Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 11 Afram með smérið! Svar við opnu bréfi Ingu Fanneyjar Jónsdóttur BRÉFRITARA er mikiö niðri fyrir og spyr margs. Auk þess er bréfiö kryddað yfirlýsingum og hugleiðingum, sem ég leiði hjá mér eftir föngum. Spurt er hvað sé Félag einstæðra foreldra. Þau samtök voru stofnuð í nóvember 1969 og eru félagar nú tæplega þrjú þús- und. Auk þess eru félagsdeildir, sem vinna sjálfstætt á Isafirði og á Suðurnesjum. Tilgangur félags- ins er ,,að bæta uppeldisaðstöðu þeirra barna sem ekki njóta sam- vista við báða foreldra og gæta réttar þeirra gagnvart opinberum aðilum og öðrum, sem um mál þeirra fjalla“ eins og segir i lög- um félagsins. Þar er og fjallað allitarlega um stefnumál og hvernig að skuli staðið og er bréf- ritara velkomið að koma á skrif- stofu félagsins og fá þar ítarlegar upplýsingar um allar hliðar á téðu áhugamáli hans. Áfram með smérið:,Sami réttur er hjá báðum kynjum í félaginu. Konur eru i miklum meirihluta, en allmargir fráskildir feður og ekkjumenn, sömuleiðis nokkrir ókvæntir menn með forræði barna sinna eru i félaginu, senni- lega um 150. I stjórn FEF sitja tveir karlar og sex konur og er því hlutur karla býsna góður miðað við höfðatölu. Þá hafa ýmsir frá- skildir menn sem ekki hafa forræði barna sinna sýnt félags- starfinu þann áhuga að ganga í félagið sem styrktarfélagar og njóta þar allra réttinda, nema þeir hafa ekki atkvæðisrétt á aðal- fundi. Hafa þessir feður sýnt jákvæðan áhuga á íramvindu félagsstarfsins enda hljóta vel- ferðarmál barna að vera báðum foreldrum jafn hugleikin. Tekið skal fram vegna afdráttarlausra ummæla bréf- ritara að FEF hefur aldrei lýst yfir stuðningi við rauðsokka- hreyfinguna, né heldur fordæmt hana á neinn hátt. Hvort félags- menn í FEF starfa innan rauð- sokkahreyfingarinnar er að sjálf- sögðu ekki mál undirritaðrar, en skal þó bent á að ég hef aldrei starfað í hreyfingu þeirri, þótt ég Ferming Fermingarbörn í Eyrarbakka- kirkju, sunnud. 25. maí kl. 2. Agúst Eiríksson Búúargorúi. Kristjana Kjartansdúttir, Blátúni. Magnús Jónsson. Mundakoti. Margrút Bragadúttir, Austurvolli. SigurðUr Nilson, Sæbúli. Vigfús Markússon, Ásgarúi Vilborg Bonodiktsdúttir (jötuhúsi. hafi jákvæða afstöðu til ýmissa baráttumála hreyfingarinnar. Bréfritari hefur misskilið ýmis- legt, m.a. telur hann, að ég, svona persónulega eg út af fyrir mig vilji að meðlagið væri 12 þús. kr. á mánuði. Skoðun mín á sann- gjarnri upphæð kom ekki fram, heldur var sett fram prósentu- hækkun, sem stjórn FEF og félagsfundur hafa samþykkt. Var þar gert ráð fyrir að meðlag yrði 9.145 kr. á mán. Reikningsdæmi mitt, samanburður á dagvistunar- gjöldum og barnalífeyri/meðlagi síðustu ár, hefur kannski verið of flókið fyrir bréfritara en dæmið sém hann býr síðan til, stenzt auðvitað ekki. Það er fánýtt að setja upp dæmi sem á að gefa raunsanna mynd af ,,kúgun“ karla, með því að telja upp kostnaðarliði mannsins, en færa síðan allt til tekna hjá kon- unni og virðist hvorki hún né börnin þurfa að borða, klæða sig hvað þá heldur meira. Gleðilegt er ef bréfritari telur að einstæð móðir með þrjú börn sé svo aflögufær