Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24 MAl 1975 23 Kvennaár er sko algert ... segir Óli, 9 ára, „konurnar heimta sama rétt og kariar og þegar þær eiga ad malbika göt- urnar, þá segja þær nei nei nei.“ „Okkur finnst kvennaárið sko fínt,“ sögðu Herdís Sigurð- ar, Herdís Jóns, Jóhanna og Sigrún Edda einum rómi. Bergljót og Erna cru staddar í einu horni Fossvogsskólans á spjalli við nokkra jafnaldra Óla. Okkur er sagt, að I Foss- vogsskóla sé námsefnið ná- kvæmlega hið sama fyrir bæði kynin. Stelpurnar smfða, þeir baka, hekla og prjóna jafnt og þær. „Mér finnst gaman að baka kökur,“ segir Samúel, „en best að borða þær. Ég er oftast bú- inn með allt, þegar ég kem ! heim.“ „Ég bakaði flatkökur heima í gær, — mamma flatti þær út fyrir mig,“ skýtur Óli inní. „Ég baka oft,“ segir Herdfs Sigurðar. „Pabba finnst svo gott að fá bakað.“ Öll eru þau sammála um gildi þess að geta saumað á sig tölu og smíðað borð. „Það er samt miklu betra að smíða heldur en að prjóna," segir Jóhannes Ingi, „en það er mest gaman að reikna og synda. Ég er Ifka allan morguninn í fótbolta." „Það er ágætt að prjóna," gellur f Karli. „Og Ifka að sauma dúka,“ bætir Herdís Sigurðar við. Það kom upp úr dúrnum, að stelpurnar fjórar áttu allar bæði fótboltaskó og tilheyrandi búning. Ég er í Víkingi," fræddi Jó- hanna okkur á. „Ég held með Vfkingi," segir Herdis Jóns. „Ég er í Fram,“ segir Sigrún Edda. „Það er meira gaman að vera strákur en stelpa, þvf þeir gera skemmtilegustu leikina," segir Jóhanna alvarleg á svip. „Það er nú gaman í brennó," grípur Herdís Jóns inní. „Já, og strákar þurfa ekki að eignast börnin," segir Sigrún Edda, „ég ætla að láta fæða börnin fyrir mig og fá þau svo þegar þau eru hætt að pissa í bleyju — þá fer ég strax að kenna þeim á skfði.“ „Þá verður maður bara spenntur og ekkert annað,“ samþykkti Herdfs Jóns, „en það er samt miklu mcira gam- an að vera stelpa." ^Iss, stelpur eru hundleiðin- legar,“ segir Samúel. „Þær eru svo væmnar," segir Jóhannes Ingi. Við spurðum hvað það þýddi. „Að vera sætur,“ gellur við í Herdisi Jóns, við hávær mót- mæli frá strákahópnum. „Strákarnir hugsa svona á meðan þeir eru litlir, — svo skipta þeir um skoðun seinna,“ segir Herdfs 'Jóns. „Þeir stríða okkur líka,“ seg- ir Herdís Sigurðar, „og henda okkur út úr röðinni.“ „Strákar eru sterkari en stelpur,“ segir Karl. „Mamma er jafn sterk og pabbi, hún var Revkjavíkur- meistari f kúluvarpi," segir Jó- hanna. „Stelpur eiga líka ffnni föt, ég er hætt að vera í stuttum kjól, fer bara í sítt pils í afmæli og leikhús," segir Ilerdfs Sig- urðar. UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir Lilja Ólafsdóttir. „Hún Lára, vinkona ntín,“ segir Herdfs Jóns, „er með al- gert ofnæmi fyrir kjólum, hún hleypur bak við hurð.