Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 17
Valerie Perrine hlaut verð- laun fyrir leik sinn I hlutverki eiginkonu Lenny Bruce. Alsírsk kvikmynd varðhlut- skörpust í Cannes Cannes, 23. mai — AP. BANDARlSKA leikkonan Valerie Perrine hlaut verðlaun fyrir beztan leik í kvenhlutverki f kvikmyndinni „Lenny“, sem fjallar um bandarfska háðfuglinn Lenny Bruce, og hinn gamalreyndi ítalski leikari, Vittorio Gassman, fékk verðlaun fyrir bezta leik f karlhlutverki í kvikmyndinni „Ilmvatn konu“ er tilkynnt var um úthlutun verðlauna á kvikmyndahátíð- inni f Cannes í Frakklandi í dag. Þriggja klukkustunda löng mynd frá Alsír, „Annáll heitu áranna“, sem fjallar um bændalff á árunum 1939—54 f ljósi farsótta og stjórnmála- ólgu í Alsír, fékk verðlaun sem bezta kvikmynd ársins. Leikstjóraverðlaunin skipt- ust milli Kanadamannsins Michel Brault fyrir mynd hans „Skipanirnar“, sem fjallar um pyntingar fanga, og Costa Gavras fyrir myndina „Sér- stakur hluti“, sem fjallar um réttvísi á villigötum í Frakk- landi á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Sérstök verðlaun dómnefndar hlaut vestur-þýska kvikmyndin „Ráðgátan Kasper Hauser“, en hún er byggð á sannsögulegum heimildum frá 19. öld og segir frá ungum pilti sem varpað er í fangelsi og sleppt án þess að hann viti nokkurn tíma hver hann er. Bezta stutta myndin var „Lautrec" eftir brezka leik- stjórann Geoff Dunbar, og sér- stök verðlaun hlaut einnig stutta myndin „Ég ætla að gefa Eti stjörnu“, sem er sovézk að uppruna. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 17 Engin NATO-viðurkenning á framlagi Spánarstjórnar Portúgalar heita tryggð við bandalagið BrUssel 23. maí — AP VARNARMALARAÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins, sem eru á tveggja daga fundi í Briissel, höfnuðu f dag ósk bandaríska varnarmáiaráðherrans, James Schlesingers, um formlega viður- kenningu á gildi framlags Spánar til varna vestrænna rfkja. Til málamiðlunar var hins vegar samþykkt að geta þess í lokayfir- lýsingu fundarins að rætt hefði verið um hlutverk Spánar í vörn- um Evrópu, og er það f fyrsta skipti sem NATO minnist opin- berlega á einræðisstjórn Francos á Spáni sfðan bandalagið var stofnað árið 1949. Meðal þeirra landa sem sérstaklega eru sögð andvfg þess að minnzt sé á Spán eru Island, Bretland, Noregur, og Danmörk, og eru forsendurnar þær að stjórn Spánar sé f eðli sfnu fasistastjórn. • Ráðherrarnir 13 á fundinum f Briissel náðu ennfremur sam- komulagi um að aðildarrfkjunum væri frjálst að láta opinberlega í ljós skoðun sfna á gildi hernaðar- samvinnunnarviðSpánað þvíer brezkir embættismenn hermdu. Þá lýsti fuiltrúi Portúgals á fund- inum, Jose Babtista Pinheiro de Azvedo, flotaforingi, sem á sæti í byltingarráðinu, því yfir að Portúgalsstjórn stæði fast við að- ild sfna að NATO. Málamiðlunin varðandi Spán er talin tilraun ráðherranna til að koma nokkuð til móts við James Schlesinger, en Bandaríkjamenn ræða nú um framtíð bandarískra herstöðva á Spáni við spænsk stjórnvöld. Eru uppi vangaveltur um það hvort leitað verði eftir formlegri aðild Spánar að At- lantshafsbandalaginu eftir að Franco er látinn. Talið er líklegt að Ford, Banda- ríkjaforseti, muni á leiðtogafundi NATO-rikja i Bríissel í næstu viku enn reyna að fá almenna viðurkenningu á framlagi Spánar til varna vestrænna ríkja. A fundinum í dag var Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO, veitt umboð til að bera til baka fregnir um að bandalagið hefði áhuga á að fá radarstöð í Suður- Afríku, en hugmynd þessa efnis var lögð fram við umræður i gær af vestur-þýzka varnarmálaráð- herranum George Eber. Leiddi sú hugmynd til þess að hollenzki ráð- herrann, Henk Vredeling, hótaði því að Holland segði sig úr NATO, ef til slikrar samvinnu við Suður- Afríkustjórn kæmi. Fyrri valdhafar í Grikklandi ákærðir Víðtæk leit að stúd- entunum Dar es Salaam, 22. maí. — AP — Reuter. UMFANGSMIKIL leit á landi, vatni og úr lofti fór fram í dag umhverfis Tanganyikavatnið að fjórum útlenzkum stúdentum, þremur bandarískum og einum hollenzkum, sem á mánudags- kvöld var rænt frá einangruðum frumskógabúðum í Vestur- Tanzaníu af 40 vopnuðum, ein- kennisklæddum mönnum, og hafa stjórnvöld f Tanzanfu beðið nágrannaríkin að taka þátt í leit- inni. Talið er að mannræningj- arnir hafi komið frá Zaire yfir landamærin, en enn er allt á huldu um hverjir þeir eru og hver er tiigangur