Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAt 1975 13 eftir RAGNAR BORG Þeim fjölgar svo félögunum í Myntsafnarafélagi Islands, að ég fór nýlega að velta þvf fyrir mér, af hve miklu væri að taka. ef allir söfnuðu jafn grimmt og sumir hinna nýkomnu. Einhvers staðar sá ég, að það eru ! umferð $360,65 á mann ! Bandarikjun- um. Ég hefi fengið þær upplýsing- ar hjá Seðlabankanum, að eftirfar- andi mynt og seðlar séu ! umferð: 31.12. 1973 Seðlar 2.701.100.000 Mynt 154.800 000 Samtals 2.855.900.000 Af þessu sést að af nógu er að taka, jafnvel þótt hart sé barist. og ekki er nein minnsta ástæða til að örvænta um að ekki sé nóg handa öllum. Þetta gerir 717.025 krónur á mann hér á landi, en þessir 360,65 dollarar, sem að ofan greinir, eru 54.315 á mann f Bandaríkjunum. Það, að svona miklu meiri peningar eru ! umferð á mann ! Bandaríkjunum en hér á landi, er sjálfsagt vegna þess, að bandarfkjadollar er notaður um heim allan, en íslenzka krónan aðeins hér á landi. Við höfðum öll tækifæri til að eignast sterkan gjaldmiðil, en það eyðilagði vinstri stjórnin. Þess ber og að geta, að þrátt fyrir að bandaríkjamenn noti alls konar „credit cards'' og tékka ! slnum viðskiptum, er tékkanotk- un hér á landi orðin slík, að hún hefir mikil áhrif á myntmagnið I umferð. Mér er sagt, að tékka- notkun hér á landi sé meiri en vlðast hvar annars staðar. Ætli söfnun tékka fari ekki að verða söfnunaratriði úr þessu!? Þar get- ur þó verið um þekktar undirskrift- ir að ræða á hverjum tlma, undirskriftir. sem segja einhvern hluta af sögu landsins, eins og undirskriftir á seðlunum! Út frá þvt, sem að ofan greinir, er rétt að gera sér grein fyrir þv! hvaða peningar eru nú ! umferð. Seðlabankinn hefir auglýst, um síðustu áramót, að hann innkalli einseyringa. tveggjeyringa. fimm- Aukning I prósentum 31.12.1974 fráfyrraári 3.481.700.000 28,9% 195.800.000 26,6% 3.677.500 000 28,7% eyringa, tfeyringa, tuttuguog fimmeyringa og fimmtfueyringa, svo og tveggja króna peninga og krónuseðla (quislinga). Þessi mynt er lögleg til næstu áramóta. Eftir það eru hér f gildi krónu, fimm, tiu, fimmtfu, fimmhundruð (2, gull og silfur), þúsund og tlu þúsund króna peningar. Af þeim eru ! umferð aðeins 4 hinir fyrstu. Silf- ur og gullpeningarnir, þ.e. Jóns Sigurðssonar 500 króna guilpen- ingurinn og silfur og gullmyntin frá síðasta ári, er varla gangmynt. Mér sýnist Seðlabankinn vera á tlmamótum, að þvi leyti, að hann Um mynt í umferð og fleira gott. . . geti nú farið að taka upp mynt- stærðir. Eins og að ofan greinir hefir vinstri stjórnin eyðilagt grundvöllinn fyrir þvf, að við höf- um sterkan gjaldmiðil, og er þv! ekki um annað að ræða en stokka upp á nýtt. Mér dettur ! hug, að nú sé tækifærið til að taka I notk- un nýja peninga og jafnvel nýjar gerðir peninga. Það hefir nokkuð borið á þvi, að eldra fólk, en þvl fer fjölgandi ! velferðarþjóðfélagi eins og okkar, á erfitt með að greina milli einnar krónu og fimmkróna peninga. Stærð þeirra er svo Ifk. Ég veit að Seðlabankinn fer eftir alþjóð- legum staðli hvað varðar mynt- stærðir og hlutföllin milli þeirra. en það er kannski ekki alltaf alveg nóg. Blindir menn eiga auðveldara með að greina milli myntstærða en gamalt fólk, það gerir það að þeim er kennt að greina milli myntstærða, en gamalt fólk sem ekki nýtur þessarar kennslu lætur kannski 5 krónur af hendi ! stað einnar krónu, af þv! peningarnir eru svo Ifkir að stærð. Við þessu er það ráð að hafa peningana mismunandi að lögun. Ég læt fylgja þessari grein mynd af nokkrum peningum, en þar eru einnar og fimm króna peningarnir íslenzku, svo og peningar frá helztu viðskiptalöndum okkar 50 penny frá Englandi og 5 cent frá Surinam (en þaðan kemur mikið af oliunni, Curacao). Það er eng- inn kominn til að segja að pen- ingar þurfi endilega að vera kringl óttir. Þeir geta verið allavega í laginu. Myntuppboð Guðmundar Axels- sonar i Klausturhólum tókst mætavel. Það fór eins og vænta mátti, að sumir gerðu góð kaup og keyptu ódýrt, en sumir fengu þá peninga og seðla, sem þá vantaði i safniðsitt og keyptu dýrt. í dag er svo fundur hjá Mynt- safnarafélaginu ! Templarahöllinni klukkan 14.30. Það er þessi vana- legi skiptafundur, þar sem menn koma með mynt, sem þeir vilja láta ! staðinn fyrir annað. Einnig er uppboð fyrir •* lagsmenn á mynt frá Íslandi og Danmörku og fleiri löndum. Einnig eru myntir frá nokkrum öðrum löndum svo sem Túnis, Búlgarfu. Marokkó og Eng- landi. Þarna verða og nokkrir seðlar frá 2. og 3. útgáfu Lands- bankans og 2. útgáfu FUkissjóðs á krónuseðlum (Quislingum). Félag isl. bifreiðaeigenda, mun gefa út minnispeninga í tilefni fyrstu Rallykeppninnar sem haldin er hér á landi. Minnispeningarnir eru gefnir út í 150 tölusettum eintökum, það eru aðeins fáein eintök eftir. Þvermál penings- ins er ca. 4 cm og steyptir í bronz. Gull og Silfursmiðja Bárðar Jóhannessonar, Hafnarstræti 7, teiknaði og steypir peninginn. Pöntunum veitt móttaka á skrifstofu F.í. B., sími 33614, og Email, Hafnarstræti 7, sími 20475. |embit myntskáparnir komnir. Margar tegundir. Einnig lausar mynt-skúffur. Frímerkjamiðstöðin, Skólavörðustíg 21a, sími 21170.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.