislæknir sjúklings hefði gert. Sjúklingur skal framvísa samlagsskírteini sínu, til þess að sýna að hann hafi ekki heimilislækni. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Sigurlaug Bjarnadóttir: Vandi fylgir vegsemd hverri — um þingfararkaup og þingstörf Á síðustu dögum nýafstaðins þings kom til umraeðu frumvarp til laga frá Gylfa Þ. Glslasyni og Ellert B. Schram um breytingu á lögum um þingfararkaup I þá átt. að launakjör þingmanna skuli ákveðin af kjara- dómi I stað þess, að Alþingi sjálft hefir frá upphafi haft ákvörðunar- vald i þessum efnum. Einhvernveg- inn fór það svo. að ég komst ekki að f umræðum um málið en tel mér það á vissan hátt skylt. þ.e. ég á sæti I þingfararkaupsnefnd. Það. sem ég vildi sagt hafa er i meginatriðum þetta: Ég er mótfallin þeirri breytingu, sem [ umræddu frumvarpi felst vegna þess, að með því væri rift gamalli hefð Alþingis og vegna þess, að með þvl væru alþingismenn að lýsa vantrausti á sjálfa sig. visa frá sér vanda, sem þeir eiga að vera vaxnir. Hafi Alþingi með einhverjum hætti orðið á mistök i ákvörðun sinni um launakjör þingmanna. þá ber að leiðrétta þau mistök undanbragða- laust. Mér sýnist litill vafi á, að þetta frumvarp er tilkomið nú. vegna óvenju háværrar gagnrýni að undan- förnu á launakjör þingmanna — ákvörðuð af þeim sjálfum. Ég er jafn viss um, að sú gagnrýni er ekki tilkomin vegna þess, að laun þing- manna þyki, i sjálfu sér, of há, heldur vegna hins undarlega ósam- ræmis, sem óneitanlega gætir i sumum aukagreiðslum, utan hins fasta þingfararkaups. sem reyndar fylgir launaflokkum opinberra starfsmanna. Vil ég þar sérstaklega nefna greiddan bifreiðakostnað þingmanna, sem riú er ákveðinn hinn sami fyrir alla þing- menn án tillits til þess, hvort hans kjördæmi er i Reykjavík, á Reykja- vikursvæðinu eða i hinum viðáttu- mestu og erfiðustu kjördæmum úti á landi. Misræmið i þessu atriði er svo augljóst, að ekki þarf að eyða að þvi fleiri orðum og það er hart, að Alþingi skuli hér gefa svo greini- legan höggstað á sér. Ég vil leggja áherzlu á, að spurn- ingin um misræmi eða samræmi i þessu tilviki er hafin yfir öll peninga- sjónarmið. Hér er einfaldlega um það að ræða, hvort hlutlægt mat og rétt- sýni á að ráða eða ekki. Þá er það og engin furða, þótt það mæltist ekki vel fyrir meðal al- mennings, er ákveðið var að hækka um 20% þessar aukagreiðslur: bif- reiðarkostnað, fæðispeninga og húsaleigukostnað, s.l. haust, á meðan allt kaupgjald i landinu var fastbundið með lögum og óvenjulega stórfelldir efanhagsörðugleikar i þjóðarbúskapnum sem hlutu að koma fram i skertum kjörum allra landsmanna. Auðvitað hlutu al- þingismenn að þola þá sömu kjara- skerðingu — og máttu mun betur við þvi en margur annar. Þessi 20% hækkun var því, eins og á stóð, engan veginn réttlætanleg. Reglan um opinbera starfsmenn á þingi, sem taka 60% af fyrri launum, ef þeir geta sinnt sinu starfi eitthvað daglega og um hina, sem taka 30% launa, hvort sem þeir geta rækt starf sitt að einhverju — eða alls engu leyti, þarf og endurskoðunar við. Alþingismenn eru orðnir ýmsu vanir, og vist er, að stundum verða þeir að þola gagnrýni, sem er ýmist ósanngjörn eða byggð á misskilningi og vanþekkingu á störfum þeirra — nema hvorttveggja sé. Óþarft er að verða uppnæmur fyrir þannig löguðu hnútukasti. En jafn slæmt er það lika, ef þeir, kjörnir fulltrúar lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. telja sig upp yfir það hafna, að hlusta á raddir almennings, ábendingar og að- finnslur, þyki tilefni til. Það er nú löngum svo, að vandi fylgir vegsemd hverri og eðlilegt er og nauðsynlegt, að störf og athafnir Alþingis séu undir smásjá heilbrigðs og vakandi almenningsálits. Það er haft fyrir satt, að virðingu Alþingis hafi hnignað i seinni tið. Hvað þýðir það? Beinist þessi smásjá almenningsálitsins ef til vill fremur að því, sem miður fer i þingstörfum. Bátur til sölu Til sölu er 7 lesta fiskibátur í smíðum hjá Baldri Halldórssyni Hlíðarenda, Akureyri sími 96- 23700. Útboð Tilboð óskast í grunngröft og undirstöður fyrir orlofshús á vegum Landssambands ísl. sam- vinnustarfsmanna að Hreðavatni. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðiskrifstofu Ólafs Jens- sonar að Þinghólsbraut 55, Kópavogi gegn 3.000.00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Hamragörðum, Hávallagötu 24, Reykjavík, þriðjudaginn 3. júní n.k. kl. 1 1.00 á.d. heldur en því, sem vel er gert? Eða gæti þessi vaxandi gagnrýni skoðazt sem ánægjulegur vottur um það, að almenningur fylgist betur með þvi, sem er að gerast á Alþingi, sýni þvi meiri áhuga en áður? Eða veljast hreint og beint lakari menn til Alþingis nú en þeir gömlu og góðu hér áður fyrr? Hvað sem um það má segja, þá virkar það varla hvetjandi til þing- mennsku, ef viðhorf fólksins i land- inu eru orðin þau, að framagirni og fégræðgi ráði mestu um val manna til Alþingis. Það þarf liklega nokkurn kjark til fyrir sæmilega ærukært fólk að hætta sér út i slikt. Og hvað um hinn gagnkvæma trúnað og tiltrú stjórnmálamanna og almennings, ef svo er komið? Myndum við betur settir i þvi til- liti, ef þingmönnum væri bannað að gegna öðrum störfum, jafnframt þingmennskunni? Tillaga i þá átt kom fram á Alþingi í vetur. Ég tel hæpið, að lögboðin einangrun þing- manna frá virkri þátttöku i almenn- um athöfnum þjóðlifsins væri til bóta. Hinsvegar ætti það ekki að viðgangast, að þingmenn, með það góð laun, sem þeir hafa i dag, hlaði á sig alls kyns aukastörfum, meðan á þingi stendur, svo að sýnt er, að þeir fái ekki sinnt neinu þeirra sem skyldi. Sú bót sem varð á launakjör- um þingmanna fyrir fjórum árum átti einmitt að fyrirbyggja slikt og hefir gert það að vissu marki en þó ekki til fulls. Tómir þingsalir á reglulegum þingfundartima bera þvl dapurlegt vitni. Þar fyrir tek ég heilshugar undir þá ábendingu. sem oft — og réttilega hefir komið fram i umræð- um um störf Alþingis, að auður stóll þingmanns á þingfundi þarf engan veginn að þýða hyskni eða slæping frá hans hálfu. Fjarvera hans getur átt sér fyllilega eðlilega skýringu og vafalaust er það rétt, að minnstur hluti af þingmannsstörfum erfólginn i setu hans á þingfundunum sjálfum. Það situr sist á mér, svo stutta þingsetu og þingreynslu, sem ég á að baki, að setja mig á háan hest og gerast dómari yfir hinu háa Alþingi og störfum þess. En sagt er, að glöggt sé gestsaugað og kannski sjáum við, nýir þingmenn hlutina i nokkuð öðruvisi Ijósi heldur en hinir, sem setið hafa árum eða áratugum saman á þingi. Ég neita þvi ekki, að ég hefi oft, á nýafstöðnu þingi, furðað mig á hinum stopulu mæting- um á þingfundum, og ég hefi ekki getað fundið fullnægjandi skýringu til að réttlæta þrálátar fjarvistir mikils þorra þingmanna, — þó vissu- lega með nokkrum heiðarlegum undantekningum. Ég sé ekki, að það ætti að vera þingmönnum ofætlan að sitja nokkurnveginn um kyrrt a.m.k. þessa tvo klukkutima, frá kl. 2—4, hinn reglulega fundartima Alþingis, 4—5 daga vikunnar, og fylgjast þannig með gangi mála og umræð- um. Nefndarstörf fara fram að morgninum og timi til annarra erinda ætti að vera nógur utan þessara tveggja klukkustunda. Framsögu- ræður fyrir þingmálum og um- ræður um þau eru að sjálfsögðu misjafnlega áheyrilegar og áhuga- verðar, en flest eru þetta þó „góð mál" I sjálfu sér, sem þingmenn hljóta að gera sér það ómak að kynna sér og taka afstöðu til. þó ekki væri til annars en að vita nokkurnveginn með eða móti hverju þeir eru að rétta upp höndina, þegar að atkvæðagreiðslunni kemur. Og hve oft er ekki atkvæðagreiðslu frestað æ ofan i æ, einfaldlega vegna þess, að það er enginn — eða alltof fáir ( þingsalnum til að greiða atkvæði þegar umræðum er lokið? Augljóst er, að slikur losarabragur á þingfundum gerir sitt til að seinka afgreiðslu mála, enda virðist það orðið þinghefð. að siðustu daga eða vikur þings er einn samfelldur hraða- sprettur, með kvöld og næturfund- um upp á hvern dag, þar sem stór og vandasöm mál, ásamt sæg af „smærri málum" eru afgreidd með meiri hraða og þrýstingi en æskilegt getur talízt. Einstakir þingmenn malda i móinn en er svarað þvi til að svona hafi þetta alltaf verið, við þvi sé vist ekkert að gera, þótt allir séu á einu máli um, að farsælla væri og trúverðugra að vinnubrögð Alþingis væru jafnari og hnitmiðaðri en nú tiðkast. Það virðist þvi fyllilega tima- bært, að hér verði gerð breyting á, i Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.