“ „Sex ára stelpurnar koma stundum í kjólum f skólann og með einhverjar töskur,“ segir Óli. „Ég fer á hverjum einasta degi á skfði,“ segir Sigrún Edda. „Ég er alltaf f fótbolta," segir Jóhannes Ingi, „og ætla að vera í fótbolta í sumar, er alveg hættur að vera f bílaleik og byssuleik." „Víst sá ég þig f bílaleik," segir Herdfs Jóns, kankvfslega. „Ég ætla að fara f Vindáshlíð í sumar,“segir Jóhanna. Samúel fer í sveit, Óli ætlar í Vatnaskóg, Karl að Leirá, Her- dfs Sigurðar ætlar í reiðskóla og Sigrún Edda til Danmerkur og síðan að Úlfljótsvatni seinna í sumar. „Ég held bara að ég ætli að verða fótboltakerling, þegar ég verð stór,“ segir Sigrún Edda hugsandi, „eða skíðakerling, alla vega ætla ég að giftast skíðamanni." „Ég ætla að verða læknir," segir Jóhanna, hæglátlega, „og líka giftast og eignast tvíbura." „Ég ætlaði að verða læknir, en er hætt við það,“ segir Her- dís Sigurðar, „er að hugsa um að verða flugfreyja í staðinn. En í sumar ætla ég Ifklega að passa," ba-tir hún við brosandi. Herdís Sigurðar á þrjú yngri systkini. „Þið ættuð að sjá hana,“ heyrðist úr hópnum, „þegar hún er með eitt barn hérna, eitt hérna og svo eitt hérna" — Talið frá vinstri: Standandi: Sigrún Edda, Herdís Jóns, Jóhanna. Sitjandi: Jóhannes Ingi, Herdís Sig- urðar, Öli, Karl, Bjarni, litli sonur kennarans, og Samúel. „hún er sko dugleg að passa,“ samsinnti annar. „Ég er að hugsa um að verða leikari,“ segir Herdfs Jóns, „það er svo ofsalcga gaman. Við lékum á jólaskemmtuninni, þá fór Öli í pils og lék Óla skoska og Ingi var húla húla dansmær í strápilsi." „Leikræn tjáning er þraut- leiðinleg," segir Samúel. Hann bætti svo við, að hann ætlaði að verða flugmaður. Ingi hafði áhuga á „löggu“- starfi. Óli er ákvcðinn í að verða bóndi, en bælti við: „Ég ætla ekki að giftast, bara láta systur mína eiga börnin fyrir mig.“ Karl hafði enn ekki tekið svo þýðingarmikla ákvörðun sem starfsval er, en aðspurður kvaðst hann hafa allra mestan áhuga á fótbolta. „Ég baka ekki heima, en ég skúra og vaska upp,“ segir Sig- rún Edda. Samúel sagðist hjálpa mikið, þvf nóg væri að gera á níu manna heimili. Iljá Jóhönnu er langmest að gera á laugardög- um, enda ryksugar hún oft alla íbúðina, þvær og þurrkar upp. „Einn vinur minn setti ruslið í herberginu sínu upp í skáp,“ segir Karl, „og þegar mamma hans opnaði, þá datt allt út.“ „Ég laga oft til hjá mér,“ segir Ilerdfs Jóns, „ein vinkona mfn var að laga til hjá sér og þegar mamma hennar kom að sjá, var allt draslið undir rúmi.“ ErR. Leiðrétting Við setningu siðustu dálka, sem birtust í Mbl. þann 21. þ.m., urðu þau leiðu mistök, að röð auglýsinga, sem birtar voru, breuglaðist. Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við aug- lýsinguna: ÓSKUM AÐ RÁÐA RENNISMIÐI. Starfsmenntun- ar er krafist, ekki útilokun á umsækjendum af öðru hvoru kyninu. Þessi auglýsing var ein- mitt dæmi um hvernig ber að auglýsa. Hreinsun á bakarofninum Flestum húsmæðrum finnst það leiðinlegt starf og erfitt að hreinsa bakaraofninn. Framleiðendur eldavéla hafa því látið á markað eldavélar með „sjálfhreinsandi" ofnum sem að þeirra sögn þurfi lítið eða ekkert að hirða. Neytendur sem hafa hug á að eignast slíka bakaraofna verða að gera sér grein fyrir að hinir „sjálfhreins- andi" eiginleikar eru ekki alltaf eins fullkomnir og menn hafa gert sér vonir um. í sumum tilvikum er mikill rafmagns- kostnaður í því fólginn að láta ofninn hreinsast og í öðrum tilvikum er ekki unnt á að steikja í ofninum svínasteik svo að hamurinn verði stökkur. Eiginleikar hins sjálfhreinsandi ofns fer eftir fyrirkomulaginu á sjálfhreinsuninni. Sumar húsmæður sem ekki eiga „sjálfhreinsandi" ofna hafa tekið upp þann sið að