Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 3 EINS og komið hefur fram í fréttum standa yfir jarðboranir eftir heitu vatni við Leirár- garða á vegum Akranessbæjar. Vegna þessara framkvæmda spunnust nokkrar deilur um umferð að borunarstaðnum og taldi bóndinn á Vcstari- Leirárgörðum veginn vera einkaveg, en sýslumaðurinn f Borgarfjarðarsýslu sagði veginn vera sýsluveg. Hinn 26. maí var efnt til Samkomulag gert við Leirárgarðs-bóndann samningafundar vegna þessa máls á Leirárgörðum, þar sem mættir voru bæjarstjórinn á Akranesi, Magnús Oddsson, Ásgeir Pétursson sýslumaður og lögmaður bóndans í Vestari- Leirárgörðum. Samkvæmt upplýsingum bæjarritarans á Akranesi, Ásgeirs Erling Gunnarssonar, varð samkomu- lag á fundinum um umferðina um veginn, sem mun vera sýsluvegur, þar sem við til- komu sundlaugar við borhol- urnar, var byrjað að greiða til hans sem sýsluvegar og var síð- ast gert 1972. Samkomulagið var í því fólgið að aðilar sættust á að óvilhallir matsmenn mætu skemmdir, sem yrðu á veginum af völdum umferðarinnar. Tals- verðir þungaflutningar verða á athafnasvæðið, þar sem boran- irnar fara fram, svo sem að- flutningar á olíu og ýmsu efni til borananna. Borunum er nú lokið að sinni og^hefur verið borað í 2020 metra dýpi. Hitinn í holunni er 140 gráður, en um vatnsmagn er ekki vitað enn og verður ekki fyrr en síðari hluta vik- unnar, er holan verður sprengd út, sem kallað er. Síldarverðið í Dan- mikkufer lækkandi SÍDARVERÐIÐ datt niður í Danmörku í gær og fengu skipin, sem þá seldu yfir- leitt ekki nema um 15 kr. fyrir síldarkílóið, en þá seldu 8 skip. Skipin sem seldu voru: Loftur Bald- vinsson seldi 44,3 lestir fyrir 738 þús. kr. meðal- verð kr. 16.67, Jón Finns- son GK seldi 41,8 lestir fyrir 650 þús. kr., meðal- verð kr. 15,55, Ásberg RE seldi 72,3 lestir fyrir 873 þús. kr., meðalverð kr. 12.00, Reykjaborg RE seldi 39.7 lestir fyrir 610 þús. kr., meðalverð kr. 15,37, Ásberg RE seldi 27,5 lestir fyrir 1.608 þús. kr., meðal- verð kr. 58,49, Þorsteinn RE seldi 30 lestir fyrir 491 þús. kr., meðalverð kr. 15,96, Gísli Árni RE seldi 80.7 lestir fyrir 2,2 millj. kr., meðalverð kr. 27,87 og Hilmir SU seldi 17,8 lestir fyrir 278 þús. kr., meðal- verð kr. 15,65. Síðustu tón- leikar á starfsárinu t KVÖLD verða síðustu reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tslands í Háskólabíói. Einleikari með hljómsveitinni verður Bandaríkjamaðurinn Aaron Rosand. Hann er frá Ham- mond í Indíana-ríki og stundaði tónlistarnám í Chicago og sfðar hjá Efrem Zimbalist við Curtis tónlistarskólann f Fíladelfíu. Hann kom fyrst fram á sjálfstæð- um tónleikum í New York árið 1948. Aaron Rosand hefur hlotið frá- bæra dóma tónlistargagnrýnenda og hefur hann leikið með öllum helztu hljómsveitum I Ameríku og Evrópu. A efnisskránni í kvöld er fiðlu- konsert eftir Brahms, sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen og Harding- tónar eftir Geir Tveitt. Aaron Rosand Islenzkir tómatar nú að koma á markaðinn Agúrkur seldar undir fram- leiðsluverði fram að helgi Þessa dagana eru að koma á markaðinn fyrstu íslensku tómatarnir á þessu vori. Vanalega koma þeir á markaðinn eftir fyrstu vikuna í maí og er þetta því nokkuð seinna en venjulega. 1 vetur hefur veðrátta verið mjög hagstæð fyrir uppeldi á agúrku- plöntum og af þeirri ástæðu er nú mikið framboð á agúrkum. Sölu- félag garðyrkjumanna hefur aug- lýst sérstakt kynningarverð á agúrkum og stendur það fram til helgarinnar. Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags Garð- yrkjumanna, sagði í samtali við blaðið, að sennilega yrði full- nægjandi framboð á tómötum skömmu fyrir miðjan júní. Hann vildi engu spá um uppskeru tómata i sumar en ekki væri útlit fyrir mikla aukningu á fram- leiðslu þeirra. Þorvaldur kvað agúrkuupp- skeruna í ár vera með mesta móti, bæði væri að veðrátta í vetur var afarhagstæð og mun meira kæmi af hverri pIöntu..