af þrótti og dugnaði að hún geti unnið úti hálfan daginn. Hins vegar er afkáralegt að halda því fram að kona fái 30 þúsund fyrir hálfs dags vinnu — þegar talað er stöðugt um launamisrétti kynja og það kemur víða fram — ef maðurinn hefur 41 þúsund fyrir heiís dags vinnu. Auk þess býður mér i grun að vinnudagur konu með þrjú börn og hálfs dags vinnu sé snöggtum lengri en við- komandi verkamanns þvi að inni i þessari upphæð er ekki reiknað nema dagvinna og vitaskuld er þessi upphæð heldur ekki rétt. Þá ber og að geta þess að viðkomandi verkamaður gæti varla verið skattpíndur ofan á allar aðrar hans þrengingar, ef hann hefur ekki nema 41 þúsund á mánuði. Aftur á móti verður konan að greiða skatt af mun hærri upp- hæð, sé nokkuð að marka þessar sérkennilegu tölur. Það viróist vera mjög nærtæk lausn á öllum vanda einstæðra mæðra, að þær giftist aftur og nái sér í fyrirvinnu og þar með eiga skuldbindingar föður gagnvart börnum sínum að falla niður. Sú hugsun er að sjálfsögðu röng, sem í þessu felst, þar sem foreldrum er lögum samkvæmt skylt að framfæra börn sín sameiginlega. Auk þess vill nú svo einkennilega til að ekki giftast allar frá- skildar/ógiftar mæður, og ástæður marglitar og sumar einkar skiljanlegar. Svo má gera ráð fyrir því að verði nú einstæð Framhald á bls. 27 Messur á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Öskar J. Þorláksson. ÁSPRESTAKALL Messa að Norð- urbrún 1 kl. 11 árd. Prestur séra Garðar Svavarsson. — Sóknar- nefnd. GRENSÁSSÓKN Messa kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Svavarsson. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 2 síðd. — Séra Frank M. Halldórs- son. Kvenfél. Neskirkju hefur kaffisölu í félagsheimilinu eftir messu. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS LANDAKOTI Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. FELLA- og HÓLASÓKNIR Séra Lárus Halldórsson flytur kveðju- messu í Fellaskóla kl. 2 síðd. Safn- aðarnefndin. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Kór Keflavíkur- kirkju syngur, organleikari Geir Þórarinsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Messa kl. 2 síðd. Messu annast séra Kristján Valur Ingólfsson. — Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son. FRlKIRKJAN Reykjavík. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björns- son. FlLADELFlA Almenn guðsþjón- usta kl. 8 síðd. Ræðumenn: Gunn- ar Bjarnason ráðunautur og Daniel Glad. — Einar J. Gíslason. ÁRBÆJARPRESTAKALL Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa í Breiðholtsskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson prédikar. Sóknarprestur. BÆNASTAÐUR Fálkagötu 10. Samkoma kl. 4 síðd. Þórður Jóhannsson. HÁTEIGSKIRKJA Lesmessa kl 10 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þor- varðsson. BÚSTAÐARKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Athugið breyttan messutíma. Séra Ólafur Skúlason. KIRKJUVOGSKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Árni Sigurðsson. KÓPAVOGSKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. FlLADELFlA Selfossi. Almenn samkoma kl. 4 síðd. Ræðumaður Willy Hansen. — Hallgrímur Guðmannsson. Eftir 