Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Samþykkt þingsályktunartillögu Sverris Hermannssonar: SVERRIR HERMANNSSON 3. þingmaður Austfirðinga. Fiskræktarskilyrði í Lagarfljóti mundu batna vegna hins jafna rennslis, minni jökulaurs og minni flóðahættu, vegna þess að miðlunarlónin draga mjög úr flóð- um. Landsspjöll af völdum slikrar stórvirkjunar eru í lágmarki. Að vísu mundi nokkuð af góðum sumarafréttarlöndum Fljótsdæl- inga fara undir vatn í Eyjabakka- lóni. Slíkt þyrfti auðvitað að bæta með uppgræðslu eða á annan hátt. Aftur á móti mundi rennsli Lagarfljóts jafnast, og jafnvel þó að hinum stóránum yrði veitt yfir i Fljótsdal, er auðvelt að ganga þann veg frá því, að rennsli Lagarfljóts yrði ekki öllu meira en meðal ágústrennsllþess, svo að landsspjöll af þess völdum yrðu hverfandi. Síðan gerði Sverrir í ítarlegu máli grein fyrir margþættum kostum Reyðarfjarðar, varðandi hugsanlega staðsetningu stóriðju, en það er önnur hlið á þessu máli, sem hér verður ekki rakin, þó athyglisverð sé í meira lagi. Lækkun húsnæðiskostnaðar bezta kjarabótin: Lækka byggingarkostnað, draga úr þenslu í efnahagsmálum og minnka hættu á atvinnuleysi Sigur í stærsta framtíðar- hagsmunamáli Austurlands kostnaði beint í ríkissjóð. Þar vega þyngst aðflutningsgjöld og launaskattur. Með því að ríkið sjálft lækki sin gjöld af byggingarefni og vinnu manna í byggingariðnaði, þá lækkar líka kostnaður ríkisins við þess eigin framkvæmdir. M.ö.o.: á því sviði er alveg augljóst að um einfalda aðgerð er að ræða til að draga úr verðþenslu. Ef við hugsum út i það að um helmingur af allri fjármunamyndun í þjóðfélaginu eru byggingarframkvæmdir og helmingur af öllum byggingar- framkvæmdum eru byggingar þess opinbera, þá sýnist þetta vera nokkuð ljóst. Við sjáum lika að þetta hlýtur að hafa verulega þýðingu fyrir hagsmuni al- mennings í landinu. Enn ein rök- semd, sem mætti sérstaklega til- færa, eins og nú háttar til, er ótti um samdrátt i byggingariðnaði. Þá leið, sem hér er lagt til að könnuð verði, mætti e.t.v. nota sem hagstjórnartæki gegn hugsanlegu atvinnuleysi í þessari atvinnugrein, sem svo margir hafa lífsframfæri af. Endurskoðun tollamála. Ragnhildur sagði að sér væri ljóst, að greinar byggingariðnaðar lytu margs konar sköttum og toll- um, svo umfangsmikillar athug- unar væri þörf á þessum vett- vangi, áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Inn í þá athugun kæmi og, hvort hyggilegt væri að hafa há aðflutningsgjöld á vélum, sem notaðar eru til að vinna innlent byggingarefni úr erlendu hráefni. Þar sem skýrt hafi veriö frá þvi, að fjármálaráð- herra hafi nú skipað nefnd til að athuga sérstaklega fyrirkomulag tollamála, færi vel á þvi að slik þingsályktun sem þessi, eða sú athugun sem hún gerði ráð fyrir, yrði falin þeirri nefnd. Ragnhildur gat þess og, að Hús- næðismálastjórn ríkisins hefði sent jákvæða umsögn um tillögu sína, sem og ýmsar aðrar leiðir til lækkunar byggingarkostnaðar, sem félagsmálaráðherra hefði í hyggju að kanna sérstaklega. Ég held að öllu samanlögðu, sagði Ragnhildur, að það geti orð- ið niðurstaðan, að það muni béin- línis borga sig fyrir ríkið, að gera þá ráðstöfun sem hér er á bent. Byggingarkostnaður myndi síður þenjast út í sama mæli og verið hefur. Byggingarlánakerfið myndi ekki kalla á jafnstórar fjár- fúlgur. En höfuðatriðið er -eftii sem áður aö gera öllum al- menningi léttbærara