Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1975 Minning: Gerður Helga- dóttir mgndhöggvari GERÐUR Ht'lgadóltir, mynd- höggvari, vcrður i dag jardsungin frá Kópavogskirkju, þar sem sólin getur scnt geisla sína inn um steindu gluggana — listavcrk honnar. Þrátt fyrir stutta slarfs- ævi — Gorður var aðeins 47 ára ad aldri — liggja eftir hana óhemjumikil o« dýrmæl lista- verk, vidar en nú verdur nokkurn tínia vitart. Gerdur hirti ekki um ad fylgjast med verkum sínum, sem f'óru til einstaklinga al' sýn- ingum, aðcins þeim sem fóru á opinbera staði, og ekki sendi hiin heim fróttir lil birtingar þó hún yrði hlutskörpust i samkeppni eða fengi góda dóma fyrir mynd á sýningu. Kn listaverkin lifa. Um langa frainlíd eíga læknanemar í háskóianuni í Malílýdveldinu í Afríku t.d. eftir ad njóta fagurs go.sbrunns úr hronzi eftir Gerdi. Steindir gluggar hennar eiga eftir ad færa kirkjugestum ánægju í heilli tylft fagurra kirkna í Kssen, Dusseldorl' og fleirí borguni i Þýzkalandi og á íslandi, og krossar hennar ojj adrir kirkju- munir úr hron/i ad þjóna kaþólsk- um á helgistundum í sex kirkjum þeirra í Krakklandi og Þý/.ka- landi, svo sem i Duisburg, St. Pierre le Peil i Cantal, Garilas- heimkirkjunni i Dusseldorf o.l'I., ojj safngcstir í Sehatskammer f dómkirkjunni frægu í Aachen ad virda íyril' sér fallega handbragd- id hennar á Karla-Magnúsar krossinum úr gulli og járni. Veg- farendur i Paris eiga leid hjá vcrkum hcnnar á kaffihúsum, vid byggingar ög í skólum, þar jafnt sem i Her/en í Þýzkalandi og á gött m í Rcykjavík. Sá sem slíkt skilur eftir, hefur ekki til cinskis gcngid um þcssa jörd. Kr þó ad- eins drepid hér á hlula al' ævi- starfi Gerdar. Hór í heimalandi hcnnar lifa fögur Iistaverk, þar sem kynslódir eiga eftir ad ganga um, svo sein steindu gluggarnir í Skálholtskirkju, í Köpavogs- kirkju, i Saurbæjarkirkju, i Nes- kirkju, í kapcllu Klliheimilisins, mosaikmyndin stóra á Tollslöd- inni vid alfaraleid í midbænum og lágmynd á byggingu Gtí vid Kllidavof;. Og fleiri eru á leidinní. kirkjugluggar í Olafsvikurkirkju, bron/skúlplúrar í Hamrahlidar- skóla og veggmynd í Samvinnu- bankann. Allt unnid med bc/tu fagmönnum og lislamönnum, starfslidi Oidtmanbrædra i Þý/ka- landi. Gerdur tók ekki í mál ad slá neitt af um he/tu vinnslu og frá- gang verkanna, því þctla á ad geta cnzt um aldir, sagði hún stundum eins og afsakandi. Gerdur Helgadóttir var ákaf- lega vaiiílvirk pg kröfuhórð vid sjálfa sig, þegar um var ad ræða listræn vidfangsefni, hvort sem um þekkingarleit og nám eda vinnu var ad rædá. Ad kunna ekki til hlítar verkið og grunn þess, áður en rádi/t var i lislræna sköp- un, fannst henni fjarstæða. Þessa mun fljótlega hafa séð merki i uppvextinum. Gerður fæddist á Norðfirdi 11. apríl 1928, næstel/t af fjórum börnum hjónanna Helga Páls- sonar, kaupfélagsstjóra þar, og Sigrídar Erlendsdóttur frá Sturlureykjum í Borgarfirði. Báðir forcldrarnir voru mjög list- hneigðir. Sigrídur máladi myndir á yngri árum, sem var óvenjulegt þá, og kenndi sídan hannyrdir, Helgi var tónskáld gott og aflaði scr menntunar á því sviði í Þý/kalandi. Sjálf var Gerður ákaflega músikölsk, hafði frábært tóncyra og var vandlát á tónlist og hljódfæri. Verk Bachs og Vivaldis vöktu mig gjarnan á morgnana, þegar vid bjuggum saman í Paris, er Gerdur hafdi unnid alla nóttina óslitid og setti pliilu á fóninn til hvildar undir morgun. Þegar Gerður var 9 ára gömul flutti fjölskyldan til Reykjavikur og þar gekk Gerður í skóla, Iauk prófi frá Gagnfræðaskólanum í Lindargötu. Tónskáld og málarar komu gjarnan á heitnili Helga- Pálssonar og mikið rætt um listir. 