3ja ðra tilraunaveiðar á loðnu á Nýfundnalandsmiðum hófu Norðmenn 1973 hagnýtar (commercial) loðnuveiðar með þvi að senda Norglobal á miðin og með verksmiðjuskipinu 8 veiði- skip. Þetta ár veiddu svo Norð- menn um 40 þús. tonn (eða 470 þús.hl.) og var sú veiði öll fengin á suðaustur grunninu (Southeast Shoal) eða undirsvæði ICNAF — 3N um 44 n.br. Á næstliðnu ári, 1974, ákvað ICNAF- kvótaskiptingu milli helztu veiði- þjóðanna, Rússa, Kanadamanna og Norðmanna og var sú kvóta- skipting byggð á veiðunum 1973 og komu í hlut Norðmanna tæp 43 þús. tonn á suðursvæðinu, það er á svæðinu sunnan 49°15°n.br. en um 10 þús. tonn norðan þeirrar breiddar, en á þvi svæði veiddu svo i reynd ekki aðrir en Rússar. Veiðar Norð- manna 1974 gengu svo fyrir sig sem hér segir frá og eftir og end- ursagt er úr Fiskets Gang 10. apr. 1975. Þreifað fyrir sér Norglobal lét úr höfn 8. mai 1974 og var komið á Nýfundna- landsmiðin þann 16. mai. Þá var þac að veiðum rússneskur floti á 47 n.br. og 52 50 v.l. og á þeim slóðum byrjaði Norglobal að leita fyrir sér, ásamt fiskiskipinu Melöyvær. Næstu daga var loðn- an i þunnum flekkjum og veiðin var mest smáloðna. Þann 18. mai komu fiskiskipin Æge, Triplex, Trönderbas og Torris á miðin og voru það allt nótaskip, sem gátu einnig veitt i vörpu. Fyrsta aflan- um var landað i Norglobal þann 20. mai.,Sá afli var um 60 tonn enda voru skipin enn að þreifa fyrir sér og höfðu þau fengið þessa veiði á 47 n.br. og 51 20 v.l. eða aðeins austar en þau byrj- uðu. Þessi afli fyrstu dagana var fenginn i vörpu. Veiðisvæðin suður af Cape Race og á Suðausturgrunninu Þann 21. mai flutti Norglobal sig suður og vestur á bóginn á miðin suður af Cape Race og þar voru Rússar að veiðum með flot- vörpu en norsku bátarnir voru með nót á þessu veiðisvæði og veiddu þar allvel, þeir af þeim sem höfðu heppilega gerð af nótum, en sumir þeirra voru með nætur, sem ekki hentuðu vel (Þess er ekki getið i greininni i hverju munurinn er fólginn. Likast til dýptinni?) Eftir fyrstu þrjár vikurnar var þó aflinn ekki orðinn nema um 3 þús. tonn eða um þúsund tonn á viku og enn flutti Norglobal sig og nú I suðaustur átt eða á svæðið 44° 24 n.br. og 50° 19° v.l. (Southeast Shoal — Suðaustur grunnið)-Á þessu svæði var um 50 skipa rússneskur togarafloti að veiðum. Norðmennirnir veiddu einnig með vörpu að þessu svæði. Þó að afli norsku bátanna væri þarna fyrstu dagana litill þá benti margt til að loðnugengd væri að aukast á svæðinu og kæmi hún inná það úr ýmsum áttum, til þess benti hegðun hnúfubakanna, sem voru þarna mikið á ferð. Síðari hluta júnimánaðar tók aflinn að aukast og var frá 5—10 þús. tonnum á viku hjá norska flotan- um. Mest var veiðin vikuna 24.