Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 21 Tillögur sem hlutu eitt atkvœði: „Rétturinn til að fæð- ast í þennan heim” FRUMVARP til laga um kyn- lífsfræðslu og fóstureyðingar, sam samþykkt var sem lög litið breytt, var eitt mesta deilumál þingsins, enda fór afstaða einstakra þingmanna ekki eftir flokkspólitískum línum. Hér á þingsiðunni var á sínum tima gerð grein fyrir flestum sjónarmiðum sem fram komu. Þó hefur enn ekki verið lýst breytingartil- lögum í efri deild, sem hlutu aðeins eitt atkvæði, atkvæði flutningsmanns þeirra, Þor- valds Garðars Kristjánssonar, forseta deildarinnar. Hér fer á eftk framsaga deildarforset- ans með tillögum sínum. — Hvern veg hefðir þú, sem hér kynnist viðhorfum þing- mannsins, greitt atkvæði? fóstureySing geti verið heimil, ef „konan býr viS bágar heimilisástæS- ur vegna ómegSar eSa alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu". Og þriSja leiSbeiningarreglan er sú, aS fóstureySing geti veriS heimil, „þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barniS á fullnægjandi hátt". Þessar tvær siSustu leiSbeiningar- reglur byggja vissulega á félagsleg- um ástæSum. ÞaS neitar þvi enginn, aS bágar heimilisástæSur vegna ómegSar eSa alvarlegs heilsuleysis á heimili eSa þroskaleysi móSur geti skapaS félagslegt vandamál. En spurningin er, hvernig á aS bregSast viS þeirn vanda. Ekki meS þvi aS rýmka heimildir til fóstureySinga. ÞaS er min skoSun. I þessu landi búum viS viS víS- tæka, almenna tryggingarlöggjöf og margs konar opinbera aSstoS i félagslegu tilliti. ViS teljum okkur standa allframarlega í þessum efnum og erum stundum harla ánægS meS, aS tortima mannlegu lifi. Af þessum ástæSum legg ég til, aS meS fyrstu breytingartillögu minni á þingskjali nr. 588 verSi felldar úr frumvarpinu félagslegar ástæSur fyrir fóstureyS- ingu. Önnur og þriðja breytingartillaga leiSa af fyrstu breytingartillögu. Önnur breytingartillagan er við 11. grein frumvarpsins og felur i sér, að fellt er niður ákvæðið um, að félags- ráðgjafi skuli, ef eingöngu er um félagslegar ástæður að ræða, eiga hlut að hinni skriflegu, rökstuddu greinargerð, sem verður að liggja fyrir, áður en fóstureyðing má fara fram. LeiSir þetta af þvi, að félags- legar ástæður heimili ekki fóstureyð- ingu. Að visu felst i þessari tillögu minni sú breyting, aS fyrsti málsliSur 11. greinar er færður i sama horf og var i frumvarpinu eins og það var lagt fram I háttvirtri neðri deild. Þar var tekið fram, að hin skriflega, rök- studda greinargerð skyldi vera um En fóstureyðingar eru ekki ein- ungis brot á rétti hins veika og varnarlausa mannlega lifs i móður- kviði. Þær fela i sér hættuna á þjóð- félagslegri upplausn. Ef þjóðfélagið viðurkennir, að fólk geti notið ham- ingju, ánægju og unaðar, en það þurfi ekki að bera afleiðingarnar. ef það ekki vill það, þá er það sama þjóðfélag að kippa stoðúnum undan sjálfu sér og stefnir til hruns. Fóstur- eyðing á því ekki að koma til greina nema lif móður sé i fyrirsjáanlegri hættu eða telja má auðsætt, að barnið verði vangert svo ekki verði hjá þvi komizt að gripa til örþrifa- ráða. Herra forseti. Það væri fróðlegt að ræða hér um reynslu annarra þjóða af fóstureyðingum. Þeim mun frem- ur væri ástæða til þess, að oft er látið liggja að því i umræðum um þessi mál. að við gætum ýmislegt lært af þeim, sem frjálsastar hafa fóstureyðingar. En ég held. að sá lærdómur örvi ekki til að auka frelsi til fóstureyðinga hér á landi, þvert á móti, sporin hræða. Og þar sem ég þekki til, virðist margt benda til þess. að þróunin hnígi frekar i öfuga átt, þ.e.a.s. að þrengja heimildir til fóstureyðinga. Það yrði of langt mál að fara að ræða þessi mál almennt i þessum umræðum i annriki siðustu daga þingsins. En ég get ekki stillt mig um að vikja rétt aðeins að tvennu i