1945 hól' Gerður nám í Handíða- skólanutn í teiknun og málun, uni höggmyndalist var ekki að ræða þá. Samt byrjaði Gerður að móta andlitsmyndir i leir og höggva grjót í fjörunni í Laugarnesi hjá Sigurjóni Olafssyni. Náði hún þá strax og i andlitsmynduni síðar i París frábærum svip fyrirmynd- anna, svo sem myndinni af föður hennar. Hún fckk bc/tu meðmæli kennaranna í Handíðaskólanum til námsstyrks til Ifamhaldsnáms í Kaupmannahiifn. en á síðustu stundu var kippt í strcng ad ofan og slyrknum beint annað. Von- brigdin urdu mikil hjá ungu stúlk- unni, sem sá drauma sína til frek- ari menntunar hverfa. Kadir hennar, scm þá var orðinn gjald- keri Siilumiðstiíðvar hraðfrysti- húsanna og átti þann draum æðstan að Gerdi m;etti audnast ad nema og slunda listir, sem orðid hiifdu að víkja hjá honum sjálfum fyrir lífsviðurværi, var því niður- drcginn, þegar vinufílans, Olafur Þórðarson frá Laugabóli, forstjóri Jíikla, kom hcim mcd nýtl skip og baud fram aðstod sína til ad senda Gerði til Klórenz á Italiu. Og af stad lagði Gerður þremur dögum síðar með skipi Jökla til Hollands, þar sem umboðsmaður Sölumið- stöðvarinnar kom henni á lest, er brunaði suður yfir Kvrópu til Genova, þar sem Hálfdán Bjarna- son, ræðismaður, tók á móti henni og fylgdi henni í skólann í Flór- enz. Það var ekkert hik á Gerði, þó ferðalög með járnbrautum væru henni svo framandi að hún vissi ekki að færa þyrfti farangur milli Iesta i skiptingum og að sal- erni væri í lestum, sagði hún síðar. Og i Flórenz gekkst hún óhikad undir inntiikupróf í þess- um fræga myndlistarskóla, módeleraði eftir lifandi fyrirmynd og gerði kópiu aí' gi ísku listaverki og flaug inn. Itölsku kunni Gerdur ekki, en eignadist samt fljótt góda vini i skólanum, Irju og Picro, sem seinna vard frægur málari undir nafninu Pierluka og dó voveiflega fyrir þremur árum. Hjónin voru ávallt góðir vinir Gcrðar og meinleg örlög að þessir góðu listamenn, Gerður og Píerluka, skyldu deyja svo ung. I Elórenz undi Gerður sér vel i tvo ár og vann af kappi, svo miklu að hún ha;tti ekki að hnoða leirinn í vinnustofu sinni um veturinn, þegar svo kalt var í veðri að hún fckk kuldabólgu í fingurna og blæddi úr. Og í akademíunni í Flórenz hlaut Gerður fyrstu verð- laun fyrir mótun. Þetla voru Gerðar fyrstu verð- laun, en ekki þau síðustu. Næst hlaut óþekkti pólitíski fanginn hennar verðlaun í alþjóðlegri samkeppni myndhöggvara í Lond- on 1953 og var sýndur i Tate (iallery. A íslandi sigraði hún i samkeppni um Skálholtskirkju- gluggana 1959 og hlaut 2. verð- laun í höggmyndasamkeppni fyrir Hafnarfjörð 1961. Eflir það hlaut hún fyrstu verðlaun og sigraði i (ilium samkeppnum um verkefni, sem hún sóttist eftir, utan einu sinni. Þannig sigraði hún t.d. í samkeppni um gluggana i kirkjunum í Herkenrath, Bille- brinkhohe í Esscn, Ruttcnscheid og kapellu í Diisseldorf í Þýzka- landi. Til að vinna að gerð slíkra steindra kirkjuglugga tók Gerður sig til, eðli sínu samkvæmt, og lærði frá grunni allt varðandi þessa gömlu li.stgrein, þar sem gluggarnir eru greiptir í blý og í þá málad, og vann Gerdur sjálf lengi á verkstædi Barriers i París til ad læra allt handverkið. Enda vann hún alltaf sjálf með Iist- iðnaðarmiinnum og var ákaflega kröfuhörð, hafa þeir sagt mér. Við gerð Skálholtsglugganna Síðasta verk Gerðar, átti að fara til Norður-Frakklands. Það stendur hálfunnið f vinnustofunni. Gerður við vinnu sfna f vinnustofunni. kynntist Gerður fyrst bræðrunum Ludovikusi og Fritz Oidtman sem reka eitt elzta og virtasta verk- stæði af þeirri gerð í Þýzkalandi og tókst þar samvinna og vinátta, sem entist Gerði alla ævi. Gerður var því stödd hjá vinum til að leggja fyrir verkefni, þegar hún veiktist og var meðvitundarlaus i marga sólarhringa fyrir hálfu öðru ári og þeir vinir dugðu henni sannarlega vel. Oidtmanbræður, fjölskyldur þeirra og listiðnaðar- mennirnir á verkstæðum þeirra dáðu Gerði og sýndu henni ómælda vináttu, sem nær út yfir dauda, því þeir eru ad vinna sið- ustu verkin hennar, sem koma til tslands í sumar. I Paris bjó Gerður lengst