Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 33 VELVAKAIMIDI Velvakandi svarar t stma 10-100 kt. 10.30 — 11.30. fré mánudegi til föstúdags Q Portúgal og Þjódviljinn Birna Magnúsdóttir hringdi og bað okkur fyrir eftirfarandi: „Um fátt er nú meira fjallað i fréttum en uppivöðslu kommúnista í Portúgal. Morgun- blaðið flutti ýtarlega frétt um það hvernig kommúnistar sölsuðu undir sig blað jafnaðarmanna í Portúgal, Rebublica, og höfðu þar með náð yfirráðum yfir öllum f jölmiðlum í þessu landi. Þegar ég hafði lokið við að lesa fréttina í Mogganum datt mér í hug, að fróðlegt gæti verið að sjá hvernig Þjóðviljinn færi að þvi að koma orðum að þessu mjög svo óþægilega máli. En ég þurfti ekki að gera mér grillur út af þvi. Þrátt fyrir gaum- gæfilega leit komst ég að þvi, að á þetta var hreinlega ekki minnzt i Þjóðviljarmm. Fljótleg afgreiðsla og auðvitað afar þægileg fyrir Þjóðviljann. En hvernig nokkrum manni dettur í hug að hafa þetta blað að leiðarljósi er mér hulið. t leiðinni langar mig bara til að benda á það, að kommúnistar í Portúgal fengu aðeins um 17% atkvæða i kosningum, sein haldnar voru þar nýlega, og eru þá ekki aðeins talin atkvæði þeirra, sem kusu svæsnasta kommaflokkinn, heldur einnig þeirra flokka, sem eru þeim hand- gengnir að einverju leyti. Jafnaðarmenn fengu 38% at- kvæða og eru Iangfjölmennasti flokkurinn. Miðflokkar fengu yfir 20 af hundraði, þannig að öllum má ljóst vera hvers almenningur í Portúgal raunverulega óskar. En það er bara ekki nóg að vilja og óska þar sem kommúnistar hafa náð einhverjum teljandi áhrifum. Það er þvi miður ekki annað en timaspursmál hvenær Portúgal verður algjört kommúnistariki, ef svo fer sem nú horfir. 0 Kommúnistar hafa meira fylgi á íslandi en í Portúgal I sambandi við þetta er vert að veita því athygli, að hér á íslandi hafa kommúmistar mun meira fylgi en skoðanabræður þeirra i Portúgal. Þeir hafa yfir 20%, þannig að það má víst teljast mesta mildi, að þeir skuli ekki hafa meiri áhrif hér en raun er á. Ef þeir hefðu yfirráð yfir vopnum eins og þeir i Portúgal, þá er ekki gott að segja hvernig fara myndi. Hins vegar veit maður náttúr- lega ekki nema þeir kunni að hafa eitthvað af vopnum. Vopnaleysi — llann var með bréf . . . — Já. En hvað stóð i því bréfi ' Ég heyrði ekki betur en hún andvarpaði. Þá hallaði Margit Holt sér skyndilega fram. Ljósin spegi- uðust í blárri regnkápunni og mjúkt hárið var eins og geisla- baugur unt andlit hennar. — Segðu það bara! Mig getið þið ekki sært meira en þið hafið þegar gert og mér finnst að Christer eigi rétt á að fá að vita sannleikann um ykkur ba-ði. Ofurslinn hristi argur og óró- legur höfuðið. — Þegar Margit tekur sig til, skyldi maður ætla að ég hefði verið henni ótrúr hvern dag f öllu hjónabandi okkar, en ég sver við guð, að ég hef hvorki verið henni ótrúr í athöfnum né hugsun sfðan við giftum okkur. Að ég var ást- fanginn áður en við giftum okkur, meira að segja mjög ást- fanginn af Elisabetu ætti ekki að geta sært nokkra heilbrigða manneskju, ef málin cru metin af skynsemi. Ég sá glampa i augum Margit sem gerði mig hrædda, svo tryll- ingsieg var afbrýðiscmin, sem speglaðist f svip hcnnar. En áður en hún gat nokkuð sagt tðk Elisa- eða réttara sagt sprengjuefnis- skortur virtist svo sem ekki flækjast fyrir þeim, sem voru að sprengja hér uppi í Hvalfirði um árið. Stórveldi kommúnismans hefur i mörgum löndum staðið að skæruliðastarfsemi og ótrúlegt, að það reyni ekki að hafa ein- hverja slika tilburði í frammi hér á íslandi, sem virðist vera þeim mjög girnilegt. Það hefði annars verið gaman að sjá ofan í þennan fræga sildar- kassa, sem smyglað var úr rússnesku skipi á sendiráð Rússa hér um daginn.“ Velvakanda finnst að það sé nú farið að hitna svo í kolunum að varla sé hægt að tala um „kalda stríðið" lengur. 