þessu sambandi. Haustið 1972 var lögð fram á þingi Evrópuráðsins tillaga, vandlega undirbúin og itarleg, um fóstureyð- Frumvarp þetta hefur verið mikið rætt á háttvirtu Alþingi og meðal almennings. Skoðanir um það hafa verið mjög skiptar og það valdið miklum deilum. Þvi miður var ég utan þings. erlendis í opinberum erindum, þegar frumvarpið kom til 1. umræðu hér i þessari háttvirtu deild. Ég átti þvi þess ekki kost að tjá mig almennt um mál þetta við 1. umræðu. Samt mun ég nú takmarka mál mitt við það efni, sem varðar breytingartillögur minar, en þær fela i sér atriði, sem hafa grundvallarþýð- ingu fyrir skipan þeirra mála, sem frumvarp það, sem hér er til umræðu, fjallar um. Áður en ég sný mér að breyt- ingartillögum mínum vil ég aðeins taka fram þetta: Frumvarpið, sem er að stofni til það sama og fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði fram á sið- asta reglulega Alþingi, hefur i núver- andi mynd sinni tekið miklum breyt- ingum til bóta. Svo er fyrir að þakka núverandi hæstvirtum heilbrigðis- ráðherra, sem hafði látið taka það til handargagns, áðuren hann lagði það fram á þessu þingi. Hins vegar hefur frumvarpið ekki batnað að minu áliti i meðförum háttvirtrar neðri deildar. Mér eru það vonbrigði, að háttvirtur meiri hluti heilbrigðis- og trygginga- nefndar þessarar háttvirtu deildar skuli ekki hafa lagt til í nefndaráliti sinu, að við hér betrumbæti það, sem þeir hafa gert þar neðra. Skal ég nú vikja að því sem mér finnst mest um vert að lagfæra og felst i breyt- ingartillögum minum á þingskjali nr. 588. Fyrsta breytingartillaga min er við 9. gr. frumvarpsins. Niunda greinin kveður á um, hvenær fóstur- eyðing skuli heimil. Þar eru til- greindar þrjár ástæður. I fyrsta lagi félagslegar ástæður, i öðru lagi læknisfræðilegar ástæður og f þriðja lagi sú ástæða. að konu hafi verið nauðgað eða hún orðið þunguð af afleiðingum af öðru refsiverðu at- ferli. Mín tillaga er sú að fella niður, að félagslegar aðstæður geti heimilað fóstureyðingu. Hér er um grundvallaratriði að ræða. Min skoðun er sú, að félags- legar ástæður eígi aldrei að réttlæta fóstureyðingu. I fyrsta lagi eru félagslegar ástæður ákaflega rúmt og teygjanlegt hugtak. f öðru lagi á að bæta úr félagslegum ástæðum með öðrum hætti en að tortirna mannlegu lifi. Það á að gera með félagslegum ráðstöfunum. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að félagslegar ástæður heimili fóstureyðingu þegar ætla má, eins og það er orðað, að þungun og tilkoma barns verði kon- unni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. í frumvarpinu er svo að finna leiðbeiningar um það, hvað skuli tekið tillit til við mat á þvi, hvað er „of erfitt" i þessu sambandi og hvað er „óviðráðanlegar félags- legar ástæður". Þar er tiltekið sem ástæða fyrir fóstureyðingu, að „konan hafi alið mörg börn með stuttu millibili og skammt sé liðið frá siðasta barnsburði". Ég bið menn að taka eftir, að sam' æmt þessari reglu getur fóstureyðing verið heimil, þó að heimilisástæður séu góðar og heilsufar gott á heimilinu. Ef barnið er ekki velkomið i heiminn, af einhverjum öðrum ástæðum, skal lífi þess tortimt, ef óskað er. Þá er önnur leiðbeiningarreglan sú, að Svipmynd úr efri deild. — Deildarforseti, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, stýrir atkvæðagreiðslu um tillögur sínar, sem hlutu aðeins eitt atkvæði, hans sjálfs. Sitt hvorum megin við forseta eru þingskrifarar, þingmennirnir Steinþór Gestsson og Ingi Tryggvason; forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, lengst til hægri. hvað áunnist hefur á siðustu áratug- um til lausnar hinum ýmsu félags- legu vandamálum. En satt er það. að mörgu er enn ábótavant. Hygg ég, að þar sé eitt það helzta. að trygg- ingarkerfið, samhjálpin og hin opin- bera aðstoð af hinu