af. Hún kom þangað 1948 og nam fyrst i listaskólanum Academie de la Grande Chaumiere og síðan í einkaskdla myndhöggvarans fræga, Zadkins. Hún varð fyrir miklum áhrifum frá honum og lóku myndir hennar að þróast í átt til abstraksiona, og héldu því áfram löngu eftir að þeim skóla og áhrifum lauk.Eftir 1951 vann Gerður ávallt ein í vinnustofum sínum, sem hún kom upp af frábærum dugnaði, keypti fyrst litla vinnustofu í Paris og siðan gamalt bændahús i Avranville sunnan vid París, þar sem hlada gat ordid vinnustofa og kallaði staðinn Tröllanes eftir æsku- heimilmu í Norðfirdi. Sidan skipti hún þvi fyrir stærra bændabýli í Chclval Mort vestan vid Paris og kom scr þar fyrir. Þá var hún gift franska málaranum Jean Leduc. en þegar þau skildu fyrir nokkr- um árum þurfti hún lögum sam- kvæmt að selja htísið og skipta. Missti Gerðui' þá vinnuaðstöðuna í París, en tók það rád að kaupa sér gamlan bóndabæ i Hollandi og flutti þangað mé sér þungu verk- færin, stedja, smidju, lyftur og tæki, og myndir, því vinna hennar krafðisl húsnæöis, sem ekki er á hodstólum á venjulegum stödum, t.d. vinnustofu med 7 m háum veggjum til stækkunar o.s.frv. Ekki undi Gerdur sér þó í Hol- landi, saknaði daglegs samgangs við vini og listir, þó hún væri mikið á feröinni í F'rakklandi, Þýzkalandi og á Islandi vegna verkefna sinna. Og til Parísar flutti hún aftur og leigði sér vinnustofu haustið 1972. Sá sem ekki hefur séð með eigin augum þau þungu verkfæri og listaverk, sem Gerður þurfti að hafa í kring- um sig, getur varla ímyndað sér hvílíkt átak það hefur veríð fyrir þessa ungu konu að flytja ein milli Ianda og koma sér fyrir og vinna í einangrun, þar sem verk- efnin koma ójafnt og tekjurnar lika. En hún tókst ávallt ótrauð og hiklaust á við verkefnin af hverju tagi sem þau voru og kvartaði ekki, svo með ólikindum var. Þeir sem komu og sáu hana vinna, standa með logsuðutækin og málmana og flytja stóru stytt- urnar, voru ávallt furðu lostnir. Nú siðast lýsa bréfin frá Oidt- mansbræðrum, sem þó þekktu óbilandi einbeitni Gerðar og dugnað, furðu þeirra sjálfra og manna þeirra, yfir að Gerður skuli hafa getað brætt og unnið stórar bronzstyttur sínar, þegar þeir nú hafa tekið að sér að ljúka síðasta verkefninu. Þó dugleg væri og hörð við sjálfa sig, var Gerður einstaklega Ijúf og heillandi í háttum og hegð- un og stolt hennar og reisn gerði hana ávallt að veitanda fremur en þiggjanda. Enda átti hún hvar- vetna fáa góða og trygga vini. I París syrgja hana slikir vinir, þar i hópi voru læknirinn Peterfalvi og hjónin Enard og Vala Hafstað, sem dugðu henni vel í veikindum hennar, þegar hún var flutt nær meðvitundarlaus til Parísar og síðan til Islands. Og ástrikt var með henni og systkinum hennar, Erlendi, Snorra og Unni og fjöl- skyldum þeirra sem tóku henni opnum örmum og studdu hana eins og kostur var i erfiðum veikindum. Gerður var ekki allra, enda mjög viðkvæm í lund, en þeim, sem að henni komust, þótti mikill fengur að fá að kynnast svo stórbrotinni konu. Verk Gerðar eru víða dreifð um heitninn. Hún tók þátt í um 50 listsýningum frá þvi hiín fyrst sýndi í Flórenz 1949 og i París 1950. Myndir hafa dreifzt þaðan og beint úr vinnustofu listakon- unnar. Oft kvaraði Gerður yfir því á seinni árum hve samnings- bundin verkefni tækju tímann frá höggmyndagerð. Margir eiga eftir að njóta starfs hennar hér á jörðu, sem varð alltof stutt. En Gerður er eflaust víðþekktasti listamaður íslenzkur. Ölokin verkefni standa í vinnustofunni í París. Þrátt fyrir öbilandi löngun til að halda áfram að starfa, sem m.a. birtist í því að hún fjársjúk brauzt héðan úr sjúkrastofu í ferð i vinnustofuna í París í fyrra- sumar, kvartaði Gerður ekki. Hinu siðasta tók hún ein með sama kjarki og æðruleysi sem öllu öðru um ævina. ElínPálmadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.