Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 Brottflutningar Banda- ríkjamanna frá Laos Washington, Vientiane 23. maí. Reuter. NTB. BANDARIKJAMENN hafa ákveðið að draga verulega úr starfsemi þróunarskrifstofa sinna i Laos og i dag hófust brottflutn- ingar eiginkvenna og barna bandarískra ^starfsmanna til Bangkok og voru á annað hundr- að manns fluttir á brott í dag og munu að öllum líkindum alls eitt þúsund manns verða fluttir frá Laos á næstunni. Stjórnvöld i Laos standa enn fast á þvi að þau óski eftfr stuðningi frá Banda- rikjamönnum og talsmaður sam- steypustjórnarinnar í Laos sagði í Búa sig á humarinn MIKILL undirbúningur er nú hjá Hornafjarðarbátum fyrir humar- veiðar. Annað kvöld leggja 12 bát- ar úr höfn til þeirra veiða þar með talinn hinn nýi bátur Hvann- ey sem kom til Hornafjarðar i dag og áður hefur verið lýst. Einn bátur stundar togveiðar og innan tíðar bætist hinn nýi skuttogari í flotann. Gunnar. Járnbrautar- slys í Danmörku Kaupmannahöfn 23. maí. Reuter. l’ARÞEGALEST, sem var á leið frá Esbjerg á Jótlandi til Kaup- mannahafnar, rakst í dag á flutn- ingalest og samkvæmt fyrstu fregnum munu að minnsta kosti eitt barn og tveir fullorðnir hafa slasazt, en fréttir voru ekki orðn- ar ljósar af þessum atburði. Lest- in var i um 30 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn er slysið átti sér stað. 25% hækkun hjá Landleiðum hf. RlKISSTJÖRNIN hefur staðfest heimild til Landleiða hf. til hækk- unar fargjalda á leiðinni Reykja- i vík — Hafnarfjörður um 25%. Er hækkunin til samrænris við hækk- anir sem Strætisvagnar Reykja- víkur og Kópavogs hafa áður fengiö. Miðaverð til Hafnarfjarð- ar verður framvegis 80 krónur fyrir fullorðna og 30 krónur fyrir börn. Slys f Hvalfirði BlLVELTA varð við Fossá í Hval- firði iaust eftir klukkan 20 5 gær- kvöldi. Tvennt var i bílnum, pilt- ur og stúlka. Slasaðist stúlkan töluvert, mjaðmagrindarbrotnaði og skarst í andliti en pilturinn meiddist minna. Bíllinn, sem er fólksbfll úr Reykjavík cr talinn vera ónýtur. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU dag, að ekki hefði komið til um- ræðu nein breyting á stjórnmála- samskiptum rtkjanna þrátt fyrir þessa ráðstöfun. BHM-deilan til kjaradóms KJARADEILU Bandalags há- skólamanna og ríkisvaldsins hef- ur verið vísað til kjaradóms, en lögum samkvæmt átti deilan að fara sjálfkrafa til kjaradóms hinn 1. júní næstkomandi. Þar eð kjaradeila BSRB hefur þegar far- ið til kjaradóms var álitið til- gangslaust að semja og á fundi hjá sáttasemjara í fyrradag varð samkomulag um að senda kjara- dómi málið. — Portúgal Framhald af bls. 1 ildar sósíaldemókrata að fram- kvæmd umbóta í landinu væri óhugsandi að það langþráða frelsi yrði við lýði í landinu og þetta frelsi hefðu landsmenn þráð að öðiast síðustu 25 ár. Unita, málgagn italska komm- únistaflokksins, sem er hinn stærsti á Vesturlöndum, ásakaði portúgalska kommúnista um póli- tiska þröngsýni í grein í dag og sagði að allir flokkar yrðu að reyna að haida sjálfstæði sínu gagnvart erlendum afskiptum. Tekið er fram að ítalskir korrim- únistar fylgist gaumgæfilega með framvindu mála í Portúgal. Björk, 22. mai. UM HVlTASUNNUNA gerði hér norðanátt og er varla hægt að kalla það hvítasunnuhrct, þar sem úrkoma var sáralítil. Nætur- frost hafa verið að undanförnu, en mikið sólfar og hlýtt á daginn. I dag