—30. júni (10 þús. lestir) og fyrstu vikuna i júli (11 þús. lestir). Þann 14. júli höfðu Norðmennirn- ir veitt uppi kvóta sinn á suður- svæðinu og þá hættu allir bátarnir veiðum. Norðursvæðið Norglobal fór ekki á norður- svæðið,það er norður fyrir 49° 15 n.br. til að veiða uppi þann kvóta, sem Norðmenn höfðu þar, vegna þess að loðnuleitin 1973 á þvi svæði hafði ekki gefið vonir um eftir ASGEIR JAKOBSSON Loðnu- veiðar Norð- manna áNý- fundna lands- miðum 1974 hagstætt aflamagn og is- aðstæðurnar voru einnig mjög slæmar sumarið 1974 á þeim slóðum. Það voru aðeins Rússar, Sem veiddu loðnu á norður- svæðinu og héldu sig á Hamilton Inlet bankanum og suður á bóginn til norðurstrandar Nýfundnalands. Ástand loðnunnar og veiðanleiki Við Cape Race var meira um litla karlloðnu eða hængloðnu en á Southeast Shoal svæðinu og loðnan hagaði séreinnig með mis- munandi hætti á þessum svæðum tveimur. Við Cape Race var hún í hnapp eða torfum likt og útaf Finnmörkinni við Noreg, en á svæðinu Southeast Shoal lá hún i þéttri dreif eða flekk við botninn á daginn en lyfti sér á næturnar og dreifði sér þá um allan sjó. Veiðarnir fóru þvi fram meðan bjart var á daginn. Þó sáust Rúss- ar vera að toga einnig á næturnar stundum. Loðnan útaf Cape Race var ekki komin eins nálægt hrygningu og loðnan á syðra svæðinu. Siðustu dagana var loðna, sem var um það bil að hrygna eða rétt búin að hrygna i langmestu magni i afl- anum. í köldum árum er ekki ólík- legt, að hrygning fari ekki fram að verulegu leyti fyrr en fyrstu dag- ana í ágúst. Fitumagnið féll jafnt og þétt frá mailokum, að það var yfir 11%, þar til það var orðið um 3% i byrjun júli. Afli Rússa á norðursvæðinu var mest ókynþroska loðna mjög feit. Fitumagnið um 20% og hún hefur sennilega verið á leið til vetrar- heimkynnanna i Notre Dame flóanum. Það er ekki líklegt að hrygning eigi sér stað á Hamilton bankanum þar sem hitastig, dýpi og botnlag eru ekki velfallið til hrygningar. Hagstæð vísbending, — en hvernig verður hún notuð? Veíðar Rússanna á ókynþroska loðnu á Hamilton bankanum gefur óneitanlega til kynna, að sömu möguleikar kunni að vera til staðar hér norður af landinu, þar sem ókynþroska loðnan heldur sig á sumrum. Haf rannsóknamenn hafa látið þau boð út ganga, að þeir hyggist rannsaka möguleika á sumarveiðum þarna norðurfrá, en ekki veit ég hvenær það á að verða. Þetta er góðra gjalda vert, en ég vona, að þeir ágætu menn taki það ekki sem neitt vantraust á þá, að ég hefði haldið að okkur lægi meira á en svo að fá úr þvi skorið. hvort þarna væru verulegir veiði- möguleikar — að við gætum beðið eftir hentugleikum Haf- rannsóknamanna. Það gæti heldur ekki orðið nægjanlega mikill kraft- ur í tilraunum þeirra á einu skipi ef tilraunirnar eiga ekki að taka mörg ár, áður en reynsla fæst. Eðlilegast virðist að senda með hafrannsóknaskipinu eins og tvö eða þrjú góð veiðiskip, sem gætu veitt bæði i vörpu og nót. Þegar eingöngu er um veiðitilraunir að ræða, þá held ég að það sé mis- skilningur að hafrannsóknaskip sé einhver algild forsenda fyrir tilrauninni. Ég held, að þvi sé þveröfugt farið. Hins vegar verður að kosta veiðiskip með sama hætti og rannsóknaskipið, það er, að rikið standi undir úthaldinu likt og um rikisrekið rannsóknarskip væri að ræða. Það eira engir fiski- menn við tilraunir, ef þeir eiga að byggja afkomu sína og aflabrögð á tilraununum. Það er sjaldgæft að rannsóknaskip, ekki sizt nokkurra ára gamalt, sé eins vel búið til tiltekinna veiða og nýtízku fiski- skip sérhæft til þeirra sömu veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.