Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 23 A Ifreð Kristjáns- son —Kveðja jafnan verið mjög fátíð. Þeir sem þar hafa einu sinni verið ráðnir til starfa, hásetar jafnt sem aðrir hafa jafnan unað sér vel og ekki viljað skipta aftur. Segir þetta sina sögu um gott samstarf skip- stjóra og áhafnar. Þegar ég nú, við leiðarlok, vildi mega Iáta í ljós hugheilar þakkir fyrir ágæta samvinnu um áratugi, sem aldrei bar skugga á, tel ég vist að núverandi vitastjórn og skiphöfn hans muni undir þessar þakkir taka. Eiginkonu Guðna og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Emil Jónsson. Guðni S. Thorlacius hóf störf við skráningu skipa hjá Siglinga- málastofnun rikisins 23. septemb- er árið 1971, og hann andaðist 22. maí. Frá þessum árum sem hann starfaði við Siglingamálastofnun ríkisins eru svo til öll min kynni af Guðna Thorlacius, en þau kynni eru svo góð, að á betra verður ekki kosið. Þegar Guðni tók við starfi skipaskráningar- manns hafði hann þegar að baki sér fullan starfsferil sem virtur óg vinsæll skipstjóri, einkanlega á skipum vitamálaskrifstofunnar. Hann var þó það hress og ungur í anda, að hann fýsti að fá sér starf I landi. Svo stóð á að Halldór Ingimarsson fyrrv. skipstjóri hafði þá um nokkur ár gegnt starfi skipaskráningarmanns, en hann fórst í bílslysi, og nauðsyn var á að fá til þessa starfs traust- an og samvizkusaman mann og varð Guðni fyrir valinu. Hann var að vísu hikandi í fyrstu við að taka nú við skrifstofustarfi, eftir svo mörg ár á stjórnpalli. Hann var ekki viss um hvernig sér myndi fara úr hendi slík vinna, svo ólík því ævistarfi, sem hann hafði valið sér ungur. Það kom þó brátt í ljós, að Guðni Thorlacius var mjög vel fær um að kynna sér nýtt starf, og innan tíðar var hann orðinn mjög vel fær í þvi starfi, sem ávallt krefst árvekni og ná- kvæmni. En auk þess að reynast traustur starfsmaður, þá hafa öll kynni okkar samstarfsmanna hans af honum verið slík að þessi dagfarsprúði, hægláti og glað- lyndi vinnufélagi varð strax hvers manns hugljúfi á Siglingamála- stofnun ríkisins. Við söknum hans öll, en erum þakklát fyrir þau ár sem við höfum átt þess kost að vera honum samskipa í starfi. Ekkju hans og öðrum ættingj- um vil ég flytja minar innilegustu samúðarkveðjur. Við sem kynnt- umst Guðna sem starfsbróður vit- um hve mikið þau hafa misst, en minninguna um þennan mæta mann munum við öll geyma. Hjálmar R. Bárðarson siglingamálstjóri. Mig langar til, þó með fáum fátæklegum orðum sé, að minnast Guðna Thorlacius skipstjóra með þakklæti fyrir ógleymanlega kynningu og samstarf á liðnum árum. Með Guðna er horfinn af sjónarsviðinu litríkur persónu- leiki, eftir langt, mikið, viðburða- ríkt og heilladrjúgt starf á sjón- um í meira en 50 ár. Þó Guðni hafi viða verið til sjós, mun honum samt hafa verið hug- leiknust stýrimanns- og skip- stjórastörfin á vitaskipunum, enda varð hann landsþekktur fyrir þau, og lofaður af þeim, sem þeirra nutu og best þekktu til. Hafa því margir og munu í fram- tíðinni sakna vinar í stað og finn- ast skarð fyrir skildi og mikill og góður foringi fallinn, sem aldrei mun gleymast þeim, er áttu því láni að fagna að sigla meó honum. Eitt er að vera skipstjóri, annað að vera líka félagi og foringi sinn- ar skipshafnar í blíðu og striðu. Til þess eru margir kallaóir en fáir útvaldir. Einn þeirra útvöldu var Guðni Thorlacius. Sem skip- stjóri á vitaskipunum tók hann þátt i öllum störfum sinna manna á einn eða annan hátt, hvort sem þau voru unnin um borð í skipinu eða í landi. Víst voru þessi störf oft erfið og kröfðust framlags allra, eins og hver og einn megnaði. Það skiptust því á skin og skúrir eins og gengur, en skips- höfn hafði hann alla tíð harð- skeytta og samstillta, sem reynd- ist þeim mun betur sem meira reyndi á, eins og stjórnandinn sjálfur. Þó menn væru þvi stund- um þreyttir að loknu dagsverki við erfiðar lendingar og burð á efni eða nauðsynjum til vitanna, þá var eins og liði úr mönnum þreytan við að mæta Guðna skip- stjóra við borðstokk skipsins, sjálfsagt ekki betur fyrir kallaðan en aðrir voru, en samt glaður og reifur um leið og hann sagði á sinn