að bera þann kostnað, sem því fylgir hvort heldur sem er að búa í eigin húsnæði eða borga húsaleigu. Til- laga mín felur i sér að ríkisstjórn- in láti þegar kanna þetta mál til hlítar og gefi Alþingi skýrslu um niðurstöður. Leiði skýrslan til þeirrar niðurstöðu, sem mig grun- ar, að umrædd gjöld séu óskyn- samlega há, þá vona ég að horfið verði að því ráði að lækka þau verulega eða fella niður með öllu. Þá lækkar byggingarkostnaður, dregur úr þenslu i þjóðfélaginu og hættan á atvinnuleysi í byggingariðnaði minnkar. Sverrir Hermannsso (S), 3. þingmaður Austfirðinga endur- flutti i neðri deild á nýliðnu þingi tillögu til þingsályktunar um beizlun orku og orkusölu á Austurlandi. Tillagan var upphaf- lega i tveimur liðum og hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um: 0 1. að lokið verði hið fyrsta rannsókn á byggingu Fljóts- dalsvirkjunar (1. áfanga Austurlandsvirkjunar). Q 2. að leitað verði eftir kaupanda að raforku með stór- iðju í Reyðarfirði fyrir aug- um.“ Þegar sýnt var, að skoðana- ágreiningur um síðari lið tillög- unnar kynni að valda þvi, að hún hlyti ekki afgreiðslu á þessu þingi, féllst flutningsmaður á aði. hann yrði dreginn til baka. Með samkomulagi við Iðnaðar- málanefnd varð endanlegt orða- lag tillögunnar, eins og Alþingi samþykkti hana, á þessa lund: 0 Alþingi ályklar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að Orkustofnun ijúki eins fljótt og við verður komið rannsókn á byggingu Fljót- dalsvirkjunar. I greinargerð Sverris Her- mannssonar og framsögu með til- lögu þessari var margháttaður fróðleikur, sem erindi á til lands- manna allra, ekki sízt Austfirð- inga, og verður hann efnislega rakinn hér á eftir. HAGSTÆÐUR STÓRVIRKJ- UNARMÖGULEIKI Ástandið í orkumálum heimsins er nú með þeim hætti, að telja má fullvist, að orkuverð tvöfaldist a.m.k. ef ekki meira, og eftir- spurn eftir raforku til stóriðju vaxi mjög. Ber því brýna nauðsyn til að hraða öllum rannsóknum á orku- lindum okkar og möguleikum þeirra, ekki hvað sizt þeim, sem líklegastir eru til að gefa okkur kost á stórfelldri og hagkvæmri stóriðju hér á landi. I áætlun Orkustofnunar um for- rannsóknir á vatnsorku á Islandi frá því í ágúst 1969 er reiknað með því, að ' unnt sé að byggja orkuver austur í Fljótsdal með framleiðslugetu um 8000 Gwh/ári, en þetta samsvarar rúm- lega helmingi orkuframleiðslu- getu allra stóránna á Suðurlandi, þeirri er hagkvæm getur talizt (15750 Gwh/ári). — Vatnsorka annarra landshluta er ekki nema brot af þessu. I áætlun um stofnkostnað stór- virkjana á Suðurlandi og Austur- landi, sem Orkustofnun lét gera í janúar 1971, kemur i ljós, að verð- mismunurinn er hvergi marktæk- ur miðað við þær rannsóknir, sem þá lágu fyrir, og Austurlands- virkjun sizt dýrari en Suðurlands- virkjanir. Fyrsti áfangi Austurlandsvirkj- unar yrði Jökulsá í Fljótsdal með vatnsmiðlun frá Eyjabökkum, þar sem Kelduá o.fl. smáám væri veitt í þá miðlun. Samkvæmt áætlun Orkustofnunar frá því í desember 1971 væri hagkvæmasta stærð þeirrar virkjunar um 230—240 MW. Fyrst eftir að áætlun um Austurlandsvirkjun var lögð fram, komst verulegur skriður á rannsóknir á þeim stöðum, en nú virðist sem verulega hafi verið dregið úr þeim og rannsóknir færzt yfir á aðra landshluta. MARGHATTAÐIR KOSTIR AUSTURLANDSVIRKJUNAR. Austurlandsvirkjun er í raun eini stórvirkjunarmöguleikinn sambærilegur við Suðurland og er einnig