er heitasti dagur sumarsins, komst hitinn f 20 stig. Gróðri fer hægt fram, þó er talið að nokkur gróður sé kominn f sandlendi. Sauðburður stendur nú vfða sem hæst, en á stöku stað er honuni að Ijúka. Ekki hef ég heyrt annað en að hann gangi yfirleitt vel. Allt er látið bera I húsi og að sjálfsögðu á fullri gjöf. Þó er sums staðar farið að sleppa einlembdum ám Washington 23. maí. Reuter. FORD Bandarfkjaforseti Iýsti því yfir í dag að nýtt tímabil væri að renna upp f utanrfkisstefnu Bandaríkjanna og samvinna þeirra við Vesturliind gæti orðið mikill og drjúgur áfangi til ótví- ræðrar forystu í heiminum. For- sctinn, sem undirbýr för sína til Evrópu cftir helgi, sagði einnig, að hann hefði áhyggjur af áhrif- um þeim sem kommúnistar virt- ust hafa i Portúgal, en aftur á móti benti hann á að mikilvægt væri að Bretland yrði áfram f Efnahagsbandalaginu. Ford sem ræddi við fjóra er- lenda blaðamenn í Hvíta húsinu sagði að hann vonaði að olíufram- leiðsluríki myndu ekki hækka olíuverðið í september eins og þau hefðu hótað. Hann gagnrýndi og Bandaríkjaþing vegna stefnu þess í orkumálum. — Kissinger Framhald af bls. 1 og Tyrkja væri þá innan seilingar sagði hann: „Ég lít svo á að Tyrkir vilji þoka sér í átt til samkomu- lags.“ Kissinger hefur dvalið í Tyrklandi í þrjá daga og sat utan- ríkisráðherrafund CENTO- bandalagsins. Hann ræddi einnig vopnasölubann Bandaríkjanna á Tyrkland við ráðamenn. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að Kissinger álfti að Bulent Ecevit sé sá maður, sem mesta möguleika hefur til að leysa Kýpurdeiluna, en ef flokkur Ecevit vinnur gegn athöfnum stjórnarinnar getur það haft afdrifaríkar afleiðingar varðandi niðurstöður Kýpurmáls- ins. Kissinger hélt frá Tyrklandi í kvöld og ætlaði að hafa stutta viðdvöl á Spáni á leið sinni til Bandaríkjanna. — Humar Framhald af bis. 36 hámarksstærðir báta og véla, samkvæmt mælingum gerðum fyrir upphaf humarvertfðar 25. maí n.k. Umsóknir fyrir fiskiskip, 100 brúttórúmlestir eða stærri, verða ekki teknar til greina, þótt skip verði endurmæld minni eftir byrjun vertfðar.“ Ennfremur segir, að nú hafi verið gefin út veiðileyfi fyrir 150 humarbáta, en á allri vertfðinni f fyrra voru gefin út 113 leyfi. Aflakvótinn er hins vegar sá sami og í fyrra eða 2000 festir. Bátun- um er heimilt að hefja veiðar n.k. sunnudag, 25. maf. — Ráðherrar Framhald af bls. 36 væri nú komið að Islandi að gegna formennsku næsta árið. Verður Ölafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra formaður ráðherranefndar- innar og Einar Benediktsson fastafulltrúi Islands hjá EFTA formaður fastanefndar banda- lagsins. far hér, er Isinn nú fyrst að fara af Mývatni, en það er mánuði siðar en í fyrra. Sömu sögu er einnig að segja um allan jarðar- gróður. Varp fer nú að hefjast og eru sumir fuglar þegar byrjaðir að verpa. Framkvæmdir eru hafn- ar við Kröflu, og er nú aðallega unnið við að jafna grunna undir íbúðarskála, sem síðan verða fluttir á staðinn eins fljótt og hægt er. En smíði þessara skála og annars búnaðar I sambandi við þá miðar vel. Verktakar hér í héraðinu annast þetta verk. Ferðamannastraumur er þegar að hefjast hingað, nú stendur yfir ráðstefna brúarsmiða í Hótel Reynihlið. Mun henni ljúka á morgun. Ford brást harkalega við tilgát- um þess efnis að Evrópuþjóðir hefðu nokkurn fyrirvara á því að treysta