takmarkaða fé. sem úr er að spila, er um of dreift á alla jafnt. verðuga sem óverðuga, þurfandi sem þá, er ekki þurfa aðstoðar við. Afleiðingin er sú, að of lítið er gert fyrir þá, sem eru mestrar hjálpar þurfi. Ég tel, að við endur- skoðun tryggingarlöggjafarinnar og allrar samhjálpar i landi okkar þurfi að ráða bót á þessu umfram allt. Þá kemur ekki sizt til greina gagn- gerðar ráðstafanir til að bæta enn frekar en áður hefur verið gert úr þeim félagslegu vandamálum, sem tiltekin eru i 9. gr. þessa frumvarps, sem við nú fjöllum um. Það þarf að beita almannavaldinu og samhjálp þjóðarinnar til aðstoðar við þá konu, sem býr við bágar heimilisástæður, vegna ómegðar eða alvarlegs heilsu- leysis annarra á heimilinu, svo að barnið, sem hún gengur með, verði velkomið í þennan heim og góður aðbúnaður þess sé tryggður. Ekkert annað er til lausnar þeim félagslega vanda, sem hér er fjallað um. Fóstur- eyðing leysir ekki þennan vanda og það samrýmist ekki menningu og arfleifð þjóðarinnar að ætla að leysa félagsleg vandamál manna með þvi nauðsyn aðgerðarinnar. Háttvirt neðri deild felldi niður úr þessari grein orðin: „um nauðsyn aðgerðar- innar", og legg ég til, að þessi orð séu aftur tekin inn i frumvarpið. Þriðja breytingartillaga min er við 2. málsgrein 28. greinar frumvarps- ins. Hún er um það, að læknir í stað félagsráðgjafa skuli eiga sæti i nefnd þeirri, sem skipuð skal i þeim til- gangi að hafa eftirlit með fram- kvæmd laganna þannig að nefndina skipi tveir læknar og einn lögfræð- ingur. Þessi breytingartillaga leiðir af því, að félagslegar ástæður heimili ekki fóstureyðingu. Ég sagði áðan, að breytingartillög- ur minar við þetta frumvarp vörðuðu afstöðu til fóstureyðingar i grund- vallaratriðum. Ég tel, að félagslegar ástæður geti aldrei réttlætt fóstur- eyðingu. Þetta leiðir af þvi. að það er um mannslíf að tefla, þegar rætt er um eyðingu fósturs. Það er grund- vallaratriði, að þetta mannlega lif hefur rétt til þess að vera borið i þennan heim. j okkar lýðræðisþjóð- félagi sem byggir á kristilegri mann- úðararfleifð og virðingu fyrir mann- gildinu verður rétturinn til lifsins að vera viðurkenndur. Þess vegna verður það að vera fyrsta siðferðis- lega skyldan að varðveita lif, jafnvel lif ófædds barns. Þetta verður að vera sú forsenda, sem allar umræður um fóstureyðingar byggja á. ingar í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Um þessa tillógu urðu miklar og eftirminnilegar umræður. i tillögu þessari fólst meðal annars áskorun á aðildarriki Evrópuráðsins um að rýmka heimildir til fóstureyðinga þannig, að i undantekningartilfell- um, eins og það var orðað, yrðu fóstureyðingar heimilaðar af félags- legum ástæðum. Reglurnar um fóstureyðingar eru mjög mismunandi i aðildarrikjum Evrópuráðsins, svo sem kunnugt er. Það urðu lika miklar deilur um mál þetta á þingi Evrópuráðsins og aðallega um heim- ild til fóstureyðinga af félagslegum ástæðum. Tillaga þessi hlaut þau örlög að vera felld, svo ekki hefur ísland sem aðildarríki Evrópuráðsins fengið uppörvun úr þessari átt til þess að lögfesta heimild til fóstur- eyðinga af félagslegum ástæðum, svo sem lagt er til i frumvarpi þvi, sem við nú fjöllum um. Ég skal vikja að öðru atriði erlend- is frá um fóstureyðingar. Það er frá Vestur Þýzkalandi. í júnimánuði s.l. samþykkti rikisþingið i Bonn lög um fóstureyðingar, sem rýmkuðu ►'oimilHir til fóstureyðinga. Þessi lög voru samþykkt eftir mikinn ágrein- ing og sterka andstöðu i vestur- þýzka þinginu. Andstæðingar þess- arar lagasetningar áfrýjuðu lögum þessum til stjórnlagadómstóls rikis- ins á þeirri forsendu, að sú rýmkun AIÞMGI heimildar til fóstureyðingar, sem lög- in fólu í sér, brytu i bága við stjórnar- skrá Vestur-Þýzkalands. Stjórnlaga- dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn 25. febrúar s.l. á þá leið, að fóstur- eyðingarlögin voru dæmd ógild, þar sem þau samrýmdust ekki stjórnar- skrá ríkisins. I forsendum úrskurðar- ins vitnaði dómstóllinn til 1. máls- greinar 1. greinar stjórnarskrár ríkis- ins, þar sem segir, að mannhelgi megi ekki raska og það skuli vera skylda ríkisvaldsins, að virða hana og vernda. Dómstóllinn vitnaði og til 2. málsgreinar 2. greinar stjórnar- skrárinnar, þar sem segir, að sérhver maður skuti hafa rétt til lífs og frið- helgi. Með þessum úrskurði hafnaði stjórnlagadómstóllinn, að nokkur stjórnskipulegur mismunur væri á mannlegu lifi. hvort heldur það væri fætt eða ekki fætt. Þá var tekið fram i forsendum þessa úrskurðar, að hin bitra reynsla af þýska nasismanum hvetti til þess, að ófætt mannlif væri verndað. Þessi tvö dæmi, sem ég hef nú drepið á erlendis frá, sýna harðnandi andstöðu gegn fóstureyðingum og vissa tilhneigingu til að þrengja heimildir til að eyða fóstri. Þetta er ekki að ófyrirsynju. Þetta er vegna hinnar hörmulegu reynslu, sem feng- ist hefur viða um lönd af frjátsum fóstureyðingum eða rúmum heimild- um til fóstureyðinga. Það er þvi full- komin öfugþróun, ef nú væri sam- þykkt að heimila fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, eins og frum- varp það, sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir. Það er mikið talað um frelsi i þessu sambandi. Það hljómar vel að tala um frelsi. Háttvirtur 7. lands- kjörinn þingmaður talaði i þeim anda. Mér verður i því sambandi hugsað til lands frelsisins, Banda- ríkja Norður-Ameriku. Og ég veit, að þegar minnst er á frelsi, þá verður háttvirtum 7 landskjörnum þing- manni líka hugsað til þessa lands frelsisins. Fyrir einni öld og nær 1 7 árum betur fóru fram kappræður milli tveggja manna á mörgum fund- um á sléttum lllinois rikis. Þar deildu menn hart um frelsið. Annar kapp- ræðumannanna var einn af áhrifa- mestu stjórnmálamönnum Banda- ríkjanna á þeirri tið, glæsilegur ræðumaður. öldungardeildarþing- maðurinn frá Washington, Stephen Douglas. Hann hélt því fram i nafni frelsisins, að það ætti að vera á valdi hinna einstöku rikja Bandaríkjanna,. að ákveða, hvort þar skyldi vera lögleitt þrælahald eða ekki. Hinn kappræðumaðurinn var litt þekktur málaf ærslumaður frá afskekktum stað, sem þá var litið sveitaþorp, Springfield i lllinois. Þessi maður var Abraham Lincoln. Hann hélt því fram, að svo mjög sem bæri að virða frelsið ættu hin einstöku riki Banda- ríkjanna ekki að hafa frelsi til að kveða á um, hvort þar skyldi vera lögleitt þrælahald eða ekki. Lincoln byggði þessa skoðun sina á þvi, að þrælahald væri rangt i sjálfu sér og samræmdist ekki þeim manngildis- og mannhelgissjónarmiðum, sem hinir visu landsfeður hefðu lagt til grundvallar þeirri stjórnarskrá. sem Bandaríkjunum var i upphafi sett að loknu frelsisstriðinu gegn breska heimsveldinu. Lincoln hélt þvi fram, að allir menn hefðu sama rétt til að ráða lífi sinu og það skipti þar engu, hvort hörundslitur manna væri svart- ur eða hvitur. Þessar frægu kapp- ræður þeirra Stephens Douglas og Abraham Lincoln vöktu storma og strið, svo sem alkunnugt er, og leiddu til atburðarásar, sem að lok- um færði þrælum i Bandarikjunum frelsi. Enginn frýjar nú Abraham Lincoln fjandskapar við frelsið, þótt hann samþykkti ekki frelsi til að hneppa menn ífjötra. Við skulum jafnan gjalda varhug við þvi, þegar frelsishugsjóninni er hampað í þeim tilgangi að heimta frelsi til handa þeim, sem vilja beita aðra órétti. Það er þetta. sem við skulum hafa hugfast, þegar rætt er um fóstureyðingar. Frelsi ber ekki að veita til fóstureyðingar vegna þess, að það brýtur þann grundvallarrétt. sem hvert mannslif i móðurkviði hefur, réttinn til þess að fæðast i þennan heim. Þorv. Garðar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.