mikilsverð til að skapa aukið jafnvægi í byggð landsins. Öheppilegt væri að nota suð- vesturlandsorkuna að mestu til stóriðju, þar sem hennar mun fyrr en seinna þörf til almennra nota á mestu þéttbýlissvæðum landsins. Auðvelt er að tengja Austur- landsvirkjun við raforkukerfi Suðvesturlands með byggðalínu um suðurströndina. Með tilliti til jarðfræði og náttúruhamfara er hún vel i sveit sett og gæti því aukið á orkuöryggi landsins. Veðrátta Austurlands er allt önnur en á Suðurlandi, þannig að sjaldgæft er, að lélegt vatnsár sé á báðum stöðum, svo að með slíkri samtengingu gætu virkjanir bætt hvor aðra upp. Jarðlög til mannvirkjagerðar við virkjun Jökulsár í Fljótsdal eru talin traust, og stöðvarhús- næði liggur í miðri sveit með hag- stæðum samgöngumöguleikum við Egilsstaðaflugvöll og Reyðar- fjörð sem höfn, en það er meira en hægt er að segja um virkjunar- stæði inni á hálendi landsins. Hafísvandamál eru þar í lágmarki miðað við íslenzkar aðstæður. Stækkunarmöguleikar eru þar mjög miklir, og af samanburðar- kostnaðaráætlunum má sjá, að stofnkostnaður hvers áfanga er mjög hliðstæður, svo að fyrir fram fjárfestingar eru þar litlar sem engar. Vatnsmiðlun Fljóts- dalsvirkjunar myndi gera Lagar- fossvirkjun örugga með vatn allan ársins hring, einnig þó að annað áfangi hennar væri byggð- ur, svo að nýting og rekstur henn- ar væri i hámarki. Þingsályktunartillaga Ragn- hildar Helgadóttur (S), þessefnis að stuðla að lækkun byggingar- kostnaðar í landinu með lækkun eða niðurfellingu ýmiss konar gjalda til ríkisins af byggingar- efni, innflutningstolla, söluskatts og launaskatts, hefur vakið verð- skuldaða athygli almennings. Hér verður efnislega rakinn rök- stuðningur flutningsmanns fyrir tillögunni, sem ætti að mæta stuðningi launþegasamtakanna í landinu. Sá mála- og erindafjöldi, sem hverju sinni er lagður fyrir Alþingi íslendinga, skiptir hundruðum. Skipu- lagning og stjórnun þing- starfa er því umfangsmik- ið og vandasamt viðfangs- efni, sem að mestu kemur í hlut þriggja forseta þings- ins, þeirra Ágústs Bjarna- sonar, forseta sameinaðs þings, Þorvalds Garðars Kristjánssonar og Ragn- hildar Helgadóttur forseta þingdeilda. Hér sjáum við Ásgeir Bjarnason og Ragn- hildi Helgadóttur ræða málin í þinghléi. Þau eru hýr á brá, hafa sennilega fundið eitthvert fært vað á viðkvæmum vanda í sínum stjórnunarstörfum. (Myndina tók ljósm. Mbl. Ól.K.M., sem og aðrar myndir, sem birst hafa á þingsíðu undanfarið). Að draga úr verðþenslu og forðast atvinnuleysi. Fáum dylst að húsnæðis- kostnaður er of þungur baggi á herðum margra. Ekki á þetta sízt við um ungt fólk. Húsnæðið gleypir alltof stóran hluta af tekj- um þeirra sem hafa nýlega stofn- að heimili og sífellt sígur á ógæfu- hlið i þessu efni. Þetta á við hvort heldur menn byggja sjálfir eða leigja hjá öðrum. Það hlýtur því að þurfa að leita leiða til lækkun- ar byggingarkostnaðar. Það er eina raunhæfa leiðin til að lækka húsaleigu og létta að tiltölu skuldabagga væntanlegra íbúðar- byggjenda. Ráðstöfun í þessa átt myndi og draga úr þenslu í efna- hagsmálum þjóðfélagsins. Sumra orsaka fyrir háum byggingarkostnaði er að leita í ráðstöfunum ríkisins sjálfs. All- stór hluti af verði byggingar fer beint til ríkisins i formi skatta af efni og vinnu. Samkvæmt laus- legri áætlun, sem gerð var í fyrra, fara um 11—15% af byggingar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.