Bandarikjamönnum til að standa við skuldbindingar sínar í kjölfar þess niðurskurðar sem Bandaríkjaþing gerði á aðstoð við Suður-Víetnam og Kambódíu. Sagði forsetinn að bandaríska þjóðin væri að rétta við eftir harmleikinn í Vietnam og sagði að Iíta mætti svo á að þáttaskil væru að verða i stefnu Banda- ríkjamanna og styrkleika. Aðspurður um hvort vestræn samvinna hefði að hans dómi veikzt á síðustu árum, neitaði hann þvi harðlega. Þvert á móti teldi hann þá samvinnu sterka og þróttmikla, en ekki væri þó ástæða til að ætla a<5 hún gæti ekki eflzt verulega. Um Portúgal sagði Ford meðal annars að það styngi í stúf að samtök sem væru stofnuð til að Framhald af bls. 36 ASI, sem ekki fengu 4.900 króna láglaunauppbætur i vor, einnig fá þær inn með kröfunni. Tillaga ASl er siðan að ný visitala verði sett 100 miðað við 6. taxta al- mennu verkamannasamninganna að viðbættri 38 til 39% kaup- hækkun. ASl hefur hafnað vél- rænni tengingu vísitölunnar við viðskiptakjör þjóðarinnar, þar sem það telur tæknilega ann- marka á þvi að reikna þau út, en með því hefur það ekki hafnað henni algjörlega og segir að það gæti komið til greina að taka tillit til viðskiptakjara vió samnings- gerð,’ þegar miklar sveiflur hafi átt sér stað í viðskiptakjörunum. Björn Jónsson gat þess jafnframt að vinnuveitendur hefðu lagt á það áherzlu að útreikningur vísi- tölunnar yrði ekki eins tiður og verið hefði. Innan ASÍ væru og háværar raddir um að nauðsyn- legt væri að reikna kaupgjalds- vísitöluna út mánaðarlega. Bak- nefndin og samninganefndin hefðu því ákveðió að fara meðal- veginn og halda því fyrirkomu- lagi, sem verið hefði, þ.e., að út- reikningur hennar fari fram á3ja mánaða fresti. Beinir skattar hafa ekki verið mældir í vísitölunni sfðan 1967. Það er krafa ASI að svo verði nú gert, og að allir skatt- ar verði inni í henni framvegis. Þá var spurningu beint til Eð- varðs Sigurðssonar og hann minntur á að hann hefði sagt skömmu eftir gerð síðustu samn- inga, að þeir væru verðbólgu- samningar. Eðvarð sagði að sér hefði veríð það Ijóst strax, að æði mikið af kauphækkununum þá myndi fara beint út í verðlagið, en þar sem um hefði verið að ræða vísitölutryggingu launa sagðist hann hafa borið þá von í brjósti, að unnt yrði að halda kaupmættinum. Björn Jónsson sagði að um mörg undanfarin ár hefði ávallt verið viðkvæðið, að ekki væri grundvöllur kauphækkana um- .fram aukningu þjóðartekna og þær lagðar til grundvallar rök- semdum atvinnurekenda. Nú kvað hann viðhorfið allt annað og annað hljóð hafa komið í strokk- inn. Kvað hann rýrnun kaupmátt- ar mun meiri en rýrnum þjóðar- tekna og vart mætti heyra á það minnzt að einhver samfylgni væri í þessum tveimur atriðum. Um kröfur ASI varð algjör sam- staða á baknefndarfundinum að öðru leyti en því að tveir fulltrúar voru á móti því að kauphækkunin færi út í ákvæðis- og bónuskerfi. verja sig gegn yfirgangi kommún- ista, gætu síðan haft innan sinna vébanda land, þar sem áhrif þeirra væru jafn ótviræð og virt- ist verá í Portúgal. Kvaðst Ford mundu ræða þetta á fundi for- ystumanna Atlantshafsbandalags- ins i Brussel i næstu viku. Hann sagðist þó vilja benda á að í kosn- ingunum hefðu aðeins um tólf prósent kjósenda veitt kommún- istum stuðning sinn og fælist í því nokkur uppörvun, en aftur á móti hefðu niðurstöður kosninganna augljóslega enga þýðingu sem