leggja álþynnu (málmpappír) i botn ofnsins til þess að létta sér störfin við að hreinsa hann. Hér skal eindregið varað við að nota álþynnu á þann hátt. Hin glansandi áþynna endur- kastar hitageislunum frá ofn- botninum. Undir álþynnunni myndast því hitasvið og hætt er við að glerungurinn brotni eða bráðni svo að álþynnan klessist við ofninn og þá er bakaraofninn gjörónýtur. Það má nota álþynnu til að klæða kökumót eða ofnskúffu að innan og þar með koma í veg fyrir að kökudeig eða fita leki niður á botn ofnsins en aldrei skal leggja álþynnu beint í botn ofnsins. Ef bakaraofninn er þveginn í hvert skipti, sem hann hefur verið notaður, ætti ekki vera mjög erfitt að hirða hann. Það er einungis ef fita, bráðinn syk- ur, kökudeig eða þess háttar festist við ofnbotninn þegar hann er hitaður upp að nýju, að leiðinlegir brúnir blettir koma í ofninn. Allerfitt kann að vera að ná burt slíkum blettum. Ef nauðsynlegt þykir að fram- kvæma rækilega hreinsun á bakaraofninum er best að nota grænsápu. Strjúkið sápunni um allan ofninn að innanverðu með svampi eða þess háttar. Lokið síðan ofninum, stillið hitastillinn á 100—125° og látið ofninn hitna þartil loftból- ur koma á sápuna. Slökkvið á ofninum og látið hann kólna, og þvoið síðan sápuna vand- lega burtu með vatni. Sigríður Haraldsdóttir Leiðbeiningastöð húsmæðra MORGmVBLiIIIB fyrir 50 árum Það er svo sem ekki ýkja margt, sem raskar næturró Reykvík- inga, en til er það þó; bílaargið og bröltið í „hreinsurunum". Þegar bílar eru að sækja fólk um hánótt, ættu bílstjórarnir að sýna þá nærgætni sofandi fólki að fara inn í húsið, sem þeir eiga erindi í, til að láta vita, að þeir sjeu komnir, i stað þess að þeyta garglúðurinn í sífellu þangað til farþegar þeirra koma út. — Eins virðist óþarfi fyrir „hreinsarana" að skella hurðum svo undirtekur í húsinu, kasa kollulokunum í gólfið og kollunum sjálfum með harki á sinn stað. Mælist jeg til að húsbóndi þessara starfsmanna bæjarins áminni þá um að hafa hægara um sig, en bílstjórana bið jeg um að lofa mjer að sofa i friði fyrir lúðrum þeirra. — Svefnstyggur. Þær eru nú orðnar ærið margar bækurnar um ísland, þar sem hallað er rjettu máli um okkur; er t.d. alræmd bók Blefkens frá 1607, og nú hefir dr. A. Mohr fetað í fótspor þessa gamla kjaftaskúms og hnoðað saman þvættingi um okkur, er nemur heilli bók . . Þessu til sönnunar skulu nú tekin örfá dæmi, þvi það er með öllu ókleift að tína alt til, sem er rangt og ósatt, nema þá með því að þýða nær alla bókina . . . Barnauppeldi er hjer ekkert, þvi að vjer erum eftirlátir við börnin, enda er oss gjarnast að láta að annara vilja . . . Lík standa hjer aldrei skemur uppi en hálfan mánuð, og stundum geyma menn likin í íbúð sinni í heilan mánuð . . . Ekki er allskostar auðvelt að sjá af því, sem höf. ritar um drykkjuskap íslendinga, hverja skoðun hann hefir sjálfur á því máli; þó virðist hann vera þeirrar skoðunar, að þeir sjeu drykkfeld- ir, og þó ekki drykkfeldir, drekki sig augafulla, einkum menta- menn, og sjeu þá viðbjóðslegri en fullir Þjóðverjar eða Rússar. Hann segir að þeir verði svona svínfullir af því þeir drekki of sjaldan . . . (Úr ritdómi eftir Boga Ólafsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.