þeirra. Vangaveltur'eru um að menn þessir tilbayri Iítt þekktum skæruliðasamtökum, Alþýðlega byltingarflokknum sem starfar í torfæru fjalllendi í austurhluta Zaire. Hugsanlegt er talið að þessi flokkur hafi með mannráni þessu viljað vekja athygli á sjálfum sér og markmiði sínu sem er að koma stjórn Mobutu frá völdum. Hefur flokkurinn átt í bardögum við stjórnarherinn frá árinu 1967. Flokkurinn er marxískur, og er* andvígur tengslum Zaire við Bandaríkin. Leiðtogi hans er sagður heita Laurent Kabila. FRETTIR Aþenu, 23. maí — Reuter. DÖMARARAÐ áfrýjunardóm- stólsins f Aþenu gaf í gærkvöldi út ákærur á hendur 24 ráðherrum fyrrverandi herforingjastjórnar í Grikklandi fyrir landráð og upp- reisn. Meðal ákærðu er George Papadopoulos, fyrrum forseti og sá maður sem steypti honum af stóli í nóvember 1973, Dimitrios Ioannides, yfirmaður herlögregl- unnar, sem var æðsti maður sfðari herforingjastjórnar, sem féll í júlí á fyrra ári vegna Kýpur- deilunnar. Akærurnar geta leitt til dauðadóms. Ákæruskjalið er 97 bls. að stærð og er byggt á hálfs árs rannsókn Konstantíns Stamatic dómara. Akærðu hafa rétt til að iðari fluttur úr einni konu í aðra Veitir ófrjóum konum mögu- leika á að eignast börn Höfðaborg, 23. mai — AP. LÆKNUM við Groote Schuur- sjúkrahúsið hefur nú tekizt að flytja eggjaleiðara úr einni konu í aðra, og gæti þessi ár- angur leitt til þess að þúsundir ófrjórra kvenna eigi þess kost að eignast börn, að því er tals- menn sjúkrahússins tilkynntu í dag. Tók flutningsaðgerðin 5'A klukkustund, og var eggjaleið- arinn fluttur með slagæð og æðum. □ Hópur 14 lækna vann við aðgerðina undir forystu dr. B.M. Cohen frá háskólanum i Höfðaborg, og var hún gerð s.l. þriðjudag. Nöfn kvennanna hafa ekki verið birt, en eggja- leiðaraþeganum lfður að sögn vel. Eggjaleiðarar hafa áður verið fluttir milli kvenna, en þeir hafa aldrei verið fluttir með slagæð áður. Einn af læknun- um, sem þátt tóku í flutningn- um, sagði í dag að prófsteinn- inn á hinn raunverulega árang- ur þessarar aðgerðar yrði þung- un viðkomandi konu. Þriggja ára rannsóknir liggja að baki þessari aðgerð. Papadopoulos — áður forscti, nú ákærður fyrir landráð. áfrýja ákærunum til hæstaréttar. Ekki er búið að dagsetja réttar- höldin vegna hugsanlegrar áfrýj- unar. Mayaguez i Hong Kong Hong Kong, 23. mai — AP. BANDARlSKA flutningaskipið Mayaguez, sem Kambódíumenn tóku fyrir skömmu, er það var á leið frá Hong Kong til Bankok, vegna meintrar njósnastarfsemi, kom i kvöld til Hong Kong. Embættismenn brutu innsigli flutningagámanna og könnuðu innihaldið. Það reyndist ekki vera sprengjur eða hergögn, heldur bifreiðavarahlutir áburður, máln- ing o.fl. Hungurdauði og vopnaskak veraldar A þessari mynd má sjá eitt af milljónum barna f heimi hér, sem standa andspænis hungur- dauða eða varanlegum veilum, lfkamlegum og andlegum, af völdum vannæringar. Myndina tók brezk hjúkrunarkona, Steph hanie Symmonds f Ogaden- héraði í suðausturhluta Eþíó- pfu, þar sem hún starfaði í hjálparsveit. Hirðingjarnir f eyðimerkurhéruðunum í Ogaden hafa átt við langvar- andi skort að strfða, sem valdið hefur dauða hundruða barna. Um 40.000mannshafasafnazt f hjálparbúðir, sem settar hafa verið upp við afskekkt þorp í Ogaden. Með þessari mynd mætti geta þess, að á árinu 1973 eyddi mannkynið 230 milljörðum dollara, — sem nemur 34.730 milljörðum fslenzkra króna til strfðsundirbúnings, að því er alþjóða friðarrannsóknarstofn- unin í Stokkhólmi — SIPRI — upplýsir. I bók, sem stofnunin hefur gefið út, segir að mann- kynið verji sffellt hærri fjár- upphæðum til vopnabúnaðar, ár frá ári. Þar segir einnig, að á árunum 1945—69 — 25 ára tímabili — hafi verið háð 97 strfð í 60 löndum í 4 heimsálf- um og meira en 10 milljónir manna látið lffið af þeim völd- um. Til samanburðar er þess getið að á 40 ára tímabili, frá aldamótum til 1939 hafi verið háð 23 stríð. A árinu 1974 voru hernaðarátök á 14 stöðum. Og stöðugt eykst áhrifamáttur víg- vélanna; þjóðir heims safna í sffellu að sér stórvirkari dráps- tækjum. Sovétríkin og Banda- rfkin eiga samtals um 17000 flugskeyti, hlaðin kjarnaodd- um, — að því er SIPRI upplýsir — og þeim beina þau hvort gegn öðru. Og aðrar þjóðir, með Kína og Frakkland í broddi fylkingar, halda áfram að auka og efla kjarnorkuvopnaforða sinn. Og allir selja öllum vopn f gríð og erg, — en á meðan deyja ungir sem aldnir hungur- dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.