stæði. Ford sagði ennfremur að Bandaríkjamenn myndu áfram leggja kapp á að halda góóri sam- búð við Sovétríkin og hann neit- aði því sem fram hefur verið hald- ið að Sovétríkin hefðu meiri hagnað af stefnu þeirri sem fylgt er í samskiptum ríkjanna en Bandaríkjamenn. Einn fulltrúi var á móti kaup- kröfuliðnum og taldi kröfuna of lága. Björn Jónsson sagði, að með kröfunum væri litið svo á að öll laun félaga innan ASl væru lág- laun. Væri það í ljósi þeirrar verð- bólgu, sem ríkt hefði í þjóðfélag- inu. Þrátt fyrir það kvað hann ASl vilja sýna innbyrðis lit á launajöfnun eins og fram kæmi í kröfunum. Samkvæmt kröfunum eru lægstu laun verkamanna tæp- lega 60 þúsund krónur og 6. flokk- urinn, sem er eins konar meðaltal verkamannalauna, er 64 þúsund krónur. Björn Jónsson sagði að kröfurnar væri að meðaltali um 100 krónu hækkun á dagvinnu- stund. Þá kom það fram á blaða- mannafundinum, að nú vantaði um 14% á kaupmáttinn til þess að hann væri sambærilegur þeim kaupmætti, sem rikti fyrir gerð síðustu heildarkjarasamninga. — Herforingja- stjórn Framhald af bls. 1 Ibúar í eystri hluta Beirut, þar sem hefur verið mjög ófriðlegt segja að lögregluflokkar hafi reynt að koma upp „hlutlausu belti“ milli hinna stríðandi aðila, en lögreglumennirnir hopuðu á hæl, þegar gerður var aðsúgur að þeim af beggja hálfu. Er gert ráð fyrir að svo geti farið að Libanonsher verði skipað að skerast í leikinn, og hafa likur á því aukizt eftir að það er nú orðið deginum ljósara að vopna- hléð er marklaust með öllu. Israelskar hersveitir skiptust á skotum við Jórdani yfir landa- mæri rikjanna og mun ekki hafa komið til átaka þarna í allnokkur ár. Fulltrúi Israelshers segjr að Jórdaníumenn hafi byrjað skot- hríð á landamærastöó'Sem er sex mílur suður af Galileuvatni og særðist einn Israelsmaður. — Skaðabóta- krafa Framhald af bls. 36 gær, að umrædd skreið hefði ver- ið verkuð á Vestfjörðum og seld til Italíu árið 1974, samtals 600 pakkar. Hefði ekkert athugavert verið við skreiðina er hún kom út til hins ítalska firma sem dreifði henni við til viðskiptavina. Siðan hafi kvörtunum byrjað að rigna inn, segir Magnús, og upp- gefnar ástæður verið þær, að megna ýldulykt hafi lagt af fisk- inum þegar hann hefði verið bleyttur og verkaður á venjuleg- an italskan hátt. Sagði Magnús Thorlacius, að menn hefðu farið frá tslandi utan til að kanna málið og fiskmatsmaður verið í ferð- inni. Hefði hann staðfest það álit Itala að gæðum skreiðarinnar væri áfátt vegna leyndra galla sem ekki hefðu komið fram fyrr en við verkun skreiðarinnar úti á Italíu. Morgunblaðið hafði i gærkvöldi samband við Hörð Albertsson for- stjóra G. Albertsson og spurði hann álits á skaðabótakröfu hins italska firma. Hörður kvaðst ekki vilja tjá sig að öðru leyti en því, að heildarsamkomulag hefði ver- ið gert um bætur á skreið til Italíu framleiddri á árinu 1974 Full skil að því er G. Albertsson snertir hefðu þegar verið gjörð í samræmi við það samkomulag. Málaferli firmans Burgassi beind- ust að fullri riftun vegna gæða- galla en G. Albertsson neitaði því algjörlega að hugsanlegir gallar réttlættu svo alvarlegar aðgerðir sem riftun. 20 stiga hiti í Mývatnssveit og geldfé. Sem dæmi um hið svala veður- Kristján. Ford Bandaríkjaforseti: Nýtt skeið að renna upp í utanríkisstefnu Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.