Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 36
IWIHIRÐIR Cæði í fyrirrúmi SIGURÐUR ELÍASSONHF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 AUÍÍLYSINÍÍASIMINN ER: 22480 JR«rjjimbIní>i 'i LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 „Er þetta völlurinn?” „Er þetta völlurinn sem við eigum að leika á?“ spurði hinn frægi þjálfari franska iandsiiðsins,Kovacs,er hann kom með sínum mönnum á Laugar- dalsvöllinn í gær. Leizt honum sýnilega ekki of vel á aðstæðurj allar. Nánar er fjallað um landsleikinn við Frakka á sunnudaginn á íþróttásíðum blaðs- ins. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. 21 milljón kr. skaðabóta- krafa vegna skreiðargalla Stefndi kveðst hafa greitt fullar bætur I BYRJUN þessa mánaðar var þingfest fyrir Sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur mál sem ítalska firmað Silvano Burgassi hefur höfðað gegn fyrirtækinu G. Albertsson f Reykjavík vegna galla á skreið sem flutt var til ttalfu á árinu 1974. Hljóðar skaðabótakrafa hins ítalska firma uppá 61 þúsund sterklingspund eða sem næst 21,3 milljónir fs- lenzkra króna. Um þessa gölluðu skreiðarsendingu hefur áður ver- ið fjallað í fréttum Mbl. Það er Magnús Thorlacius hrl. sem flytur málið fyrir hönd ítalska firmans. Hann tjáöi Mbl. í Framhald á bls. 20 Ráðherrar EFTA: ---------------- r Harma að Island njóti ekki fullra réttinda hjá EBE ÁRLEGUM ráðherrafundi við- skiptaráðherra EFTA-landanna lauk í gær í aðaistöðvum banda- lagsins í Genf. „Þetta var ösköp venjulegur fundur,“ sagði Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra í samtali við Mbl. I gærkvöldi, en hann sat fundinn af Islands hálfu. Og ráðherrann bætti við. „1 ræðu minni fjallaði ég aðallega um þann vanda sem við eigum við að glima í fisksölumálum okkar og það hversu erfiðlega okkur gengur að haida uppi frjálsri verzlun þegar ýmsir aðilar eru með beinar og óbeinar aðgerðir gegn fiskinum okkar.“ Islendingar og Rússar vilja friða norska síldarstofninn Norðmenn streitast á móti — VIÐ höfum lagt til að norski síldarstofninn verði algjörlega friðaður á næstu árum og Rússar styðja okkur í þessu máli, enda er stofninn nú sem því næst ómælanlegur Hinsvegar streitast Norð- menn á móti og vilja fá að veiða eitthvað, en þeir hafa t.d. leyfi til að veiða 3500 lestir af þessum stofni á Bátamir fengu humarleyfín EINS OG Morgunblaðið skýrði frá í gær, kom upp misklíð milli sjávarútvegsráðuneytisins og eig- enda nokkurra báta, sem ekki höfðu fengið leyfi til humarveiða, þar sem bátarnir voru ekki mæid- ir undir 100 rúmlestum um sl. áramót. Nú hefur sjávarútvegs- ráðuneytið ákveðið að þessir bát- ar fái leyfi til humarveiða og í gær sendi það frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Vegna endurmælinga fiski- skipa hefur ráðuneytið ákveðið, að aðeins þeir fái humarleyfi, sem fullnægja skilyrðum um Framhald á bls. 20 þessu ári, sagði Már Elís- son, fiskimálastjóri, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en hann situr nú ár- legan fund Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar í London, en fund- urinn hófst þar á miðviku- dag. Már sagði að sennilega yrði mest rætt um síldarstofninn í Norðursjónum. Komið hefði fram að fiskifræðingar væru sammála um að minnka þyrfti ásóknina í stofninn og yrði það sennilega samþykkt. Það yrði því vandamál hvernig allir gætu sætt sig við nýja kvótaskiptingu, en afli hverrar þjóðar kemur til með að minnka nokkuð ef þetta verður samþykkt. Ekki kemur til neinna atkvæða- greiðslna á fundinum í London fyrr en eftir helgi, en nú starfa vinnunefndir af fullum krafti. Islendingar eiga sex fulltrúa á fundinum í London, sem væntan- lega lýkur n.k. miðvikudag og þeir eru: Már Elisson, fiskimála- stjóri, Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, Þórður Ásgeirsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Kristján Ragnars- son, form. L.I.U., Ingólfur Stefánsson, framkvstj. Far- manna- og fiskimannasambands- ins, og Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þá gat Olafur Jóhannesson þess að í sameiginlegri ályktun ráð- herranna, sem gefin var út að loknum fundinum, hafi þeir harmað að Islendingar skyldu ekki enn njóta þeirra fríðinda sem þeir eiga samkvæmt samn- ingum að njóta hjá Efnahags- bandalagi Evrópu. Viðskiptaráð- herrar Finnlands og Noregs gátu þessa atriðis sérstaklega í ræðum sínum. Þá var efnahagsvandi Finna mjög til umræðu á fundin- um og þær aðgerðir sem þeir hafa gripið til en þær eru ekki í öllum atriðum samhljóða reglum EFTA, að sögn Olafs. Þá voru viðskipta- mál Portúgals mikið rædd og við- skiptaráðherra þeirra gerði grein fyrir efnahagsstöðunni þar i landi. Olafur Jóhannesson gat þess að lokum, að samkvæmt reglum EFTA gengi formennska milli að- ildarlandanna í stafrófsröð og Framhald á bls. 20 Samninga- nefnd ASÍ: Þjóðfélagið í heild þol- ir þessar kröfur þrátt fyrir áföll „VIÐ höfum enn ekki verið beðn- ir að taka við í stjórnarráð- inu,“ sagði Björn Jónsson, forseti ASl, á blaðamannafundi, sem 9- manna nefnd ASl hélt í gær, er Mbl. spurði hann, hvort nefndin óttaðist ekki að 38 til 39% kaup- kröfur gætu haft í för með sér aðra eins kollsteypu í efnahags- málum og kauphækkun síðustu samninga hafði. Er Björn hafði svarað þessu til spurði Eðvarð Sigurðsson hann, hvort hann væri með þessu að gefa í skyn, að þeir færu þá að hafa áhyggjur af þessu. Kvað Björn það vel geta verið. Samninganefnd ASI boðaði til blaðamannafundarins til þess að kynna stöðuna i samningamálun- um nú eftir að baknefnd ASl og samninganefnd höfðu fullmótað kröfur sínar. Kröfur ASl voru birtar i Mbl. í gær og við spurningunni hvort nefndin teldi að atvinnuvegirnir gætu borið svo miklar kauphækkanir i ljósi skertra viðskiptakjara þjóðarinn- ar sögðu þeir félagar, að það væri skoðun ASt, að þjóðfélagið i heild þyldi þessar kröfur, þótt ljóst væri að þjóðarbúið hefði orðið fyrir áföllum. ASÍ álítur, að breyta þurfi reglum um tekju- skiptingu innan þjóðarinnar. Alþýðusamband Islands hefur lagt til við aðildarfélög sín að þau boðuðu til verkfalls frá og með 11. júní. Björn Jónsson sagði að með þessu álitu fulltrúar ASl vera gef- ið nægilegt svigrúm, ef einhver vilji væri frá hendi vinnu- veitenda á að semja. Hann kvað kröfuna um beina kauphækkun verulegt skref í þá átt að bæta upp kjaraskerðinguna, sem orðið hefur. Krafan væri um 38 til 39% kauphækkun á 6. taxta almennu verkalýðsfélaganna, en síðan yrði hækkun um sömu krónutölu þar fyrir ofan. Um viðmiðunarkaup fyrir útreikning vísitölubóta gildir sama regla, þannig að bein- ar og óbeinar vísitölubætur verði sama krónutala á alla taxta. Með þessu kæmi t.d. 3.500 króna lág- launauppbótin frá í haust inn á alla kauptaxta ASl og.sömuleiðis myndu þeir fáu launþegar innan Framhaid á bls. 20 Nýjar hug- myndirítog aradeilunni SATTASEMJARI ríkísins, Torfi Hjartarson, kallaði samn- inganefndir í togaradeilunni til fundar í gærmorgun eftir all- langt hlé. Ekki hittust nefnd- irnar, heldur ræddi sáttasemj- ari við þær sitt í hvoru lagi. Þá var Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunarinnar einnig á fundum með sáttasemjara og togaraeigendum í gær. Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambandsins tjáði Mbl. f gærkvöldi að Torfi Hjartarson hefði á fundunum í gær lagt fram nýjar hugmyndir í deil- unni, sem samninganefndirnar myndu ihuga um helgina. Ekki vildi Jón tjá sig um hugmyndir sáttasemjara. Nýr fundur hef- ur ekki verið boðaður í deil- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.