0 Veiðivargar í Skorradal Steini Böðvars skrifar: „Það er 'að verða vorlegt enda er búið að fagna sumri. Far- fuglarnir eru að tinast til dalanna og söngur þeirra lætur vel í eyr- um. Svo koma aðrir farfuglar, sem þó eru hér staðbundnir en færa sig til eftir árstíðum. A ég hér við fólk, sem á sér sumarbústaði til syeita á friðsælum stöðum. Ég hef að nokkru leyti verið í nálægð við bústaði þessa fólks, sem hefur þar aðsetur um helgar og sumt er þar í sumarfríi sinu. Ekki lái ég nein- um þótt hann vilji njóta hvildar í hreina loftinu, laus við skarkala og skvaldur, það er í alla staði skiljanlegt. Areiðanlega er þarna um að ræða ágætisfólk að mestu leyti og sumir eru gamlir kunningjar inanns og gamlir grannar, sem maður er búinn að reyna að öllu góðu í mörg ár. En það er hér eins og viða þegar fjölgar, þá slæðast með margir svartir sauðir, sem ekki hafa hneigð til að koma fram eins og mönnum sæmir. Viða við Skorradalsvatn eru menn með net og veiða sér til gagns og gamans. Það hefur borið töluvert á þvi, að sumt fólk hafi ekki virt þann eignarrétt, sem menn hafa á sínum löndum. Það keyrir á vélbátum yfir netin, þótt sýnt sé með duflum hvar þau liggja. fyrir utan það að hver og einn veit, að enginn hefur rétt til að spilla veiði fyrir öðrum. Það er ekki nóg með það, að fólk sé með veiðarfæri á milli netanna, heldur dregur það veiðarfærin yfir net- in, ýmist rifur þau eða slítur veiðarfærin, svo að spónar og önglar verða eftir í netunuin. Svo langt gengur þessi yfir- gangur, að sumir fara á bátum yfir i annarra lönd og veiða á stangir úr landi. Hér er ekki frekár um að ræða unglinga en fullorðna menn. Þó ætti maður að skilja betur, ef svo væri, — maður er kærulausari á þeim árum. Það kemur oft fyrir, að inaður kemur að fullorðnum mönnum, sem stunda svona iðju. Frá einum bænum við vatnið var netið hirt með öllu saman á siðasta sumri. Ég ætla ekki að telja upp fleiri skemmdir, sem orðið hafa þótt af nógu sé að taka. Margir sem bústaði eiga við Skorradalsvatn, hafa leyfi land- eigenda til þess að veiða fyrir landi viðkomandi. Fjöldinn lætur sér það nægja en svo eru þeir, sem ekki þekkja merkin. Landeig- endur, sem leyfin veita, hvorki geta né gera neitt til þess að hafa hemil á þessu fólki, en það getur ekki farið fyrir ofan garð og ■ neðan hjá þeim hvernig þetta fólk hagar sér. Hraðbátana á að banna á vötnum þar sein fuglalif er frið- laust fyrir þessum þeytingi, enda er slíkt sums staðar gert. Svo er nú sumt af þessu fólki við þá vinnu, að því væri beinlínis hollt að taka i árar, fyrir utan það að sigling er íþrótt. Ég vil nú fara þess á leit við þessa fáu granna mina, sem hafa stundum gert mér gramt i geði, að þeir hætti þessari áreitni. Þá verður þetta gott. Ég er svo óvanur nágrannaríg. Steini Böövars.“ Það er von, að Steini sé ergileg- ur, og við óskuin honum og sveit- ungum hans þess, að sökudólgarn- ir hagi sér betur eftirleiðis. Hins vegar viljum við benda Steina á það, að það er víðar hreint loft en i sveitinni. Hér i Reykjavík er þetta fina, heil- næma loft, sein allir erlendir borgarbúar öfunda okkur Reyk- víkinga af. HÖGNI HREKKVÍ3I Amma! Hann er hér! — bíður eftir yógaæfingunni Styrkur til náms í talkennslu Menntamálaráðuneytlð hefur I hyggju að veita á þessu ári styrk handa kennara sem vill sérhæfa sig í talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæðin nemur allt að 400.000.- krónum. Sú kvöð fylgir styrknum að kennarinn starfi a.m.k. þrjú ár að námi loknu við talkenns[u í stofnunum fyrir vangefna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 20. jún! n.k., ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 20. ma! 1975. Bandariskar MILLER álraf- suðuvélar og rafsuðuspennar væntanlegir um mánaðarmótin mai/júní. Talið við eigendur MILLER rafsuðu- tækja og gerið verðsamanburð! Iðnaðarvörur Kleppsveg 150, Reykjavík. Póst- hólf 4040, sími 86375. Fiskiskip Höfum til sölu fiskiskip af eftirfarandi stærðum. Stálskip: 29, 75, 76, 103, 104, 105, 1 15, 1 19, 125, 134, 146, 148, 176, 192, 193, 203, 207, 208, 218, 228, 229, Tréskip: 1 1, 20, 29, 34, 37, 38, 39, 42, 43, 44, 48, 50. 51, 53, 56, 57, 60, 62, 63, 64, 65, 66, 67, 68, 71, 72, 73, 74, 75, 80, 81, 82, 83, 84, 85, 89, 92, 94, 100, 101, 102, 103, 104, 144. Landsamband ísl. Útvegsmanna Skipasala — Skipaleiga, Sími 16650. Dagur Hársim Í/LAND/KEPPNI Hárgreiðsla Hárskurður Sunnudaginn 25. mai ki. 11.00 til 22.00 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ SELTJARNARNESI Vatn Blandað Klór KISILL. Lækjargata 6b Reykjavík simi 15960 Klór- blöndunar- tæki (jektor) UTGERDARMENN MATVÆLAIDNADUR OD FRVSTIHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.