sérstaka hátt: „Þetta var góð- ur dagur í dag strákar." Mörg orð og setningar þessu líkar átti hann í fórum sínum, til að hressa upp á mannskapinn á réttum stað og stundu i sambandi við starfið og munu seint eða aldrei gleymast þeim, sem á þéss- um vettvangi unnu. Störf Guðna i þágu vitaþjónust- unnar, hafnanna á tslandi og að hjálpar- og björgunarmálum munu halda nafni hans á loft meðan góðs manns verður getið við þessi störf. Megi þau ljós, sem þessi árvakri maður hafði að æfistarfi að tendra, lýsa íslenskum sjómönn- um i öllum skilningi um ókomna tíð. Asgrfmur Björnsson. Nýtt skip til Grindvíkinga FYRIR nokkrum dögum bættist nýtt fiskiskip við flota Grindavik- inga. Fékk það nafnið Hrafn GK 12, en hét áður Héðinn ÞH 57 og var eitt af aflasælustu fiskiskip- um landsins undir því nafni. Hrafn er í eigu Þorbjarnar h.f. og Sveins Isakssonar skipstjóra, sem er með skipið. Hrafn er nú farinn til síldveiða í Norðursjó. F. 27. desember 1973 D. 6. maf 1975 Þú ert sem bláa blómið svo blfður hreinn og skær £g Ift á þig, og löngun mér Ifður hjarta nær. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðió þitt, biöjandi guó aö geyma gullfagra barniö mitt. (Heine) Hann Alfreð litli er dáinn. Þessi orð, sem bárust mér að morgni 6. maí síðastliðinn, sanna okkur mannanna börnum, hve oft er skammt á milli gleði og sorgar í þessum heimi. Hver hefói trúað bvi, að við frændfólk hans sunnan fjalla fengjumekkiaðsjálitla gló koilinn framar á meðal okkar, hann sem i fermingarveizlu Jó- hanns frænda sins, hljóp um á meðal okkar geislandi af fjöri og lífsorku. Þessi litli frændi minn var augasteinn foreldra sinna, elskulegrar ömmu í Grænumýri og ömmu og afa á Eyrarlandsveg- inum, afa, sem nú saknar litla bilstjórans. Æfi þessa litla vinar varð ekki löng, þvi drottinn gaf og drottinn tók, honum hlýtur því að hafa verið ætlað eitthvað æðra en að vera hér á meðal okkar. Eg kveð þennan litla frænda minn með þessum fátæklegu orð- um og bið góðan guð að geyma hann. Við Hulda biðjum guð almátt- ugan að styrkja og blessa Kristján og Helgu. Minningin um litla gló- kollinn mun lifa i hjörtum þeirra beggja sem fagurt blóm. Öli frændi. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Nokkurskonar Sænskir sterkir skinnskór i litunum rautt og blátt Nr. 3—4'/2. Verð aðeins kr. 1.200.— sem er ekki hálfvirði ^m samanborið við Wk sambærilega ^á skó i dag ^% í póstsendingarformi og aS sjálfsögðu fyrir þá, sem vilja koma til okkar. Þessir skór eru eingöngu vönduð vara, en seljast ódýrt þar sem þeir fást svo til aðeins í stökum númerum. Danskir tréskór með t reim. Gult lakk-skinn Nr 39—41 Blátt og rautt lakkskinn /pJffíáSj 40—41 (frekar stór númer) Æflrú^flH Verð aðeins kr 1 200.— Sérstok kjarakaup /ÍM-wiESf/B fyrir þá sem nota - þessi númer Vandaðir, svissneskir karlmannaskór. , Svört tá \ og hælstykki, V, bolur mjög , Y", dökkmahonirauður I % Aðeins til I nr. 40. Verðkr. 1.695. sem er innan .úou^jK, við helmingsverð Gulir, danskir rúskinnsskór nr. 3V?—7 Rauðir nr. 3—8 Vh, Bláir nr 4—5Vi Aðeins kr. 1.200.—J Hlægilega ódýrt. IIÍIFI Gult sterkt rúskinn. Hrágúmmísólar. Verð aðeins kr. 1.00 Danskir skór með dökkum „ hi.iiiúm ’’ ' ’ ) ’ V j Dokkliuinl Hj| ' ‘ ? . antikskinn I nr 35 -46 Verð aðeins kr. 1.250. — Dökkbrúnt sterkt rúskinn.. nr. 35—39. Verð aðeins kr. 885 Kjaraskór i sumarleyfið á „spottprls" innan við 1 /3 af gangverði / Dans|(ir tréskór. Mjúkt þrllitt skinn mism. br. litir og einnig svartir með rauðu Úr léttu tré. Nr. 36—38 (lítil númer.) Verð kr. 1.795.—, sem er aðeins um helmingsverð. Á Vandaðir danskir skór úr skinnc^^J?*™^^^ Litir: Svart og brúnt I nr. 3—4'/2 ^ Verð: Kr. 1.995.—, sem er aðeins 1 / 3 af verði á sambærilegum skóm I dag. \ Danskar töflur Svart lakkskinn Nr. 37—40 Verð aðeins kr. 1.680.— Gult lakkskinn Nr. 36 — 38. jM : Verð aðeins kr. 1.680.— Gult rúskinn. Nr. 37—38. ^^1 Verð kr. 1.680.— I Blátt lakkskinn. Nr. 35—40 V Cowboy tréskóstlgvélin ínr. 35og36. Mjúkt antik brúnt skinn Trébotnar Verð aðeins kr. 1.995.—: I k — Hræódýrt Póstsendum samdægurs Domus Medica Egilsgata 3 Simi 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.