Því hefði verið ákveðið að hafa sérstakt kynningarverð á þeim fram að helgi, en þá hækka þær aftur. Verðið nú er mun lægra en fram- leiðsluverð og vildi Þorvaldur hvetja húsmæður og aðra aðila til að notfæra sér þetta verðtilboð. Agúrkur má nota með ýmsu móti s.s. beint á brauð, fylltar t.d. með rækju eða leggja þær f súrt, einnig má frysta þær. ’Fyrir skömmu var söluskattur felldur niður af islensku græn- meti og sagði Þorvaldur þetta hafa verið mikið hagsmunamál fyrir garðyrkjubændur, því áður var annað álegg s.s. kjötvörur undanþegið söluskatti og átti grænmetið í harðri samkeppni við aðrar áleggstegundir. Um aðrar grænmetistegundir er það að segja, að þegar eru salat, steinselja og paprika komin á markaðinn og gulrætur fara að koma. Eftir miðjan júlí kemur útiræktað grænmeti á markaðinn og er þar um að ræða hvítkál, blómkál og gulrófur. Hjá Grænmetisverslun land- búnaðarins fékk blaðið þær upp- lýsingar að sennilega dygðu íslenskar kartöflur eitthvað fram i júní. í byrjun vikunnar fór forstjóri Grænmetisverslunarinnar, Jóhann Jónasson, áleiðis til Italíu til að semja um kaup á kartöflum. Ætlunin er að þær kartöflur, sem hann festir kaup á, komi á markaðinn, þegar þær íslensku þrýtur. Við þetta má svo bæta því, að komi til vinnustöðvunar, verða engar kartöflur afgreiddar, hvort sem þær eru íslenskar eða erlend- is frá. NORSKIR BÆNDUR — I Kjötiðnaðarstöð SlS á Kirkjusandi I gær þegar norsku bændurnir voru þar í heimsókn að skoða aðstöðu og starfshætti. „íslenzku bœndurnir eru beztu ambassadorarnirf, 56 NORSKIR bændur hafa verið í heimsókn á fslandi undanfarna daga, en Upplýsinga- þjónusta landbúnaðar- ins skipulagði ferðina fyrir þá sem er farin í samvinnu við Norska al- þýðuorlofið. Hópurinn hefur farið um Borgar- fjörð, heimsótt Hvann- eyri, Hest og Reykholt, Mjólkurhú Flóamanna á Selfossi, en þangað komu cinnig 20 bændur úr Flóanum og tóku 2—3 Norðmenn heim með sér f nokkra klukkutíma til þess að kynna þeim búháttu og daglegt Iíf bænda á ts- landi. t samtali við Morgunblaðið létu norsku bændurnir feikilega vel af ferðinni og rómuðu mjög allar móttökur. Tóku þeir fram i sambandi við heimsókn til bændanna í Flóa að þar hefðu þeir hitt fyrir menn sem væru beztu ambassador- ar, sem hægt væri að hugsa sér fyrir eitt land. Þá komu ferða- langarnir einnig að bænum Berghyl, en fal- legra fé en þar höfðu þeir aldrei séð. I gær heimsótti hópurinn Kjötiðnaðarstöðina á Kirkjusandi og þá þar veitingar. 1 viðtali við bænd- urna kom það fram að í Noregi er 1,2 millj. af sauðfé og 400 þús. naut- gripir, en hvoru tveggja hefur heldur farið fækkandi á sfðustu árum. 7—8% Norð- manna eru bændur, eða alls 138 þús. bændur, en 74 þús. þeirra hafa minna en 10 ha jörð. Síðasta ár var varið 500 millj. norskra kr., eða 15000 millj. ísl. kr. til neytenda og liðlega 40 milljörðum fsl. kr. til styrktar norskum land- búnaði. Norðmenn kaupa nokkuð af ís- lenzku kindakjöti, 1100 tonn s.l. ár. ALLVERULEGAR hækkanir hafa átt sér stað að undan- förnu á ellilífeyri og tekju- tryggingu ellilífeyrisþega í samræmi við þær verðlags- hækkanir, sem orðið hafa. Full tekjutrygging einstaklinga hefur t.d. þegar hækkað um 76% frá því í september sl. og tekjutrygging hjóna um 65,6%. Hækkun á ellilífeyri og tekjutryggingu kemur til framkvæmda 1. júlí n.k. Þá munu lífeyrisgreiðslur og full tekjutrygging aldraðra hafa hækkað um 43,9% hjá ein- staklingum og 39,5% hjá hjónum. I september 1974 nam tekju- trygging einstaklinga kr. 6.671.- Þessi upphæð er nú komin upp í kr. 11.760.- og er það hækkun um 76%. Full tekjutrygging hjóna var í september 1974 kr. 12.007 en er nú kr. 19.885 og er það hækkun um 65,6%. Eftir hækkunina 1. júlí n.k. verður full tekjutrygging einstaklinga kr. 12.115.- á mánuði og er það hækkun frá því í september um 81.6%. Full tekjutrygging hjóna verður þá komín upp i kr. 20.480.- og er það hækkun um 70,5% frá því í september. Lífeyrir ásamt fullri tekju- tryggingu nam alls kr. 18.886,- hjá einstaklingum í septem- ber, en er nú kr. 26.300.- og er það hækkun um 39%. Eftir hækkunina 1. júlí verður þessi upphæð orðin kr. 27.095.- og er það hækkun um 43.9% frá því í september. Ellilífeyrir og full tekjutrygging hjóna nam í september kr. 33.994,- en er nú kr. 46.057,- og er það hækkun um 35,4%. Eftir hækkunina 1. júli verður þessi upphæð orðin 47.444,- kr. og er það hækkun um 39,5% frá því í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.